Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvilcudagur 13. sept. 1961 N Framlag fslendinga ómetan- legt þjóðlífi Kanada Landstjóri Kanada tagnar forseta Islands FLUGVÉLIN er flutti forseta íslands og 14 manna fylgdarlið hans í hina opinberu heimsókn til Kanada kom til Quebec klukkustund eftir áætlun í fyrradag. Á móti forseta tóku Vanier, landstjóri Kanada, og forsætisráðherra Quebec-fylkis. 100 manna heiðursvörður var á flugvellinum, þar fór fram liðskönnun, þjóðsöngvar land- anna voru leiknir og 6. stór- skotaliðið heilsaði með 21 fall- byssuskoti. Landsstjóri fagnaði forseta með ræðu. Sagði hann m.a., að Kanadamenn fögnuðu nú þjóð- höfðingja lands er ætti margar sögur og mikla menningu. Hann sagði, að sæfarar hefðu fundið bæði Kanada og Island. íslend- ingar hefðu átt mikinn þátt í sögu og þróun Kanada. Fram- lag þeirra væri ómetanlegt þjóðlífi þessa lands. Forseti íslands svaraði á ensku og frönsku og fórust orð á þessa leið: Hvílikt landrými Háttvirti herra landsstjóri og frú Vanier! Við hjónin fögnum því að stíga á kanadíska grund, og þökkum innilega hið virðulega •heimboð. Við stöndum hér við hlið yðar víðáttumikla lands, og hlökkum til þeirrar langferðar, sem við eigum fyrir höndum. Það er álíka langt héðan til Vancouver og til Reykjavíkur, sem við komum frá. Hvílíkt landrými! Okkur er nokkuð kunnugt um sögu og menningu Kanadamanna. En sjón er sögu ríkari. Við þökkum þetta ein- staka tækifæri! Menning, hugsunarháttur og stjórnskipun yðar fólks er ná- skyld vorri eigin. Og þó eigum við að sjálfsögðu skyldast við hina mörgu afkomendur íslend- inga, sem nú eru kanadískir þegnar. Auk þess er það sjálft Norður-Atlantshafið, sem áður aðskildi, en nú sameinar, og skapar oss vafalaust báðum þjóð unum, áþekk örlög. Á frönsku mælti hann Oss er einnig kunnugt um hinn ríka þátt, sem frönsk tunga og ætterni hefur átt í sögu Kanadamanna og þeirri menningu, sem hér hefur þró- azt og enn er í mótun og vexti. En það skal hreinskilnislega ját- að, að þó ég geti lesið frönsku á bók, þá hef ég ekki vald á talmálinu. í vissum skilningi missum við „málfrelsið" í fram- andi landi. Ég læt mér því nægja, að endurtaka þakklæti okkar fyrir heimboð hér við hin opnu hlið lands yðar og þjóðar! Þroskaðar lýðræðisþjóðir við N-Atlantshaf Á mánudagskvöld sat forseti Islands og frú Dóra Þórhalls- dóttir kvöldverðarboð Georges Vaniers landstjóra í sumarhöll hans. Hér fer á eftir ræða for- setans við það tækifæri: Háttvirti herra landstjóri og frú Vanier! Ég þakka yður mjög vel ástúð legt ávarp, viðurkenningarorð um landa vora og frændur hér vestan hafs og menpingu Is- lendinga heima fyrir. Ég veit að þeir hafa unnið til þess. Það er oss íslendingum heima jafnan gleðiefni, að heyra þeirra lof, og að þeir hafa unnið sér traust hinna beztu manna hér vestra, þar sem við svo marga byrjun- arörðugleika og mörg þjóðerni hefur verið að keppa. Við erum fámenn þjóð, Islendingar, en þar fyrir stolt þjóð með öllum ein- kennum sjálfstæðs þjóðemis, og fögnum því þegar ættmenn vor- ir afla sér góðs mannorðs og orðstirs í framandi landi. Eins og nú er komið sam- göngum og allri tækni, þá erum vér íslendingar og Kanadamenn nágrannar. Við vorum minntir á það nýlega við heimsókn kanadískrar flotadeildar til Reykjavíkur. Yðar hraustu sjó- menn voru velkomnir. — Við strendur Norður-Atlantshafsins búa eingöngu þroskaðar lýð- ræðisþjóðir, og hafi áður — fyrir t.d. hálfra annarri öld, verið ófriðarhætta þeirra á milli þá er sú hætta nú algerlega úr sögunni. Þessi staðreynd er eins og stjarna í rofi á hinum ský- aða himni okkar brösótta heims. Við lögðum af stað að heim- an í morgun um venjulegan fótaferðartíma. Og nú situm við kvöldboð yðar. Það hefur ekki alltaf verið svona stutt á milli landanna. Hinn fyrsti íslending- ur sem leit strendur Kanada Dregið hjá KSÍ NÚ hefir verið dregið í happ- drætti því, sem KSÍ efndi til vegna utanfarar íslenzka lands- liðsins til Lundúna á laugardag- inn kemur. Útgefnir voru 360 miðar og kom upp númerið 168. Reyndist eigandi þess Friðrik Bjarnason formaður Knattspyrnu ráðs ísafjarðar. — Vinningurinn var flugferð til Ludúna og heim aftur. Sýnir í Mokka Á SUNNUDAGINN voru 16 myndir eftir Jón E. Guðmunds- son hengdar upp á veitinga- stofunni Mokka á Skólavörðu- stíg. Myndirnar verða þar til sýnis og sölu næsta hálfa mán- uðinn. Á sýningunni eru mest- megnis vatnslitamyndir, nokkur olíumálverk og ein vaxmynd. augum, Leifur heppni, kom hér í hafvillum, og sú tilraun til landnáms, sem síðar var gerð af íslendingum hlaut að mistak- ast. Og þá var nafnið lokkandi: Vínland hið góða. Skyldi það eiga nokkuð skylt við hið fyrsta nafn, sem Cartier gaf Ile d’Or- leans. Mér er sagt að það hafi verið Baccus Island? Vafalaust hafa hin villtu vínber ráðið báð- um nöfnunum. Það var langt að bíða næstu tilraunar til landnáms af hálfu íslendinga, og þeir voru lengi á leiðinni úr íslenzkum sveitum, alla leið inn á mitt Manitoba- fylki. Einn af yðar fyrirrennur- um, hinn gáfaði, hjartagóði, irski aðalsmaður, Lord Dufferin, hafði verið á Islandi, og var áhugamál að fá íslendinga til að gerast hér landnemar. Hann ber Islendingum vel söguna í „Letters from high Latitudes“, og ég næstum vikna, þegar ég minnist þess, að hann lagði á sig ferð til Nýja-lslands við Winnipegvatn árið 1877, þegar mest svarf að íslenzku nýlend- imni þar, hungur, kuldi og drep- sóttir, taldi í þá kjark, lofaði kynstofn þeirra og klassísku menningu, og hlúði að þeim, jafnvel fram yfir heimildir. Það var fallega gert! Mér er kunn- ugt um Lord Tweedsmuirs stað- góðu þekkingu á íslenzkum bók- menntum, og yðar vinsamlegu afskipti og góða álits á Kanada- mönnum af íslenzkum stofni. Ræða yðar snerti viðkvæma strengi í hjarta mínu. Við köllum þá, sem hér búa, af íslenzkum stofni: Vestur-ls- lendinga, Western-Icelanders. — Það er gamalt orðalag sem við höldum fast við. En við vitum vel að þeir eru kanadískir þegn- ar, góðir þegnar síns nýja fóstur lands. Þeim hefur reynzt auð- velt að samlagast kanadískum háttum og stjórnarfari, enda er menning vor, ef leitað er nógu langt aftur, að miklu leyti af sömu rót. Milli hins íslenzka og kanadíska er enginn árekst- ur, og við vonum, að hinn ís- lenzki arfur megi eiga nokkurn þátt í að móta hina vaxandi menningu, frið og farsæld í þessu mikla framtíðar landi! Konur og karlar! Vér drekk- um í sameiningu skál Kanada! Þessi mynd var tekin þegar Joao Goulart hinn brasilíski sór embættiseið sinn sem forseti Brasilíu. Athöfnin fór fram 7. september. Maðurinn með hljóðnemann er forseti þingsins, Auro de Moura Andrade. — (AP) — Dularfullur spírE- tus í umferð IViaður sturlast í Keflavík — Tveir vnenn sitja í gæzlu GRUNUR leikur á því að spíri- tus hafi verið í umferð á Suð- umesjum að undanförnu. Mun ekki allt með felldu með spíri- tus þennan, og talið að hann sé ættaður frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, og sé not- aður á þotur. Mun vamarliðið hafa rannsakað hvort einhverju af slíkum spíritus hafi verið stolið, en niðurstöður liggja ekki fyrir. Grunur hefur fallið á tvo menn í máli þessu, og sitja þeir nú í gæzlu. Við húsleit hjá öðr- um þeirra fannst einhver tor- kennilegur vökvi og hefur At- vinnudeild háskólans hann til rannsóknar en niðurstöður lágu ekki fyrir í gær. Maður sturlast í Keflavík leikur grunur á að maður þar í bæ hafi drukkið umræddan spíritus, og er mað- urinn ekki yfirheyrslufær sök- Iðnfyrirtæki orðið að bera hafa sjálf kauphækkanir SL. föstudag gerði Þjóðvilj- inn mikið veður út af því, að ríkisstjórnin léti nú verðlags- nefnd samþykkja nýjar og nýjar verðhækkanir á fram- leiðslwvörum iðnaðarins og þannig léti ríkisstjórnin hleypa öllum kauphækkunum beint út í verðlagið. Sagði blaðið m. a., að ríkisstjómin hefði nú „látið samþykkja að auka gróða iðnrekenda, tryggja þeim miklu hænri tekjur en . kauphækkunum nemur“. Þessar staðhæfingar eru auðvitað í fullu samræmi við annan málflutning Þjóðvilj- ans í verðlagsmálunum að undanförnu. Sannleikurinn er sá, að í verðlagsnefnd hefur þeirri höfuðreglu verið fylgt við afgreiðslu á umsóknum iðnfyrirtæjcja um breytingu á verðlagningu framleiðslu- vara þeirra, að verðlagsstjóra hefur verið heimilað að verða við þeim að svo miklu leyti, sem hækkanir á hráefni til framleiðslunnar og annar til- kostnaður — að vinnulaunum frátöldum — gefa tílefni til. Hins vegar hafa verðhækkan- ir af völdum kauphækkana efcki verið leyfðar, nema með samþykki verðlagsnefndar, og í þeim tilvikum að undan- genginni athugun á afkomU viðkomándi fyrirtækis. Leyfi til verðhækkana vegna kaup- hækkana hafa aðeins verið gefin í tveim tilvikum. í samræmi við þessa megin- reglu hefur verðlagsskrifstof- an svo heimilað verðhækkan- ir á framleiðsluvörum máln- ingarverksmiðjanna, sælgæt- isverksmiðjanna og Vífilfells hf. Byggðust þessar heimildir algjörlega á hækkun hráefna og annars tilkostnaðar, að vinnulaunum undanskildum. Kauphækkanirnar hafa fyrir- tækin orðið að taka á sig sjálf. Eins og áður er vikið að, hafa tvær undantekningar verið gerðar frá þeirri megin- reglu, að iðnfyrirtæki beri sjálf kauphækkanirnar, því að Rafha í Hafnarfirði og Ofnasmiðjan hf. hafa fengið heimild til að taka kauphækk anir inn í verð framleiðslu- vara sinna. Rafha í Hafnarfirði fékk heimild til þess að hækka verð á ísskápum um 6% og 10—11% á öðrum framleiðslu vörum. Urðu hækkanir á vinnulaunalið verksmiðjunn- ar vegna kauphækkanna á sl. sumri um 15%, og benti at- hugufl á rekstursafkomu fyrir tækisins til þess, að það gæti ekki tekið sjálft á sig kaup- hækkanirnar. Þess vegna heimilaði verðlagsnefnd þess- ar verðhækkanir. Ofnasmiðjan hf. fékk svo heimild til þess að hækka framleiðsluvörur sinar um 9%. Samkvæmt athugunum á gögnum Ofnasmiðjunnar kom í ljós, að fyrirtækið þyrfti að hækka framleiðsluvörur sínar um 7—7V2% til þess eins að geta mætt hækkuðum til- kostnað-: — öðrum en vinnu- launum. Hins vegar hefði fyr- irtækið þurft að hækka fram- leiðsluvörur sínar um 3,7% til þess að mæta kauphækk- unum. Það var þó ekki heim- ilað, heldur var niðurstaðan sú, að fyrirtækið var talið fært um að bera sjálft helm- ing kauphækkananna með hliðsjón af rekstrarafkomu þess. um sturlunar. Taldi héraðsiækn- ir að ekki hefði verið hægt að yfirheyra hann í fyrradag. Nánari frétta af máli þessu má vænta í dag. Aldrað f ólk á Eski- firði í skemmtif erð ESKIFIRÐI, 11. september. — Á hreppsnefndarfundi 2. júní sl. bar Steinn Jónsson upp til- lögu þess efnis, að gömlu fólki í kauptúninu yrði boðið í skemmtiferð einhverntíma á sumrinu og var tillagan sam- þykkt. Sunnudaginn 5. sept. bauð svo hreppsnefndin fólki yfir 67 ára aldri í skemmtiferð í Hall- ormsstað og var gróðrastöðin skoðuð undir leiðsögn Sigurðar Blöndal. Því næst var drukkið kaffi í Kvennaskólanum að Hall ormsstað. I bakaleið var skoð- uð Grímsárvirkjun og hin nýja Lagarfljótsbrú og þar fékk fólk- ið hressingu. . Fólkið 'fékk ágætisveður og skemmti sér vel. Þess má geta að bíléigendur lögðu til bíla endurgjaldslaust. — G. W- Óeirðir í Oran ORAN, 2. sept. — Einn múham- eðstrúarmaður beið bana í dag er kom til átaka milli gyðinga og ir.úhameðstrúarmanna hér í dag. Átökin hófust, er nokkrir Arabar gerðu usla í íbúð gyðings nokk. urs. Gyðingar fóru þá f fimm verzlanir Araba og ullu spjöll- um — og leiddi þetta til þess, a» tvö þúsimd manns slógust á end anurn. f gærkveldi urðu einnig á- tök milli sömu aðila. Einn Arabi var þá drepinn. Dræm veiði hjá togurunum VEIÐI er dræm hjá togurunum sem fyrr, bæði á heimamiðum og við Grænland. Togarar hafa lítið sótt á Nýfundnalandsmið, en nú er togarinn Narfi farinn þangað á karfaveiðar og mun jafnframt leita fiskimiða. Togaramir eru nú byrjaðiP aftur að sigla á Þýzkaland, og mim Þormóður goði selja í dag í Bremerhaven 100 lestir af *í«iri af heimamiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.