Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 13. sept. 1961 Hvers á iðnaðurinn að gjalda í lánamáium UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um lánsfjárskort atvinnuveg anna, einkum skort á fjárfesting- arlánum til langs tíma. Úr þessu hefur nokkuð verið bætt með stofnun nýrra lána- flokka vegna sjávarútvegs og landbúnaðar, annars vegar með lögum nr. 43, frá 29. marz 1961, en hins vegar bráðabirgðalögum um breytingu á lausaskuldum bænda 1 föst lán, frá 15. júlí 1961. Iðnrekendur bjuggust fastlega við því, að í kjölfar þessara ráð- stafana fylgdi stofnun nýs lána- flokks vegna iðnaðarins, en þær vonir hafa brugðizt til þessa. Er þá svo miklu betur búið að Iðnaðinum, hvað fjárfestingarlán snertir, en hinum höfuðatvinnu- vegunum, sjávarútvegi og land- búnaði? — Til samanburðar er fróðlegt að athuga skiptingu fjár- festingarlánanna milli atvinnu- veganna á tíu ára tímabilinu, 1950—1959: yrði staðið. — Nú hefur sjóðn- um að vísu verið útvegað ca. 2‘5 millj. kr. lán, en því má eigi verja til kaupa á vélum, nema sem flutt ar verða til landsins eftir 1. júlí 1961, svo ekki leysir það vanda þeirra iðnrekenda sem beðið hafa eftir lánum úr sjóðnum árum saman. Það er því sanngjörn krafa iðn aðarins í landinu, að stofnaður verði lánaflokkur, þar sem lausa skuldum iðnaðarins verði breytt í föst lán á sama hátt og hjá sjáv- arútvegi og landbúnaði, sbr. lög þau, er ég nefndi hér að framan. Röskur fimmti hluti þjóðarinn- ar hefur framfæri sitt af iðnaði. Ennfremur er talið, að iðnaður- inn sé sá framleiðsluatv.vegur okkar, sem taka þarf við megin hluta fólksfjölgunarinnar á næstu árum, en árið 1970 er talið að íbúar landsins verði 215.000. Alþingi og ríkisstjórn mega því ekki búa þannig að þessum at- Sjávarútvegur ................kr. 383 milljónir Eandbúnaður ..................kr. 342 — Iðnaður ......................kr. 35 — Verzlun .....................kr. 0,5 — 50.36% 44.97% 4.60% 0.07% Samt. kr. 760,5 milljónir = 100,00% Iðnlánasjóður er sú stofnun, sem átt hefur að sjá iðnaðinum fyrir fjárfestiwgar lánum, gegn veði í verksmiðjuhúsum og vél- um. Ofangreindar tölur sýna, að stofnunin hefur verið svo til fé- vana, en hver ríkissjórnin á fæt- ur annarri lofað að útvega fé í sjóðinn, og margir iðnrekendur lagt í vélakaup og byggingar í trausti þess, að við þau fyrirheit vinnuvegi, að fullkomið tómlæti megi kallast. Sjávarútvegur Og landbúnaður eru alls góðs maklegir, en þeim er ekkert gagn gert með því, að iðnaðurinn sé tekinn kverkataki — Látum heldur þjóðhagslegt gildi hverrar atvinnugreinar ráða því, hvernig henni er búið. 11. september 1961 Leifur Sveinsson. Kaupa 150 tonna bát Akranesi, 8. sept. Heyrzt hefur, að Haraldur Böðvarsson og Co sé búinn að kaupa 150 tonna bát, eins árs gamlan, frá Eskifirði. Er hann af sömu gerð og Víðir II. — Skipstjórinn, sem kvað eiga að fá bátinn, heitir Rnnólfur Hallfreðs son, en hann var með Höfrung I í sumar. — Oddur Ein af mörgum MIKIL blaðaskrif urðu út af dönsku kvikmyndinni „Ein af mörgum" löngu áður enbyrj- að var að sýna hana. Orsök- in var sú, að kvikmyndaeftir litið bannaði kvikmyndina börnum yngri en 16 ára, en við það vildu framleiðendur myndarinnar ekki sætta sig sögðu að hún væri sér- staklega gerð fyrir unga fólk ið. Að lokTim tók Hækkerup dómsmálaráðherra í taumana og gaf út fyrirskipun að lækka aldurstakmarkið nið- ur í 12 ár. sínu embætti. „Kvikmynda- eftirlitið hlýtur að haía séð myndina afturábak", segja þeir. Aðalhlutverk kvikmyndar- innar „Ein af mörgum“ leika Marina Lund og Ole Wegen- er, og þykir hinum síðar- nefnda hafa tekizt vel upp, og sé nú orðinn nýjasta kvik- myndahetjan í Danmörku. — Leikstjórinn var kona, Astrid Henning-Jensen. Kvikmyndin var síðan frum sýnd sl. mánudag og sló í gegn. Uppselt var á allar sýningar og mikil ös við miða söluna. Kvikmyndagagnrýn- endur dagblaðanna dönsku eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á kvikmyndaeftirlitinu, og telja það ekki hæft til að gegna Astrid Henning-Jensen og Marina lesa gagnrýni blaðanna um kvikmyndina eftir frumsýningarkvöldið. Hér á myndinni er Freyja, skipstíkin á varðskipinu Óðni með hvolpana sína, sem hún átti um borð. Faðirinn er enginn annar en Ægir, skipshundur á Ægi, enda væri annað hvort, ef tíkurnar í íslenzka flotanum tækju niður fyrir sig. (Ljósm.: Helgi Hallvarðsson) Neyðarsenditæki fyrir gúmmíbáta FYRIR skömmu bauð Henry Hálfdánarson fréttamönnum að skoða neyðarsenditæki, sem nýlega eru komin á markaðinn. Með tækjum þessum er bæði hægt að tala og hlusta, og einnig gefa þau sent frá sér vekjaramerki. — Slysavarnafélagið hefur um árabil reynt að fá því komið til leiðar, að gúmmíbjörgun- arbátar skipanna verði út- búnir neyðarsenditækjum. — Hefur það tvívegis áður kynnt tæki til þessara nota. Tæki það, sem fréttamönnum var sýnt er frá The Liferaft Portable Radio Equipment og eru þau talin hentugust og traustust slíkra tækja. Þau vega tæplega 10 kg. og eru 18x43x13 cm að stærð, geta flotið á vatni, þola vel að vökna og eru svo sterkbyggð að það má kasta þeim ofan af 10 m háum stjórn- palli án þess að þau skemmist. Öllum útbúnqði tækisins er komið fyrir í gulum glertrefja- geymi, þar á meðal loftnets- stönginni, sem er dregin út þeg- ar tækið er í notkun. Bæði sendir og móttakari eru transi- tor tæki. Hægt er að tala með venjulegum hætti í gegnum mikrófón og líka senda út stöð- ug neyðar vekjaramerki, sem er hægt að nota um leið til að miða stöðina. Er hægt að skipta frá tali á neyðarmerkjasendingu með einu handfangi. Orkan til sendingar og móttöku er fengin frá handsnúnum rafal, er gef- ur 350 volta háspennu og 6,3 volta lágspennu. Mjög auðvelt er að snúa sveif inni, sem snýr rafalnum. Getur hver sem er gert það án nokk- urrar sérþekkingar, ef farið er etfir þeim leiðbeiningum, sem á tækinu eru. Tæki þessi eru mjög hentug í gúmmíbjörgunar báta og í öllum neyðartilfell- um. Langdrag tækjanna getur orð- ið mikið við góð skilyrði og fullnægja þau þeim kröfum sem hægt er að gera til slíkra tækja, Umboðsmenn tækjanna eru Vélar og Skip h.f. Skipbrotsmannaskýli á Söndunum Fréttamönnum var einnig skýrt frá því að í sumar hefðu þrjú skipbrotsmannaskýli verið í smíðum í V.-Skaftafellssýslu, Eitt þeirra er alveg nýtt og byggt í Hafursey við Höfða- brekkujökul, til öryggis þeim, sem eiga leið yfir Mýrdalssand, sérstaklega að vetri til og ekki sízt ef Kötlugos eða aðrar nátt- úruhamfarir ættu sér stað. Skýli þetta er smíðað af Sigurlinna Péturssyni, byggingarmeistara í Silfurtúni og flutt í pörtum aust ur. Margir aðilar standa að smíði húss þessa. Eru það Slysa- varnardeildin „Von“ Vík í Mýr- dal, Sýslusjóður Skaftfellinga, Vegagerð ríkisins og Slysavarna fél. íslands. Kvennadeildin í Reykjavík hefur einnig lagt fram skerf til að búa skýlið fatnaði og vistum. Hin skýlin sem byggð hafa verið á söndunum í sumar eru byggð upp úr gömlum skipbrots mannaskýlum sem voru orðin úr sér gengin. Það er á Foss- fjöru þar sem var gamall braggi og á Mávabót en þar var eitt hið elzta skýli landsins byggt 1924 með styrk frá enskum út- gerðarmönnum en vatn hafði grafið undan skýlinu svo það var að steypast. Upp úr þessum skýlum hafa verið byggð önnur minni á öðr- um stað og e-u þau meira til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.