Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1961, Blaðsíða 8
8 MOKGLntSLAOIO Fimmtudagur 7. sept. 1961 „Hásko'labíó' ÉG VERÐ að segja, að ég hrökk' en gott þykir. Hitt virðip við, þegar ég las frétt um, að háskólaráð hefði valið hinu nýja kvikmyndahúsi sínu og tón- leikahöll Háskólans heitið Há- skólabíó. Samsetning þessara tveggja orða er í mínum aug- um og eyrum svo ósmekkleg og lágkúruleg, að engu tali tekur. og á ég bágt með að trúa því, að ég sé einn um þann smekk. Orðið, bíó,“ lýtur ekki lögmál- um íslenzkrar tungu og er í sjálfu sér óvirðulegt og hvimleitt í samsetningum, en út yfir tek- ur þó, er orðaleppurinn er tengdur við nafn sjálfs Háskóla íslands. I>að gildir svipað um orðið „bíó“ og önnur áþekk götu málsorð, svo sem „strætó" og ,rg&ggó“, að enda þótt meinlítil verði talin í ys götunnar fara þau tiltakanlega illa í ritmáli óða sem heiti fyrirtækja eða stofnana. Eða hvernig litist mönn um á, ef Gagnfræðaskóli Vestur- bæjar tæki opinberlega upp heitið Vesturbæjargaggó? Það er sannarlega löngu orðið tíma- 'bært að fella orðið „bíó“ niður úr heitum íslenzkra kvikmynda- húsa, enda er langt síðan aðrar þjóðir urðu leiðar á því og tóku að nefna kvikmyndahús sín stuttum og laggóðum nöfnum eins og verzlanir og önnur fyr- irtæki. Þannig heita kvikmynda- hús í Oslo t. d. Gimle, Saga og Klingenberg, í Kaupmanna'höfn Saga, Scala og Falladium o. s. frv. Fæ ég ekki betur séð en Há- skóli íslands gæti í þessum efn- »m lært smekkvísi og jafnvel tnálvöndun af frændþjóðum okk- ar. Og vitanlega er þeim mun gildari ástæða til þess að fella niður orðið „bíó“ úr heiti kvik- myndahúss Háskólans, þar sem því er jafnframt ætlað að vera mesta tónleikahöll landsins. Eða hvað finnst mönnum um reisn- ina yfir því að bjóða frægustu tónsnillingum heimsins að koma fram í „Háskólabíói“? En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Allir vita, að erfitt er að reka kvikmyndahús án þess að taka til sýninga ýmislegt ómerki legt léttmeti, sem „fólkið vill sjá“. enda hefur kvikmyndahús Háskólans hingað til ekki síður en aðrir beygt sig fyrir þeirri illu nauðsyn og mun væntanlega því fremur þurfa að gera það, er það flyzt nú í þrefallt stærra húsnæði en áður. Það virðist því æðivafasamur heiður gerður Há- skóla íslands, er hann verður nú óhjákvæmilega | annarri hverri kvikmyndaauglýsingu og kvik- myndadómi beinlínis orðaður við Jerry Lewis, Norman Wisdom eða aðra slíka kumpána. f sjálfu sér er ekkert skemtilegt fyrir há skóla að þurfa að lifa á ekki merkilegri starfsemi en rekstri kvikmyndahúss, en í þessum efnum sem öðrum verður jafn- vel háskóli eflaust að gera fleira ungis óþarft að státa at „sóm- anum“ með ekki smekklegri nafngift en hér um ræðir. Og vissulega ber það vitni um full- mikinn skort á spéhræðslu að bjóða gárungum upp á þann leik að hafa endaskipti á hínu samsetta heiti. Eg þykist vita, að ég mæli fyr- ir munn margra, er ég skora hér með á háskólaráð að taka þetta nafngiftarmál til nýrrar athug- unar. Háskólaborgari. Kirkjufólkiff viff bænhúsiff á Núpstað. Er bænhúsið á Núpstað elzta hús á íslandi KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 5. september. — Kirkja, sem Brynj- ólfur Sveinsson visiteraði og þar sem Jón Steingrímsson messaði, stendur enn á Núpstað í Fljóts- hverfi. Þetta kom fram í erindi, sem Gisli Gestsson safnvörður flutti eftir messu í bænhúsdnu í Núpsstað s.l. sunnudag. Gísli Gestsson hefur með áfergju gull- leitarmannsins grafið upp úr fornum máldögum og visitasium allt sem hægt er að finna um kirkjuna á Núpsstað. Þar kemur það í Ijós, að húsið sem stendur þar nú er að stofni til a. m. k. 300 ára gamalt, byggt ekki seinna en 1667. Það er því ekki að ástæðulausu að Þjóðminjasafn- ið hefur nú tekið þetta hús í sína vörslu, umbætt það og fært það í fyrra horf, eftir því sem hægt er. Gísli Gestsson hafði umsjón með verki þessu að fyrirlagi þjóðminjavarðar. Fyrsta messa í 50 ár. Smiður var Sigurjón í Hvammi undir Eyjafjöllum, en auk þess voru þeir Núpstaðafeðgar að verki með honum. Verkinu var lokið s.l. sumar, og þessara end- urbóta var nú minnzt með messu gerð í bænhúsinu s.l. sunnudag. Sóknarpresturinn, sr. Gísli Brynj ólfsson messaði, meðhjálpari var Bergur Helgason, en organ- leik annaðist Ásta Valdimars- dóttir á Klaustri. í messulok flutti Úlfur Ragnarsson, héraðs- læknir ágætt kvæði, sem hann hafði ort af þessu tilefni. En síðast hélt Gísli Gestsson fram- söguerindi um sögu kirkjunnar. Mun það birtast í árbók Forn- leifafélagsins. Margt manna var við þessa athöfn. Kom fólk frá flestum bæjum í Kálfafellssókn, auk nokkurra lengra að. Rúm- uðust þeir ekki allir inni í bæn- húsinu, enda er gólflötur þess ekki nema tæplega 30 fermetr- ar. Eftir guðsþjónustuna nutu allir kirkjugestir hinna rausnar- legustu veitinga Núpstaðahjóna. Á Núpstað býr hinn lands- kunni póstur, Hannes Jónsson og Þóranna Þórarinsdóttir með tveimur sonum sínum. Hafa þau sýnt þessum foma helgidómi mikla ræktarsemi og án alúðar þeirra og uppörfunar væri þetta hús ekki við líði nú. Lítiff meff þykkum torfveggjum. Bænhúsið á Núpstað er mjög lítið um sig með þykkum torf' veggjum, sem Hannes hefur sjálfur hlaðið upp og þakið er hella, sem hann hefur sjálfur lagt. Gólfið er hellulagt nema í kórnum, þar er upphækkun úr timbri. Langbekkir eru meðfram veggjum, lítill gluggi á kórgafli yfir altari. Það var einkennileg tilfinn- ing, sem gagntók mann við messu gerðina í þessum forna helgi- dómi, þar sem kynslóðirnar hafa um aldaraðir kropið í lotningu og tilbeiðslu og þar sem nú hafa ekki verið sungnar tiðir í nær- fellt 70 ár. Veður var kyrrt og milt þennan dag og nokkur úr- koma öðru hvoru. Þokan hrann- aðist í miðjum hlíðum Lóma- gnúps, en klettadrangana ofan við bæinn bar við skýjaðan him- in. — G. Br. Stjórnarmyndun reynd í Israel JERÚSALEM, 4. sept. (Reuter), — Forseti ísraels, Yitzak Ben- Zví, hóf í dag fundahöld með leiðtogum stjórnrmálaflokkanna, til þess aff þreifa fyrir sér um möguleika á stjórnarmyndun í landinu. Nýkjörnir þingmenn unnu i gær eið að stjórnarskránni. Við það tækifæri komst Ben-Zví for- seti m. a. svo að orði, að brýn þörf væri á styrkri stjórn í landinu og þjóðareiningu andspænia þeirri ófriðarbliku, sem nú væri á lofti. • Stjórnarmyndun óviss Allt er enn á huldu um það, hvemig árangur tilraunir til stjórnarmyndunar kunna að bera, Flokkur Davíðs Ben-Guríon, for- sætisráðherra, tapaði 5 þingsæt um í kosningun- um í siðasta mán uði. Hefur flokk urinn þá ekki nema 42 sæti og skortir því tals- vert á meiri- hluta, en þing sitja 120 þingmenn. Ýmislegt þykir benda til, að minniflokkarnir gangi eins langt til samkomulags sín í milli og frekast er unnt, áður en þeir fallast á að mynda nýja sam- steypustjórn með Ben-Guríon. Kjarnorkuvopnatilraunir eru ein Leiöin til tortíming- ar á mannkyninu Kjólaverzlunin Elsa auglýsir Seljum þessa viku kjóla á hálfvirði. — Notið þetta sérstaka tækifæri. Kjólaverzlunin Elsa Laugavegi 53 Veitingasala í fullum gangi til söiu í góðu leiguhúsnæði RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. Laufásvegi 2 — Símar 19960. — sagði Adoula á Belgrad- ráðstefn- unni Belgrad, 5. sept. — (Reuter) CYRILLE ADOULA, for- sætisráðherra Kongó, sagði í ræðu á ráðstefnunni hér í dag, að kjarnorkuvopnatil- raunir væru ein aðferð til tortímingar mannkyni. Þá sagði hann m. a., að viður- kenna bæri sjálfsákvörðun- arrétt þýzku þjóðarinar. — Adoula komst einnig svo að orði, að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu „átt mikilvægasta þáttinn í lausn þeirra vanda- mála, sem við var að etja í Kongó.“ Kongó fulltrúum fagnaff Adoula, forsætisrðherra, var fyrsti ræðumaður á fimmta fundi ráðstefnunnar, sem haldinn var í dag, en hann og Antoine Gizenga, varaforsætisráðherra, sem er í fylgd með honum, tóku þá í fyrsta skipti sæti á ráðstefnunni. Var þeim heilsað með handa- bandi af mörgum fulltrúum Arabaríkjanna. Ennfremur var Lumumba, hins látna forsætis- ráðherra Kongó, minnzt með emnar mínútu þögn. Adoula, sem kom til Belgrad í gær, sagffi í ræffu sinni, að kjarnorkuvopnatilraunirn- ar væru „ekki uppörvandi“. Tilraunir meff slik vopn væru aðeins ein tegund til tortíming ar mannkyni. Vígbúnaðarkapp hlaupið hefði leitt þá aðila, sem fyrir því stæffu, til þess að beita aðferffum, sem ekkert tillit tækju til öryggis ann- arra. Sjálfsákvörffunarréttur þýzku þjóðarinnar Um Þýzkalandsmálin sagði Adoula, að rétt þýzku þjóðar- innar til þess að ákveða sjálf framtíð sina, bæri að viðurkenna og binda endi á hernám landsins. Skilningur og bróðerni yrði að ríkja með fólkinu beggja vegna landamæranna. Þáttur Sameinuðu þjóffanna Þá flutti Adoula þakkir þeim þjóðum, sem sendu herlið til Kongó á sínum tíma. Hann sagffi, aff affgerffir Sam einuffu þjóffanna í landinu hefðu að visu ekki veriff alfull komnar, en minnast bæri þess, að mönnum skjátlast, og þrátt fyrir allt hefffu Sameinuffu þjóðirnar „átt mikilvægasta þáttinn í lausn þeirra vanda- mála, sem viff var að etja í Kongó“. Enn hefði Kongó þörf fyrir að' Katanga-menn 1 herskáir ELÍSABETVILLE, 5. sept — (NTB—Reuter) — Háværar kröfur voru uppi um það á þingfundi í Katanga í dag, að Sameinuðu þjóðunum yrði sagt stríð á hendur. Fundur inn var kvaddur saman af Moise Tshombe, til þess að [ræða „ógnanir gegn landi O'kk { ar“. Voru þingfulltrúar herská ir mjög á fundinum. Na/ismi - marxismi Prentvillupúkinn lagði leið sína í grein Gunnars Matthíassonar er birtist hér í blaðinu s.l. sunnudag, Neðarlega á fyrri síðu greinar- innar stóð ......,marxisminn holdi klæddur", en þar átti að standa „nazisminn holdi klædd- ur. Bað höfundur um leiðrétt- ingu þessara orða, þó væri hann og sé jafn-andvígur báðum stefn- unum. hann á hlutlausu ríkin að styðja kongósku stjórnina. Það kom og fram í ræðu Adoula, að Kongó mundi hvergi hika við að veita óskertan sið- ferðilegan og efnalegan stuðning þjóðum, er berðust fyrir frelsi sínu. Hann vitnaði til þess, að fulltrúar nokkurra þjóða á ráð- stefnunni hefðu lýst yfir viður- kenningu á alsírsku útlagastjórn- inni, og lýsti því yfir í nafni stjórnar sinnar, að slíkar viður- kenningar af hennar hálfu yrði skammt að biða. Adoula sagði, að „nýir tímar væru runnir upp í Kongó. Fyrr í dag ræddu þeir Adoula og Gizenga við Nasser, forseta Arabalýðveldisins. Tító, forseti, tók einnig á móti þeim. Hlutlaust Kongó f ræðu sem Gizenga hélt á ráð stefnunni í dag, sagði hann m. a. að hin nýja stjórn i Kongó væri löglegur arftaki. stjórnar Lum* umba. Mundi hún fylgja hlut- leysisstefnu, enda teldi stjórnin það hlutverk sitt, að helga sig þjóðlegri uppbyggingu í stað þess að eiga hlut að eyðingu mann- kynsins. „Við munum láta stjórn ast af hvorugu stórveldabanda- stoð Sameinuðu þjóðanna og hétlaginu", bætti hana viff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.