Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 13. sept. 1961 ■ Glóðarsteiktar buffkökur er tími, sem önnum kafnar húsmæður og þær sem vinna úti, kunna að meta. Kjötið, sem notað er í buff- RAFMAGNS-glóðarofnarnir hafa á ótrúlega skömmum tíma rutt sér braut inn á heim- ilin. Og húsmæðurncir hafa komizt að raun um að fleira er hægt að steikja í glóðarofni en fugla og stórsteik. Hér er t. d. upskrift af góð- um hádegisverði, sem tekur 12 mnútur að búa til, og það Hnýtt belti Hnýtt belti, með kögri í endunum, hefur verið mikið í tízku þetta sumar og haust. Það er annaðhvort hnýtt laust í mittið — eða um mjaðmirn ar. Hvorki spennur, göt, fóð- ur eða annað þess háttar eru á beltunum, og því aBðvelt að sauma þau sjálf. Hæstmóðins um þessar mundir eru belti úr rnjúku hanzkaskinni eða rú- skinni í fallegum litum. Mjög auðvelt er að sauma beltið úr tveimur eða þremur skinnbútum. Aukningin verð- ur ekki til lýta, ef hún er t. d. gerð við hliðarsaumana, og endarnir saumaðir í odda og stungnir á réttunni án innan- brots, eins og sýnt er á með- við að auka i, er þar til gert fylgjandi mynd. lím borið á rendurnar og hver Lengd beltisins er mjaðma- rönd brotin ca % cm. Við eftd- kökurnar verður að vera fyrsta flokks, rétturinn miss- ir sitt bragð, ef notað er eitt- hvert úrgangskjöt. Og þá kem- ur uppskriftin: 250 g nautakjöt, hakkað í kjötbúðinni, 3 tæplega full- þroskaðir bananar, 3 tómatar og örlítið smjör. Kjötið er mótað í þrjár buff kökur og á rist grillpönnunn- ar, ásamt afhýddum banön- um og niðursneiddum tómöt- imum. Penslað yfir með bræddu smjöri. Ristin er sett efst í ofninn. Brúnað í 6 mín- útur. Banönum og kjöti er snúið við, penslað og brúnað aftur í 6 mínútur. Tómatsósu er hellt yfir buffið mínútu áð- ur en það er tekið út úr ofn- ínum. Örlítið af smjöri og kjöt- krafti rennur niður á pönn- una, sem er undir ristinni, en auðvelt er að ná því burtu ; með volgu vatni, og síðan er soðinu hellt yfir buffið. Pranskar kartöflur eru góðar með þessum rétti. j víddin, að viðbættum ca. 50 cm. Breiddin er mismunandi. Á meðfylgjandi mynd er belt- ana er klippt 8 cm langt kög- ' ur. Til að fá það jafnt. er bezt að strika fyrir því með blý- ið 8 cm breitt, að viðbætjum anti á röngunni, áður er byrj- 1% cm sem fer í innábrot. að er að klippa. Gott er að teikna beltið upp Vilji beltið losna er ágætt á röngunni með blýant. og að setja stóra smellu á röngu reglustiku, og þegar lokið er ytri endans. # KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR # kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir Gamla bíó: Karamassofbræðurnir EIN af frægustu og áhrifa- ríkustu skáldsögum sem samdar hafa verið, er sagan „Karamass- ofbræðurnir“, eftir hinn stór- brotna rússneska rithöfund Fjo- dor Dostojevsky (d. 1881). Hef- ur Metro Goldwyn Meyer nú látið gera kvikmynd eftir sög- unni og er myndin sýnd í Gamla bíói um þessar mundir. Sagan gerist í Rússlandi á öld- inni sem leið og segir þar frá Fjodor Karamassof og sonum hans. Fjodor gamli er hið mesta ómenni, ágjam fram úr hófi, illkvittinn og gjörspilltur af drykkjusvalli og gerir sonum sínum allt til bölvunar, sem hann má. Synirnir eru fjórir, Dimitri, sem er liðsforingi í hernum, Ivan, sem settur hefur verið til mennta, Aleksei, sem hefur gengið í klaustur og svo launsonurinn Smerdjakof, sem Umboðsmenn: Þórður Sveinsson & Co h.f. Reykjavík. Búið vel um matSiin SM málmpappír fæst í flestum mat- vöruverzlunum. —O— Heldur matnum fersk um í kæliskápnum. —O— Beztu umbúðir sem hægt er að fá um mat í ferðalög. Biðjið um SM Málmpappír ( FOLIE) er flogaveikur en undirförull og slóttugur náungi. Hefur faðir hans gert hann að þjóni sínum og hefur sérstaka ánægju af því að kvelja hann og niður- lægja. Hinir bræðurnir eru næsta ólíkar manngerðir. Di- mitri er ofsafenginn, gefinn fyr- ir fjárhættuspil — og fagrar konur, en þó manndómsmaður þegar á reynir. Ivan er kald- hæðinn trúleysingi, en Aleksei hæglátt góðmenni. Dimitri er aðalsöguhetjan. Hann er ást- fanginn af ungri stúlku, Kötju Ivanóvu. Hún er honum frá- hverf í fyrstu, en þegar hann eitt sinn kemur fram við hana af óvæntum drengskap vaknar ást hennar til hans og hún verð- ur heitmey hans. Nokkru síðar kemst Dimitri í kynni við unga og heillandi veitingakonu, Grú- sjenku, og hrífst þegar af lífs- gleði hennar og yndisþokka. — Verða þessi kynni Dimitri ör- lagarík, því að þau leiða til þess að hann er sakaður um að hafa myrt föður sinn og dæmdur í þunga refsingu. Katja, sem nú hataði Dimitri, vitnaði gegn hon um og réði það miklu um úr- slit málsins. En þar með er sagan ekki öll, en ekki verður hún rakin hér frekar. Svo sem vænta mátti hefur með mynd þessari ekki tekizt að gera þessari viðamiklu og fjölþættu skáldsögu veruleg skil, svo sem þeir munu gleggst sjá, er lesið hafa söguna. Margt er þó gott um myndina, en ýmis- legt miður tekist. Og víst er um það að myndin er yfirleitt af- bragðsvel leikin. Einkum er snilldarlegur . leikur Lee J. Cobbs í hlutverki Fjdors gamla. Yul Brynner er þrótt- mikill og karlmannlegur í hlut- verki Dimitris, en oft hef ég séð hann leika af sterkari inn- lifun. Maria Schell er mjög heillandi í hlutverki Grúsjenku og leikur hennar yfirleitt sann- færandi þrátt fyrir brosin, sem hún lætur í té af meiri rausn en efni standa til. Þá er og mjög athyglisverður leikur Al- berts Salmis í hlutverki Smerd- jakófs. Austurbæjarbíó: Elskendurnir ÞESSI franska mynd segir frá ungri og dáfríðri konu, Jeanne Tournier, sem býr með manni sínum, auðugum blaðaútgefanda og dóttur barnungri skammt frá París. Frúin er óhamingju- söm í hjónabandinu, einkum, að því er virðist, vegna þess að eiginmaður hennar, sem á mjög annríkt, gefur sér ekki nægan tíma til þess að skemmta henni og dásama yndisleik hennar. — Hún verður því tíður gestur hjá vinkonu sinni í París og bætir sér þannig ríkulega upp einmanaleikann heimafyrir og vel það. Hún kynnist þarna pólóleikara, einum heljarmiklum „sjarmör“, og gefur honum fljót lega ást sína. En nokkru síðar hittir hún af tilviljun annan mann, ungan og fríðan, sem ek- ur henni heim til hennar og gistir heimili hennar um nótt- ina. Skiptir nú errgum togum að þau verða óskaplega hrifin hvort af öðru og eyða miklum tíma næturinnar í heitum ást- aratlotum úti í garðinum og halda þaðan beint í bólið í her- bergi frúarinnar. Snemma um morguninn stíga þau upp í bif- reið unga mannsins og þannig kveður frúin heimili sitt, eigin- mann og unga dóttur fyrir fullt og allt og lætur sér ekki bregða. Sagt er að mynd þessi hafi hlotið verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum. Ekki skal það vefengt, en mér finnst mynd- in næsta léleg — og hinu veika kyni lítt til vegsemdar. Efnið er lítilfjörlegt, mörg atriðin full af tilfinningasemi og væmni, samtölin lágkúruleg, ástaratlot strípaðra elskenda orðið hversdagslegt fyrirbæri I kvikmyndum og ógn leiðinlegt og leikurinn rétt í meðallagi. t 19 ára stúlka með nokkra enskukunnáttu óskar eftir vinnu, helzt á tannlæknastofu. Er vön og hefur meðmæi. Annars kem- Ur fleira til greina nema vakta vinna. Tilb. merkt „Miðbær — 1567“ sendist fyrir fóstu- dag. Félagslíf JUDO JUJUTSU Fimmtudaginn 14. sept. hefst námskeið í judo, einnig verður kennd sjálfsvörn jujutsu. Æfing ar fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar Lindargötu 7, á mánudögum og fimmeudögum kl. 8—9,30 e.h. Kennari verður Sigurður H. Jóhannsson, 1. Kyu frá the Budokwai í London. Judodeild Ármanns Róðramóti Islands 1961 er frestað. Verður mótið haldið í Reykjavík 7. og 8. október n.k, Tilkynningar um þátttöku send- ist ÍBR, Hólateygi 2, fyrir 24. sept n.k. ÍBR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.