Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGXJNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. okt. 1961 Læknar telja kjör sín stöðugt hafa versnað STJÓRN Læknafélags Reykja- víkur boðaði í gær til fundar með blaðamönnum til þess að skýra sjónarmið Iækna í deilu þeirra við sjúkrasamlagið. Bar þar hæst eftirfarandi atriði: ★ Meginástæðurnar til þess, að upp úr samstarfinu við Sjúkra- samlag Reykjavíkur slitnar nú eftir 25 ára samstarf telja lækn- ar þær, að þeir vinni nú við óheppilegri starfsskilyrði og verri kjör en lengur verði við unað. ★ í samningsuppkasti því, sem læknafélagið Iagði fyrir sjúkra samlagið var m. a. lögð áherzla á eftirfarandi atriði: 1) Læknum sé gert kleift að skipuleggja starfstíma sinn og stytta vinnudaginn. 2) Stuðlað sé að eðlilegri verkaskiptingu meðal lækna. 3) Læknar hafi sérstaka við- talstíma í síma, en sinni ekki símtölum samtímis því að af- greiða sjúklinga á lækninga- stofum. 4) Sjúklingar geti ætíð náð í lækni, hvenær sem er fyrir- varalaust, þegar alvarleg sjúk- dómstilfelli ber að höndum. ★ Læknar telja ævitekjur sin- ar með þeim lægstu þrátt fyrir há mánaðarlaun og byggja þetta á hagfræðilegum samanburði, sem gerður var árið 1956 á ævitekjum lækna og barna- kennara. ■ár Samkvæmt samningstilboði sínu telja læknar, að meðalhá- markslaun lækna yrðu 19 þús. kr. á mánuði. -ár Læknar telja, að 100% hækkun á greiðslum til Iækna mundi þýða 20—30% hækkun á mánaðarlaunum þeirra, en 70— 80% af hækkuninni færu í greiðslur vegna skipulagsbreyt- inga. ★ Kjörum Iækna hefur stöð- ngt hnignað, segja þeir. Númera gjöld heimilislækna hafa lækk- að samanborið við verðlag og kaupgjald almennt. Læknar hafa yfirleitt gefið meiri og meiri afslátt af töxtum sínum og samningum um sérfræðinga- störf og verið neyddir til þess að semja um úreltar gjald- skrár. ■áf Iðgjaldahækkanir hjá sjúkra samlaginu hefðu þurft að nema um 9 krónum á mánuði fyrir hvert númer, ef gengið hefði verið að öllum óskum lækna, segir í greinargerð þeirra. ★ Mjög auðvelt er að tryggja læknisþjónustu á frjálsum trygg ingamarkaði með iðgjöldum, sem engum yrði um megn að greiða. -ár Læknar telja óhætt að full- yrða, að svo lágir læknataxtar, eins og þeir hefðu orðið, ef tillögur þeirra hefðu komið til framkvæmda, þekkist ekki i nokkru öðru landL — ★ — I>að var Arinbjörn Kolbeins- son formaður Læknafél. Reykja víkur, sem skýrði sjónarmið læknanna fyrir blaðamönnum, - en auk hans voru einnig mætt- ir á fundinum Jón Þorsteins- son foim. samninganefndar fé- lagsins, Snorri Snorrason rit- ari þess og Hannes Þórarins- son gjaldkeri. Vegna þess, hve blaðinu barst greinargerð lækna félagsins seint er ekki unnt að birt hana hér í heild, en hér fara á eftir nokkrir kaflar úr henni: ★ Aldarfjórðungssamstarf slitnar vegna hnignandi starfsskilyrða. Hinn 1. okt. 1961 lýkur 25 ára samstarfi Sjúkrasamlags Reykja víkur og Læknafélags Reykja- víkur. Finnst máske mörgum að þetta samstarf hafi rofnað óeðli lega skyndilega, en það á sér lengri aðdraganda heldur en kom ið hefur fram á opinberum vett vangi. Mörgum læknum hefur verið ljóst um langan tíma, að læknar hafa sinnt tveimur til fimm mismunandi störfum og vinnutími þeirra var óhæfilega langur. Athugun, sem gerð var á vinnutíma 10 praktiserandi lækna í Reykjavík árið 1960 leiddi í ljós, að vinnuvika þeirra var 54—85 vinnustundir. ★ Nýjum bráðabirgðasamningi hafnað. Sjúkrasamlag Reykjavíkur bauð bráðabirgðasamninga fyrir tímabilið frá 1. okt. til 1. des. 1961 þannig að gjald til lækna hækkaði um 13%, en engin breyt ing á fyrirkomulagi læknisþjón- ustunnar. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur féllst á að taka þetta boð til athugunar og var það lagt fyrir almennan félags- fund, en það var þá fellt. Lækna Guðjón Hansen Frambúðar- iaasn verður að iúst þeir hafa unnið við óheppileg og -^lag Reykjavíkur lét því næst Vísitalan KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að framfærsluvísitöluna í septem berbyrjun 1961 og reyndist hún vera 110 stig. Visitalan 1. september er 4,1 stigum hserri en vísitalan L ág. versnandi skilyrði, en það er ekki fyrr en árið 1958, að skipu- leg athugun hófst á þessum mál um. Var þá gerð allýtarleg kostn aðaráætlun fyrir eðlilega læknis þjónustu. Kom greinilega í ljós, að þær greiðslur, sem læknar hafa fengið fyrir almenna lækn- isþjónustu og ekkj síður fyrir sérfræðistörf, gátu á engan hátt staðið undir eðlilegum kostnaði og launum lækna. Ennfremur, að verkaskipting lækna hér heima var með öðrum hætti og miklu minni heldur en erlendis. Flestir — BráðabirgBalög Framhald af bls. 1. verði að gera ráð fyrir, að greiðslur til læknanna hækki yfirleitt mjög mikið eða um og yfir 100%. Af þessu muni hljótast vandræðaástand fyr- ir allan almenning, sem koma verði í veg fyrir án tafar. Það beri því brýna nauðsyn til þess að afstýra þessu vandræðaástandi, með því að gefa út bráðabirgða- lög nú þegar, sem mæli svo fyrir, að samningar þeir um læknaþjónustu, sem nú gilda milli læknafélaga og sjúkra- samlaga skuli gilda enn um sinn til n.k. áramóta, ef ekki takast nýir samningar milli þessara aðila innan þess tíma, þó svo, að þóknun og endurgreiðsla kostnaðar til læknanna, skuli frá 1. júlí 1961 hækka um 13%. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stj órnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Samningar þeir á milli læknafélaga annars vegar og sjúkrasamlaga eða' Trygging- arstofnunar ríkisins f. h. sjúkrasamlaga hins vegar, um þjónustu lækna við meðlimi sjúkrasamlaganna skulu gilda enn um sinn þar til nýir samn- ingar hafa verið gerðir á milli þessara aðila, þó eigi lengur en til 31. desember n. k. og þá með þeirri breytingu, að þóknun til iæknanna svo og allar greiðslur vegna kostn- aðar við starf þeirra, sem sjúkrasamlögunum ber að greiða, samkvæmt gildandi samningum, skulu frá 1. júlí 1961 hækka um 13%. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Reykjavík, 30. september 1961. gera kostnaðaráætlun fyrir heim ilislækna og reikna út nauðsyn- legar greiðslur til lækna vegna þeirrar þjónustu, sem gert var ráð fyrir í hinu nýja samnings uppkasti og voru fullbúnir samn ingar því lagðir fyrir Sjúkrasam lag Reykjavíkur þ. 22. sept. sl. í samningum þessum var gert ráð fyrir allvíðtækri breytingu á læknisþjónustunni, og var m.a. lögð áherzla á þau atriði sem áð ur eru nefnd. ★ Annríki og aukastörf. Eitt höfuðskilyrði fyrir bættri læknisþjónustu er að læknar hafi rýmri tíma til að fylgjast með í fræðigrein sinni og séu ekki ofhlaðnir aukastörfum, sem trufla aðalstörf læknisins, sem jafnframt þarf að skipuleggja sem bezt. Eins og áður er getið sýndu athuganir, að vinnuvika lækna var allt frá 54 upp í 85 klst. Slíkur vinnutími getur ekki samrýmst vandaðri og nákvæmri vinnu og er óhóflegt álag á nokk urn einstakling. Telja má að vinnuvika lækna þurfi að stytt- ast um 40—45%, en slíkt felur í sér 70—80% íaunalækkun, ef læknar eiga að bera úr býtum sömu mánaðarlaun og áður. Nú hafa fyrri athuganir sýnt, að greiðslur til lækna gátu ékki stað ið undir eðlilegum kostnaði og var læknum, svo sem almenningi, fyllilega Ijóst, að margar lækn- ingastofur báru þess merki. EFTIR að fregnimar um setn- ingu bráðabirgðalaganna um Íframlengingu á samningum læknafélaganna og sjúkrasam laganna bárust í gær, sneri blaðið sér til Guðjóns Hansens framkvæmdastjóra Sjúkrasam ;Iags Reykjavíkur, og leitaði á.'its hans á hinum nýju við- horfum, sem skapazt hafa í deilu þessari. Svar Guðjóns var á þessa leið: » „Um það, sem gerzt hefur í deilu Sjúkrasamlags Reykja- víkur og Læknafélags Reykja víkur undanfarna daga, er engu við það að bæta, sem birzt hefur í dagblöðum. Samn ingaviðræður hafa. ekki átt sér stað síðan L.R. hafnaði bráðabirgðasamkomulagi 26. þ.m., enda hafa báðir aðilar verið önnum kafnir við að búa sig undir hin nýju við- horf. ÍUm bráðabirgðalögin, sem, nú berast fréttir um, hef ég það eitt að segja að svo komnu máli, að fyrir sjúkratrygging' arnar og hina tryggðu hlýtur það að skipta meginmáli, að frambúðarlausn fáist. Það er því ástæða til að undirstrika enn einu sinni, að Sjúkrasam-' lag Reykjavíkur leggur á- Íherzlu á, að viðræður um end urskoðun á skipulagi læknis þjónustu eigi sér stað“. ★ Ævitekjur lækna með þeim lægstu þrátt fyrir há mánaðarlaun. Árið 1956 ,var gerður hagfræði legur samanburður á ævitekjum lækna og barnakennara og kom þá í ljós, að læknir þyrfti að hafa kr. 12 þús á mánuði til þess að ævitekjur hans yrðu jafnar ævitekjum barnakennara. En síð an hefur verðlag og kaupgjald í landinu breytzt mjög mikið og einnig ber þess að geta, sem öll um er kunnugt, að ævitekjur barnakennara munu vera með því lægsta í þjóðfélaginu og því ekki eðlilegt né heppilegt, að læknar sætti sig við að ævitekj ur þeirra séu í þeim flokki. Ekki mun fátítt, að ungir læknar, sem koma frá námi erlendis þurfi að greiða kr. 6—7 þús á mánuði í afborganir og vexti af námsskuld um. Þó er ekki óalgengt að ís- lenzkir læknar taki að sér vel- Sparar 3 miilj. í gjaldeyri Pólar 10 ára í dag Á ÞESSUM degi fyrir 10 árum knmu saman 5 ungir verzluntar- menn og stofnuðu hlutafélag, sem framleiða skyldi rafgeyma. Þess- ir ungu menn voru Ólafur Finsen, Runolfur Sæmundsson, (nú í Argentínu), Börge Petersen, Jörgen Hansen og Júlíus M. Magnús. Á þessu 10 ára tímabili hafa verið framleiddar yfir 60 þúsund rafgeymar. Úr 640 tonnum af blýi og blýdufti hefur verksmiðjan unnið. 2% milljón einangrunar- plötur hafa verið notaðar og 360 tonn af brennisteinssýru. Vérksmiðjan sparar nú um 3 milljónir króna árlega í erlend- um gjaldeyri. — Erlendur hrá- efnakostnaður er um 35% af hverjum fullunnum rafgeymi. Þess má geta, að 30% af blýi, sem notað er til framleiðslunnar, kemur af innlendum markaði, þ. e. a. s. alls konar úrgangsblý. —'Yfir 40% af öllúm framleidd- um rafgeymum hefir farxð í ís- lenzka vélbátaflötanum. Raf- geymanotkunin eykst að sama skapi og vélvæðing landsmanna hefur síaukizt. Magnús Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri, skýrði fréttamönn- um frá því, að Pólar h/f fram- leiddu um 20 gerðir rafgeyma. Innflutningur rafgeyma hefur dregizt mjög saman, enda er það staðreynd, að rafgeymar Póla eru algerlega samkeppnisfærir. 14 manns starfa nú hjá fyrir- tækinu. Starfsskilyrði í húsakynn um þess í Einholti 6 eru mjög góð, um umgengni mjög til fyrir myndar. Blaðið átti tal við einn starfs- mann Póla, Gísla Ákason, en hann steypir plöturnar. Hann kvaðst vinna það verk í akkorði — ákvæðisvinnu — eins Og sum onnur störf eru unnin hjá fyrir- tækinu. Ákvæðisvinnufyrirkomu- lagið hefur reynzt mjög vel hjá Pólum. T. d. unnu áður þrir menn við að steypa plötur, og eru af- köst þeirra þó minni en Gísla, sem steyDÍr rúmlega 2000 plötur á dag. Aldarminning Hinn 14. okt. verða liðin 100 ár frá fæðingu séra Bjarna Þorsteinssonar, tón- skálds. Verður þess m. a. minnzt með því að nýtt og vandað pípuorgel verður keypt til Siglufjarðarkirkju og sett verður upp stunda- klukka í tumi kirkjunnar. Ávarp vegna fjársöfnunar í þessu sambandi birtist í Mbl. á þriðjudag. launuð störf erlendis og starfi þar um árabil til þess að losna úr námsskuldum, en á þann hátt eyða þeir beztu starfsárunum ut an síns eigin lands. í umræðum um breytingar á skattalöggjöfinni 1960 var frá því skýrt opinberlega, að verulegur fjöldi formanna á mótorbátum, iðnaðarmanna og sjómanna hefði yfir 170 þús í árstekjur og væri slíkt ekki lengur taldar neinar hátekjur. Menn í þessum stéttum geta náð fullum tekjum um 25 ára aldur, en læknar komast ekki i þær tekjur, sem áður greinir fyrr en um fertugt. ★ Kjörum lækna hefur stöðugt hnignað Númeragjöld heimilislækna hafa lækkað samanborið við verðlag og kauþgjald almennt. Læknar hafa yfirleitt gefið meiri og meiri afslátt af töxtum sinum í samningum um sérfræðinga. störf og verið neyddir til þess að semja um úreltar gjaldskrár, t.d, er taxtinn, sem samið var um síðast við sjúkrasamlagið fyrir sérfræðinga miðaður við verð- lag, sem gilti 1952. Þar sem þessl afsláttur er nú látinn niður falla og störf sérfræðinga miðuð við það verðlag, sem gildir í dag kemur að sjálfsögðu fram veru- leg hækkun á þeirra störfum og er þar um margra ára leiðrétt- ingu að ræða. ★ Ódýr læknisþjónusta Útlendingar hafa haft orð á því, að það eina sem sé ódýrt á íslandi, sé læknisþjónusta. Heim ilislæknisþjónustan kostaði sam- kvæmt síðustu samningum við Sjúkrasamlag Reykjavíkur um 8 milljónir á ári. Átta milljónir virðast nokkuð stór upphæð, en þegar miðað er við hvaða þjón- usta hér er og hve mörgum veitt, þá er þetta ótrúlega lág tala og raunar langt fyrir neðan kostn. aðarverð. í því sambandi má að- eins geta þess, að kaupmenn, sem reyndar hafa mjög lága verzlun. arálagningu hér, fá 10.9 milljónir á ári fyrir það eitt að afgreiða til bæjarbúa Reykjavíkur síga. rettur og aðrar tóbaksvörur, en alls eyða Reykvíkingar í sígarett- ur og tóbaksvörur 86 milljónum. Vegna þess, að Reykjavík er að verða stórborg þá eru þessar heildartölur háar. Læknisþjón. ustan er smávægilegur útgjalda. liður fyrir borgarana, þegar hún er borin saman við ýmsa aðra þjónustu. 4' r Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.