Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 24
I fáum orðum sagt — Sjá bls. 10 — Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. 222. tbl. — Sunnudagur 1. október 1961 Kanadaför forsetans lokið FORSETI íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, var væntanlegur heim úr Kanadaför sinni, ásamt fylgdarliði sínu, í morgun. For- setinn og fylgdarlið hans fljúga með Loftleiðaflugvélinni Snorra Sturlusyni, og var gert ráð fyrir að hún lenti á Reykjavíkurflug- velli kl. 6:30 í raorgun. Síðasti dagur í DAG er síðasti dagurinn, sem Árbæjarsafn er opið á þes^u sumri. Safnið var opið s.l. sunnu dag og kom þá fjöldi manna til að skoða það. í fyrrinótt var hús ið Reykhólar við Kleppsveg flutt upp að Árbæ, en það er fyrirhug að hús safnavarðar í Árbæ. Vegna rigningarinnar undanfarið sukku vagnarnir með húsið niður í jarð veginn, æn í gær unnu vinnuvél ar að þvi að reyna að lósa vagn- ana, og átti þá að kcona húsinu á grunn. Friðrik - Germek jafntefíi BLED, 30. sept.: — Leikar fóru svo í 17. umferð á skákmótinu hér, að Ikov vann Portisch í 30 leikjum, Bisquier vann Geller í 40 leikjum og Gligoric vann Udoncic í 38 leikjum. Jafntefli varð hjá Naidorf og Fischer eftir 24 leiki, Friðrik Ólafssyni og Germek eftir 35 leiki, Matanovic og Darge eftir 24 leiki, Bertok og Prama eftir 30 leiki, Trifunovic og Donner eftr 20 leiki og Keres og Petrosjan éftir 21 leik. Bið skák varð hjá Tal og Pachmann. Hér eru myndir frá Evrópu- mótinu í bridge í Torquay í Englandi, en íslenzka sveitin hefur staðið sig ágætlega til þessa. Á stærri myndinná sést hin stóra sýningartafla (bridge rama), þar sem áhorfendur sjá spilin, sagnir og loks hvernig spilað er úr. Spilar- arnir sitja bakvið einangraðan glervegg og geta ekki fylgzt með því, sem fram fer fyrir framan. Þessi mynd er tekin, þegar sýnd eru spil úr keppni íslands og Hollands. íslenzku spilararnir eru Eggert Benó- nýsson (sést I hann lengst til vinstri) og Lárus Karlssoni (t.h.). Hitt borðið er svo í „lokuðu herbergi“. Hin myndin er úr leik fs- lendinga og Belgíumanna. Þar sést í bakið á Jó- hanni Jónssyni, en geiugt hon- um situr Stefán Guðjohnsen, fyrirliði íslenzku sveitarinnar. Berklavarnadagurinn er í dag Spilakvöld FYRSTA spilakvöld Sjálf- stæðisfélaganna í Reykja- vík, Varðar, Hvatar, Heim- dallar og Óðins, á þessu hausti, verður haldið í Sjálf stæðishúsinu við Austurvöll n. k. þriðjudagskvöld og hefst kl. 20,30. Eins og öllum þeim, sem þessi spilakvöld hafa sótt á undanförnum árum, er bezt kunnugt hafa spilakvöld Sjáif- stæðisfélaganna ætíð verið mjög fjölsótt og notið sívaxandi vinsælda. Er ekki að efa, að svo verður enn. Eftir félagsvistina mun Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri flytja ávarp á spiiakvöidinu. Þá verða spilaverðlaun afhent og dregið í happdrætti kvöids- ins. Að lokum verður svo kvikmyndasýning. Sætamiðar verða afhentir í Sjálfstæðishúsinu kl. 17.00—18.00. á mánudag f DAG er fjáröflunardagur I S.Í.B.S. Merki sambandsins, sem jafnframt eru happdrætti, verða seld víðs vegar um bæinn, og | timarit þess, Reykjalundur. Er þetta 23. fjáröflunardagur S.Í.B.S. en 1. sunudagur hvers októbermánaðar var löggildur fjáröflunardagur sambandsins ár-1 ið 1939, aðeins ári eftir stofmin þess. , Á fundi með blaðamönnum nýlega skýrðu forráðamenn sam- bandsins nokkuð frá starfsemi þess undanfarið og stefnu. Fram- kvæmdastjóri S.Í.B.S., Þórður Benediktsson, sagði m.a.: Trauststsyfirlýsing „Styðjum sjúka til sjálfsbjarg- ar, verður alltaf kjörorð S.Í.B.S. þrátt fyrir undanhald berklanna, verður sambandið athafnasamara með ári hverju, því það hefur tekið upp, eins og kunnugt er, þá stefnu að styðja og styrkja einnig aðra öryrkja en berklasjúklinga. Það er hættulegt að ná settu! merki, því það býður upp á hvíld og stöðnun. Berklavarnardagur- { inn hefur verið eins konar trausts yfirlýsing þjóðarinnar á starf-' semi S.Í.B.S. og ég vona að svo verði enn. Upphæðin, sem safn-' ast þennan dag, er ekki aðalatriði, því nokkur hundruð þúsund kr. geta hvorki fellt né reist S.Í.B.S. en hún sýnir hug þjóðarinnar til samtakanna, auk þess sem hún kemur í góðar þarfir, því fjár- skortur seinkar ýmsum hugsjóna og framkvæmdamálum S.Í.B.S." 45 þús. merki Blað samtakanna, Reykjalund- ur, verður á berklavarnadaginn selt á 112 stöðum á landinu, og Hús Vinningurinn í FM-happ- Idrættinu er steinsteypt ein- —býlishús, sem reist verður Ihvar í byggð, sem vinnings- hafi óskar. — Umboðsmenn um allt land — Tryggið ykk ur miða tímanlega. upplag þess er 11000 eintök. Það er sem fyrr vandað að frágangi, prentað á góðan pappír og skrýtt mörgum myndum. í því eru smá- sögur, Ijóð, ýmsar greinar og annað skemmtiefni. Fjörutíu og fimm þúsund merki hafa verið gerð fyrir berklavarna daginn. Þau eru númeruð, því þau eru jafnframt happdrætti, eins og áður hefur verið sagt. Fimmtán númer verða dregin út á skrifstofu borgarfógeta strax að loknqm berklavarnadeginum. Vinningar eru útvarpstæki að verðmæti 5000 kr. og 2000 kr. Norðurlönd fremst Á sl. ári var stofnað alþjóða- samband brjóstholssjúklinga og gengu norræn samtök berkla- varnafélaga í það. Á stofnfundi kom greinilega 1 ljós, að Norðurlöndin standa öðr- um þjóðum mun framar með starfsemi á þessu sviði, og voru 2 af 5 mönnum í stjórn alþjóða- sambandsins kosnir frá Norður- löndum, m.a. einn íslendingur Var það Oddur Ólafsson, yfir- læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.