Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. okt. 1961 brenniv; segir Hallbjörg í samtali við hana og Fischer Ég held þær séu frá afa mínum í Skorholti í Leirár- sveit. Afi var skáld upp á gamlan máta. Þessi orð lét Hallbjörg Bjarnadóttir falla um fallegar fífur, sem stóðu í vasa á borð- inu í herbergi þeirra hjóna að Miklubraut 15. Hallbjörg sett- ist á sófann við borðið en Fischer, maður hennar, sat á stól. Frúin skyldi hafa betra sæti en eiginmaðurinn, það var ekki um að villast. Hall- björg kveikti sér í sígarettu. — Hvað eigið þér við með þessu „upp á gamlan máta“? — Fífilbrekka, gróin grund grösug hlíð með berjalautum .... Þetta var heimur afa. Hann hefði aldrei getað ort vísuna, sem ég orti um Haganesvík: A, b, c, d, e, f, g, hafið þið heyrt um Haganesvík, sem nóg er af kátum sjómönnum, á bátum í Haganesvík, Ó þvílíkur bær er okkur svo kær — það leynir sér ekki að það er lógik í þe^su: sjómenn á bát- um. Þetta gæti verið eftir Kjarval. — Nei, líklega hefði afi yðar nú ekki ort þessa vísu. — En hvernig lfkar yður lagið? — Já, lagið? — „Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn . . .“, sögðust þér ekki hafa hlustað á það í út- varpi. — Jú, alveg rétt. En eftir hvern er þessi mynd þarna, ekki meistara Kjarval? Fischer stóð upp og athugaði horn málverksins gaumgæfi- lega. — Mér sýnist standa hérna Jóh. Kr., sagði hann Og leit upp. Þetta er víst einhver stæling. — Við afi vorum miklir vin- ir, sagði Hallbjörg. Þegar ég fermdist, var mér gefin hest- ur, hnakkur og silfurbúið beizli. Og þá orti afi þejssa vísu til mín: Hallbjörg litla hleypur smá, hún er víða yndi engum kvíða ber á brá, barnið þýða í lindi. Tað er nú tað, bætti hún svo við. En ég sagði: —. Þér eruð danskur, Fischer? — Já. Ég vann í lyfjabúð á Akureyri, þegar ég kynntist Hallbjörgu. — Hvernig er að vera gift dönskum manni? — Það hlýtur að vera gott, sagði Hallbjörg, því ég hef hvorki verið trúlofuð né gift öðrum öll þessi ár. — Eruð þér nú vissar um það, spurði ég sakleysislega. — Það er gaman að vera giftur, skaut Fischer inn í samtalið, áður en Hallbjörg gæti svarað. — Ég er mjög gamaldags í mér og fastheldin á forna siði, sagði Hallbjörg. En það er nauðsynlegt að dragast ekki aftur úr. Bretar eru jafnvel farnir að fylgjast með tíman- um og nú eru þeir búnir að þýða alla biblíuna á nútíma- ensku, svo fólk geti lesið hana. Við getum lært margt af Bret- um'. " - — Þetta er slæm stæling á Kjarval, sagði ég og benti enn á myndina. — Já, yður þykir gaman að ' málaralist., Mér finnst líka skemmtilegt að mála. Nú mála ég eingöngu hljómliti, áður fyrr málaði ég bara konu í roki, kannski vegna þess að^ þá andaði köldu til mín. að leika fyrir fólkið, en það bað mig í guðanna bænum að þegja, því það hafði meiri áhuga á kartöflunum en músík og ég varð að láta mér lynda að snauta heim. Það hefur ein- hvern veginn alltaf loðað við íslendinga,' að hafa meiri — Vínber til að setja í Morgunblaðið. — Ætli það verði ekki eitt- hvað annað sem þér fáið í Morgunblaðið, rófur? En heyr- ið þér, getið þér ekki séð um, að fólki sé kennt að umgang- ast kertaljós? Það notar of- mikið af víni, ofiítið af kerta- — Já, hvínandi rok. — Segðu honum frá pví, þegar þú byrjaðir að syngja, skaut Fischer inn i. — Það fyrsta sem ég man eftir að hafa sungið var þetta: Koppurinn datt, koppurinn datt, kemur einhver á morg- un! Ég söng það fyrir séra Einar á Borg. Það er orðið þó nokkuð langt síðan, rúmlega tuttugu ár. Ég var víst fimm eða sex ára. — Af hverju sunguð þér fyrir Einar á Borg? spurði ég. — Þegar ég var krakki, var ég í sveit að Hamri í Borgar- hrepp, og þá fórum við oft í kirkju til séra Einars. Mig langaði alltaf að syngja í kirkjunni, en vegna þess að ég söng hátt og yfirgnæfði alla, var þaggað niðrí mér. En eft- ir messu komum við heim á Borg og fullorðna fólkið fékk sér kaffi, en prestsfrúin sótti kistil og lét mig standa á hon- um og lék svo undir, meðan ég söng fullum hálsi: Koppurinn datt, koppurinn datt — og allir veltust um af hlátri og skemmtu sér stórvel, og það átti við mig. — Þetta hefur verið í fyrsta skipti sem þér skemmtuð fólki? — Já. Annars hermdi ég eft- ir hvenær sem færi gafst og þótti skaðræðisgripur á því sviði. Móðir mín var líka mik- il hermikráka og gat ekki að sér gert, að herma eftir fólki, sem lá vel við höggi. Síðar fluttumst við til Akra- ness og þá fór ég oft með munnhörpu út í kálgarðana til — Nú eruð þér að verða reið, sagði ég. — Nei, ég er ekki reið. -Þó ég hafi ástæðu til þess. — Bjugguð þér hjá foreldr- um yðar á Akranesi? — Nei, hjá fósturforeldrum mínum. Faðir minn var góður söngvari og ég var látin í fóstur. — Vegna þess að hann var góður söngvari? — Nei, vegna þess að hann dó, þegar ég var tíu ára göm- ul. í næsta húsi við okkur bjuggu gömul hjón, sem áttu hænsnabú. Konan hét Kristín Jónsdóttir. Ég hafði afskap- lega gaman af að leika mér við hænurnar hennar og svo þótti ekkert sjálfsagðara en Kristín bætti mér í hópinn. Hún ól mig upp. — Þótti yður hænsni svona skemmtileg, Hallbjörg? — Ég hafði gaman af að leika mér við þau, nema pút- urnar, sem lágu á eggjum. Þeir sem liggja á sýknt og heilagt, finnst mér leiðinlegir. Eggja- hljóð fer í taugarnar á mér. En viljið þér ekki kóka-kóla? — Nei, takk. — Hvað viljið þér þá? Appelsín, maltöl, ég býð aldrei vín, ég er á móti víni, það drepur karakterinn. Ég elska blóm, ávexti, kertaljós og gos- drykki. Og hrein spil, þau eru svo sjaldgæf. En hvað viljið þér drekka? — Ekkert! Ég er ekki þyrst- ur. — En hvað viljið þér þá, epli, appelsínur, vínber? vín, ég er ölvuð af landinu . . tra-lartra-la . . kertaljós og kvæðin rauð . . la-la. Fischer stóð nú,upp og hélt smátölu.. — Victor Borge bauð Hall- björgu að taka þátt í skemmt- unum, sem hann stjórnar í september, sagði hann og kveikti sér í sígarettu af þeirri kurteisi, sem einkennir Dana utan heimalandsins. En Hallbjörg sagði: — Og samt segja þessir gríslingar hér, sem kalla sig gagnrýnendur, að maður sé ekki frambærileg. Ég syng oft- ast í 18 karakta gullkjól sem mundi kosta 40 þúsund krónur á íslandi; en svo er sagt í blöðunum að maður sé í drusl- um| — Ætlið þér að syngja hjá Borge? — Nei. Ég er staðráðin í að vera með einsmannsskemmtun í litlu leikhúsi skammt frá Broadway. Það heitir Sharry Lane. Áður skemmti þar Elsa Lancaster, kona Charles Laughtons. Stórt orð Hákot, maður. Laughton stjórnaði þessum skemmtunum konu sinnar mjög vel. Það var svo enskt yfirbragð yfir sýningum hennar, að þeir báru ekki annað en te fram í hléunum. Ég er að hugsa um að hafa slátur, lifrapylsu og hangi- kjöt. — En hákarl? spurði Fischer. — Nei, ekkert brennivín. Maður á að forðast allt áfengi, það getur komizt upp í vana hjá fólki að fara í hundana og þá er fjandinn laus. Ég er búin að festa húsið næsta vet- ur fyrir tólf þúsund dollara, hvað er það mikið á svörtum mavkaði? — Hálf milljón, svaraði í'ischer. — Á ég að trúa því, að þið séuð milljónamæringar? spurði ég. — Nei, það erum við ekki, sagði Hallbjörg, og ef þér haldið að ég komi heim til íslands til að græða peninga, þá er það mikill misskilning- ur. Ég kem heim til að rifja upp gömlu tunguna mína. En þeim er víst ekki alltof vel við það sumum að ég skreppi heim, segja að ég geti afvega- leitt heil sólkerfi. Einu sinni var sagt um ágætan maíin, sem gaf út bók um stjörnufræði, að hann villtist á vetrarbraut- um á hverri blaðsíðu. íslend- ingum hættir til þess. — Kvíðið þér ekki fyrir að syngja í New York? — Nei, ég hlakka til þess að kynna mitt land, því ég lít svo á að ég sé eins konar ambassa- dor fyrir ísland. Eða lítið þér bara á Danny Kaye, hvað hann hefur gert fyrir Ameríku! Síðan hann fór að syngja þekkja allir Ameríku. M’g langar að kynna ísland í útiöndum, láta fólkið vita að hcr býr hamingjusöm þjóð í fögru landi. Og svo sendi ég ykkur reikninginn, þegar ég kem heim gömul kona. En það er langt þangað til. — Einu sinni ætluðuð þér að verða ópeiusöngkona. — Já. — Þetta já yðar er dálítið trist. — Það er það líka. Ég skrapp upp í útvarp í morgun og þá hevrði ég leikið á orgel „Umbra mai fu“ og það komu tár i augun á mér og ég reyndi að gleyma þessu fallega lagi. En þegar ég kom heim, fór ég að syngja það í eldhúsinu og vissi ekki fyrr til en ég var byrjuð að gráta. Þá opnaði ég allar flóðgáttir og söng af öllum lífsins sálarkröftum. Síðan hringdi ég til Páls ís- ólfssonar og ætlaði að biðja hann um að leika undir fyrir mig í útvarpið, en hann var ekki heima. Páll er indæll. Hann var ekki á móti mér á sínum tíma eins og margir aðrir. Það deyr enginn af lúsa- bitum en þau eru hvimleið. Og leiðinlegt, að þurfa að klóra sér á almannafæri. En ég varð að taka þessum ósigri mínum eins Og öðru. Ef þeir hefðu tímt að veita mér yfir- færslu til söngnáms á sínum tíma, hefði ég orðið heimsfræg söngkona og væri nú hjá Bing á Metropolitan og gæti sagt öllum frá því, hvað ísland er dásamlegt. Guð minn almátt- ugur hvað það væri gamanl Það megið þið vita, að ég hefði spjarað mig, því ég hef bein í nefinu, það hafa ekki allir. Þegar ég hitti prófessor Neu— mann í Lundúnum 1948, söng ég íyrir hann og hann sagði: „Þessi rödd yðar er einstæð“. — En óperuröddin fór for- görðum og allt fslandi að kenna. — Auðvitað fór hún ekki for görðum en — ætlaði Fischer að skjóta inn í. Hallbjörg greip fram í: — Röddin er á sínum stað, en tekur aldrei þátt í kapp- hlaupinu við Callas. — Þér eruð með komplexa út af því að hafa ekki orðið Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.