Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. okt. 1951 MORGVNBLAÐIÐ 23 — Læknar telja Framh. af bls. 2 ÍC S.R. iðgjöld hefðu þurft ... að hækka um 5—9 kr. á mánuði Ef gengið hefði verið að öll- am óskum lækna varðandi heim- ilislæknisþjónustuna, hefði sá hluti sjúkrasamlagsiðgjalda, sem sjúklingar greiða sjálfir þurft að hækka um tæpar 5 krónur á mánuði. Ef jafnframt hefði verið gengið að öllum óskum lækna varðandi sérfræðiþjónustu hefði sjúkrasamlagsiðgjöld þurft að 'hækka um rúmar 9 krónur á ■ mánuði. Að sjálfsögðu hefðu greiðslur frá ríki og bæ einnig ’þurft að hækka nokkuð, en þess ar greiðslur allar hefðu numið á mann .rúmlega sem svarar verði eins sígarettupakka á mánuði. ★ Unnt er að tryggja læknisþjónustu á frjálsum f tryggingamarkaði. Af þessu er augljóst, að mjög auðvelt er að tryggja þes«a þjón- ustu á frjálsum tryggingamark- aði með iðgjöldum sem engum yrði um megn að greiða. Þessi mál eru f athugun og mun verða skýrt frá niðurstöðum síðar. ÍC Engin grunnhækkun á gjaldskrá L.R. fyrir almenna læknishjálp A ' Pyrsta október byrjar frjáls praksis hjá læknum í Reykjavík. Það skal lögð áherzla á það. að þeir taxtar sem almennir læknar vinna eftir fela ekki í sér neina grunnhækkun frá þeirri gjald- skrá, sem gilt hefur fyrir Lækna- félag Reykjavíkur. Gjaldskráin er samþykkt á aðalfundi lækna- ' félags Reykjavíkur í marz 19591 og var hún miðuð við verðlag, sem gilti í nóvember 1958. Eftir henni hafa verið verðlögð læknis- störf unnin utan trygginga frá því í marz 1959. Gjaldskrá þessi hefur verið reiknuð til samræmis við hækkun á verðlagi og kaup- gjaldi frá nóvember 1958, en alls engin grunnhækkun verið gerð. Við viljum því taka sérstaklega fram, að það er algerlega rangt, að læknar hafi í sambandi við fþetta nýja fyrirkomulag hækkað I itaxta sinn fyrir almenna heimilis læknishjálp, og einnig mun óhætt að fullyrða, að þessir taxtar eru' lægri heldur en tíðkast meða! nokkurra annarra menningar- j þjóða. f ráði er hins vegar, að sérfræðingar hækki taxta sína, I sem nemur 20% grunnhækkun' frá nóv. 1958. Byggist þetta á því að sérfræðingar telja lágmarks- gjaldskrá úrelta og of lága, vegna Málverkasýning 'uringa í Bogasalnum ÞAÐ er ákaflega skemmtilegt að koma í Bogasal Þjóðminjasafns- ins þessa dagana. Þar heldur Sig uringi E. Hjörleifsson fyrstu mál- verkasýningu sína. Þetta er ein fallegasta málverkasýning, sem undirrituð hefur séð. Þegar komið er inn í salinn, blasa við manni málverk, sem gameina í senn kunnáttu í drátt- list, afar fagra litasamsetningu, nákvæmni í útfærzlu og næma tilfinningu fyrir því umhverfi, sem unnið er úr. Hroðvirkni og litaklístur er þar hvergi að finna. Siguringi er frábær í litameð- ferð. Myndir nr. 10 af Arnar- Stapa, nr. 11 og 5 af Snæfells- jökli, nr. 19 af Flosagjá og nr. 13 að Vífilfelli bera það með sér. Þá er mynd nr. 3 af Lóndröngum ákaflega sérstæð, bæði að upp- byggingu og birtu, sem heillar mann starx við fyrstu sýn. Númer 17, skipsflak í kvöldsól er mjög skemmtileg, þótt lítil sé. Um leið og ég ósk* Siguringa til hamingju með þessa fyrstu gýningu hans, óska ég þess, að hann eigi eftir að halda fleiri slíkar málverkasýningar í fram- tíðinni. þess að kröfur um sérfræðiþjón- ustu hafi verulega breytzt og fari vaxandi. ÍC Verður dýrt að tala við lækni eftir 1. október? Minnsta viðtal á lækninga- stofu í hinum frjálsa praksis kost ar 10 krónum meira heldur en venjuleg afgreiðsla hjá hárskera eða 40 krónur. Viðtal fyrir al- mennt læknisviðtal með skoðun mun kosta 60 krónur eða svipað meiriháttar afgreiðslu hjá rakara. Mun óhætt að fullyrða, að svo lágir læknataxtar muni ekki þekkjast í nokkru öðru landi, það skal einnig tekið fram. að gjald- skrá sú, sem notuð hefur verið frá því í marz 1959 um alla þá almennu læknishjálp við sjúkl- inga, sem ekki hafa verið í sam- lagsréttindum verður aðeins sam- ræmd verðlagi og kaupgjaldi. Sama er að segja um gjald fyrir vitjanir, á því verða engar grunn breytingar, og er það 110 krónur. Til samanburðar má geta, að leigubílstjórar munu taka fyrir svipaða ferð, eins og læknisvítj- un, um 45 krónur. ep þá ber þess að gæta, að ef læknir kaupir nýj an ameriskan bíl af ódýrri gerð þá borgar hann fyrir hann 320 þúsund krónur, en leigubílstjóri borgar fyrir samskonar bíl 270 þúsund krónur. Einnig er rétt að vekja athygli á því að nám leigu- bílstjórans er 1—2 mánuðir, en læknisins 16 ár. ic Samandregin lokaorff. 1) 25 ára tryggingafyrirkomu lagi á læknisþjónustu í Reykja vík er lokið. Fyrirkomulag þetta hefur lent í algerri sjálf heldu og þarf gagngerðrar breytingar við. 2) Mönnum hefur verið Ijóst í mörg ár, að slíkrar breyting ar var þörf og læknar hafa unnið við bráðabirgðasamn- inga síðan 19. maí 1960 og , voru neyddir með gerðadómi til þess að vinna við þessa samninga frá 1. október 1960 til 1. október 1961. 3) Læknar reyndust ófáanleg ir til að framlengja bráða- birgðasamninginn öllu lengur án breytinga á skipulagi heild arsamninga um endurbætt fyr irkomulag. 4) Læknar hafa farið fraan á greiðsluhækkanir, sem nema um 100% og fela í sér leið réttingar á margra ára misfell um, 70—80% af þessum greiðsluhækkunum fer til þess að bæta starfsaðstöðu lækna, en heildarlaun lækna munu hækka um 20—30%. 5) Vinnutími lækna hefur ver ið óheyrilega langur og starfs þrey ta og annríki. hefur rýrt mjög starfsnákvæmni þeirra og vinnugæði. 6) Iðgjaldahækkanir hjá sam laginu hefðu þurft að nema um 9 kr. á mánuði fyrir hvert númer, ef gengið hefði verið að öllum óskuan lækna. Dansskóli Eddu Scheving Kennsla hefst miðvikudaginn 4. október. Skírteini afhent í Breið- firðingabúð, Skólavörðustíg mánudaginn 2. okt. og þriðjudaginn 3. okt. frá kl. 3—7. Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 7. okt. frá kl. 1—4. — Innritun í síma 23500 frá kl. 1—5. 7) Sýnilegt er að mjög auð velt mun reynast að tryggja þessa þjónustu á frjálsuim tryggingamarkaði með mjög lágum iðgjöldum. 8) Læknar hefja frjálsan praksis 1. okt. og mun öll læknishjálp verða veitt sam kvæmt lágmarksgjaldskrá án nokkvtrra grunnhækkana. — Gjald sérfræðinga mun hækka um 20%. Samt munu taxtar sérfræðinga vera lægri held irr en nokkurs staðar annars staðar tíðkast í heiminum þar sem frjáls praksis er. 9) Fyrirsjáanlegt er að fjöldi íslenzkra lækna þeirra yngstu og efnilegustu undirbýr sig und ir það að setjast að erlendis þar sem þeim er vel tekið og starf þeirra metið að verð- leikum. Enda er slíkt auðveld ara og eðlilegra fyrir lækna heldur en að afla sér óvin- sælda með því að berjast gegn þröngsýni og skilningsleysi fyrir þeim starfsskilyrðum, sem ein geta samrýmst góð- um starfsháttum lækna eftir nútímakröfum. — Utan úr heimi Framhald af bls. 12. sínum að Adlai Stevenson eða Chester Bowles, en ekki for- setanum sjálfum. Þeir hafa kunngert, að þeir muni ekki sætta sig við inntöku Rauða- Kína í Sameinuðu þjóðirnar, en þó síður en svo haft hátt þar um. Að því er innanlandsmál varðar hafa repúblikanar aftur á móti að sjálfsögðu sem flokk ur rekið harða stjórnarand- stöðu. (Þau hafa hins vegar mjög horfið í skuggann af ut- anríkismálunum á þessu ári). Fró donsskólo Hermnnns Bognors Skólinn er full- setinn í vetur. Skírteini verða afhent. í Skáta- heimilinu við Snorrabraut mánudaginn 2. ojttóber og þriðjudaginn 3. okt. frá kl. 2—7 e.h. báða dagana. Kennsla hefst miðvikudaginn 4. okt. Elín K. Thorarcnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.