Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBlAÐ1L Laugar'dagur 2. sepí. 1961 Fáni A-Þýzkalands yfir Brandenborgar- hliðinu Berlín, 31. ágúst. (Reuter). 1 DAG barst sérlegum sendi- manni Bandaríkjaforseta í Berl- ín, Lucius D. Ciay, skeyti frá Willy Brandt borgarstjóra í V- Berlín, þar sem hann segir komu Clays og dvöl hans í borginni verða mikinn styrk og hvöt mál- stað frelsisins í Berlín. í skeytinu segir m.a.: — Við erum glaðir og þakklátir yfir því að vita meðal okkar gamlan vin og fulltrúa Bandaríkjanna þá ör- lagaríku mánuði er nú fara í hönd. Clay var yfirmaður banda- rískra hermanna í Þýzkalandi ár- ið 1948—49, þegar samgönguleið- uim til V-Berlínar var lokað. — Hann kom til borgarinnar fyrir tveim vikum með Lyndon John- son, varaforseta og var þar feikna vel fagnað. Hann hefur verið út- nefndur sérlegur sendimaður Kennedys í Berlín meðan ástand þar er ótryggt. í dag ræddi fastaráð Atlants- hafsbandalagsins Berlínarmálið og mun halda þeim umræðum áfram á morgun fyrir luktum dyrum. + 10 þús. mörk til höfuðs verðinum Lögreglan í Vestur-Berlín bauð í dag 10 þúsund mörk þeim, er veitt gæti upplýsingar um hver sá austur-þýzki landamæra- vörður væri er skaut til baná flóttamann, sem reyndi að synda yfir skipaskurð til V-Berlínar. Var maðurinn kominn yfir marka linuna er hafin var vélbyssuskot- hríð á hann Og er vitað að sá Fœreyskur mál- ari sýnir í Mokka TÆREYSKUR listmálari sýnir í Mokka-kaffi um þessar mundir. Hann heitir Sigmundur Peter- Sigmundur Petersen sen og er klæðskeri að iðn. Sigmundur er 58 ára að aldri, byrjaði ungur að mála í frí- stundum, en hann var kominn af léttasta skeiði, þegar hann helgaði sig málaralistinni ein- göngu. Sigmundur er einn fárra færeyskra málara, sem stundar jafnframt engin aukastörf. Hann hefur oftsinnis sýnt í Færeyj- um og einu sinni í Danmörku — og hann segir, að helztu við- skiptavinir sínir séu erlendir ferðamenn, sem heimsækja Fær eyjar á sumrin og vilja taka heim með sér mynd frá eyjun- um. Sigmundur málar nefni- lega mest landslagsmyndir og eru flestar myndanna á sýning- unni hér þess eðlis. Myndirnar eru samtals 19, allar til sölu. Sýningin stendur í tvær vik- ur, eða þar til listamaðurinn heldur aftur heim til Færeyja. Hann mun eiga nokkur verk á færeysku samsýningunni, sem hér verður í haust. er hæfði er félagi í herliði aust- ur-þýzkrar verksmiðju. Ætlun yf irvalda í Vestur-Berlín er að hengja víðs vegar upp í borginni spjöld með lýsingu á verðinum. Bandarískur hermaður, sem handtekinn var af austur-þýzk- um lögreglumönnum á þriðjudag hefur verið látinn laus. + Fáni A-Þýzkalands yflr Brandenborgarhliðinu í dag drógu austur-þýzkir hermenn fána A-Þýzkalands að húni yfir Brandenborgarhliðinu. Nokkrir opinberir embættismenn a-þýzku stjórnarinnar voru við- staddir athöfnina. Ennfremur nokkrir rússneskir liðsforingjar. Um leið var tilkynnt í A-Berlín að Titov, rússneski geimfarinn, kæmi til Austur-Þýzkalands á morgun og eru honum búnar góð- ar móttökur. Var móttökudagskrá in tilkynnt í hátölurum á götum Austur-Berlínar í dag og fólk hvatt til að fagna Sovéthetjunni. Akranesi, 31. ágúst í DAG er suðvestan stórmur Og engin fleyta á sjó. Mb. Svanur er hættur á reknetjum. Netin hafa verið tekin í land og búið að afskrá mannskapinn. Svanur hefur látið reka 1 4—5 nætur og aldrei fengið meir en 1 tunnu í lögn. — Oddur. Sundlaug Vesturbæjar verð- ur opnuð almenningi í haust. Mynd þessi var tekin í gær vestur við laugina við Hofs- vallagötuna. I baksýn eru búningsklefar. Sundlaugin og byggingin verða mjög glæsi- leg og fullkomin, en síðar mun byggingin verða stækk- uð mjög og komið fyrir áhorf endapöllum og sólbaðsskýl- um. — Ljósm. Mbl. K. M. 100 Belgíumenn flúöu á náðir rœðismannsins ELISABETHVIDLE, 30. ágúst. Um 100 belgískir foringjar í Kat anga-her hafa leitað hælis hjá belgíska ræðismanninum í Elisa- bethville og neita að ganga á hönd hersveita SÞ. Segist ræðismaðurinn ætla að veita þeim hæli þar til flugvélar séu tilbúnar að flytja þá til Belgíu. Vilja foringjarnir ganga beint út í flugvélina til þess að losna við gæzluvarðhald hjá SÞ. Herstjórn SÞ hefur í samráði við belgísku stjórnina fengið flug vélar til flutninganna og her- menn SÞ, standa nú vörð við hús ræðismannsins. Frá Leopoldville berast fregn- ir þess efnis, að Gizenga hafi vísað bandaríska konsúlmun í Stanleyville úr borginni og sak- að hann um að hafa reynt að skipta sér af innanlandsmálum. Var það í sambandi við jór- danska flugvél sem lenti í Stan- leyville án leyfis. Tass-fréttastofan sagði í frétt í kvöld, að Gizenga hafi í dag neitað að taka við bréfum og skjölum frá sambandsstjórninni í Leopoldville þar eð hún væri undir áhrifavaldi SÞ. Gizenga er sjálfur varaforsætisráðherra I sambandsst j órninni. Láta af störfum í FRETTUM frá Khöfn segir að þeir Jörgen Jörgensen fræðslu- málaráðherra og Bertel Dalgaard efnahagsmálaráðherra, báðir úr fiokki Róttækra, muni láta af starfi á miðvikudaginn kemur og muni Kampmann forsætisráð- herra halda þeim kveðjusamsæti á mánudag. Það var ákveðið eftir kosning- arnar haustið 1960, að þessir ráð- herrar skyldu láta af starfi áður en Þjóðþingið kæmi saman í okt. 1961. + Enn um hrafninn í Hafravatnshlíð Sigurður Ólason, hrl. skrif- ar Velvakanda: Þótt litlu skipti vil eg leið- rétta það, sem stóð í Mbl. að vegna ,,benzínverkfallsins“ hafi eg ekki getað komið fóðri til hrafnsins upp að Hafra- vatni, og hafi hann „farið illa út úr því“. „Svo hvarf hann“ eins og blaðið kemst að orði. Sannleikurinn var sá, að eg tók hrafnsungann í bæinn, og hafði hann heima við, aðal- lega á altaninu, stundum í lóðinni bak við húsið, og höfðu margir gaman af kringi legheitum hans og tiltektum, en aðrir virtust hafa á honum nokkurn ýmugust. Þegar eg taldi hann vera orðinn sæmi- lega fleygan flutti eg hann, ásamt „matföngum" nokkrum. upp að Hafravatni og sleppti honum í hlíðina þar fyrir of- an. Tveim-þrem dögum síðar fréttist svo til hrafns(ins) norðan vatnsins, og er nú tal- ið að hann hafi lagt leið sína að Úlfarsfelli, sbr. „blaða- fregnir" undanfarna daga. Þessa verð eg að láta getið hér til þess að fyrirbyggja þann misskilning, að krummi hafi orðið fyrir einhverjum hrakningum meðan hann var í minni umsjá. FERDINAND guaM (e@:i ♦ Bókasýning í Englandi Og Sn. J. skrifar: Þess er skemmst að minn- ast að ég skrifaði Morgunblað inu (15. — 6 ág.) alllanga grein um útgerð íslenzkra bóka, sem við vitum að ekki er okkur yfirleitt til frægðar, Þar gat ég um bókasýningar þær sem ýmsar þjóðir halda árlega til eflingar fagurri bókagerð. Nú hefur mér bor- izt bréf um það, að enska sýn ingin verði að þessu sinni 6.^- 30. september í 7 Albemarla Street, London, W. 1. Vildi ég biðja Mbl. að geta um þetta, því mjög er sennilegt að ein- hverjir af prenturum okkar eða forleggjurum kunni að verða í London á því tímabili, og þá væri ekki úr vegi að nota tækifærið og skoða sýn- inguna. Það er eins og að venju National Book League sem fyrir henni stendur. • Matarvísa Og hér er vísa, sem Velvak- anda barst í tilefni af skrifun- um um matarræði íslendinga fyrir skömmu: ístran blómstrar eins og róa ef þú etur mikið, ef þú borðar duft úr dós, dettur af þér spikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.