Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 17
Jl£ám MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. okt. 1961 17 A.’ Það sem hefur kennt mér / Eftir Pablo Picasso LANDSLAGSMYNDIR mínar eru nákvæmlega eins og nekt armyndir mínar og kyrralífs- myndir; en fólk sér, að nefið á andlitunum er „vitlaust", en aftur á móti er ekkert við brýrnar, sem kemur því úr jafnvægi. En ég gerði þetta „vitlausa nef“ af ásettu ráði. Eg gerði það, sem nauðsynlegt er til að neyða fólk til að sjá nef. Seinna sá það — eða mun sjá — að nefið er alls ekki „vitlaust". Eg var að koma í veg fyrir, að það sæi aðeins „dásaimlegt samræmi" eða „frá bæra liti“. f>að er ekki til nein ab- starktlist. Það verður alltaf að byrja á einhverju. Seinna er hægt að f jarlægja öll merki um raunveruleikann: Þá er hvort eð er enginn hætta, vegna þess að hugmynd fyrir myndarinnar hefur skilið eft ir óafmáanleg merki. Hún er það, sem kom lista- manninum af stað, eggjaði hug myndalíf hans og vakti tilfinn ingar hans. Hugmyndir og til- finningar verða að lokum f ang ar í verki hans; hvað sem þær gera, geta þær ekki flúið mynd ina; þær eru óskiptur hluti af henni, jafnvel þegar nærvera þeirra er ekki lengur greinan leg. Það er ekki hægt að fram- kvæma neitt án einveru. Eg hef skapað mér einskonar ein veru, sem enginn verður var við. Það er mjög erfitt að vera einn nú á tímum, vegna þess að við eigum úr. Hafið þið nobkurn tíma séð dýrling bera úr á sér? ' ! Allir reyna að skilja list. Hvers vegna reynir enginn að skilja fuglasöng? Hvers vegna elskum við nóttina, biómin og alla fegurðina umhverfis okk ur, án þess að hafa löngun til að skilgreina leyndardóma þeirra? En þegar um listaverk er að ræða, heimtar fólk að skilja það. Hvers vegna? Ef fólk vildi aðeins skilja, að listamaður skapar, vegna þess að hann verður að skapa, vegna þess að hann er gagn- tekinn af list sinni. Listamað urinn er aðeins mjög lítill hluti af alheiminum og ætti ekki að vekja meiri athygli en hvað annað á jörðinni, sem veitir akkur fegurð, gleði og fullnægju. Eg mundi aldrei ætlast til þess, hvernig sem litið er á myndir mínar, að nokkur gæti orðið fyrir sömu tilfinnmga- reynslu og ég varð fyrir. Mynd nálgast mig úr mikilli fjarlægð og mörgum uppsprett um. Hvernig gæti nokkur höndlað drauma mína, eðlis- hvatir mínar og hugtmyndir, sem skaut upp úr hafsjó tíma og urðu að þróast, þar til þær öðluðust sýnilega tjáningu. Og hvernig getur þá nokkur lesið það, sem ég ætlaði að segja og varð ef til vill að tjá gegn vilja mínum? Að undanteknum mjög fá um listamönnum, sem hafa rutt listinni nýja farvegi, virð- ast flestir ungir nútíma málar ar ekki vita í hvaða átt þair vilja halda. í stað þess að hag nýta sér okkar eigin túlkun og leita síðan að eigin leiðum, trúa svo margir þeirra á end- urvakningu og endurlífgun þess liðna, þó að allur heim urinn standi þeim opinn og bíði eftir áhrifum og nýjum hugmyndum. Hér er ekki aðeins um það að ræða að halda dauðahaldi í fortíðina, heldur eiknig að halda við gömlum listformum, sem hafa lokið erindi sínu. Nú á tímum eru til kíló- metrar af myndum í „þessum og þessum stíl“, en að rekast á ungan listamann, sem mál- ar í eigin stíl er sannarlega sjaldgæft. Eg er ekki svartsýnismaður. Eg er ekki á móti neinu list- formi, vegna þess að ég gæti ekki lifað án listar, og án þess að helga henni aílar stundir mínar. Eg elska list, því hún er eina ástæðan fyrir tilveru minni. Allt, sem ég hef gert í sambandi við hana, hefur veitt mér afskaplega mikla gleði og fullnægju. En einmitt þess vegna get ég ekki séð neina ástæðu til þess, hvers vegna svona margt fólk í heiminum krefst þess að skil greina list, s saman ná- kvæmar fræðikenningar og túlkun og lætur eigin fáfræði um list afvegaleiða sig. T annlœknasfofa mín verður lokuð um tíma vegna flutnings. Jón Sifftryggsson. Til leigu Falleg og þægileg 5 herbergja íbúð til leigu. — Góð umgengni og fyrirframgreiðsla áskilin. — Upp- lýsingar í síma 35280 í kvöld og næstu daga. Fiðlukennsla byrjar í október. Væntanlegir nemendur hringi í síma 35731. Rut Hermanns. Keflavík — Atvinna Bifvélavirki, helzt með réttindi, óskast nú þegar. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur VARAHLUTIR ÖBYGGI - ENDING Notio úðeins Ford varahluti FORD-umboðið U. KHISTJÁIVSSOM H.F. Suðurlandsbraut 2 — Simi; 35-300 Suðubeygjur nýkomnar í stærðum %” til 6”. VATNSVIRKINN H. F. Skipholti 1 — Sími 19562. Minkoskinn Nokkur góð minkaskinn -til sölu á kápur og dragtir á Nýlendugötu 29. Sími 12036. Fiölukennsla Pfanókennsla KATRÍN DALHOFF Fjölnisvegi 1. — Sími 17524. Til leigu Falleg og þægileg 5 herbergja íbúð til leigu. Góð umgengni og fyrirframgreiðsla áskilin. Upplýsingcir í síma 35280, í kvöld, og næstu daga. Sumorbústaður eða land undir sumarbústað á fögrum stað óskast, helzt við Þingvallavatn eða Álftavatn. — Tilboð merkt: „Sumarbústaður — 5387“, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. okt. Til kaups eða leigu óskast, eitt til tvö herbergi með eldhúsi og baði í Hlíðum, Holtum eða Túnum. Mikil fyrirframgreiðsla eða góð útborgun, ef um kaup er að ræða. Rannveig Þorsteinsdóttir, hrl. Laufásvegi 2 — Sími 19960 Sniðkennsla Sniðteikningar, máltaka, mátingar. — Næsta nám- skeið hefst mánudaginn 2. okt. Innritun í síma 34730. Saumanámskeiðin hefjast 5. okt. , Dag og l^völdtímar. Sníðaskóli Bergljótar Ólafsdóttur. ATVIMMA Stúlka, vön afgreiðslustörfum óskast nú þegar, ekki yngri en 25 ára. — Upplýsingar á staðnuin milli kl. 1 og 2 mánudag og þriðjudag. TEPPI HF. Austurstræti 22 <=V<ERSHARP SUPER <E Hvílík þægindi, sparnaður og ánægja að skrifa með góðum penna, sem fæst á hóflegu verði EVERHSARP SUPER E er nýjung í pennasmíði, sem sparar yður tíma og óþægindi. Hann er ávallt reiðubúinn til skrifta mjúklega og örugglega. • EVERSHARP SUPER E sameinar alla kosti lindarpennans. og kúlu- pennans. Munið að kynna yður kosti EVERSHARP SUPER E pennans, þegar þér ákveðið kaupin á skóla- pennanum. EVERSHARP SUPER E fæst í helztu ritfanga- og bókaverzl- unum. Góður penni, hóflegt verð .. það er EVERSHARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.