Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. sept. 1961 — Þykkvabæjar- klaustur Framhald af bls. 11 bæ á árunum 1247—62. Stóð þá klausturlífið með miklum blóma. Um Brand farast Sturlungu þannig orð: Brandur prestur Jónsson var vígður til ábóta á því ári, er Hákon konungur var vígð- ur undir kórónu. Hann réð fyrir austur í Þykkvabæ í Veri og var ágætur höfðingi, klerkur góður, vitur og vin- sæll, ríkur (þ. e. voldugur) og góðgjarn. Og í þann tíma hafði hann mesta mannheill þeirra manna, er þá voru á íslandi. Þetta er fagur vitnisburður og sannur um þennan mikla andans höfðingja, þennan mikla manna- sætti, sem á róstusamri vígaöld var svo oft kallaður til að sætta menn eftir aðfarir og vígaferli, eins og víða segir frá í Svínfell- ingasögu. Brandur ábóti var lær- dómsmaður mikill og eru til eftir hann þýðingar úr latínu (Alex- anderssaga), sem þykja með mikl um ágætum og sýna hver snill- ingur þessi kirkjuhöfðingi var í meðferð móðurmálsins. — Brandur Jónsson var aðeins eitt ár í biskupsembætti. Áhrifa hans gætti þó lengi í kirkjustjórn lands ins. Tveir af lærisveinum hans úr klaustrinu í Þykkvabæ urðu síðar biskupar, þeir Jörundur Þorsteinssön, sem sat á Hólastóli lengur en nokkur annar, að herra Guðbrandi einum undanskildum. Hinn var Staða-Árni, „einn af at- kvæðamestu mönnum Norður- landakirknanna á sinni tíð „Staða Árni varð biskup rúmlega þrítug- ur og gegndi því embætti í næst- um þrátíu ár. Liljuskáldið í járnum Nú líða meira en átta áratugir. Klaustrið í Þykkvabæ er búið að standa hátt á aðra öld. Þá kemur nývígður Skálholtsbiskup út til stóls síns. Það var Jón Sigurðsson, „bróðir Jón“ eins og hann er nefndur, — biskup 1343— 48. Hann tók land á Reyðar- firði Og hélt strax áleiðis til Skál- holts. Á leiðinni kom hann við í báðum klaustrunum í Skafta- fellssýslu og virðist hafa átt þangað ærin erindi. Biskup þessi þótti bæði vandlætingarsamur og refsigjarn og fengu klaustramenn í biskupsdæmi hans mjög á því að kenna. Um tiltektir hér í Kirkjubæ skal ekki fjölyrt að þessu sinni. En „nunnuleiðin" uppi á Systrastaph segja sína sögu um þá hegningu, sem hinn harðlyndi biskup lét leggja á syst urnar í Kirkjubæ fyrir afbrot þeirra og yfirsjónir. Þegar hér var komið sögu, hafði mjög skipt um til hins verra í Þykkvabæ frá þvi, sem var þeg- ar heilagur Þorlákur og Brandur biskup réðu þar húsum. Virðast bræðurnir þar hafa lagt stund á allt annað frekar en klerklegar listir og nytsöm fræði. Höfðu þeir sýnt ábóta sínum, Þorláki Lofssyni, hina megnustu óhlýðni, Og jafnvel barið hann, svo hann varð að hrökklast burtu og leita hælis annars staðar. Jón biskup lét taka þrjá bræður höndum og setja í járn. Hétu þeir: Arngrímur Magnús og Eysteinn. Var Arn- grímur settur í tájárn en Eysteinn í hálsjárn. Þessi hlekkjaði munkur, — hver er hann? Enginn annar en Liljuskáldið nafnkunna, sá, sem Lilju orti, kvæðið sem allir vildu kveðið hafa. Hún er ekkert hugnanleg, þessi eina mynd, sem sagan dreg- ur upp af honum i klaustrinu, því eiginlega er ekkert annað kunnugt um veru hans í Þykkva- bæ. Eftir þessu að dæma hefur munklífinu í Veri ekki orðið upp bygging að dvöl hins andrika skálds. En ljóð hans mun lifa og m. a. halda uppi nafni Þykkva- bæjarklausturs, enda þótt nú muni enginn lesa Lilju daglega sér til sálubótar eins og menn tíðkuðu áður fyrr. G. Br. Þakjárn Þakjárn væntanlegt næstu daga. Vinsamlegast endurnýið pantanir. HELGI MAGNdSSON & CO. Hafnarstræti 19 — Símar: 1 31 84 — 1 72 27. Hjartkær eiginkona mín. JÖNÍNA EIRÍKSDÓTTIK frá Skeggjastöðum, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 1. september. Björn Kjartansson. Ástvinum okkar, vinum, fjær og nær þökkum við kærleika okkur sýndan við fráfall og jarðarför elsku drengsins okkar bróður og tengdabróður, dóttursonar GtJSTAFS GEIRS GUÐMUNDSSONAR og heiðruðu afmælisdaginn hans. Ágústa Jónasdóttir, Guðm. Gíslason, systkinin, tengdasystkini, Elín Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SOFFÍU G. GlSLADÓTTUR Anna Sigurðardóttir, Karl Sigurðsson. Míkið saumað heima í Englandi segir Margaret Walker Ungfrú Walker að sýna islenzkum konum notkun sauma- vélar. Þær eru Sigríður Kristjánsdóttir, húsmæðrakennari, frk. Áslaug Sigurgrímsdóttir, frk. Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri og frk. Lóa Þorkelsdóttir, Keflavík. ÞEIR íslendingar, sem ferðast um England, fá gjarnan þá hug- mynd um enskar konur, að þær prjóni mikið í höndunum, því hvarvetna má sjá konur með prjóna sína, og einnig að svo auðvelt sé að fá ódýran og góð- an fatnað í verzlunum, að kon- ur muni ekki hafa fyrir því að sauma mikið sjálfar heimar. Því var það, þegar blaðamönnum var um daginn boðið að hitta enska stúlku, Margaret Walter, sem hefur hlotið menntun í tízkudeild listaskóla ,og er starfs stúlka hjá Singer, komin hingað til að kenna ísl. konum með- ferð enskra saumavéla og prjóna véla, þá notuðum við tækifærið til að spyrja hana hvort slíkir hlutir séu mikið notaðir í Eng- landi. Hún sagði, að þó að enskar konur höfðu þessi svonefndu ,,til- búnu föt“, ódýrari og betri en víðast annars staðar, þá sýndi sífellt vaxandi sala á efnum og því sem þarf til sauma það, að konur saumuðu æ meira heima hjá sér. Fólk vill klæða sig persónulega, og talsvert stór hóp ur af konum á alltaf erfitt með að fá tilbúinn fatnað sem hentar Síðan sniðin, sem hægt er að kaupa í öllum stærðum, komu til sögunnar, þá er líka miklu auðveldara að sauma á sig sjálf- ur. Sagði Margaret, að í mörgum enskum skólum væri byrjað að kenna 9 ára telpum að sauma á saumavél, og það væri fyrsti vis- irinn að því að bær fengju seinna áræðni og áhuga til að sauma á sig sjálfar. Saumavélafram- leiðendur og sniðframleiðendúr sendu líka oft fulltrúa í skólana, til að leiðbeina og hafa tízkusýn ingar, og ýta undir það að stúlk- ur saumi heima. Eitt er það enn, sem auðveldar heimasaum. Ýms kvennablöð gefa lesendum sin- um öðru hverju kost á að fá einhverja flík sniðna úr mismun- andi litum efnum, aðeins eftir að koma henni saman. Og vegna þess hvað þetta er gert í stórum stíl, er hægt að selja sniðnu flík- ina ákaflega ódýrt. Þetta er mjög vinsælt í Englandi. — Einu sinni gáfum við hjá Singer fólki kost á að koma inn og fá að setja saman slíkar flíkur í saumavél- unum okkar og veittum hjálp og leiðbeiningar, segir Margaret Walker. Aðsókn varð gífurleg. Handprjón dægrastytting — vélprjón nauðsyn Hvað heimaprjóni viðvíkur, segir Margret að prjónaflíkur séu nú mjög í tízku. T. d. hafi Dior mikið af prjónakjólum á sínum sýningum. Það sé þó rétt að vélprjón sé ekki mikið út- breitt í Englandi, t. d. sé miklu meira af prjónavélum Singehs selt í Frakklandi en Englandi. — Mamma segist taka sér prjóna í hönd, þegar hún vill hvila sig, en konur prjóni á vél af nauðsyn, segir Margaret. — En ef maður hefur stórt heimili. ja þá er nú sennilega meiru prjónað af nauð- syn en til dægrastyttingar. Margaret Walker er frá Ports- mouth, en hefur búið í London í sex ár, og skreppur oft heim um helgar. Hún ferðast mikið um England, til að þjálfa sölukonur Singersaumavéla, og fær einstöku sinnum skemmtilegar sendiferð- ir, eins og t. d. til Frakklands eða íslands, eins og .hún segir. —. Mér þykir alltaf jafn spennandi að fara að heiman og er alltaf svolítið fegin að koma heim, segir hún. VETTVANGUR Framhald af bls. 11 vinstri stjórnarinnar. Stjórnar- andstaðan hefir því nauðug viljug orðið að grundvalla allan sinn áróður gegn henni á ein- tómum blekkingum, sem misjafn lega erfitt er að sjá í gegnum. Auðvitað hafa verkföllin f sum ar og hinar hóflausu kauphækk tnir, sem af þeim leiddi sétt efna hagskerfið úr skorðum, enda þótt komið hafi verið í veg fyrir, að þær yllu stöðvun útflutnings- framleiðslunnar, gjaldeyrisþurrð og atvinnuleysi með gengisbreyt ingunni. Því miður munu þessar miklu og almennu kauphækkanir tæp- lega færa launþegum neinar raun verulegar kjarabætur, hins veg- ar er líklegt, að þær muni koma í veg fyrir þær kjarabætur, sem fengist hefðu, ef samið hefði ver ið um hóflegri hækkanir, og þá hefði mátt komast hjá verkföll- um. Sjálfsagt hafa sumir þeirra, sem að verkföllunum stóðu, gert sér vonir um, að þau myndu færa þeim kjarabætur, en fráleitt verður að telja, að þeir sem kröf- urnar sömdu, hafi talið atvinnu- vegina geta borið það kaup, sem farið var fram á. Tilgangur hinna pólitisku braskara, sem verkföll unum stjórnuðu, var líka allur annar en sá að færa launþegum kjarabætur. Sök þessara forystu- manna verkalýðsfélaganna er þung.' Með hinu ábyrgðarlausa háttalagi sínu hafa þeir beinlín- is komið í veg fyrir, að fólkið, sem kaus þá, fengi kjarabætur. □ Nú eru þessir sömu forystu- menn aftur farnir að hugsa til hreyfings. Þeir sjá fram á, að ríkisstjórnin muni standast þessa raun, og nýjar atlögur þurfi, ef takast eigi að sigla atvinnuveg- unum í strand. Ólíklegt er, að þeim takist að teyma launþega út í ný verkföll, a.m.k. fyrst um sinn, en ef þeim tekst það, verð- ur uppskeran líklega óðaverð- bólga, þar sem sennilegt er, að SÍS muni leika sama gráa leik- inn og í sumar og svíkja þannig þann fjölmenna hóp manna og kvenna, sem hefir gert það að einum stærsta atvinnurekanda landsins. Sjálft myndi það græða, þar sem verðbólgan myndi gera skuldir þess að engu á skömm- um tíma. Það er hins vegar ósennilegt, að launþegar kæri sig um, að láta Framsókn og komma etja sér aftur út í foraðið. Lík- lega finnst flestum nóg um þær verðhækkanir, sem þessi upp- lausnaröfl hafa þegar framkall- að og ýmist eru komnar fram eða munu gera það á næstunni. Vonandi láta launþegar sér þessa reynslu að kenningu verða og hætta að velja kommúnista og fylgifiska þeirra til forystu. Framsóknarflokkurinn hefir stutt kommúnista með ráðum og dáð í þeim ábyrgðarlausa lodd- araleik, sem þeir hafa leikið 1 kjaramálum launþega undanfar- ið. Óhætt er að fullyrða, að flokk- urinn hefir orðið sér til mikillar minnkunar með þeirri kommún- istaþjónkun, sem hann stundar nú. Jónas Jónssen, einn áhrifa- mesti maður flokksins allt frá stofnun hans og fram til ársina 1942 eða í réttan aldarfjórðung, reit nýlega grein, þar sem glöggt kemur fram, að þessum aldna framsóknarleiðtoga ofbýður ger- samlega sú niðurlæging, sem flokkurinn er lentur í vegna undirlægjuháttar síns gagnvart kommúnistum. Ályktun Jónasar er sú, að ef flokknum tekst að ná völdum í landinu með stuðn- ingi kommúnista, muni íslands biða örlög Kúbu og sögueyjan verða Gíbraltar bolsivíka í At. lantshafi. Allir góðir íslend- ingar verða að leggjast á eitt og vinna gegn því af alefli, að örlög íslands verði svo ömurleg, en hættan á því er áreiðanlega miklu meiri en margan grunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.