Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 13. sept. 1961' CTtgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STJÓRN MEÐ KOMMÚNISTUfíl ER HANS HUGSJÓN p’ormaður Framsóknarflokks^ ins hélt fyrir skömmu ræðu norður í Þingeyjar- sýslu. Kjarni boðokapar hans var sá, að brýna nauðsyn bæri nú til að mynda nýja vinstri stjórn. En slík stjórn yrði fyrst og fremst ríkis- stjórn Framsóknarflokksins og kommúnistaflokksins. — Vegna þeirrar reynslu, sem Alþýðuflokkurinn fékk af vinstri stjórninni sálugu, er mjög ólíklegt að hann teldi sér henta að ganga að nýju í vinstri stjórn með Fram- sóknarflokknum og kommún- istum. Það liggur því ljóst fyrir, að takmark Hermanns Jónas sonar er stjórnarmyndun með kommúnistum. Það er sú stjórn, sem hann telur íslenzku þjóðinni hagkvæm- asta og líklegasta til þess að ráða fram úr þeim vanda- málum, sem að steðja, inn á við og út á við. Allt bendir þannig til þess, að þegar Islendingar ganga næst til almennra alþingis- kosninga, sem verður vænt- anlega sumarið 1963, þá verði um það kosið, hvort áfram eigi að fara með völd sam- steypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks- ins eða samsteypustjórn Fram sóknarflokksins og kommún- istaflokksins. Segja má, að í kosningum, þar sem kosið væri um þetta tvennt, mættu línurnar heita mjög skýrar. Og það er vissulega alltaf æskilegt að þær séu það. Þá á almenn- ingur hægast um vik að velja og hafna. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa það sem af er þessu kjörtímabili sýnt, að þeir hafa verið fær- ir um að marka sameiginlega stefnu í öllum hinum þýð- ingarmestu málum, og ráðast gegn vandamálunum affestu og manndómi. Þeir hafa markað víðtæka viðreisnar- stefnu í efnahagsmálunum og lagt grundvöll að áfram- haldandi framförum og upp- byggingu í landinu. Fram- kvæmdaáætlun sú, sem stjórn in hefur í undirbúningi, er eitt þýðingarmesta stórmál, sem nokkur ríkisstjórn seinni ára hefur fjallað um. Út á við hefur núverandi ríkisstjórn einnig verið sam- hent. Hún hefur hiklaust fylgt þeirri sameiginlegu stefnu í utanríkis- og örygg- ismálum, sem lýðræðisflokk- arnir mótuðu á fyrstu árun- um eftir að heimsstyrjöld- inni lauk. Er það landi og þjóð til hins mesta sóma, hversu örugglega stjórnin hefur haldið á stjórn utan- ríkis- og öryggismálanna. AUÐVELT AÐ VELJA Fn hvernig mvndi nýrri ^ vinstri stjórn, sem komm únistar og Framsóknarmenn stæðu að farnast í þessum efnum? Reynslan af síðustu vinstri stjórn Hermanns Jónassonar svarar þeirri spurningu fylli- lega. Innan vinstri stjórnar- innar logaði allt í óeiningu og glundroða. Stjórnin átti engin sameiginleg úrræði í efnahagsmálunum. Hún lét þar reka gersamlega á reið- anum, lagði aðeins á nýja skatta, sem námu hundruð- um milljóna króna á hverju ári, til þess síðan að ausa þeim í botnlausa hít upp- bótastefnunnar. Stjórnin þótt ist fyrst og fremst ætla sér samráð við hinar svokölluðu „vinnustéttir11, sem Her- manni Jónassyni verður svo tíðrætt um. En niðurstaðan varð sú, að það var einmitt Alþýðusamb.þing og verka- lýðssamtökin, sem veittu þess ari ríkisstjórn banahöggið. Hún gat engu samkomulagi náð við „vinnustéttirnar“ og varð að lokum að hrökklast frá vegna þess að engin sam- eiginleg úrræði fundust til lausnar aðsteðjandi vanda. Um afstöðuna til utanrík- ismálanna voru flokkar vinstri stjórnarinnar einnig margklofnir. Kommúnistar toguðu í austur og nokkur hluti Framsóknarflokksins vildi toga með þeim. Alþýðu flokkurinn vildi vestræna samvinnu og hluti Fram- sóknarflokksins var sama sinnis. Stjórnin hafði lofað að reka varnarliðið úr landi. En niðurstaðan varð sú að hún samdi um áframhald- andi dvöl þess um óákveðinn tíma og lét Bandaríkjastjórn borga sér dollara fyrir. Er nú líklegt, að ný vinstri stjórn undir forystu Her- manns Jónassonar væri lík- leg til þess að stjórna ís- landi vel og leysa þau vanda mál, sem að þjóðinni steðja? Nei, svo sannarlega ekki. Vinstri stjórn væri hrein ógæfa fyrir íslenzku þjóðina. Enn um sígarettur og lungnakrabba ,Nýjar" nibursföbur af rannsókn i Suður-Afríku SÍGARETTUREYKING- AR og lungnakrabbi og sambandið þar á milli — þetta er sífellt umhugsun- ar- og umræðuefni víðs vegar um heim, bæði með- al almennings og vísinda- manna þeirra, sem fást við að rannsaka áhrif reyk- inga á heilsufar fólks, með sérstöku tilliti til lungna- krabbans. Sá óhugnanlegi sjúkdómur hefir færzt mjög í aukana á síðustu áratugum, eins og kunn- ugt er, og kenna fjölmarg- ir merkir vísindamenn sígarettureykingum eink- um um það — en þær hafa einnig aukizt sl. 20—30 ár. Þrátt fyrir víðtækar rannsóknir um það sam- band, sem þótt hefir finn- ast þarna á milli, þykir ýmsum sérfræðingum eng an veginn sannað enn, að aukning lungnakrabbans stafi fyrst og fremst af al- mennari sígarettureyking- um en áður. — ★ — Oft hefir verið drepið á þessi mál hér í blaðinu — einnig í þessum dálkum — og þá oftast verið byggt á rök- um þeirra, er telja sígarettuna erkifjandann á þessu sviði. En þar sem við höfum enga tilhneigingu til að vera ein- strengingslegir í þessum efn- um, ætlum við að endursegja lauslega greinarstúf, sem bor- izt hefir frá einum fréttaritara Reuters-fréttastofunnar í Pre- toria í Suður-Afríku, en þar segir frá nýjum rannsóknum þar í landi, er sýna allt aðrar niðurstöður en „sígarettu-óvin irnir“ hafa komizt að. Gefum við þá Reuters-manninum orð- ið: Óhófsmenn í reykingum Enda þótt skýrslur sýni, að hinir hvítu íbúar Suður- Afríku séu langmestu síga- rettureykingamenn í heimi er lungnakrabbi meira en helm- ingi sjaldgæfari í þeirra hópi en meðal íbúa ýmissa iðnaðar- borga Evrópu, þar sem loftið er meira og minna mettað reyk frá hinum margvísleg- ustu iðjuverum. Þessi „hugg- un“ fyrir sígarettureykjendur kemur fram í niðurstöðum læknisfræðilegrar rannsóknar á útbreiðslu lungnasjúkdóma í S.-Afríku, sem nýskeð voru birtar í læknaritinu „Medical Proceedings". — Það má svo Þegar á allt þetta er litið, verður það auðsætt, að það verður auðvelt fyrir íslenzka kjósendur að velja við al- þingiskosningarnar sumarið 1963. Enginn ábyrgur og viti borinn íslendingur getur ósk að þess, að algjör upplausn og öngþveiti skapist í landi hans. En það hlyti óhjá- kvæmilega að leiða af nýrri vinstri stjórn Framsóknar- flokksins og kommúnista. ÞAR SEM BYSS- URNAR STJÓRNA fjað er alkunna, að í engu *■ landi, sem kommúnistar stjórna nú, hafa þeir komizt til valda með lýðræðislegum hætti. Kommúnistaflokkarn- ir hafa hvergi fengið meiri hluta í frjálsum kosningum. í síðustu frjálsu kosningun- um, sem fram fóru í löndum Austur- og Mið-Evrópu, voru kommúnistar aðeins smá- flokkar, sem fengu tiltölu- lega lítið brot af greiddum atkvæðum. En hvernig stendur þá á, að þeir hafa völdin? Svarið við þeirri spurn- ingu er stutt og einfalt. — Kommúnistarnir höfðu hinn Rauða her Sovét-Rússlands að bakhjarli og með tilstyrk hans hrifsuðu þeir völdin í sínar hendur, útrýmdu lýð- ræði og þingræði og stjórna síðan með byssum og byssu- stingjum. Þetta er hin grátlega stað- reynd um örlög þjóðanna í Austur- og Mið-Evrópu, sem nú lúta fylgislausum lepp- stjórnum Rússa. Það er til dæmis vitað, að í Austur-Þýzkalandi eiga kommúnistar í mesta lagi 20 —25% atkvæða. En þeir hafa margar herdeildir Rauða hersins í landinu. Með til- styrk hans stjórna þeir Aust- ur-Þýzkalandi. Þetta er það sem kommún- istar kalla „alþýðulýðræði“. Það eru völd Rauða hersins rússneska og herseta hans yf- ir hlekkjuðum þjóðum!! Sígarettan — ekki slíkur skiaövaldur, sem af hefir verið látið? segja, að það sé sérstakt rr n- sóknarefni, hvers vegna hinir hvítu S.-Afríkumenn reykja miklu mun meira en gerist í nokkru öðru landi — en um það fjallaði fyrrgreind rann- sókn ekki. Auðvitað reykja ekki allir hvítir menn í Suð- ur-Afríku, fremur en gerist meðal annarra þjóða. En þeir, sem þar reykja á annað borð, eru þá bara þeim mun stórtæk ari, því ef heildarsígarettu- neyzlunni er jafnað niður á alla hina hvítu íbúa landsins, þá jafngildir hún því, að hver þeir reyki 32 sígarettur á degi hverjum að meðaltali — meira en hálfan annan 20 stykkja pakka! Flestum þykir víst einn pakki á dag allnóg. Reynt að gera flókið vandamál einfalt f umræddri skýrslu í lækna- blaðinu segir, að fyrir liggi nú margvislegar niðurstöður, sem geri afar vafasamar þær kenn ingar, er mjög hefir verið fram haldið á undanförnum árum, að sígarettureykingar séu ein meginorsök lungnakrabba — og í því sambandi segir m. a. orðrétt: „Sú tilhneiging að skella allri skuldinni á sígarett una hefir augljóslega verið allt of mikil einföldun á marg brotnu Og flóknu vandamáli. Þeir, sem haldið hafa því fram, að sígarettureykingar séu höfuðorsök krabbameins i lungum, hafa hvað eftir ann- að orðið að breyta afstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.