Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 13
^unnudagur 10. sepf. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Fulltrúar á þingi SUS á Akureyri. jREYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 9. sept. Ólafur Thors tekur sér frí Það þykja að vonum ill tíð- indi, að Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, skuli að læknisráði þurfa að taka sér frí frá störf- um til áramóta. Sem betur fer er hér ekki verra í efni en ráð- legging læknanna segir til um. Ekkert bendir til annars en að heilsa Ólafs sé svo góð, að hann geti aftur tekið við störfum að lokinni nauðsynlegri hvíld. Starf stjórnmálamanna er argsamt, ekki síður á Islandi en annars staðar. Þess vegna er mönnum þörf hvíldar í því flestum störf- um fremur, en kappsemi Ólafs er slík, að hann hefur ekki ætíð gætt þess sem skyldi. Hvað sem stjórnmálaskoðunum líður munu allir landsmenn óska þess, að Ólafur megi sem skjótast koma alhress til starfa á ný. Úr því að forsætisráðherra hverfur að læknisráði alveg frá stjórnarstörfum um sinn, er sjálf sagt að annar sé tekinn í stjórn- ina í hans stað. Svo var farið að, þegar Eysteinn Jónsson tók sér að læknisráði alllangt frí á árinu 1954 og Guðmundur í. Guðmundsson 1956. Skúli Guð- mundsson kom í stað Eysteins og Emil Jónsson í stað Guðmund ar. Störfin minnka ekki þótt einn hverfi frá og maður verð- ur að koma 1 manns stað. Er vel ráðið, að Jóhann Hafstein skuli taka við störfum Bjama Benediktssonar á meðan hann gegnir embætti forsætisráð- herra. Lét ekki sitja við hótanir einar Svo sem að var vikið í síð- asta Reykjavíkurbréfi, létu Rússar ekki lengi sitja við hót- anirnar einar um að hefja á ný tilraunir með kjarnorkusprengj- ur. — I>eir byrjuðu tafarlaust sprengingar sínar og hafa síð- an látlaust haldið þeim áfram. Tilætlun Krúsjeffs með þessum aðförum er vafalaust sú að vekja ugg um alla heimsbyggð- ína. Það hefur honum tekizt. Engar horfur eru þó á því, að hinar vestrænu lýðræðisþjóðir láti hræða sig til undanhalds eða uppgjafar. Þvert á móti hef ur þar vaxið skilningur á nauð- syn einbeittni og samheldni. Kennedy Bandaríkjaforseti hef- ur með einróma samþykki þjóð- þingsins boðað nýjar kjarnorku sprengjutilraunir Bandaríkja- manna. Úr því að illt á að vera, er það e.t.v. óhjákvæmileg nauð- syn, en sannarlega stefnir þessi þróun í öfuga átt. Miklu veldur á, er upphafinu veldur. Á ráðstefnu hlutlausu ríkj- ftnna í Belgrad fordæmdu jafn- vel þeir, sem vandlegast forðast fið halla á Sovétstjórnina, svo sem Nehru, harðlega ákvarðanir hennar. Úrræði ráðstefnunnar var að senda fulltrúa til beggja, Kennedys og Krúsjeffs, skora á þá að hittast og reyna að leiða ágreiningsefnin til lykta með samningum. Samningar verða aldrei of lengi reyndir. Hitt má efast um, hvort hyggilegt sé, að þessir tveir voldugustu menn hittist á þessu stigi málsins. Undirbúningslitlir fundir æðstu manna hafa að litlu gagni kom- ið hingað til og raunar oftar orðið til tjóns. „Fréttir sem hellt er yfir þjóðirnar44 Tregða Sovétstjórnarinnar á að skýra almenningi í Rússlandi frá hinum nýju sprengjutilraun- um sínum, vekur sérstaka at- hygli. Auðséð er, að áður en þessi vofveiflegu tíðindi berast henni á að vera búið að gefa rússnesku þjóðinni tíma og næði til að hugsa málið á þann veg, sem stjórnin vill. Hún hefur ekki treyst því, að ef fréttun- um væri jafnóðum hellt yfir þjóðina, svo að hún myndaði sér skoðanir án hæfilegs undirbún- ings af hálfu stjórnarinnar, yrðu viðbrögð þjóðarinnar á þann veg, sem stjórninni líkaði. Svo vill til, að einmitt sömu dagana og Sovétstjórnin sýnir í verki ,hversu varhugaverðan hún telur frjálsan fréttaflutn- ing, birtist i Tímanum ræða eft- ir Hermann Jónasson, þar sem hann vikur að hinu sama. í upp- hafi ræðu Hermanns, sem birt- ist sunnudaginn 3. sept., segir svo: „Síaukinn hraði er eitt af ein- kennum nútímans. Ég ræði að- eins um einn þátt hans, — rás viðburðanna, sem nú gerast með meiri hraða en áður. Fréttir af markverðum atburðum, hvar sem þeir gerast, birtast sam- dægurs í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. — Það er ekki orðið lítið verk að fylgjast með öll- um fréttunum, sem hellt er yf- ir þjóðirnar oft á dag. Það er auðskilið mál, að af þessu leið- ir, að menn hafa minni tíma og næði til að hugsa, — nema þá helzt um það, sem er borið á borð fyrir þá hverju sinni.“ Sannar fréttir undirstaða heilbrigðrar skoðanamyndunar Óttinn við frjálsan fréttaflutn ing skín út úr hverju þessu orði. Sá, sem svo mælir telur augsjáanlega, að þjóðirnar, al- múginn, eins og einu sinni var eftir honum haft, hafi vafasamt gagn af því, að fréttunum sé „hellt yfir hann“, hvað þá ef slík ósköp gerast „oft á dag“. Þá var annað meðan fólkið lét sér nægja að lesa aðeins eitt blað, sem því barst með höpp- um og glöppum. Þá var hægt að velja úr þær fréttir, sem það hafði gott af að heyra, en þegja um hinar eða hagræða þeim eft- ir því, sem á þurfti að halda. Þá hafði fólkið „tíma og næði til að hugsa“ — og mynda sér skoðanir á alröngum forsend- um. Sannir lýðræðisunnendur vita aftur á móti, að frjáls og ör fréttaflutningur er undirstaða lýðræðisins. Einungis með því móti, að almenningur fylgist sjálfur með, viti jafnóðum hvað er að gerast, getur hann mynd- að sér óbjagaðar skoðanir. Án heilbrigðrar, óheftrar skoðana- myndunar þjóðanna er lýðræð- inu voðinn vis. Þetta gerir mikl- ar kröfur til fréttamanna, bæði við blöð og útvarp. Þeir verða að segja satt og rétt frá öllu, sem gerist og þýðingu hefur, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Eigin skoðanir eða hug- leiðingar eiga ekki heima í fréttadálkum blaða eða frétta- tíma útvarps. Þeim verður að ætla sérstakan stað eða tíma svo að vel sé greint á milli. Ranghermi hendir alla Réttur fréttaflutningur gerir sem sagt miklar kröfur til allra þeirra ,sem fréttamennsku stunda. Oft er erfitt að átta sig á, hvað þýðingu hefur og heim- ildir ónógar. Enginn er alfull- kominn og þess vegna er ekki um það að fást, þó að skyssur séu gerðar. Með frjálsum og stöðugum fréttaflutningi margra aðila verða þær skaðminni. En sá, sem ranghermt hefur, má aldrei skammast sín fyrir að leiðrétta. Skömmin felst aftur á móti í því að gera það ekki. Sérstök ástæða er til- að minn- ast þessa nú, þegar í Ijós er komið, að fregn, sem Tíminn birti fyrstur blaða og með stór- um stöfum yfir þvera forsiðu, um, að íslenzkur fiskibátur hefði slitið af sér vörpuna á kafbát, tvær sjómilur frá landi undir suðausturströnd Islands, virðist vera á misskilningi byggð. Slík- ur misskilningur getur ætíð komið upp, en að lokum ber að hafa það, sem sannara reynist. Miklar skipaferðir Eins og sagt var í síðasta Reykjavíkurbréfi væri það alger tilviljun, að íslenzkur fiskibátur lenti í slíku tæri við erlendan kafbát, en hitt væri engin til- viljun að rússneskir kafbátar væru við Island. Þetta staðfest- ist af því. að þegar var gefin út yfirlýsing af hálfu fulltrúa Atlantshafsbandalagsins, að eng inn kafbátur á þess vegum hefði þá verið við strendur landsins. Rússneska sendiráðið fékksthins vegar ekki til að gefa neinar yf- irlýsingar um málið, enda hafði málgagn Sovétstjórnarinnar ný- lega skýrt frá því, að kafbáta- leiðir væru beggja vegna við ísland. Þetta er mergurinn máls ins, enda birti Morgunblaðið sl. sunnudag mynd af einum slík- um sovézkum kafbát, sem tek- in var í nánd við landið. Hinar miklu skipaferðir Rússa við strendur íslands að undanförnu sanna, hversu auðveldlega væri hægt að setja í skyndi á land óvígan her, ef landið lægi varn arlaust og ný stórstyrjöld bryt- ist út. Ef æskan réttir bér M. örvandi hönd Ungir Sjálfstæðismenn halda sambandsþing sitt nú um helg- ina á Akureyri. Sjálfstæðis- flokknum er að fáu meiri styrk- ur en hinum öflugu æskulýðs- samtökum er skipað hafa sér undir merki hans. Ungir menn hafa oft gleggra auga en hinir gömlu fyrir því, sem betur má fara. Þeir hljóta þess vegna ætíð að gagnrýna ýmislegt af því, sem hinir sætta sig við, sumpart af vana. Hugdjarfir æskumenn telja, að erfiðleikarnir séu til að yfir- vinna þá, en ekki gefast upp fyrir þeim. Sjálfstæðisflokknum er það mikil hvatning, að aukið frjálsræði og örari fréttaflutn- ingur hefur orðið til þess, að fleiri og fleiri æskumenn skipa sér í raðir flokksins. Nú sem fyrr telja hinir ungu menn vafa laust, að sumt megi betur fara í starfi flokksins. En þeir eru sannfærðir um, að rétt er stefnt og viðurkenna, að núverandi ríkisstjórn hefur brugðizt af meira raunsæi og einurð við vandanum en fyrirrennarar hennar um langa hríð. „Hissa á því að heyra mig mæla svo44 í öðrum flokkum kveður við annan tón. I ræðu Hermanns Jónassonar, sem áður var vikið að, gerði hann grein fyrir þeirri skoðun sinni, að stefna beri að því „að vinnustéttirnar fái stjórn landsins í sínar hendur, svipað því „sem tíðkast með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar". Á samhenginu er svo að sjá sem Hermanh meini með bessu. að endurreisa beri V-stjórnina. Hann veit þó ofur- vel, að með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar, er það tal- • in fásinna, sem engu tali taki, að hafa kommúnista með í stjórn. Hér yrði ný V-stjórn ekki mynduð nema kommúnist- ar væru í senn uppistaða henn- ar og driffjöður. Hermrnn held- ur áfram: „I samtali við nokkra menn lét ég þessa skoðun í ljós fyrir nokkru. — Ungur maður sagði eitthvað á þá leið, að hann væri hissa á því að heyra mig mæla svo sem ég gerði, ég hefði þó orðið að þola það, að mér hefði á Alþýðusambandsþingi 1958 verið neitað um mánaðarfrest til að ræða um 15—20% betri lífskjör vinnandi fólki til handa, en það hefði orðið að búa við lengi síðan. Ég þurfti engu að svara, því að eldri maður tók af mér ómakið.“ Hinn „aldraði“ maður talaði svo, að Hermann segir hann „spakan“. Gott er að eitthvað verður honum til huggunar.. Ekki veitir af, þegar fleiri og fleiri æskumenn innan Fram- sóknarflokksins bindast samtök- um um að knýja fram breytingu á stefnu flokksins í hinum veiga mestu málum. Enda lætur Her- mann vera að fara um þá lofs- orðum. Annað hljóð í strokknum Hitt verður að viðurkenna, að þótt um sumt syngi við það sama í Hermanni nú sem fyrr, þá er hljóðið breytt að öðru leyti. Fyrir þremur árum, þegar V-stjórnin var enn við lýði og Hermann sá ekki fram á hversu þess var skammt að bíða, að hann gæfist upp og hlypi af hólmi á hættunnar stund, hélt hann ræðu á Hólmavík. Þar hældist hann um yfir þvi, sem hinu eina afreki V-stjórnarinn- ar, að búið væri að setja Sjálf- stæðisflokkinn, nær helming þjóðarinnar „til hliðar“, þeir væru orðnir áhrifalausir í þjóð- málum. Nú segir hann, að fram- vegis verði „að stjórna með því réttlæti, sem sameinar þjóðina —■ en klýfur ekki í fjandsam- legar fylkingar-------“. Batn- andi manni er bezt að lifa. En því miður er óreynt, að hér sé um sanna hugarfarsbreytingu að ræða. Hitt er allt eins lík- legt, að maðurinn sé enn að leika það bragð, sem hann forð- um lýsti ,að klæða sig svo, að sem minnst beri á honum. Jafnvel Esjan fær að njóta sannmælis Af skrifum Tímans þessa dag- ana er ljóst að hann veit að bæjarstjómarkosningar eru f nánd. Hann ætlar nú ekki að brenna sig á sama soðinu og áður. Það sést með skoplegum hætti af Tímanum sl. miðviku- dag. Fyrir tæpum 5 árum, þann 18. september 1956, birtist í Tímanum grein, þar sem talað er um, hvað „Esjan er tak- markalaust Ijótt fjall —---- Einna helzt minnir hún mig á fjóshaug". Á miðvikudaginn var, 6. sept- ember, birtist þar grein, sem byrjar svo: „Allir þekkja Esjuna, þetta fallega fjall, sem alltaf blasir við augum Reykvíkinga — þeirra, sem upp líta.“ Allur er þessi leikaraskapur harla broslegur. Hætt er við að hið síðbúna lof um fegurð Esj- unnar og loforðið um Framsókn arréttlæti, sem sameina á þjóð- ina, sé mælt af sama hug og réði gerðum sömu manna, á meðan þeir voru i V-stjórn og þóttust hvorki þurfa að dylja orS sín né athafnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.