Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 15
r"’» Sunnudagur 1. okt. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 15 í - I fána nráuni sagt Framh. af bls. 10. óperusöngkona? spurði ég. — Já, svaraSi Hallbjörg af hreinskilni. Ég hlusta aldrei á óperusöngkonur. Fischer sagði: — Hún getúr hermt svo dá- samíega eftir Marían Ander- son, að enginn þekkir þær sundur. Hvað gæti hún ekki gert með sinni eigin rödd? — Eruð þér ekki með svart hár? spurði ég. — Nei, það hefur alltaf ver- ið brunt, svaraði Hallbjörg. — Er það brúnt, spurði ég. — Já, það er rautt, svaraði hún. — Eruð þér íslenzk? spurði ég. — Alíslenzk, hrökk hún við. En fyrst þér eruð svona ósvíf- inn, er bezt ég segi yður allt af létta: Fyrir tíu þúsund árum var sýslumaður einhvers staðar fyrir austan, sem hét Jens Wium, af danskri ætt. Af hon- um er kominn mikill ættbálk ur, sem heitir Hallbjörg Bjarnadóttir. — Svo fóruð þér til Reykjn- víkur? — Ha? — Hann á við, að þú hafir farið til Reykjavíkur frá Akranesi, útskýrði Fischer. — Já, ég fór til Reykjavík- ur eftir ferminguna Og fékk mér nýja, svarta kápu með svörtum ref hjá Haraldi, og gekk í henni um allar trissur með verðmiðann aftan á. — Af ásettu ráði? — Nei, þá var hún ekki byrjuð að auglýsa sjálfa sig, hló Fischer. — Komuð þér á hesti til Reykjavikur? — Nei, ég skyldi hestinn minn eftir. Ég hafði meiri áhuga á söng en útreiðatúrum. Ég byrjaði strax að læra að syngja hjá Benedikt Elfar og varð snemma mikill aðdáandi Maríu Markan. Einhverju sinni fór hún í söngför til Stokkhólms og þá skrapp ég niður á bryggju að sjá þessa frægu söngkonu kveðja far- sæidarfrónið. Á bryggjunni stóð fjöldi manns, og ég hugs- aði með mér: kannski verð ég einhvern tíma jafnfræg og María. Þegar skipið var kom- ið út á höfn, sendi hún af- skaplega háan tón til mann- fjöldans, sem var kominn að kveðja hana Og hylla, en ég hugsaði henni þegjandi þörf- ina og sagði við sjálfa mig: nei, ég læt ekki fara svöna með mig, gekk afsíðis út úr hópn- um og sendi henni einn tón á móti, sem var þó nokkuð hærri en hennar. Þá horfðu allir á mig og ég varð feimin og dró mig í hlé og hljóp héim. Mér heyrðist fólkið klappa á bryggjunni, en það hefur auð- vitað getað verið misheyrn. — Þér sögðust hafa verið feimin? — Já. — En það eruð þér ekki lengur? — Nei, en hlédræg. Ég vil helzt vera í þröngum hópi, þar sem fólk horfir framan í mig. Mér líkar ekki að hafa neinn fyrir aftan mig. Þess vegna kann ég bezt við mig and- spænis áheyrendahópi. Ég er á móti samkvæmislífi, það eyðileggur fólk smám saman og vínið splundrar hjónabönd- unum og bíður óhamingjunni heim. Við höfum verið gift í 21 ár, Og Fischer er alveg ynd- islegur. Að vísu höfum við því miður ekki átt börn, en verðum að taka því eins og öðru. Okkur hefur dottið í hug að fóstra börn eins og Joseph- ina Baker, en það er of dýr auglýsing. — í staðinn ætlið þér að fara til New York og vinna þar stóra sigra? — Það ætla ég að gera. Ég veit ég geri það. Ég verð að vinna sigur fyrir ísland. Það er ekki nóg að senda út feg- urðardrottningar, eins og hraðfrystan fisk. — Þér eruð ekkert skyld- ar Eggerti Stefánssyni, er það? — Nei, hvers vegna spyrjð þér um það? — Það var bara orðalagið. — Það er nauðsynlegt að kynna ísland, nauðsynlegt að segja fólkinu að hér búi aðrir en molbúar. Það eina sem út lendingar heyra um ísland er þetta: Nú eru þeir að fá enn eitt lánið! Við eigum að ex- portera list. Hugsið yður bara hvað Victor Borge hefur gert fyrir Danmörku. Þeir kalla hann í Bandaríkjunum „The great Dane“. Eða Ingimar Johannsson fyrir Svíþjóð? — Ekkert eruð þér nú líkar honum. — Hver veit? Ég get líka notað hnefana ef með þarf, og svo hef ég ágæta olnboga. En nú skulum við opna út á sval- irnar og fá okkur frískt loft, það veitir ekki af. Svo kallaði Hallbjörg utan af svölunum: — Samkeppnin er mikil í heiminum, en ég á engan minn líka, og það getur enginn gert það sem ég get. Þegar hún var komin inn aftur og setzt, spurði ég: — Hvernig kynntust þið Fischer? —- Við kynntumst á Akur- eyri, ég skrapp þangað í söng- för — — og ég fór á skemmtun- ina til að sjá íslenzka djass- söngkonu, sagði Fischer — — og við hittumst og vor- um trúlofuð í átta daga. Svo fór ég suður aftur og gerði ráð fyrir að allt væri um garð gengið — — en ég fann hana aftur — — því hann kom rakleitt suður í lítilli, rauðri póstflug- „Kannski eins træg og María“. vél sem Örn Johnson flaug milli Norður- og Suðurlands — — og sat ofan á póstpoka alla leiðina suður og hugsaði um þig, elskan mín — — og hann var aldrei' ákveðnari á ævi sinni eins og þér getið séð á því, að hann var mættur í háum stígvél- um og reiðbuxum, þegar hann spurði eftir mér — — ég var heppinn — — já, og ég orðheppin, sagði Hallbjörg og skellihló. Fischer er úr Nilfisk-ættinni dönsku, sem framleiðir ryksugur. Þess vegna þurfti hann að fá konu, st-m sópaði að. Móðurbróðir hans var samgöngumálaráð- herra og hann vill alltaf vera á ferð og flugi, svo við eigum ágætlega saman. — Finnst ykkur skemmti- legt að koma heim til íslands? komst ég nú loks að. — Já, hvergi eins yndislegt og hér heima. Þegar ég er orðin gömul ætla ég að flytj- ast heim og byggja fallegt hús í Laugarási. Kannski það yrði til þess, að allir flyttust burt? 'Segjum að ég væri orðin níræð og tæki upp á því að syngja á svölunum. — Haldið þér að þér verðið svo kalkaðar? — Nei, en svo fjörug. Þá ætla ég að rokka fyrir þá á D v alarheimilinu. — Haldið þér að þér verðið gömul? — Það efast ég ekki um. — Hún er góð við sjálfa sig, laumaði Fischer inn í samtal- ið. En hvað ætlaði ég nú aftur að segja, bætti hann við, nei, ég er alveg búinn að gleyma því. — Ætlaðirðu ekki að fara að tala um hvað ég hafði það slæmt í stríðinu? — Jú, alveg rétt! Fyrst eftir að við giftum okkur, fékk Hallbjörg ekki inni í neinu bíóinu, svo mjög hafði hún verið rægð. En þú hefur haft breitt bak, elskan mín. Hallbjörg sagði: — Þeir hrópuðu: hún syngur frumskógardjass, þegar ég söng meinsaklaus dægurlög. Við bjuggum í miðaldaþjóðfé- lagi á íslandi fram undir stríð. Ættingjar mínir vildu helzt, að ég gæfist upp og settist í helgan stein tvítug. — Þér reykið, sagði ég. — Já, en aldrei ofan í mig, púa bara út í loftið. En ég borða aldrei súkkulaði, heldur grænmeti og þess vegna hef ég haldið svona góðum línum. — Þér eruð np líka svo ungar enn! — Ég refyki bara þegar ég er nervös. — Eruð þér nervös? — Nei, en spennt. Ég vinn eins og hestur, en svo get ég slappað af á milli. Fischer sagði: — Hallbjörg er framúrskar- andi búkona og býr til fyrsta flokks mat. Ég leit á hann og sagði: — En þér berið þess engin merki, Fischer. — Nei, ryksuguættin er svona öll, var Hallbjörg fljót að skjóta inn í. — Eruð þér trúuð kona, Hallbjörg? spurði ég. — Já, ég bið til guðs í kyrr- þey, en er lítið fyrir opinberar trúarsamkomur, og fer sjaldan í kirkju. Ég er eins og fólk er flest, þó ekki öll á yfirborð- inu eins og margir halda. Ég á mínar eigin skúffur, sem enginn hefur fengið að sjá í. Ég man ekki eftir einum ein- asta sunnudegi fram að ferm- ingu, svo ég hafi ekki farið í kirkju með fóstru minni. Og hún las líka húslestur. Ég hef sálmabókina alltaf í töskunni minni og einnig Passíusálm- ana. Hallgrímur Pétursson vai yndislegt skáld. Fóstra mín vissi hvað hún söng. Það var tvennt sem ég lofaði henni: að fara aldrei til Rússlands og verða ekki vinnukona eða gera hreint fyrir aðra. Ég hef staðið við hvorttveggja, með glöðu geði. Þess vegna hef ég ekki þurrk- að af hér í herberginu í dag. Þrjú tilboð hef ég fengið frá Rússlandi, en þangað fer ég ekki, mér leiðist kommúnistar. Þegar ég var á Seyðisfirði, voru nokkrir vísindamenn þar á ráðstefnu út af síldargöng- um og auðvitað einhverjir Rússar, því þeir þurfa alls staðar að troða sér, þar sem eitthvað er, að éta. Einhverjir íslendingar komu til mín og sögðu: „Viljið þér ekki syngja nokkur þjóðlög fyrir Rúss- ana?“ Ég svaraði hvasst og ákveðið: „Ég syng ekki fyrir Rússa.“ — En vitið þér ekki hvað það eru margir hér á íslandi, sem nafa gert það að lífsstarfi sinu að syngja fyrir Rússa? spurði ég. — Jú. En fæstir syngja þeir nú vel| — Hvað haldið þér að Grím- ur Thomsen segði, ef hann heyrði yður syngja „Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn" eins Og þér gerið? — Hann yrði ánægður, eins Og ég hef sagt yður. Við verð- um að fylgjast með tímanum, lítið þér bara á Dior. Hann býr til nýja tízku á hverju ári og sjálfur Hamlet er klæddur í ný föt á hverri sýningu. Hvers vegi.a ættum við alltaf að þurfa að skara fram úr í því að vera kauðalegir heimaaln- ingai? íslenzku söguskáldin skrifa um torfbæi, eins og þau ha.íi aldrei séð steinhús. Þau eiga að skrifa um nýju húsin í Reykjavík, skýjakljúfana, þá miindu útlendingar kannski halda að hér byggju aðrir en villimenn. „Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn“ er fallegt lag og ég ætla að gera það heimsfrægt, eins og þegar Peggy Lee tók gamalt lag, sem heitir „Fever“ og sneri því upp á nútímann með léttari takti: Ne-ever know how much I lo-ove you. ne-ever know how much I ca-are. M. SKOHUSID l hefur opnað að Hverfisgötu 82 sérverz/un barna og unglingaskór Leggið bílnum á Vitalorg - Sími 11788 - Lítið inn í SKÓHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.