Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. sept. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 17 Aðalfundur STEFs AÐALFUNDUR STEFs var hald- inn 15. þ.m. á fjórtánda starfsári féiagsins. Formaður félagsins, Jón Leifs, og lögmaður þess, Sig- urður Reynir Pétursson, hrl. fluttu skýrslur um starfsemi fé- lagsins á liðnu ári. Jón Leifs var endurkjörinn formaður. í stjórn félagsins með honum voru kjörn- ir af hálfu rétthafa utan Tón- skáldafélags íslands, Sigurður Reynir Péturssón og Snæbjörn Kaldalóns til næstu þriggja ára. Fulltrúar Tónskáldafélagsins voru kjörnir Skúli Halldórsson og Þórarinn Jónsson, og endurskoð- endur Sigurður Þórðarson Og Sig uringi E. Hjörleifsson. Þeir fluttu stjórninni á aðalfundinum þakkir fyrir vel unnin störf og hagsýni í þágu íslenzkra höfunda. f stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins voru á fundinum kjörnir fulltrú ar STEFs Sigurður Reynir Pét- ursson aðalmaður, en varamaður Jón Nordal. Jón Leifs var kjörinn fulltrúi tónskáladafélagsins í sjóðstjórnina, en Jórunn Viðar varamaður. Formaður sjóðsins er Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, sem sjálfur skipar vara- mann sinn. Tónskáldasjóðurinn tekur til starfa eftir áramót. — Flugfélagið Frh. af bls. 8. StarfsemiB sívex Starfsemi Flugfélags íslands hefir vaxið mjög ört á undanförn- um árum, frá því að vera lítið fyrirtæki upp í stórfyrirtæki á ís lenzka vísu. Með auknum flug- vélakosti hafa verkstæði félags- ins stækkað, en frá upphafi hefir verið miðað að því, að viðhald flugvélanna færi fram hér heima Og er nú t. d. aðeins ein flug- vél, Cloudmasterflugvélin „Ský- faxi“, send til skoðunar ytra. Flugvirkjaskortur Enn er hér á landi skortur flug virkja Og er nú únnið að lausn þess máls. Á næstunni munu t. d. fimmtán menn hefja flugvirkja- nám hjá Flugfélagi íslands. Ný kennslustofa Á síðasta ári var tekin í notk- un í stöðvum félagsins á Reykja- víkurflugvelli kennslustofa, búin tækjum til kennslu og þjálfuriar flugmanna, flugvélastjóra og flug leiðsögumanna. Frá sýningunni að Laugavegi 28. Samtök húsgagnaframleið- enda opna verzlun í Rvík Húsbúnaður hf. á Laugavegi í DAG opnar ný húsgagnaverzlun í Reykjavík, Húsbúnaður h.f. að Laugavegi 26. Hefur verzlunin til umráða 427 fermetra á götuhæð hússins, og auk þess 150 fermetra á annarri hæð fyrir skrifstofur og geymslur. Verzlun þessi er opnuð af hluta félaginu Húsbúnaður og mun hún bera nafn félagsins. í framtíðinni er gert ráð fyrir að hafa á boð- stólunuim sem mest og bezt úr- val húsgagna og allskonar hús- búnaðar, þó húsgögn miuni. að sjálfsögðu setja aðal svipmótið á verzlunina. Hvatamenn að stofnun fyrirtæk isins voru allt fagmenn í hús- gagnaiðn, húsgagnasmiðir, ból- strarar og húsgagnaarkitektar. 1 dag enu félagsmenn liðlega 30 talsins. Til félagsins var stofnað seint á árinu 1960, en starfsemin eða öllu heldur undirbúninguir að framtíðarstarfinu hófst s.l. ára- mót. Frá byrjun setti félagið sér, sem tilgang: að reka umböðs- og almienna verzlun innanlands eða utan með framleiðsluvörur félagsmanna og annarra, Ólöf Einarsdóttir frá Gjörfidal sjötug JNNSTI bær í ísafirði er Gjörfi- dalur. Þótt þar sé ekki mjög víðsýnt er oft fagurt um að litast, logn- kyrr fjörðurinn, grösugir ísa- íjarðardalinir blasa við, lindir og lækir í hlíðum, ár liðast um eyr *r í fjarðarbotni. Þax er gott und ir bú og ylur í jörðu eins og svo víða við Isafjarðardjúp. Húsfreyja-n í Gjörfidal, Ólöf Einarsdóttir er sjötug í dag. Fædd er hún í Hnífsdal 23. Beptember 1891. Er hún af Arn- *rdalsætt. Ólöf er tvígift. Fyrri »naður hennar var Bjarni Jóns- eon. Tvo sonu eiga þau. Níels toónda í Gjörfidal og kennara við tReykjanesskólann og Guðmund i'ísfjörð klæðskera og kaupmann S Reykjavík. Fyrri mann sinn missti Ólöf árið 1926. f Seinni maður Ólafar var Bjarni Stein&son. Hógvær maður, prýði 'lega greindur og svo vandaður til orðs og æðis að minnisstætt verður þeim, er honum kynnt- ust. Þau voru barnlaus, en ólu upp Bjarna Jónsson, systurson Bjarna Steinssonar. Bjami Steinsson lézt 1953. Síðan hefur Ólöf stýrt heimili sonar síns Níelsar í Gjörfidal. Fyrr á árum var Ólöf, bæði í fyrra og síðara hjónabandi, í hús mennsku m.a. á myndarheimil- inu í Reykjarfirði. Árið 1941 flutti fjölskyldan í Gjörfidal og höfðu þeir með sér félagsbú Níels og Bjarni Steinsson. Fyrstu bú- skaparár þeirra þar átti ég, sem þessar línur rita, lítilsháttar ítök í búskapnum þar. Er þar skemmst af að segja, að í sam- skiptum við þetta fólk kynntist ég svo óvenjulegri trúmennsku og samvizkusemi, að dæmafátt er. Synir Ólafar og uppeldisson- ur bera því fegurst vitni, hvað ættararfur og uppeldi má sín. Húsfreyjan í Gjörfidal er góð ur fulltrúi hinna kyrrlátu í land ínu, þeirra, sem gegna störfum sínum og skyldum hávaðalaust og án auglýsinga. Skyldi hlutur þeirra í verklegri og andlegri menningu þjóðarinnar nokkurn- tima verða metinn sem skyldi eða áhrif þeirra á tilfinningalíf og hjartalag hennar. Sá er kem- ur göngumóður og hrakinn úr hretviðrum til bæjar kann að meta góðan beina, hvíld, nær- ing og alúð. Lítið barn kalt á höndum og fótum, eða með dapr an hug í mótgangi kaldrar ver- aldar gleymir ekki þeim, sem vermdi, yljaði og huggaði af fölskvalausri hjartagæzku. Þótt Gjörfidalur sé innst í fjarðarbotni. hefur hann verið og er á vissan hátt í þjóðbraut. Enda er þar gestkvæmt mjög, því alkunnugt er þar um slóðir, þvílíku gestir og gangandi eiga þar að mæta, hvort sem un? venjule^a ferðamenn er að ræða, smalamenn í vor og haustleituro eða aðra, sem að garði ber. Þa eru þau orðin mörg börnin, sem dvalið hafa í Gjörfidal og munu þau öll hafa sömu sögu að segja frá húsfreyjunni þar. Á sjötugasta afmælisdegi Ólaf- ar vinkonu okkar sendum við hjónin, börn okkar og barna- börn henni og ástvinurri hennar hugheilar hamingjuóskir og þakk ir. Við munum ekki gleyma hver hún hefur verið börnum okkar og barnabörnum. Ég vil færa henni sérstakar þakkir fyrir tryggð hennar og vináttu, fyrir umhyggju hennar við lítil börn, sem orðið hafa á leið hennar gegn um lífið, fyrir þjónustu hennar við alla þá, sem með einhverjum hætti hafa komið hraktir til bæj ar hennar. Þjóðin stendur í þakk arskuld við þá, sem rækta gott hjartalag hennar. Ólöf í Gjörfi- dal er ein af þeim. Aðalsteinn Eiríksson. að annast innkaup á efnisvöru, að annast sameiginleg hags- munamál félagsmanná, svo sem gœðaimat o.s.frv. Tilgangur félagsins miðar þann ig ekki eingöngu að því að vernda hagsmuni félagsmannanna sjálfra heldur sömuleiðis að því að vernda hag neytendans með gæðamatinu. Sem verzlunarstjóra hefur félagið ráðið Pál Guðimundsson, húsgagnaarkitekt o>g vonar félag ið m.a. á þann hátt að geta lið- sinnt viðskiptavinum sínum með leiðbeiningum og ráðleggingum um margskonar atriði er lúta að híbýlaprýði. Þá mun annar húsgagnaarki- tekt, jSveinn Kjarval vera í nán um tengslum við fyrirtækið og verða til viðtals eftir samkoimiu lagi. Geta viðskiptavinir ýmist snúið sér til verzlunarinnar eða skrifstofu félagsins í sambandi við vandamál sín á sviði híbýla- skipulagningar, litavals og vals á húsgögnum. Frá opnunardegi býður verzl Flýtt fundi forsætisráðherra Norðurlanda KAUPMANN AHÖFN, 21. sept. (NTB) — Fundur forsætisráð- herra Norðurlanda, til undirbún- ings fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í febrúar nk. var fyrir- hugaður í Hangö í Finnlandi dag ana 21. og 22. október, en nú hef ir verið ákveðið að færa hann fram til 11. og 12. sama mánaðar, að því er fregnir herma, en ekki hefur raunar verið opinberlega tilkynnt, hvaða daga fundurinn verður haldinn. Ástæða þessarar breytingar er sú, að Kekkonen Finnlandsfor- seti er í heimsókn til Bandaríkj- anna í október, og verður þá finnski forsætisráðherrann, — Miettunen að gegna störfum for seta og getur því ekki sótt ráð- herrafundinn á áður ákveðnum tíma. unin almenninigi að reyna við* skiptin og þjónustuhæfni fyrir- tækisins, koma fram með umvand anir, óskir og ábendingar, og mun um vér þá kappkosta að gera heiðruðum viðskiptavinum vor- um til geðs eftir því sem efni og ástæður leyfa. Stjórn fyrirtækisins skipa þess ir menn: Form. Guðmundur Páls- son; varaform. Emil Hjartarson; meðstjórnendur Ingvar Þorsteins son, Ragnar Haraldsson og Sveinn Kjarval. Varastjórn: Guðmundur O. Eggertsson og Jónas Sólmunds son. — Framkvæmdastjóri fyrir tækisins er Helgi Bergsson. Húsmæðraskólinn Ósk á Isafirði settur ÍSAFIRÐI, 21. sept. — Hús- mæðraskólinn Ósk, ísafirði, var settur í dag. Skólinn er fullset- inn í vetur ,og eru flestir nem- endur komnir til skólans. Þær breytingar hafa orðið á kennara liði skólans, að frk. Jakobína Pálmadóttir, sem kennt hefur við skólann í 15 ár, lætur nú af störfum og tekur við kennara- stöðu í Reykjavík. I hennar stað hafa verið ráðnar frú Jónína Jakobsdóttir og frú Kristjana Samúelsdóttir. Skóla- stjóri Húsmæðraskólans Ósk er frk. Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vigur. — A. K. S. Útsvör á Hvammstanga HVAMMSTANGA, 16. sept.: — Nýlega er lokið niðurjöfnun út- svara í Hvammstangahreppi, var alis jafnað niður rúmlega 540 þús und krónum. Hæst útsvör bera Kaujjfélag Vestur Húnvetninga kr. 155,600.— Verzlun Sig. Pálma sonar h.f. kr, 23,300.— Olíufélagið h.f. kr. 19.500.— Hörður Þorleifs- son kr. 12.000.— Jón Húnfj. Jón asson kr. 9.000.— Heyskap er yfirleitt lokið og er heyfengur og nýting í meðal- lagi, en heyskapartið var frekar stirð sl. sumar. Slátrun sauðfjár hjá Kf. V.-Húnvetninga hófst 14. þ.m., en hefst hjá Verzlun Sig. Pálmasonar h.f. þann 21. þ.m. Ráð gert er að slátrað verði alls í haust á Hvammstanga um 36 þús. fjár. — str.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.