Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1961 Alla mína ævi hef ég barizt við að fá að syngja það, sem mig langaði til á þann hátt, sem mér finnst eiga bezt við. Áður en ég dey langar mig til að eignast krá, þar sem enginn getur sagt mér, hvenær ég eigi að syngja, ég gæti átt til að troða upp klukkan níu, eða kannski ekki fyrr en fjögur á nóttunni. Ef til vill syngi ég fimmtíu- lög, ef til vill aðeins eitt. Ég gæti jafnvel átt til að þagga niður í hljóm- sveitinni í miðju lagi og syngja eitthvað, sem mig langaði til. Þetta yrði staður, sem vinir mínir gætu komið á, hvílzt vel og átt ánægjulegar stundir, þeir mættu sofa, ef þeir vildu, éta ef þeir vildu. Eldhúsinu myndi ég sjálf vilja ráða yfir. Ekki er víst, að ég myndi matreiða allt með eigin höndum, en ég myndi vilja líta eftir því, bragða á öllu og sjá um, að mitt bragð væri af öllum rétt- unum, og þeir væru ósviknir. Ég hló að mömmu, þegar hún var að láta sig dreyma um eigin veitingastað, en sjáið nú bara, hvemig ég er orðin. Ég hefði getað eignazt tylft veitingahúsa á ævinni, en ég hefði aðeins verið skálkaskjól annarra. Jafnvel enn þann dag í dag eru til menn, sem -gjarnan vildu Ieggja fram fé í klúbb, sem ég ætti. En ég vil ekki taka peninga annarra, jafnvel þó að þeir séu svo vitlausir að láta mig hafa þá. Ég yrði alltaf hrædd um, að einhver myndi fela eiturlyf þar inni, og láta svo gera húsrannsókn og koma mér í steininn. Auk þess yrði ég að geta sann- að, að hann væri minn og aðeins minn, áður en lögreglan léti mig koma þar fram. Svo yrði ég líka að vera viss um, að ég ætti hann ein, áður en ég vildi syngja þar. Þó margir láti sem þeir séu vissir um það, er söngvari ekki eins og saxófónn. Ef tónninn er ekki eins og hann á að vera er ekki hægt að fara út og kaupa ný munnstykki í mann. Söngvar- inn hefur ekki aðra rödd en sína eigin, og hún er eingöngu komin undir líkamanum, sem guð skap- aði með henni. Þegar söngvarinn kemur fram á sviðið, hefur hann aldrei hugmynd um, hvernig út- koman verður. - Ég hef ekki leyfi til að fá tann pínu, má ekk* verða taugaveikl- uð, má ekki kasta upp, eða fá magaveiki, mér er ekki heimilt að fá hitakast eða hálsbólgu. Ég verð að fara upp á sviðið, líta vel út, syngja vel og brosa. Það er eins gott fyrir mig. Hversvegna? Vegna þess, að ég er Billie Holiday og hef lent í vandræðum. ★ Við Louis höfum ferðast lang- ar leiðir saman, en minnistæðust er mér þó nótt ein, á leið að vestan í flugvél. Við vorum í stórri og fínni flugvél, og ég vissi um leið og við settumst, að maðurinn í sæt- inu við hliðina á mér myndi ætla að vekja hneyksli. Ég þekkti lyktina af honum. Hann gerðist órólegur í sætinu, og starði' á okkur Louis. Hann lét okkur ekki vera í neinum vafa um, að hann sæi eftir að hafa ekki tekið lestina, þar sem hann þyrfti ekki að sitja hjá neinum déskotans negrum. Ég gerði mér enga rellu út af þessu. Það hafði komið svo oft fyrir mig, að mér var orðið sama, en Louis kunni illa við það. Þegar hálftími var liðinn, kviknaði í einum hreyflinum. Ekki leið á löngu, unz allur vængurinn var eitt eldhaf, og all- ir héldu, að endalokin færu að nálgast. Þið hefðuð átt að sjá hinn fína nágranna okkar. Hann varð þræltrúaður á augnabliki. Hann vildi fá að halda í hendina á Louis. Hann vildi vera góður. Hann gekk jafnvel svo langt að segja, að hann hefði ekki ætlað að vera illkvittnislegur, honum þætti það leitt, hvort við gætum ekki öll beðið saman. Löuis hafði verið prédikari, þegar hann var fimmtán ára og var reiðubúinn til þess arna. Þá fór að síga í mig. „Þessi maður vildi ekki einu sinni sitja í næsta sæti við nig, fyrr en hann hélt, að dauðinn væri á næstu grösurn," sagði ég við Louis. „Þér skuluð bara deyja í sæt- inu yðar herra minn,“ sagði ég við manninn, „og við skulum deyja í okkar.“ Einhvernveginn komst vélin á næsta flugvöll. Þegar við komum þangað, var maðurinn svo skömmustulegur, að hann flýtti sér steinþegjandi út. „Hr. McKay,“ sagði ég við Louis. „Þú hefur fengið lexíu í dag. Það er allt í lagi með suma menn, en um ýmsa gegnir öðru máli, og meðal þeirra er þessi maður þarna.“ Svona héfur mér virzt þetta, og þannig er það enn. 23 Eins og draumur Sennilega dreymir alla svert- ingja, sem fást við að skemmta fólki, um að fara til Evrópu. Sumir hafa farið og aldrei kom- ið aftur. Ég hef líka verið að hugsa um þetta alla tíð síðan ég fór að verða þekkt. Fólk eins og Coleman Hawkins, Marie Bryant, Adelaide Hall, June Richmond og Peters systurnar hefur farið og orðið yfir sig hrifið. Þetta fór að verða mér einkar hugstætt, eftir að ég hafði verið í útlegð frá klúbbunum í New York í sex ár Ég klifaði á þessu við Joe Glaser. John Hammond, Leonard Feather og ýmsa fleiri. Þessvegna átti ég bágt með að trúa þessu árið 1954, þegar búið var að ganga frá samningunum og Fanny Holiday var búin að undirskrifa skjölin, sem sönn- uðu, að ég væri fædd í Balti- more, svo að ég gæti fengið vegabréf. í flokknum voru meðal annars Beryl Booker og tríó hennar, Red Norvo með sína menn og Buddy De Franco. Leonard Feather var hirðir okkar. Við fórum frá Idlewilde 10. janúar. Það var svo kalt, þegar við komum til Kaupmannahafn- ar morguninn eftir, að ég held að ég hefði ekki einu sinni feng- izt fram úr rúminu til að hitta systur mína. Ég hef aldrei séð svo mikinn snjó á ævinni og heldur ekki verið boðin jafn hjartalega velkomin Þarna voru hundruð af brosandi og ánægðu fólki, fréttamönnum og ljós- myndurum. Við áttum að halda um það bil fjörutíu hljómleika á einum mánuði, stundum tvo á dag, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Þýzkalandi. Hollandi, ít- alíu og Frakklandi. Svo átti ég að fara ein til Bretlands. Þar eð áætlunin var svona ströng, komst ég ekki til að sjá mikið af Evrópu, nema úr nokk- ur þúsund metra hæð og svo út um bílglugga á rnilli. En þar í milli hitti ég mikið af dásamlegu fólki, sem hafði haldið upp á mig árum saman. Það var farið með mig eins og týnda soninn, ég ætlaði varla að trúa, að þetta væri allt raun- verulegt. Til dæmis má nefna lækni, sem ég var kynnt fyrir á flug- vellinum í Káupmannahöfn. Hann var þarna með tólf ára dóttur sinni Þau töluðu ensku, að vísu ekki of vel, en ég gat vel skilið þau. Þau sögðu mér, að þau dáðust mikið að mér og hefðu hlustað á hverja einustu plötu, sem ég hefði nokkru sinni sungið inn á. Ég á svolítið erfitt með að kynnast fólki. Ég var kurteis við þau, en heldur ekki meira. Þeg- ar lænirinn heyrði mig hnerra varð hann afar áhyggjufullur. Ekki mátti hann heyra annað nefnt, en að ég kæmi heim með þeim, svo að hann gæti gefið mér eitthvað til að bæta úr kvef- inu. Hann lét ekkj undan, og ég varð að samþykkja. Þarna fórum við svo með bláókunnugu fólki, til að verða gestir heima hjá því. Hefði ég sagt frá svona atburði á La Guardia, hefði ég verið álitin snarvitlaus. Heimili þeirra bar með sér, að þau hefðu einhverntíma verið efnuð, en þau höfðu misst nærri allt í stríðinu. Þau héldu samt ennþá saman, voru fjölskylda. Maður gat séð, að þeim þótti öll- um vænt hverju um annað. Þau voru ekki lengur rík, aðeins venjulegt, gott fólk. Hann gaf mér eitthvert meðal, sem átti að dýfa sykurmola í og gleypa síðan. Það minnti mig á ömmu, sem var vön að dýfa sykri í steinolíu. Lyktin af þessu var ósköp svipuð Ég tók það inn og hæsin batnaði. Svo komu þau með hlaða af þessum skrítna, danska mat. Með matinn og meðalið í mér söng ég af fítonskrafti á tónleikunum um kvöldið. Það var erfitt að þurfa að skilja við þau. Þau höfðu fylgzt með ferli mínum árum saman. Og þau voru mér svo frábærlega góð. Þau sögðu, að ég mætti koma til Kaupmannahafnar hve- nær sem væri og búa hjá þeim. Geymdu bara vegabréfið, sögðu þau Ef þú þarft að koma skaltu bara láta okkur vita, og við skulum senda þér fargjaldið. Svona hlutir gætu ekki komið fyrir hér á landi. Ef einhver kæmi til að taka á móti mér á La Guardia, myndi ég búast við að hann segði: „Sendið þessa dækju aftur til föðurhúsanna.“ Louis var lang snjallastur okk ar allra að átta sig á peningun- um í Evrópu. Hinsvegar áttaði — Herra milljónamæringur. Má ég biðja um hönd einnar dóttur yðar. Mér er alveg sama hver er! k / U á OUIT WORRVING, CHERRY.. MARK CAH TAKE CARE OF HIMSELF/ PON'T WORRY, HONEY, T'LL BE ALL RIGHT.-.BESIDþS, I KNOW WHAT TO EXPECT THIS ’Á TIME/ A HE'S BEING HARDHEADED, PAD...REGARDLESS OF WHAT HE SAYS, l'M GOING OVER TO THE FIRE TOWER AND GET BERT GROVE TO HELP HIM / f—^ MARK, WHY DON’T YOU ' GET SOMEONE TO HELP YOU TONIGHT?..TRYING TO CATCH THAT ANIMAL THIEF ALONE COULP BE PANGEROUS / ‘I y| — Markús, hvers vegna færðu' ekki einhvern til að aðstoða þig í nótt? .... Það gæti verið hættu legt að reyna að handsama dýra- þjófinn aieinn! | — Hafðu ekki áhyggjur elskan. það verður allt í lagi..... Þar að auki veit ég nú við hverju má' búast! — Hættu að hafa áhyggjur Sirrí .... Markús getur séð um sjálfan sig! — Hann er þrjózkur, pabbi ... Hvað sem hann segir, ætla ég yfir á brunastöðina og fá Berta til að aðstoða hann! hann sig ekki á amerískri stelpu,, sem hafðist við þarna fyrir hand an. Hún var um það bil næst fyrsta manneskjan, sem við hitt- um, og hún hlunnfór Louis ræki- lega. Hún sagði honum, að við gæt- um ekki talað málið, og þyrftum hjálp, einhvern, sem þekkti land ið, hún gæti aðstoðað mig við innkaup, verið ritari og hvaðeina. Hún ætlaði sér ekki að vera herbergisþerna, eða neitt í þá áttina, aðeins hjálpa okkur að átta okkur Louis beit á ágnið og samþykkti að greiða henni þrjú þúsund á viku, auk fæðis og húsnæðis meðan hún dveldist í hótelum með okkur. Þegar við vöknuðum næsta morgun, komust við að því, að hún hafði verið á fótum síðan klukkan sjö um morguninn, étið morgunverð fyrir sem svaraði tvöhundruð og fimmtíu krónum og sent öll sín föt í hreinsun. Stundum var hún send út til að kaupa eitthvað handa mér. Þá keypti hún alltaf nákvæmlega eins handa sér, ef hana langaði í það, aðeins í öðrum lit. Louis átti ekki einu sinni hreina nærskyrtu, en hún sendi allt sitt dót í efnalaugar. Einu sinni reyndi hún að þvo úr ein- hverju fyrir hann en ég varð að þvo flíkina aftur eftir hana. Út yfir tók þó, þegar við vorum eitt sinn úti við og einhver strák ur kom og kallaði hana Billie Holiday. Hún náfölnaði, stamaði og sagði honum, að það væri ekki nafn hennar Hún hafði sagt okkur, að við værum fáráðlingar, og hún hafði að vissu leyti rétt fyrir sér. Þeg- ar við sögðum henni upp, urðum við að greiða farið til Kaup- mannahafnar aftur fyrir hana. Ég verð að dást að henni. Hún var furðuleg. Henni tókst að telja okkur trú um, að hún talaði þessi tungumál eins og innfædd, en ef hún kann að tala sæmilega esku skal ég þvo þvottinn henn- ar. Það er ekki hægt annað ex» dást að svona slyngri stelpu. ★ Við fórum að minnsta kostl yfir ein landamæri annan hvern dag, og alltaf var myntin að breytast. Louis byrjaði á að kaupa sér bók um þetta, enda var hann sá eini, sem alltaf fékla rétt til baka Hann vissi alltaf, hvað hann hafði í höndunum, og hve mikils virði það var. Frá Briissel til Köln fórum við ekkii með hópnum og urðum að aka síðasta spölinn í leigubíl, sem var kaldasta farartæki, sem ég hef komið upp í á ævi minni. Ég var í pels, sem mér finnst vanalega vera níðþungur, en í kuldanum þetta kvöld fannst mér hann eins og fis. Þegar bíl- stjórinn loks var búinn að koma okkur til hljómleikáhallarinnar vildi ég komast inn sem fyrst. En bilstjórinn þusaði yfir okkur á þýzku. Loks spurði Louis. „Hvað er eiginlega að, maður?“ „Bölvaðir kanar,“ svaraði hann. SlÚtvarpið Laugardagur 23. september 8:00 MorgunútVarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tóu leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar - 12:23 12:55 Öskalög sjúklnga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14:30 Laugardagsíögin. — (Fréttir kL 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung* linga (Jón Pálsson), 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Búrleska I d-moll fyí ir píanó og hljómsveit eftir Ric* hard Strauss (Margit Weber og Sinfóníuhljómsveit Berlínarút* varpsins leika; Ferenc Fricsay stjórnar). 20:20 Upplestur: „Skáldið Lín Pe og tömdu trönurnar hans“, smásaga eftir William Heinesen, þýdd a£ Hannesi Sigfússyni (Kairl GuÖ« mundsson leikari), 20:50 Kvöldtónleikar: a) Giuseppe Valdengo syngur lög eftir Tosti. b) Algeirsk svíta op. 60 eftif Saint-Saens (Lamoureuxhljóm sveitin leikur; Jean Fournet stjórnar). 21:25 Leikrit: „Konur" eftir Eyvind* — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22:00 Fréttir og veðurfregnir, 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.