Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1961 Ég get aldrei náð betra kasti sagbi Silvesler eftir heimsmetib 64,04 — M É R hefur aldrei tekizt eins vel upp, sagði Joy Sil- vester, bandaríski kringlu- kastarinn, eftir að hann hafði kastað kringunni 64.04 m og sett glæsilegt heims- met. — Það var allt sem tókst eins vel og bezt varð á kos- ið, hélt hann áfram. Ég náði að sleppa kringlunni á ná- kvæmlega réttu augnabliki. Svo hjálpaði nokkuð til hinn létti mótvindur sem var og hið ákjósanlega veður. Þetta var allt eins og bezt verður kosið. Ég býst ekki við að mér tak- ist nokkurn tíma að kasta svo langt aftur. Það mætti vera undarleg heppni ef slíkt henti í bráð. ★ Gagnrýni Dálítið er deilt um það hvort völlurinn þar sem Sil- Enska knattspyrnan Fyrri hluta þessarar viku fóru all margir leikir fram 1 ensku deildar- keppninni og urðu úrslit þeirra þessi: 1. deild: Aston Villa — Manchester U. 1:1 Blackburn — Ipswich 2:2 West Ham — Blackpool 2:2 N. Forest — Wolverhampton 3:1 Birmingham — W.B.A. 1:2 Bolton — Fulham 2:3 Chelsea — Cardiff 2:3 Leicester — Bumley 2:6 Manchester City — Everton 1:3 Sheffield W. — Arsenal 1:1 2. deild: Bristol Rovers — Scunthorpe 2:1 Stoke — Brighton 0:1 Bury — Sunderland 3:2 Swanseá — Derby 3:1 Walshall — Southampton 0:2 Charlton — Rotherham 0:2 Leeds — Norwich 0:1 Leyton Orient — Huddersfield 3:0 Middlesbrough — Luton 2:4 Newcastle — Liverpool 1:2 Plymouth — Preston 1:0 Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin): vester kastaði hafi verið lög- legur. Sagt er af sumum að hallinn frá hringnum hafi ver- ið meiri en leyfilegt er. — En starfsmenn vallarins hafa sagt að allar aðstæður hafi ver- ið löglegar og ekkert sé því til fyrirstöðu að staðfesta 64.04 sem heimsmet. Enginn ber því mót að þetta sé mesta kringlukast sem kast- að hafi verið. !>eir sem gagn- rýna kastið segja að lengd þess sé heldur meiri en vera ætti ef vellinum hallaði ekkL Bumley 31:18 15 Manch. U 8-5-2-1 17:10 12 Manch. C 9-6-0-3 19:17 12 Framhald á bls. 23. I körfubolta ÞAÐ hefur verið mikið líf í körfuknattleiksiþróttinni hér að undanförnu. Bandaríski þjálfarinn Mr. Wyatt kom hingað fyrir tilstilli KKÍ og kenndi fyrst á vegum íþrótta- kiennaraskólans að Laugar- vatni en hefur síðustu vikur haldið uppi námskeiðum með körfuknattleiksmönnum. Það er einróma álit allra þeirra mörgu er sótt hafa tíma hjá hinum bandaríska þjálf- ara að kennsla hans hafi verið mjög góð og árangursrík. fþróttakennarar Ijúka lofsorði á það hvernig hann fór um umUrstöðuatriði íþróttarinnar og körfuknattleiksmenn hrósa því hvernig hann kenndi þeim leikaðferðir o. fl. Þjálfarinn er nú á Akureyri og heldur heim er hann kem ur að norðan. Ljósmynidari blaðsins K.M. brá sér í KR húsið í fyrra- kvöld og tók þá þessar mynd- ir. Hin minn sýnir er Mr. Wyatt er að sýna einum mesta risa körfuknattleiks á íslandi Sigurði í KFR, en hann er 2.06 m. á hæð, skotaðferð. Hin sýnir hann tala yfir nokkrum af okkar beztu körfuknattleiks mönnum. Hver er bezti aidur- inn til iþróttaaf reka ? OXTO Misangyi heitir ungversk- ur þjálfari er flýði Ungverjal. og býr nú í Sviss. Hann var áður fyrr einn fremsti tekniski ráðu- nautur alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins. Hann hefur nú tekið saman skrá yfir það á hvaða aldri menn ná sínum bezta áran.gri í frjálsúm íþróttum. Eir.s og að lí' 'ætur eru ekki allir sammaia mðurstöðum hans. Sænska íþróttablaðið sem við höi ... fréttina eftir, segir að galli sé hversu marga bandaríska hann hafi tekið með í „statistik" sína, vegna þess að þeir hætti yfirieítt þegar þeir nafa lokið há- skólanámi og séu þá enn á unga aldi i. Telur sænska blaðið að hefði Misangyi sleppt bandarísku íþróttamönnunum hefðu tölur hans sýnt raunhæfari niðurstöðu. En niðurstöðurnar fara samt hér á eftir. f svigum tölur yfir fjölda þeirra sem teknir voru með í rannsóknirnar. írþóttagrein Ár mán 100—200 m (117) 22 6 400 ( 54) 24 7 800—1500 (100) 26 4 Gr.hlaup (117) 23 0 Langstökk ( 43) 23 5 Hástökk ( 63) 22 8 Þrístökk ( 39) 23 6 Stangarst. ( 42) 24 10 Spjótkast ( 41) 25 3 Kringlukast ( 35) 24 4 Kúluvarp ( 45) 23 5 Sleggjukast ( 33) 26 2 Rúmeníuher og Austurríki skildu jöfn LIÐ RÚMENÍUHERS tekur þátt í keppninni um Evróputoikarinn af hálfu lands síns. í dag lék það á heimavelli gegn austur- rísku liði o.g lauk leiknum með 0:0. Þetta var fyrri leikur liðanna í keppninni. Kínverjar státa af góðum íþróttaárangri Híu landsmet setf í símritun KÍNA — þ. e. a.s. rauða Kína — I hefur mikinn áróður frammi varð | andi íþróttamál. Ktnverjar hafa sent frá sér skrá um íþróttaafrek. í Kínia á fyrra helmingi ársins | 1961 og kemur þar margt nýstár- legt fram. í skýrslunni segir að 40 mifljónir manna iðki íþróttir og að 55 landsmet hafi verið sett á fyrra helmingi þessa árs og séu 8 þessara meta jafnframt heims- met. En ef litið er nánar í þessa kín- versku skýrslu, þá kemur í ljós, að hún hefur ekki svo mikið gildi í íþróttaheiminum sem vænta mætti. Fjögur af „heimsmetunum“ eru sett í modelflugi. Tvö heimsmetanna eru sett í I fallhlífarstökki kvenna. Eitt þeirra er sett í boga- skotfimi kvenna. Eitt er sett í lyftingum — og það met er því miður ekki hægt að viðurkenna þar sem Kíniverjar eru ekki aðilar að alþjóðasambandi lyftinga- manna. Borðtennis er sú grein sem Kínverjar hafa náð lengst í og Iþar halda þeir þremur heims- meistaratitlum. Mikil bylting hefur orðið í frjólsum íþróttum í Kína — segir í skýrslunni, því alþjóðasamband ið leyfði Kínverjum að keppa í Moskvu, Varsjá og Prag, þó Kín verjar séu ekki aðilar að alþjóða- sambandi frjálsíþróttamanna. Athyglisvert er hve Kín- verjar eiga góða hástökkvara en það á án efa rætur sínar að rekja til samvinnu við Rússa. Kina á 8 hástökkvara sem í ár hafa stokkið 2 m og meir. Sá bezti er Chi Chin 2.10, næstur Kang Chu Pei með 2.09, og Shin Hung Fan með 2.08. í millilandakeppni hefur Kín« verjum tekizt að ná athyglisverð- um árangri. Chou Lien Li hefur náð 14.2 í 110 m grindahl., Tien Chao 15.93 í þrístökki og Liu Yu Ying 10.9 í 100 m hlaupi kvenna. Méðal 55 landsmetanna sem Kínverjar telja til íþróttaafreka eru 9 sett í símritun — sem hvergi annars staðax í heimi er talin til íþrótta. Af hópíþróttum hafa Kínverjar náð lengst í körfuknattleik og í volleyboll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.