Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORCTJTSBtAÐlÐ Laugardagur 2. sept. 1961 l®tínrgp$#Í^MI)> Cftgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. Á VALDI HINS ILLA TVAUMAST getur það veriðf tilviljun, að saman skuli fara ný herferð kommúnista gegn trúarbrögðum og dag- vaxandi ógnanir um vald- beitingu. Þvert á móti virð- ast kommúnistar nú ætla að reyna á það, hvort siðferðis- þrek frjálsra þjóða sé nægi- legt til að þær fái staðizt ógnanirnar. Reynt er að hæða og sþotta það, sem mönnum er helgast, og sanna þeim, hve smáir þeir séu gagnvart ofurvaldi eyðilegg- ingarmáttarins. í>að er naumast heldur til- viljun, að Krúsjeff skuli nú boða það, að Sovétveldið hefji á ný kjarnorkuvopna- tilraunir, einmitt sama dag- inn og leiðtogar hinna svo- nefndu hlutlausu þjóða hitt- ' ast á mikilli ráðstefnu. Á- stæða er til að ætla að þessi tilkynning sé einmitt birt til að reyna á þolrif þessara þjóðaleiðtoga. Hlutleysingjar hyllast til að leita meðalveg- ar, stundum hneigjast þeir jafnvel að því að láta und- an síga skref af skrefi fyrir illræðisöflum. Þess vegna mun nú vel eiga að gá að viðbrögðum Belgrad-ráðstefn unnar, hvort hún muni ekki taka vægilegar á ofbeldis- verkunum, sem beitt hefur verið í Berlín, vegna óttans við hið meira ofríki. AÐ SIGRA í ÁFÖNGUM 17'ENNING Krúsjeffs er sú, ■■■*■ að honum mxmi auðnast að leggja heimsbyggðina und ir ógnarvald kommúnismans x áföngum. Hann þurfi að vinna einn sigur í kalda stríðinu, sem lami siðferði- þrek manna og áorki því að óttinn nái yfirhöndinni með- al frjálsra þjóða. Hann hef- ur trú á því, að með nægi- lega heiftarlegum ógnunum, muni Vestur-Berlínarbúa bresta hugdirfð til að standa áfram frjálsir og óháðir í næsta nágrenni við ógaröfl- in. Flótti muni hefjast frá borginni vestur á bóginn og þannig verði ekki lengur fyr- ir hendi almennur stuðning- ur við varnir borgarinnar. Hún muni þá falla kommún- istum í skaut. Slíkur ósigur lýðræðisins mundi aftur orka því, að þrek frjálsra manna færi dvínandi og sigurvissa þeirra fimmtu herdeilda, sem á svikráðum sitja við þjóðlönd sín, mundi skjótlega leiða til þess, að fleiri landssvæði yrðu kommúnistum að bráð, þar til svo væri komið, að auðvelt reyndist að heyja úrslitaorustuna. Baráttan um Berlín er því ekki átök um frelsi þess fólks eins, sem þar býr, heldur um það, hvort heimsbyggðin eigi að verða að bráð öflum hins illa. Ef nú yrði hopað, mundu ógnimar aukast og skammt kynni þess þá að bíða, að hvort tveggja liði undir lok, vestrænt lýðræðd og hlutleysi þeirra, sem þá stefnu hafa valið sér. Líklega er þess ekki að vænta ,að leiðtogar Belgrad- ráðstefnunnar hafi þrek til þess að marka „hlutleysis- stefnu“ sína og mæta hinum nýju viðhorfum með því að fjarlægjast kommúnismann og gera honum grein fyrir, að ríki þessi muni skipa sér í sveit með öðrum frjálsum ríkjum, ef ofbeldishótunum heldur áfram. Slík afstaða mundi þó vissulega geta bjargað mannkyninu. Hitt ætti að vera ljóst, að þær þjóðir, sem hafa varpað fyr- ir borð tilgangslausu hlut- leysi, ættu nú að sýna það dyggilegar í verki en áður, að þær hyggjast ekki hopa undir neinum kringumstæð- xxm. Okkar hlutur íslendinga liggur þar eftir. Við gætum haft áhrif á framvindu mála, með því að taka einarðlegri afstöðu en nokkru sinni fyrr — með lýðræðinu, móti of- beldinu. NÝ SKATTALÖG /^UNNAR Thoroddsen, fjár- málaráðherra, hefur í ræðu gert grein fyrir því, að á næsta þingi muni lagt fram frumvarp um gagngera end- urbót á skattalögum, að því er tekur til félaga. Er þar um verulega úrbót að ræða, þótt helzt til skammt sé gengið í því efni sem mestu varðar, þ.e.a.s. að skattalög séu með þeim hætti að hér rísi upp atvinnutæki með eignaraðild alls þorra al- mennings. Samt sem áður eru ákvæð*- in þess eðlis, að arðvænlegt á að geta orðið fyrir almenn- ing að taka þátt í slíkum fé- lögum, ef þau verða lögfest. Er enginn efi á því, að stofn- un almenningshlutafélaga og starfræksla þeirra í stórum stíl mun gjörbreyta afkomu almennings og auka fram- leiðslumátt þjóðarinnar hröð- um skrefum í nánustu fram- tíð. UTAN UR HEIMI Athyglisverð dagskrá i útvarpi og sjónvarpi Krag og Erlander ræða markaðsmálin Aukinn skilningur Dana og á afstöðu hvors annars Svia DANIR eru, sem kunnugrt er, fremstir í flokki Norður- landaþjóðanna um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu eða Sameiginlega markaðinn, eins og hann líka er nefnd- ur. Svíar standa á hinn bóg- inn fyrir aftan þá öftustu í þessu efni, því að þeir hafa ákveðið að ganga ekki í bandalagið — a.m.k. ekki að svo stöddu. Miklar umræður hafa ann- ars verið um þessi mál á Norðurlöndunum öllum upp á síðkastið og nálgast ýfing- ar á stundum. Ekki hvað sízt hefur verið ágreiningur með Svíum og Dönum. Það er þó skoðun flestra, að skilningur þeirra á sjónarmiðum hvors annars hafi vaxið talsvert, er þeir Tage Erlander, for- sætisráðherra Svía, og Jens Otto Krag, utanríkisráðherra Dana, ræddust við um mál- ið og svöruðu spurningum í 1 útvarp og sjónvarp eitt kvöld ' ið í vikunni. — Voru þeir hvor í sinni höfuðborg og má því segja að með dag- skrá þessari hafi bilið milli þeirra verið brúað í fleiri en einum skilningi. Mál þetta er ekki síður mikilvægt fyrir Islendinga en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Skulu því raktir hér nokkrir athyglisverðir þættir í við- ræðum ráðherranna, og er stuðst við frásögn „Politik- en“ af þeim: Vofir klofningur yfir? — Klofna Norðurlöndin efnahagslega? spurði sænski umræðustjórinn beint og af- dráttarlaust. Eriander: — Það væri mjög hörmulegt, ef svo færi — við verðum að leggja hart að okkur, til að afstýra slíku. Og við höfum ástæðu til nokkurrar bjartsýni. Krag: — Ég er sömu skoð- unar og Erlander, að vel megi líta á málin með nokk- urri bjartsýni. Ég held ekki, að efling evrópskrar sam- vinnu feli í sér neinn klofn- ing. Heldur ekki margskonar aðild Norðurlandanna að slíku samstarfi. Hlutleysisstefna Svía Og þar með var farið að hitna undir kötlunum. Tage Erlander varð fyrri til að stinga skeiðinni í heita súp- una: — Við teljum að Rómar- samningurinn sé einnjg stjórnmálasamningur — að minnsta kosti eru í honum ákvæði, sem máli skipta frá stjórnmálalegu sjónarmiði. Við æskjum efnahagssam- starfs, en hlutleysi okkar í alþjóðamálum verður ekki fórnað á altari efnahagssam- starfsins. Krag, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir afstöðu Dana eins og ástandið er í dag og sagði: — Það gleður okkur, að í Svíþjóð skuli ríkja fullur skilningur á því tilliti, sem Danir verða að taka til tveggja aðalmarkaða sinna fyrir landbúnaðarvör- ur. — Erlander: — Við gerum okkur fulla grein fyrir sér- stöðu Dana að þessu leyti. Að því er stjórnmálahliðina snertir hafa Danir þegar tek- ið ákveðna afstöðu. Hinni væntanlegu skatta- lagabreytingu ber því mjög að fagna. Kjörorðið á einmitt að vera: Eign handa öllum. Stjórnmál og efnahagsmál Krag: — Ef Rómar-samn- ingurinn er lesinn frá upp- hafi til enda kemur í Ijós, að ekkert ákvæðanna er um stjórnmál. En það er ókleift að skipta algjörlega í tvö horn stjómmálum og efna- hagsmálum. Stjórnmálasjón- armiða hlýtur að gæta. Mað- ur vill t.d. gera stríð milli Frakka og Þjóðverja óhugs- andi. Ég held að óhrif Vest- ur-Evrópu og þýðing hennar muni vaxa. Ég skal ekki svara til um, hvort hlutlaust land getur sótt um upptöku. En Norðurlöndin eru hluti af Evrópu. Örlög Norðurland- anna og Evrópu er því erfitt að skilja að. Þróunin í Evrópu verður þessi, jafnvel þó að við stöndum hjá. Og það er heppilegra, að við verðum með. Þá krafta, sem Evrópa býr yfir, ber að nota til þess að draga úr spennunni í heiminum. Erlander: Það er Ijóst, að við höfum áhuga á að Ev- rópa verði öflug á efnahags- sviðinu. Hlutlaus ríki geta einnig haft þýðingu í því efni. Hlutleysi Svía nýtur virðingar, og á grundvelli þess hefur Svíþjóð verið lögð á herðar verkefni, t.d. í Kongó og á Gaza-svæðinu. Ég fæ ekki trúað, að nokkur kjósi, að þar verði breyting á. Ef Svíþjóð sækti um upp- töku, mundi það gefa tilefni til margs, ótalmargs misskiln ings — á því er enginn 'vafi. Forsætisráðherrann sagði ennfremur: Þátttaka Svía hugsanleg — Það gleður mig, að danski utanríkisráðherrann hefur látið þess getið, að ekki skipti mestu máli í hvaða formi aðildin er. Ég vil ekki telja þá aðild úti- lokaða, ef formið styddi efna hagslegt samstarf — en á þann hótt, að ekki íélli á okkur skugginn af þeim grun, að við værum að hvika frá hlutleysisstefnu okkar. Krag: — í Danmörku höf- um við enga löngun til að Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.