Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 13. sept. 1951 MORGZJISBLAÐIÐ 17 Birkiiand, rithöfundur Jóhannes Mér allt er böl í heimi hér, er hjartað sífellt grætir. En allt er víst, þá ævin þver, að úr því dauðinn bætir. Ó, dauði vertu velkominn. >ú við mig ert sem bróður. Eg þrái friðarfaðminn þinn. Eg finn hve þú ert góður, i T Þannig kvað Birkiland á þung um þrautastundum ævinnar. Hann var einn þeirra, sem lagði af stað með stoltar og stórlátar vonir í barmi. Hann átti lýsigull íhamingjunnar við eigin hjarta- rætur, miklar gáfur og stór- torotna skapgerð, og gat tekið undir dularfullan söng skáldsins, sem talar fyrir munn svo margra jafnvel heilla kynslóða, er hann Begir: Gekk ég upp á hamarinn sem hæst af öllum ber, hamingjuna hafði ég í hendi mér, björt var hún sem lýsigull, en brothætt eins og gler. Eg henti henni fram af þar sem hengiflugið er. Víða flugu brotin en víðar hug- tir fer. Hann var einmitt upprunninn á slóðum hinna miklu norðlenzku eða öllu heldur skagfirzku skálda: Stephans G. og Hallgríms Péturssonar en þó næst stöðv- um Hjálmars frá Bólu og snill- ingsins ógæfusama Sölva Helga- sonar og þeim tveim síðast- nefndu var hann áreiðanlega and lega skyldur, þótt annar aldar- háttur og tími hafi mótað hann öðru vísi. Bækur hins látna sýna hvarvetna snilligálfu einkum í stíl hins lausa máls, þrátt fyrir eða kannski einmitt fyrir öfg- arnar, hin sterku geðhrif, hið kjarnyrta og hvassyrta orðalag, eggjað sverð, sem særir hann og sjálfsálit sem eru líkt og tví- eggjað sverð, sem bærir hann og græðir á víxl. Andstæðurnar í skapgerð hans og orðum eru með slíkum ofsa, að ekkert kemur fremur í huga en óp Bólu-Hjálm- ars, þegar hann ávarpar Guð og Begir: „Skal mitt hróp af heitum dreyra, himininn rjúfa kringum þig“ Annars á seinni tími eftir að nema hann betur meta hans Harmsögu meira, þegar persónu- leg smáónot verða gleymd og grafin, en oddar hans og spjót- örvar hans og sverð, sprengjur hans og eldflaugar, hitta einung- is virkisveggi ranglætisins og varnargarða heimsku og hroka, en þannig verður, þegar per- sónugerðir kunnugleikans hverfa í móðu gleymsku og alda. Og ekki gat hann sem við kveðjum síður haldið áfram með óði þeim, sem mér kom fyrst í hug við kveðju þessa: Leitað hef ég i ótal ár, átta- villtur og fótasár, álpazt ofan í fen og flár, farið yfir hálar gjár, en ekki varð <sú ferð til fjár, færðust skuggar yfir brár. , Og síðar: 1 Stígum við eftir strengjum dans, starði af bekkjum álfa- fans, stigum við saman dauða- dans, við dönsuðum á eldi, dauða dans við dönsuðum á eldi. Þannig liðu árin út, þannig var mikill hluti harmsögunnar, sem hann nefnir ævi sína, þrot- laus leit friðlauss hjarta eirðar- lauss manns, með sterkar heitar þrár, sem hann þó gróf djúp und ir hraungjalli ýmiss konar óhrjá leika og hrjúfum hrjóstrum und- arlegs klæðaburðar og fram- komu, sem var jafnframandi öld hans á íslandi og hann var sjálf- ur, og þá ekki síður undarlegt í öðrum löndum. Hann gerði sér jþess kannski ekki fulla grein sjálfur, en hann var að dylja sjálfan sig, felast bak við þetta dulargervi farandskáldsins frá ■löngu liðinni örbirgðaröld. Jafn- vel derhúfan fræga, hárið og skeggbroddarnir voru þar sú gríma, sem huldi fallega mótað reglulegt jandlitsfall, hvöss og heit augu, sem lágu nokkuð djúpt, grá og íhugul ofurlítið dreymin, en þó haldin ótta, tor- tryggi, en þó umfram allt spurn,, beint nef og grannir vang ar, ásamt háu gáfulegu enni, sýndi ættarmót við höfðings- fólk fyrri alda á klaustrum og kirkjum fslands eða öldungsins með stílvopn í höndum í rökkur- I húmi og ljósglætu undir ljóra og súð á baðstofunum. Um Jóhannes Birkiland rit-' höfund mætti skrifa heila bók og kannski verður það gert síð- ar, en hér átti aðeins að segja nokkur minningarorð, en hug- myndirnar streyma að mér, og ég fagna því að bókina hefur hann skrifað sjálfur, þótt hann hinsvegar vildi hin síðari ár strika þar margt út og fella nið- ur eða bréyta. Hann var fæddur 10. ágúst 1886 á stórbýlinu Uppsölum í Blönduhlíð austan Héraðsvatna. Foreldrar hans voru Stefán Sveinsson, bóndi að Uppsölum í Blönduhlíð, næsta bæ við Bólu og Steinunn Lárusdóttir, ráðskona hans. Hann segir sjálfur, að eft- irlæti og taumleysi upeldisins, einkum af hálfu föður sem unni honum, sem óskabarni sínu af miklum öfgum hafi strax mót- að ýmiss konar rangvefjur í skapgerð sina, og gert sér mikl- ar blekkingar um sjálfan sig. Annars segist hann hafa verið fæddur til að verða forstjóri í stóru verzlunar- og iðnfyrirtæki. En á því fékk hann aldrei kost, og hann bætir við: f stað for- stjóra er ég mesta olnbogabarn hinnar íslenzku þjóðar. í öllu vildi hann vera stór. Um sanngildi þessa eigin dóms er fátt að segja annað en það: Að undarlega varð honum oft mikið úr litlum peningum og af- staða hans og afkoma furðuleg, þar eð hann var gæddur snurðu- lausri ráðvendni. Hann gat ferð- azt um mikinn hluta heims bæði austan og vestan hafs og dvalið oft langdvölum meðal framandi þjóða, án þess að nokkur kost- aði þær ferðir. Hann gat heyjað sér mikla þekkingu og lær- dóm á eigin hönd og verið furðu lega sjálfstæður fram í örorku og elli, svo að þar kemtir fram sú forsjálni ,seigla og stolt, sem einkenndi íslenzka sveitamenn- ingu sem gat alið upp 18 börn á örreytiskoti. En hins vegar hafði Jóhannes andúð og óbeit á líkam legri vinnu og sem verkamaður vann hann aldrei mér vitanlega, og hann úthúðar sinni eigin leti sem uppsprettu sinna ævilöngu ógæfu. Já, hann dvaldi um ævina á fleiri stöðum og í fleiri löndum en ég veit um, og Danmörk var honum á tímabili kærari en fs- land, sem honum fannst hafa brugðizt sér í flestu, en elskaði þó eða hataði á víxl. Fyrir 20 árum eignaðist hann þá hálfsextugur sinn lífsförunaut Ragnhildi Magnúsdóttur. Og er þar skemmst af að segja, að það var honum mikil og góð guðs- gjöf. Hún er ein þeirra kvensálna, sem eru gæddar þeim auðmjúka og óeigingjarna kærleika, sem eins og postulinn lýsir: „trúir öllu, vonar allt og umber allt, og fellur aldrei úr gildi.“ Hún hefði getað og gat fylgt honum í eld og vatn, jafnt í hið ókunna sem hið kunna, út í auðn og vol- æði ,eymd og örbirgð, sem auð og allsnægtir. Og hún elskaði hann heitt, þrátt fyrir alla hans vankanta. Hún hafði fundið hjartansylinn frá æðaslætti arn- arins, sem einu sinni sveif um við hamra Tindastóls og Glóða- feykis á þöndum vængjum vona og drauma. Sú snerting hlaut að endast til hinzta andartaks. Guð gaf þeim þrjár dætur, sem allar eru vel gefnar og fallegar stúlk- ur, og undarlegt sambland af báðum foreldrum, hugarflugi hans og látleysi hennar. Þær elskuðu pabba sinn af hreinu hjarta síns bernska sakleysis. Og þau fjögur, em alltaf áttu sam- an — ein ólst upp annars stað- ar á góðu heimili hjá Halldóri Kristj ánssyni á Kirkjubóli í Ön- undarfirði — voru eftirminni- legasta fjölskylda á ævivegi mínum og hef ég þó mörgum kynnzt. Kærleikurinn í manns- hjartanu skapar sér margs kon- ar form. Og þetta fólk var svo fast samgróið sinum óvenjuíegu lífsvenjum og unnist svo heitt, að nær órjúfanlegt virðist nema sverði örlaganna sem heggur á lífsþráð, en hnýtir hann aftur síðar. Og mæðgurnar, dæturnar skildu ekki pabba sinn og skildu hann þó með hjartanu, elskuðu hann og dáðu, en vo»u þó undr- andi, ofurlítið óttislegnar. En þær voru allar mótaðar af hans huglæga ótta og tortryggni, sem stundum nálgast sjúklega skelf- ingu og varð honum kvöl og myrkur. f sál þeirra er birta og hlýja, trú á lífið og hið góða í mannsálunum. Og síðast var það einmitt æðsta ósk hans, hans bjartasta gæfuvon. Því meir sem Jóhannes Birki- land nálgaðist hinar dimmu dyr, því meir birti og þánaði einhvers staðar langt inni í sálarfylgsnum hans. Sjálfstæðið, einþykknis- festan var hið sama, en um vit- und hans færðist einhver mildi og fyrirgefning, einhver sátt við lífið og dauðann, og þetta var hið innra, gat vakið tár í aug- u-m hans, nærri því bros yfir ásjónu hans. Það var líkt og morgunroði nýs dags, árróði og dagsbrún eilífðar, myrkrin voru að hverfa, óttinn, þessi inni- byrgða skelfing hans hafði misst brodd sinn. Og einu sinni í fyrra kom hann til mín og talaði um hve hann iðraðist alls, sem hann hefði af misskilningi sínum og tortryggni sagt um þá, sem hefðu verið sér góðir, ekki sízt fóstur- foreldra dótturinnar, sem hann taldi nú einhverjar göfugustu manneskjur á leið sinni. Og nú má segja það. Hann bað mig að þakka öllum á þessari stundu sem hefðu verið sér góðir, um- borið sig og hjálpað sér, auðvit- að fyrst og fremst konu og dætr- um en annars öllum. Og eitt af Ijóðum hans sýnir svo vel þessi hughrif, þessa þökk, hann segir: Eitt lítið orð, eitt lítið bros í auga, eitt lítið handtak, sem á blíðu og yl. Það er sem líði létt um strengi hið ljúfasta, sem ver- öldin á til. „Hann réttir heimi að síðustu sáttarhönd um sólarlag." Árelíus Níelsson. Bílamiðstöðin Vffl Amtmannsstíg 2C Sími 16289 og 23757. Renaulth Ðauphine ’60, keyrð ur 6 þús. Volkswagen ’54—’61. Ford Consul ’55 Ford Taunus Station ’58—’60 Chevroiet Station ’58 Opel Kapitan ’56 Höfum einnig f jöldan allan af bifreiðum til söln og sýnis daglega. Rílamiðstöðin VAGN Amtmannsstíg 2C. Sími 16229 og BÍLVITIIUN efst á Vitastíg Sími 23900. Renaulth Dauphine ’60, ekinn 6 þús. Volkswagen ’60, ’58, ’56, ’55. Volkswagen rúgbrauð ’61 Volvo Station ’60 Mcskwitch Station ’59 Taunus ’60 12 M Taunus ’58 12 M Consul ’55 Ford Anglía ’55 Fíat 1100 ’60, ’58 Fíat 1800 ’60 Fíat 1400 ’57 Opel Rekord ’58 Opel Caravan ’55 6 manna bilar Chevrolet ’60, ’58 og eldri Dodge Plymouth ’58, ’57, ’56 og eldri. Ford ’60, ’59, ’58 og eldri Ford ’56, beinskiptur, góður 6 eyL Bíla-, báta og verðbréfasalan á horni Bergþórugötu og Vitastígs. BÍLVITIP Sími 23900 og 34721. Höfum kaupendur að flestum tegundum bifreiða. Miklar útbo ’ganir. Bíla-, báta og verðbréfasalan á horní Bergþórugötu og Vitastígs. BÍLVITIIVIII Sími 23900 og 34721. Benaulth Dauphine ‘61 skipti möguleg á eldri 4ra— 5 manna bíl. Volkswagen ’60 Moskwitch ’57. Verð kr. 45 þús Ford Consul ’54. Zodiac ’55. Skipti möguleg á yngri bíl. Höfum kaupendur að flestum tegundum bifreiða. Miklar útborganir. Gamla bílasalan RAUÐARÁ Skúlagötu 55. Simi 15812. FASANblöðin BÍTA BEZT, EIMDAST LEIMGST FASAN Fást í næstu verzlun eða rakarastofu Einkaumboð .* BJÖRN ARNÓRSSON Bankastræti 10 — Sími 19328 Húselgn í miÖbœnum til sölu. í húsinu eru 5 íbúðir og skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar gefa KRISTJÁN GUÐLAUGSSON, hrl. Hallveigarstíg 10, símar 13400 og 10082. og GlSLI EINARSSON, hrl. Laugavegi 20B, sími 19631. Húsnœði óskast Um 100 ferm. húsnæði á jarðhæð óskast nú þegar eða sem fyrst fyrir afgreiðslu. BLAÐADREIFING, sími 36720. AfgreiSslustúlka óskasl BORGARBCÐIK Urðarbraut, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.