Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1961 Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjiar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Sendisveinn óskast 1. okt. Gotfred Bemhöft & Co. hf. Sími 15912. Til sölu ódýrt borðstofuskápur úr ljósri eik með gleri þvert yfir að ofan. Til sýnis í Skipa- sundi 73. 3—5 herbergja íbúð óskast til leigu. Fátt í heim ili. Fyllsta reglusemi. — Upplýsingar í síma 38270. SEM NÝ BORIETTI töskusaumavél til sölu. — Gott verð. Upplýsingar í síma 36821 eftir hádegi næstu daga. Hjón með eitt barn óska eftir einu til tveimur herbergjum og eldhúsi. — Upplýsingar síma 16519. Rakarastofa í Miðbænum óskar eftir sveini eða meðeiganda. — Tilboð merkt: „Góður fag- maður 5881“ sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Klarinetta og básúna óskast til kaups. Uppl. i síma 22529. Lúðrasveit Kópavogs. Lítil íbúð í Hveragerði til leigu. — Uppl. í síma 11 eða 76, Hveragerði. Píanó Vandað píanó, Hermann Petersen & Sön, til sölu og sýnis. Verðtilboð óskast. Uppl. Hringbraut 91 t. v. Píanó (danskt) til sölu. Uppl. gefnar eftir kl. 4. Sími 12265. Pianetta mjög vel útlitandi, og í góðu ásigkomulagí til sölu. Uppl. í síma 12626. Jámsmiðir og vanir rafsuðumenn ósk- ast nú þegar. Uppl. hjá verkstjóra í vinnutíma. — Keilir hf. Sími 34981. við Elliðaárvog. íbúð 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast 1. okt. Góð ím- gengni. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 12626. Trésmíðavélar: Til sölu Walker-Turner trésmíðavélar 12” þykktar- hefill 6” afréttari — blokk- þvingur og sög með hulsu- bor. Til sýnis Melabraut 51 kjallara. Sími 23866. í dagr er laugardagurinn 23. sept. 266. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5:14. Síðdegisflæði kl. 17:35. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Síml 15030. Næturvörður vikuna 23.—30. sept. er í Vesturbæjar Apóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kL 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 23.—30. sept. er Ölafiír Einargson, simi 50952. Ljósastofa Hvítabandsins, Fomhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna. Uppl. í síma 16699. I.O.O.F. 1 = 1439228*4 = 9 m. Minningarkort kirkjubyggingar Lang holtskirkju fást á eftirtöldum stöðum: að Goðheimum 3, Sólheimum 17, Alf- heimum 35 og Langholtsvegi 20. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju held- ur bazar þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Söngkennarafélag íslands heldur að- alfund 1 Miðbæjarskólanum 1 Reykja- vík kl. 20, fimmtudaginn 28. sept. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Borghildiur Óskarsdóttir (B. Bjarnasonar, efnaverkfr.), Brávallagötu 14, og stud. aroh. Vilhjálmur Hjálmars- son (Vilhjálmssonar, ráðuneytis- stjóra), Drápuhlíð 7. Heiimili þeirra verður að 26 Lansiston Place, Edinb. 3, Sootland. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jakobi Jóns- syni ungfrú Sigríður Sigurðar- dóttir, Hverfisgötu 32B og Guð- jón Jónsson, Grettisgötu 18A. — Heimili brúðhjónanna verður á Freyjugötu 5. í dag verða gefin saman í hjónaband í Háskólakapellunni af séra Bimi Magnússyni, ung- frú Kristín Hjartardóttir, Rauða- gerði 23, og Jónas Bjarnason, stud. ohem., Gunnarsbraiut 28. _ Ungu hjónin verða búsett í Þýzkalandi fyrst uim sinn. 85 ára er í dag frú Lovísa ís- leifsdóttir ekkja Jóns Eyvinds- sonar, kaupmanns, Túngötu 41. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Guðrún Bóel, Barðarvog 22 og Viðar Hjartarson, stud. med., Hlíðarvegi 8, ísafirði. í dag verða gefin saman í hjóna band ungfrú Iuga Edith Karls- dóttir, Melhaga 15 ag Pétur Guð- varðarson, garðyrkjustjóri, Hvera gerði. Heimili ungu hjónanna verður í Hveragerði. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína í Kaupmannahöfn, ung- frú Þorgerður fna Gissurardóttir, Sogahlíð við Sogaveg og Halldór Skaftasön, Kópavogsbraut 50. 70 ára er í dag Sigurður Guð- mundsson, Reykjavíkurvegi 11, Hafnarfirði. Hann dvelst í dag að heimili sonar síns, Hraun- kambi 6. Sjötug er í dag Ólöf Einars- dóttir, húsfrú í Gerfidal. Hún býr þar með Niels bónda, syni sínum. Þessi merkiskona er kiunn fyrir dugnað og framúrskarandi gest- risni og greiðasemi á allan hátt. Vinsæl er hún með afbrigðum. Vinir hennar og aðrir, er til þekkja, sendi henni hlýjar kveðj ur á þessu merkisafmæli og þakka henni liðin ár og óska henni allra heilla. Söfnin Ásgrímssafn, BergstaSastræti 74 er opiö þriðiud.. fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1,30—4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 1,30—3,30. Minjasafn Reykjavfkurbæjar, Skúla túni 2. opið dag ega frá ki. 2—4 e.h. nema mánudaga. Tæknihókasafn IMSÍ, Iðnskðlanum: Opið alla virka daga ki. 13 til 19. — Laugardaga kl. 13—15. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug- ardaga og sunnudaga. Bæjarbókasafn Reykjavikur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Ilólmgarði 34: 5—7 alla vírka daga, nsma laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla vlrka daga, Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27. Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug- ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h. Þú bróðir kær, þó báran skaki þinn bátinn hart, ei kvíðinn sért; því sefur Iogn á boðabaki og biður þín, ef hraustur ert. Hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undir-alda, vcr því ætið var um þig. (Úr: Ei glóir æ á grænum lauki, eftir Sveinbjörn Egilsson). ÍTALSKA kvikmyndastjaman i Sophia Loren vakti á sér at- hygU> þegar hún kom á flug- , völlinn í London frá Madrid, þar sem hún hefur verið að leika í kvikmynd. Hún var | með hárið fléttað eins og , skólastelpa og á höfðinu har , hún stóran, ljósrauðan strá- hatt. — Nei, því miður. Þetta ér ekki Sophia Loren! — Eg sagöi ritstjóranum, að ég vildi alls ekki hafa nafnið mitt undir greininni. — Nú, og hvað sagði bann við því? — Hann sagðist ekkert vera hissa á því. f hanastélsdrykkju í París var Elsa Maxwell spurð að því, hvort hún vissi, hvort ákveðin leik- kona væri mjög trúhneigð. — Ekki veit éig það, svaraði Elsa Maxwell, en oft fer hún í kirkju til þess að gifta sig. f Jón: — Komdu heim með mér og sjáðu hátalarann minn? Árni: — Nei, ég þori það ekki minn bíðoir með kvöldmatinn. ( — Þér eruð fullkominn asni, piltur minn, yðuir vantar aðeins hornin. — Asnarnir hafa nú alls engin hom, ungfrú góð. — Nú, jæja, þarna sjáið þér, þá er alls enginn munur á yður og asna. JÚMBÖ OG DREKINN + + + Teiknari J. Mora Þeir félagarnir gengu dálítið um bæinn og horfðu á hátíðahöldin, en svo varð Spori karlinn grútsyfjaður og vildi koma sér í bólið. — Mundu, að við þurfum að fara snemma á fætur í fyrramálið, sagði hann við Júmbó og geispaði stórum. En Júmbó gat ekki sofnað. Hvers vegna hafði Ljónstönn konungur látið sýna eftirlætis-dansinn sinn til heiðurs honum? Og hv.ers vegna vildi hann endilega fá að vita, hvem ig Júmbó hefði líkað dansinn? Eftir langa nótt, mikil heilabrot, en lítinn svefn, hringdi vekjara- klukkan. Þeir fóru á fætur og hröð- uðu sér niður að ánni, þar sem bát- ur beið eftir þeim. X- X~ Xr — Jæja. Ég er sannfærður! Stúlk- urnar eru á ykkar valdi'! — Þú ert skilningsgóður, Geisli! GEISLI GEIMFARI — Hvers krefjist þið af okkur? — Úr því þið eruð hér .... datt X" X- X* okkur í hug að þið gætuð verið boð- berar okkar!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.