Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. okt. 1961 8KAK Bled- Þrátt fyrir lélegt mót af hálfu Friðriks Ólafssonar, þá beinast augu íslenzkra skákunnenda að stórmótinu í Bled. Einna athyglis verðast við mótið í Bled er hin prýðilega frammistaða skák- meistara USA, R. Fischer, sem að loknum 1 umferðum hefur forystu með 11 vinninga, ásamt fyrrverandi heimsmeistara, M. Tal. Það dylst engum, sem fylg- ist með ferli Fischers, að um stöðuga framför er að ræða hjá honum, og búast má við að hann verði álitinn mjög sigurstrang- legur á komandi kandidadamóti. Skákin, sem fer á eftir, er tefld í 1. umferð mótsins, og eigast þar við þeir Gligoric og Fischer. Þó að skákin endi í jafntefli, þá er hún það innihaldsrík af flest- um þáttúm skáklistarinnar, að mér þótti sjálfsagt að birta hana hér í þættinum. ★ Aberystwyth: Skákmeistari Englands varð J. Penrose 8% <af 11) 2.-3. Clarke og Wade 7%. 4.—6. Bard- en, Golombek og Kottnauer 7. ★ Skákbækur: Mjög bráðlega eru væntanieg- ar á markaðinn hinar þekktu skákbækur Dr. A. Aljechins, um stórmótin í New York 1924 og 1927. Bækurnar eru endurprent- aðar af forlaginu Walter De Gruyter & Co. — Berlin W. Um langt skeið hafa þessar bæk- ur verið ófáanlegar,' enda eru þær álitnar með beztu verkum Aljechins, sem gert hefur athuga semdir og skýringar við allar skákirnar. Hér er því kærkomið tækifæri að fylla i skákbóka- safnið! Hvítt: Svedosar Gligoric ^lvart: Robert Fischer Kóngsindversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 fler er einnig þokkalegur mögu- leiki fólginn í 6. — Gg4, en þetta afbrigði varð til langvarandi rit- deilna í þýzkum skáktímaritum, milli júgóslavans V. Pirc og austuríska meistarans H. Miiller. Megin afbrigðið er eftirfarandi. 7. Be3, Rfd7. 8. 0-0, Bxf3. 9. Bxf3, e5. 7. 0-0 Rc6 8. d5 Reshewsky leikur yfirleitt 8. Be3, en Gligoric heldur sig að því afbrigði sem mest er notað gegn uppbyggingu þeirri er Fischer hefur valið. 8. — Re7 9. Rel Hér er annar möguleiki 9. b4, sem Táimanov innleiddi á sínum tíma. Það er dálítið erfitt að benda á ákveðna leið fyrir svart, en 9. — a5 er eðlilegast. 9. — Rd7 10. Rd3 f5 11. exf5 Ég vil gjarnan staldra hér við, og biðja lesendur um að athuga, sér til skemmtunar og fróðleiks, hvernig „theoryan“ hefur þróazt síðustu 10 árin. Staðan sem mi er komin upp hefur verið mjög tíður gestur á öllum meiriháttar skákmótum síðastliðin 10 ár. Um 1952 þótti einhlítt að leika 11. f3, Rf6. 12. Be3, f4. 13. Bf2, g5. 14. Hcl og oftast tókst hvíti að verða örlítið fyrri til á drottn- ingarvæng, heldur en svartur á kóngsvæng. Svo kom kandidata- mótið 1953 í Zúrich. Þá tókát Argentínumanninum M. Najdorf að færa sér í nyt stöðu Bf2 og fléttaði-snilldarlega á g3 eftir að hafa undirbúið gegnumbrotið vandlega sbr. Taimanov-Najdorf Zúrieh. Stuttu síðar reyndi Taim- anov að endurbæta uppbyggingu sina með 12. Bd2, til þess að svara f4 með Bel og á þann hátt að hindra fléttuna á g3 og „blokkera" með h3, en þá skap- aðist hættan á biskupsfórn á h3, og hurfu menn frá þessari endur- bót fljótlega. í kringum 1956-57 kom svo Taimanov fram með áðurnefndan leik 9. b4, sem gerði töluverðan usla í svörtu herbúðunum fyrst í stað, því nú þurfti skyndilega að tefla stöð- una mjög frábrugðið því sem áð- ur var. En smám saman hefur þróazt nokkuð heilsteypt upp- bygging fyrir svart, þó óhætt sé að fullyrða að henni sé ekki að fullu lokið. Nú kornum við að afbrigðinu sem Gligoric velur í skákinni, en það er eitt nýjasta vopn hvits gegn þessu gamla leynivopni Gligoric og Trifonovic í Argentínuför þeirra 1952. 11. — Rxf5</) Enn eitt skrefið í þróun heil- steypts varnarkerfis fyrir svart. Áður léku menn 11. — gxf5. 12. f4, Rg6 með flóknu og vand- tefldu tafli, sbr. skákir frá Beuenos Aires 1960. 12. f3 Hárétt! Hvítur leggur áherzlu á að fá e4 reitinn fyrir annan hvorn riddarann. 12. — Rf6 13. Rf2 Rd4 14. Rfe4 Rh5 Eftir einföldunina 14. — Rxe4. 15. Rxe4 Rxe2f. 16. Dxe2, Bf5. 17. Rf2, er ekki útilokað að hvít- ur hafi efni á að leika næst 18. g4 ásamt Re4 og b4 og c5, því ekki er auðvelt fyrir svart að notfæra sér veikingu svörtu reit- anna, þar sem biskupakaup eru illframkvæmanleg. 15. Bg5 Dd7 16. g3 Hvítur má ekki undir neinum kringumstæðum leyfa Rf4; 16. — h6 17. Be3 c5<!) Einkennandi veiking á peðastöðu svarta drottningarvængsins í stöðum af þessu tagi kóngsind- versku varnarinnar. Samt sem áður varð Fischer að reikna mjög nákvæmlega afleiðingar næstu leikja hvíts. 18. Bxd4(?) Það er ekki beinlínis hægt að lá Gligorir, þótt hann fari á peðaveiðar. „Strategist" séð, var 18. a3 ásamí b4 og Hbl rétta leiðin sem gefur hvíti öllu hag- stæðari stöðu, sem er tiltölulega létt að tefia í samanburði við svörtu stöðuna, því hvíta staðan bíður upp á ákveðið „plan“. 18. — exd4 19. Rb5 a6f Byrjunin á mjög nákvæmt reikn- uðu „plani", eins og áður er getið, sem leiðir til skiptamuns- vinnings fyrir svart. 20. Rbxd6 d3! 21. Dxd3 Bd4f 22. Kg3 Ef 22. Khl, Rg3f! 22. — Rxg3! Framh. á bls. 8 Bridge Spil frá Evrópumeist aramótinu LEIKURINN milli Islands og Irlands í opna flokknum var mjög jafn og spennandi. í hálf- leik var staðan 32—31 fyrir Ir- land og lokastaðan varð 68—65 eða þrjú stig til hvors lands. 1 fyrri hálfleik töpuðu Islend- ingamir 15 stigum á einu spili í stað þess að vinna 13 stig. — Spilið er þannig: Á öðru borðinu sátu Lárus Karlsson og Guðlaugur Guð- mundsson N.—S. og gengu sagn- ir þannig: Súður Vestur Norður Austur 1 hjarta pass 2 spaðar pass 3 tiglar pass 3 grönd pass 4 grönd pass 5 tiglar pass 6 grönd pass pass pass A A K D 3 2 ¥ 4 ♦ K 3 * G 10 8 3 2 * G 6 4 -s---A 10 9 7 5 ¥ 10 876 w ¥KD5 * D 10 985v a4 7 2 * 6 -2—* D 7 5 4 A 8 ¥ Á G 9 3 2 ♦ A G 6 4 * Á K 9 Austur lét út hjartakóng og eins og augljóst er, þá er ekki hægt að vinna 6 grönd og varð spilið því 3 niður eða 300 til trlands. Eins og augljóst er, þá vinnast 6 lauf auðveldlega. Á hinu borðinu spiluðu Irarnir aðeins 5 lauf og fengu fyrir þau 620, því sex lauf unnust auðveldlega. A ¥ ♦ * í síðari hálfleik kom eftirfar- andi spil fyrir: Á öðru borðinu sátu Sveinn Ingvarsson og Eggert Benónýs- son N.—S. og þar gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður þass 2 spaðar 3 tiglar 6 spaðar 7 tiglar dobl. Allir pass A A K D 10 6 ¥ Á K 3 2 - ♦ D 3 A 10 8 A G 9 2 N ¥ 9 7 A 7 ¥ D G 10 65 V AAÁKG9 ♦ 10 876 S 542 * D 9 5 ____ * 2 A 8 5 4 3 ¥ 8 4 ♦ — *AKG7643 Spilið varð 4 niður eða 700 ti7 íslands. A hinu borðinu spiluðu Islendingarnir 6 tigla doblaða og varð spilið 3 niður eða 500 til íslands. Island fékk því 206 fyrir spilið eða 5 stig. < ♦ Gúmmíbjörgunar bátar ÖLLUM ber saman um það, að gúmmíbátarnir séu örugg- ustu og beztu björgunartæki, sem sjófarendur hafa nokkru sinni átt völ á. Öll íslenzk skip eru skyldug til þess að hafa gúmmíbát um borð, en það hefur komið fyrir hvað eftir annað, að sjómenn hafa ekki kunnað að fara með þessi björgunartæki, þegar þeirra hefur verið þörf. — Löggiltur eftirlitsmaður gúmmíbjörgun arbáta heitir Óli Barðdal. Við hittum hann að máli og lögð- um fyrir hann spurningu: Er ástæða til þess að gera frekari ráðstafanir til að tryggja það, að allir sjómenn kunni að fara með gúmmí- björgunarbáta? ♦ Þorri sjómanna kann ekkiað^arajmeðjm „Já, það er kominn timi til þess. Því miður hefur viðleitni okkar til þess að glæða áhuga sjómanna á eigin öryggismál- um ekki borið tilætlaðan ár- angur. þorri sjómanna kann ekki að fara með gúmmíbát og þar að auki skemmast bát- arnir oft og verða ónothæfir um borð vegna fákunnáttu og hirðuleysis þeirra, sem bát urinn á að bjarga, ef í nauð- irnar rekur. Um borð í hverju skipi er spjald með skýringarteikning um um notkun gúmmíbjörg- unarbáta. Það er skylda að hafa þetta spjald hangandi uppi og með því að lesa það, sem þar stendur, ættu menn að vera fullfærir um að nota björgunartækin. * Sjómenn komu ekki Því miður er það svo, að þorri manna les ekki þetta spjald þó það hangi á veggn- um hjá þeim ár eftir ár. Ég varð var við þetta áhugaleysi, þegar ég ferðaðist umhverfis land til þess að sýna sjómönn um gúmmíbáta og kenna með ferð bátanna. Ég fékk yfirleitt ekki sjómennina sjálfa til þess að koma og sjá þetta —■ og þá er ekki að búast við því að þeir reyni að afla sér upplýsinga annars staðar. • Vankunnátta mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm * Gúmmíbátarnir eru teknir í land og skoðaðir rækilega einu sinni á ári. Það er oft hörmulegt að sjá hvernig far- ið er með þessi tæki um borð og það er Ijóst, að allt of fáir gera sér grein fyrir því hve oltið getur. á miklu að hafa bátinn í góðu lagi. Oft er hann geymdur í hálfónýtum og lek um kistum um borð, liggur í vatni og raka — og fúnar. Fyr ir vankunnáttu og harkalega meðferð opnast stundum flösk urnar, sem geyma loftið, sem þenur bátinn sjálfkrafa út, þegar til hans þarf að taka. Þannig mætti nefna mörg dæmi. — En maður má ekki skjóta því undan, sem til fyr- irmyndar er. Margir skipstjór ar eru hirðusamir og varkárir hvað þetta snertir, enda þótt ástandið sé ekki gott þegar á heildina er litið. Þá hefur það einnig komið í ljós, að því fer fjarri, að all ir sjómenn kunni að nota svif blys og flugelda, sem i gúmmíbátunum eru. ♦ Reglugerð nauðsynleg Ég tel því ástæðu til þess að brýna enn fyrir sjómönn- um að kynna sér þessi mál, lesa a.m.k. skýringarspjaldið í skipí sínu. Hins vegar er orðið naúðsynlegt að setja ein hverja reglugerð sem skyldar alla, sem skrásettir eru á skip, til þess að læra meðferð björg unarbátanna. Ég veit til þess, að bæði í Bretlandi og Þýzka landi er gengið ríkt eftir að allir læri þetta. Það tekur ekki nema örstutta stund og við vitum, að sú kunnátta get ur komið sér vel.“ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.