Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur I. okt. 1961 MORGU ÍSBLAÐIÐ 3 Varaforseti I.F.C. gistir Island VARAFORSETI „International Finance Corporation", Banda- ríkjamaðurinn J. G." Beevor, hef- ur dvalizt hér á landi okkra daga. Blaðamaður frá Mbl. hitti hann að máli sem snöggvast í gærmorg iin og spurði hann nokkurra spurninga. — Hvers konar stofnun er „Tnternational Finance Corpor- ation“? — Hún er nátengd Alþjóða- bankanum og hefur sömu for- stjóra. Hlutverk hennar er að beina einkafjármagni með lána- Starfsemi og fjárfestingu milli landa, frá löndum, sem vel eru á veg komin, til landa, sem van- þróuð eru á ýrnsan hátt. Fjár- magnið, sem um stofnunina fer, er eingöngu einkafjármagn. Það kemur frá einkafyrirtækjum og er ekki lagt í annað en einka- fyrirtæki. Alþjóðabankinn festir hins vegar fé í ríkisfyrirtækjum <>o einkafyrirtækjum jafnhliða. —' Hvers konar fjárfestingu er hér helzt um að ræða? — Hún er Iangmest í iðnaði cg náttúruauðlindum, svo sem námum. Stofnunin á að greiða götu einkafjármagns til vanþró aðra landa. Fjárfestingin hefur aðallega verið í Afríku, Asíu og Suður-Amríku. Tvívegis höfum við fest fé í finnskum fyrirtækj um, og nokkrum sinnum í Ástra líu. — Ekki teljið þið Ástralíu, þó vanþróað iand? —Sum héruð þar eru ákaflega vanrækt, enda víða við mikla samgönguerfiðleika og fleira að etja. — En ísland? — Island er á takmörkunum með að teljast til vanþróaðra landa. Það er nú í örri þróun. — Hafa ekki komið tilmæli héðan um fjárfestingu á vegum stofnunarinnar? — Engin, sem unnt hefur verið að taka. —Viljið þið ekki festa fé í fiskiðnaðinum eða fiskveiðum hér? Fiskimiðin eru n. k. nátt- úruauðlindir eins og námur. E.t.v. í fiskiðnaðinum, en tæp lega í fiskveiSunum. Þær eru of óvissar. Stofnun, sem miðlar fé og festir, getur ekki tekið á sig áhættu fiskveiðanna. Eitt árið náttúruauðlindir í vanþróuðum löndum séu nýttar með nýjustu tækni Oig á þann hátt, að nýtingin verði lyftistöng atvinnulífsins á hverjum stað. — Eruð þér hér í opinberum er- indagerðum. — Nei, ég er eingöngu í einika erindum. Eg er á leið vestur, eftir að hafa setið þing Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Góð síldveiði við Færeyjar TÓRSHAVN, 29. sept. — ildveiðarnar hér við Fær- 'eyjar hafa gengið vel í sum- ár. Um 70 gamlar skútur1 'stunda þessar veiðar og hafa' þær aflað yfir 80,000 tunnur,' if tíð verður hagstæð fram' [eftir hausti er reiknað með 'að heildaraflinn verði 120—' 130 þús. tunnur. Þegar hafá j60 þús. tunnur verið seldar ,til Svíþjóðar og 20 þús. til Danmerkur. Viðræður stand; ú yfir um saltsíldarsölu til Austur-Þýzkalands, en óvíst er að samningar takist. í Eyrra var gerður samningur Við A.-Þjóðverja um smíði línuskipa fyrir Færeyingá og átti að greiða skipin með' síld. Bátarnir eiga að verða' tilbúnir 1963. — Arge. Vér miklum fyrir .oss afrek mannsins, vér erum hróðug af þeim. En mun hitt ekki sönnu nær, að vér erum ekki miklir menn, heldur börn, sem eru að byrja að kanna víðlendan og óg- urlega margbreyttan heim, börn, sem eru að byrja að þreifa sig * áfram við fjöruborðið á ein- hverju annesinu en eiga ókann- að enn hið mikla meginland, með dölum þess og fjöllum, lækjum þess og voldugum fossaföllum. Hassta tidinn eigum vér sam- kvæmt óhagganlegu ráði Guðs að klífa, en hversu mætti oss sækjast sú mikla ferð, ef vér lærðum ekki af að fást við margs konar farartálma, smálærðum ekki að forðast hætturnar? Þessvegna hefir Guð sett oss j inn í heim, þar sem hættur eru á öllum leiðum og slysfarir ger- ' ast. Af átökunum við þessar hætt ' ur erum vér að smálæra. Til hvers annars væru þessar ótelj- andi hættur? Til hvers annars væri sorgin, tárin? Og vér megum ekki loka fyrir því augum, að það eru þessar hættur og harmaefni þeirra, sem hafa þokað maxmkyninu áfram *. frá bernsku óvitans og til nokk- ,urs þroska. Hvað myndum vér hafa lært, ef vér hefðum ekki þurft að glima við þennan marg víslega og risavaxna vanda? En þetta kemur ósegjanlega hart við þann, sem fyrir sorg- inni verður. Ef einhver sá les þessar línur, mundi ég vilja segja við hann: Hugsaðu um það, hve margir hafa orðið að leggja saman í þann reynslusjóð mannkynsins, sem síðar hefir orðið mörgum til blessunar. Nú ert þú að leggja skerfinn þinn í þann sjóð, og upp af sorg þinni á blessun margra annarra að spretta. Gleðin í dag er keypt fyrir tár, sem áður voru grátin. Það öryggi fyrir slysum, sem vér njótum í dag, er fengið fyrir sára slysareynslu, sem aðr- ir urðu áður fyrir. En þetta á ekki að vera þín eina huggun. Reyndu ennfrémur að sjá það, sem lausnarinn sá, þegar eldraunin sárasta gekk yf- ir hann. Sama höndin, sem hann fann þá styðja sig, er að styðja þig á þínum vegi. Reyndu að heyra í gegn um reynslustorm- inn það, sem hann heyrði, hve hjarta Guðs slær með þér. Guð heldur í hönd þína, þvi að enn ert ekki annað meira en litla barnið hans, sem hann þarf að leiða. Og hann er einnig að leiða vinina alla, sem svipleg örlög sviptu héðan burt. Vertu örugg- ur og vittu, að sá kærleikur, sem hikaði ekki við að taka á sig kvöl og kross, vakir yfir vinunum látnu. Um banabeð jafnt og bana- bylgju leikur bjarmi af Drott- ins náð. Þótt stormar æði, höfin tryllist og háskasamleg reynist ferðin um land, um loft og sjó, er lífið sigur og guðleg náð. Sr. Jón Auðuns dómprófastur: veiðist fyrr ströndum Perú, næsta ár suður undan Chile. Þeir sem vilja fá fé hjá okkur til fiskiflota sinna, vita það, en við höfum lélega aðstöðu til þess að meta veiðihorfur hverju sinni eða fram í tímann. — Á stofnunin miklar eignir víða um lönd? — Að sjálfsögðu, en ávallt tímabundnar. Það er alltaf reynt að selja hluti, sem stofnunin kaup ir, til einkafyrirtækja, um leið og upphaflegum tilgangi fjárfesting arinnar eða lánsins hefur verið náð. Höfuðáherzla er lögð á að J. G. Beevor. Frá útför Dags Hammarskjölds ÞESSAR tvær myndir eru frá jarðarför Dags Hamm arskjölds í Uppsaladóm- kirkju í fyrradag. Efri myndin er tekin í kirkj- unni um það leyti sem at- höfnin er að byrja. Bak við kistuna situr konungs- fjölskyldan og ráðherrar úr sænsku stjórninni. — Lengst til vinstri sést Gústaf Adolf Svíakonung- ur, þá Desirée prinsessa og Louise drottning. Síðan koma ráðherrarnir. Neðri myndin er tekin rétt fyrir jarðarförina. — Við kistuna liggja fjöl- margir kransar. — AP myndir. Umfram aðra förunauta mann- kyns býr sorgin yfir mætti til að sameina mennina. Þegar vér vit um mikinn sorgarþunga lagðan á einhvern, segja blóðbönd bræðralagsins til sín og vér hugs um hlýtt til þess manns, þótt annars látum vér oss litlu skipta örlög hans, gleði og harmaefni. Síðustu vikurnar hafa vakið mörgum mikinn harm vegna slys fara. Margir hafa verið leiddir inn í musteri sorgarinnar og eiga þar dimma dvöl og kalda. ^Sj En þessir atburðir eiga erindi til fleiri en þeirra einna, sem þeir koma sárast við. Fjölda manna vekja þeir að nýju og nýju spurn: Sendir Guð sjálfur alla þessa sáru reynslu? Er það vilji hans, að slysfarir verði í lofti, á landi og sjó? Veldur hönd hana þessum skelfingum til að reyna o&s? Vildi hann það harmaefni, sem nú hefir lagzt með miklum þunga á hjarta þitt? Er hún frá Guði send sú sorg, sem nú er víða borin? ‘ Aðeins á þann hátt megum vér segja, að sorgin, þjáningin sé frá Guði komin, að hann lætur oss fæðast inn í heim, þar sem voðaatburðir geta gerzt og þar sem vér lifum með mikla áhættu daglega fyrir dyrum í þeim skiln ingi og í þeim skilningi einum get ég skoðað þjáninguna frá Guði, en ekki þannig, að hönd hans hrífi kornungan mann frá konu og börnum, eða svipti elli- stoðinni gamla móður og þreytt- an föður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.