Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. okt. 1961 Eftir Sigurð Bjarnason með vörn Suður-Kóreu, þau hafi hindrað skjóta valdatöku kommúnista í Kongó og stuðli yfirleitt að því að styrkja að- stöðu smáþjóðanna gegn út- þenslustefnu Sovétríkjanna. / Nú reyna leiðtogar Rússa og fylgiríkja þeirra eftir fremsta megni að hindra skipun manns í starf framkvæmdástjóra sam- takanna að Dag Hammar- skjöld látnum. Krefjast þeir sí- fellt að þrír eða jafnvel fjór- ir framkvæmdastjórar verði skipaðir, hver einstakur með neitunarvaldi, þannig að tryggt sé að samtökin verði gersam- lega ófær um að gegna hlut- verki sínu, stuðla að friði og öryggi í veröldinni. Getgátur eru uppi um það, að samkomulag kunni þó að takast um það, að Mongi Slim verði kjörinn framkvæmda- stjóri til bráðabirgða. Myndi hann þá láta af forsetastarfi og nýr maður kjörinn í það. Einn- ig hefur heyrst nefnt að ekki væri útilokað að samkomulag gæti tekist um Burmamanninn U Than í stöðu framkvæmda- stjóra, sömuleiðis til bráða- birgða. Á bak við tjöldin er unnið að því af alefli að ná samkomu lagi um starfhæfa framkvæmda stjórn samtakanna. En þar er við ramman reip að draga. Raddirnar um að samtökin séu að klofna og eyðileggjast verða stöðugt háværari, enda þótt ekki skorti hollustuyfirlýs- ingar við þau í ræðum manna á allsherjarþinginu. S. Bj. - SKÁK Framhald af bls. 6. ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 22. — Rxg3/ Ef 23. hxg3, Dh3f mát. Eða 23. Rxg3, Dxd6 með greinilegum stöðuyfirburðum fyrir svart. 23. Rxc8 Rxfl 1 Eftir 23. — Rxe2. 24. Dxe2 (24. Rb6, Rf4f 25. Khl, Rxd3. 26. Rxd7, Hf7) 24. —- Haxc8/ 25. Hael! með hótuninni Rg3. 24. Rb6 Dc7 25. Hxfl Dxb6 26. b4! „Glígó“ finnur öfluga vörn, sem skapar honum möguleika á þrá- skák. Ef 26. — Hac8. 27. bxc5, Bxc5. 28. Hbl, Dc7. 29. Rxc5. Eða 26. — cxb4? 27. c5! 26. — Dxb4 27. Hbl Da5 28. Rxc5! Og nú kemur harðvítug vending, sem þarfnast geysimikillar ná- kvæmni í útreikningi. Fléttan leiðir til sjaldgæfrar jafnteflis- stöðu. 28. — Dxc5 29. Dxg6f Bg7 30. Hxb7 Dd4 31. Bd3 Hvítur á nú hrók minna, en svartur hefur engin tök á að færa sér liðsyfirburðina í nyt. 31. ' — Hf4 J 32. De6t Kh8 * Hér er mjög hættulegt að leika 32. —' Kf8? 33. Bg6, Dd2t, (33. — Df6. 34. Hf7t, Bxf7. 35. Bxf7, Hxf7. 36. c5! og vinnur.) 34. Kg3, Be5 og nú getur hvítur unnið á tvo vegu. 1. 35. Dxe5. 2. 35. De7t, Kg8. 36. Dh7t, Kf8. 37. Dxh6t, Kg8. 38. Bh7t, Kh8. 39. Bf5t og mátar. 33. Dg6 Jafntefli. IRJóh. jákvæð og sett Rússa og kom- múnistaríkin í neikvæða varn- araðstöðu. • Stófelld afvopnunar- áætlun. Kjarni þessarar ræðu Banda- ríkjaforseta var sá, að hann setti fram tillögur stjórnar sinnar um alhliða afvopnun, bann við kjarnorkutilraunum, eyðileggingu kjamorkuvopna og raunhæft eftirlit með fram kvæmd afvopnunar í heimin- um. Hann kvað Bandaríkin standa við allar skuldbinding- ar sínar gagnvart Vestur-Ber- lín og vera reiðubúin til þess að verja frjálsar samgörigu- leiðir við borgina með beitingu allra tiltækra vopna, ef þau væru neydd til þess. En frið- samleg lausn á Berlínarvanda- málin væri möguleg og leiðir til hennar bæri að kanna. Forsetinn hafnaði algerlega tillögum Rússa um þriggja manna framkvæmdastjórn Sameinuðu þjóðanna og setti fram tillögu um stofnun sér- staks gæzluliðs samtakanna til 100 þjóðir í en vaxandi ótti við kloiníng þeirra Jákvæðar tillogur um afvopnun rra avallt tn taks tn ■ verndar heimsfnðnum. ; New York 27. sept. HINAR Sameinuðu þjóðir eru orðnar eitt hundrað að tölu. í dag var samþykkt að taka Vestur-Afríkuríkið Sierra Leone í samtökin. Stofnríki samtakanna árið 1945 voru 51 að tölu. Má því segja að tala meðlimaríkj- anna hafi tvöfaldast. ísland var 53. ríkið, sem gerðist að ili að þeim. Gekk það í sam tökin haustið 1946. Inntaka Sierra Leone fór fram við hátíðlega athöfn á allsherjarþinginu síðdegis í dag. með samhljóða atkvæðum. Síð- an-var fulltrúum hins nýja rík- is boðið að ganga í sálinn og taka sér sæti á þingbekkjum. Voru þeir tíu talsins, þrjár kon ur og sjö karlar, allt svertingj- ar eins og að líkum lætur. Allt var þetta fólk klætt þjóðbún- ingum, síðum skikkjum alla vega litum og báru konurnar jafnframt skartgripi í stórum stíl. Mongi Slim, forseti allsherj- arþingsins bauð hina nýju þjóð velkomna með - stuttu ávarpi. Síðan tók forsætisráðherra hennar Sir Milton Marghai til máls og flutti ræðu. Þakkaði hann þann sóma, sem þjóð sinni væri sýndur með upp- töku í alþjóðasamtökin, kvað hana jafnan mundu styðja hug sjónir þeirra og standa trúan vörð um frelsi og mannréttindi. Hann þakkaði Bretum fyrir víð sýni og skilning á hagsmunum þjóðar sinnar og lýsti fögnuði sínum og annarra Afríkubúa yf ir því að nýlenduskipulagið væri nú senn úr sögunni. Ræðu forsætisráðherrans var mjög vel tekið. Mælti hann á enska tungu. Hófust síðan mikil ræðuhöld til þess að bjóða hið nýja ríki velkomið. Talaði utanríkis- ráðherra Liberíu fyrstur en síðan Home lávarður utanrík- isráðherra Breta. Ræddi hann m. a. þá þróun, sem leitt hefði til frelsistöku Sierra Leone og árnaði hinu nýja ríki allra heilla. Flutti hann því einnig árnaðaróskir hennar hátignar, Elísabetar II. Bretadrottningar. Sierra Leone hefur eins og kunnugt er ákveðið að vera áfram innan brezka samveld- isins. Ibúar þess eru tvær og hálf milljón. Á næstunni mun skríða til skarar um það, hvort tveim- ur öðrum ríkjum verður veitt inntaka í Sameinuðu þjóðirn- ar. í>að er Afríkuríkið Mauri- tanía og Asíuríkið Ytri-Mongo- lía. Stendur í þófi um inn- tökubeiðnir þeirra. Rússar hindruðu í fyrra inntöku Mauritaníu og hóta að gera það einnig nú ef Ytri-Mongo- lía fái ekki inngöngu. Kínverj- ar (Sjang Kai Sjek) hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gagnvart inntöku Ytri-Mongo- líu, sem þeir segja að sé að- eins leppríki Rússa. Er ennþá óráðið, hvernig fer um aðild þessara tve*ggja ríkja að sam- tökunum. Á þessu eða næsta ári er einnig gert ráð fyrir að Tangan ikja sæki um upptöku. • Þrjár ræður. . Það sem af er þessari viku hafa þrjár ræður fyrst og fremst mótað svip allsherjar- þingsins. Það eru ræður þeirra Kennedys, Bandaríkjaforseta, Gromykos, utanríkisráðherra Rússa og Homes lávarðar, ut- anríkisráðherra Breta. Kennedy forseti ávarpaði þingið á mánudag fyrir troð- fullum sölum og við mikla eftirvæntingu. Var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram fyrir það eftir að hann varð forseti. Flutti hann ræðu sína með glæsibrag og var mjög fagnað af þingheimi. Varð for setinn sex sinnum að gera hlé á máli sínu vegna langvarandi lófaklapps áheyrenda. Tvö merkustu blöð New York borg ar, New York Times og Her- ald Tribune telja bæði í for- ystugreinum sínum að forset- inn hafi hér flutt „stóra ræðu“ og áhrifamikla. Meðal fulltrúa á allsherjarþinginu er einnig talið að hún hafi verið mjög jfriðarins. Hann lagði til að tilraunir með gereyðingarvopnum yrðu bannaðar í himingeimnum eða á öðrum hnöttum. • Svar Gromykos. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna flutti ræðu sína á þriðjudag. Stóð hún í eina klst. og fjörutíu mínútur. Var hún talin í hógværara lagi. En hann hafnaði þó afvopnunartil- lögum Kennedys með öllu. Lagði hann megin áherzlu á þá ákvörðun Sovétstjórnarinnar að semja sérfrið við Austur-Þýzka land en lét liggja að því, að ekki væri óhugsandi að Rúss- ar vildu leggja Berlínardeiluna fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Gromyko víaði tillögum Kennedys um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum algerlega á bug. Hann léði heldur ekki má'ls á néinskonar éftirliti með að samningum um afvopnun væri fylgt. Má raunar segja að fátt nýtt kæmi fram í- ræðu hans. Hann skammaði lýðræð- isþjóðirnar heiftarlega og kvað þær hafa gert Sameinuðu þjóð- irnar að handbendi sínu. Hélt hanri fast við tillögu Krúsjeffs um þrjá framkvæmdastjóra samtakanna. • Tvöfeldni Rússa. 1 dag talaði svo Home lá- varður, utanríkisráðherra Breta. Fól ræða hans í sér skarpa. ádeilu á Rússa. Komst hann m. a. þannig að orði að heim- urinn stæði frammi fyrir stór- kostlegri hættu vegna tvöfeldni Rússa. Greinilegasta dæmið um hana væri það tiltæki þeirra að hefja kjarnorkusprengingar á sama tíma, sem þeir hefðu set- ið að samningaborði í Genf um bann við tilraunum með kjarn orkuvopn. Viðleitni Rússa til þess að skipa þrjá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hefði ein- göngu þann tilgang að snið- Mongi Slim forseti Allsherjarþingsins tekur a moti Kennedy Bandaríkjaforseta. Sjöundi áratugur 20. aldar- innar ætti að vera tímabil þró- unar og efnahagslegrar upp- byggingar í veröldinni, sagði Kennedy forseti. Forsetinn ræddi einnig hern- aðaraðgerðir kommúnista í Laos og Vietnam og hina nýju nýlendustefnu, sem Sovétrík- in beittu sér fyrir. Hann skor- aði á Rússa að láta af yfir- gangsstefnu sinni og taka hönd- um saman við Bandaríkja- menn og aðrar frelsis- og friðarunnandi þjóðir um af- vopnun og varðveizlu heims- ganga vilja meirihluta þeirra og eyðileggja samtökin. Sameinuðu þjóðirnár yrðu að hafa framkvæmdavald til þess að standa vörð um friðinn og halda ofbeldisöflum í skefjum, sagði utanríkisráðherrann. • Svartsýni víða vart. Vaxandi svartsýni verður nú víða vart á framtíð Sameinuðú þjóðanna. Sú skoðun verður stöðugt almennari að Rússar hafi einsett sér að koma sam- tökunum fyrir kattarnef. Þeir telja að þau hafi tafið fram- sókn kommúnismans í Asíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.