Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORCinSBLÁÐlÐ Þriðjudagur okt. 1961 Spil frá Evrópumeist aramótinu MM Island vann Sviss og Spán - og gerði jafntefli við England ÍSLAND gerði jafntefli við Eng- land í 9. umferð á Evrópumeist- aramótinu í bridge 3:3 (80:78, í hálfleik 40:38). Eru þetta fyrstu stigin, setm enska sveitin tapar á mótinu. Önnur úrslit í 9. um- ferð: Ítalía vann Sviss 6:0; Frakk land vann Noreg 4:2; Þýzkaland vann Finnland 4:2; Holland vann Danmörk 6:0 og Egyptaland og Belgía gerðu jafntefli 3:3. í kvennaflokki vann Belgía fs- land í 6. umferð með 4:2 (96:91 í hálfleik hafði ísland yfir 34:25). Svíþjóð vann Holland 6:0; Þýzka- land vann írland 6:0; England vann Noreg 6:0 og Egyptaland vann Finnland 4:2. í 10. urnferð fóru leikar þannig að ísland vann Sviss 6:0 (137:99, í hálfleik var staðan 54:51). Ítalía vann Spán 5:1; Noregur gerði jafn tefli við írland 3:3; Frakkland vann Þýzkaland 6:0; Egyptaland vann Holland 6:0; Danmörk vann Belgíu 6:0 og Svíþjóð vann Lítoan on 6:0. í 11. umferð vann ísland Spán 6:0 (74:45 í hálfleik var staðan 34:24). Danmörk vann Egypta- land 6:0, Svíþjóð vann Finnland 6:0; England vann Belgíú 6:0; Sviss vann Holland 6:0; Þýzka- land vann írland 6:0 og Noregur vann Ítalíu 4:2. í kvennaflokki vann Þýzka- land ísland 6:0 (108:33, í hálfleik 43:17). Svíþjóð vann írland 6:0; England vann Finnland 6:0; Frakkland vann Belgíu 6:0, og Holland vann Noreg 5:1. Staðan í opnaflokknum er að loknum 11. umferðum þessi: England ,. 63 stig Danmörk . 50 — ítalia . 46 — Frakkland . 46 — ísland . 45 — Svíþjóð . 45 — Noregur . 44 — Sviss . 42 — Þýzkaland . 38 — Egyptaland ... . 33 — Holland . 30 — Belgía . 30 — Spánn . 26 — írland . 22 — Libanon . 15 — Finnland . 13 — ÍSLENZKA kvennasveitin mætti þeirri ensku í 1. umferð Evrópu mótsins. Enska sveitin er mjög sterk og er álitin su sigur- stranglegasta á þessu móti. Það vakti því mikla athygli að íslenzka sveitin var yfir í hálfleik, 29:14. Enska sveitin sótti mjög á í seinni hálfleik og endaði leikurinn 67:82 ensku sveitinni í vil. England fékk því 5 stig fyrir leikinn en sú íslenzka 1. Spilið, sem hér fer á eftir, er úr fyrri hálfleik leiksins milli íslands og Englands í kvenna- flokki. Á öðru borðinu sátu Laufey og Margrét, N-S, og spiluðu 4 hjörtu og unnu 5. — Fengu þær 650 fyrir spilið. ♦ Á 7 5 2 ¥ ÁD732 ♦ 7 ♦ Á87 K 10 6 5 D 9 8 7 5 G 10 4 2 N A 984 AV G 9 » ÁG1043 — + 953 A DG3 ¥ K 108 64 ♦ K6 ♦ K D 6 A hinu borðinu fór enska sveitin í 6 hjörtu og varð einn ni,ður. íslenzka sveitin fékk því 750 fyrir spilið eða 13 stig. — Útilokað er að vinna 6 hjörtu því sagnhafi gefur alltaf einn slag á spaða og einn á tigul. Enska sveitin sótti mjog á í síðari hálfleik og hér er spil, sem gaf Englendingunum 13 stig. Á því borði þar sem ensku dömurnar voru N-S spil- uðu þær 3 grönd og *unnu og fengu 600 fyrir spilið. A K D ¥ G 8 2 ♦ ÁKG5 A D 7 4 2 A A 10 6 5 4-,--A 98 73 ¥ 7-3 ♦ D 94 * 953 N ¥ K 10 9 6 ♦ 10 8 7 G6 ♦ G 2 ¥ Á D 5 4 ♦ 763 ♦ ÁK108 Á hínu borðinu spiluðu Mar- grét og Laufey 4 hjörtu og tap- aðist spilið, en á þó að vinnast eins og 3 grönd. Marg'rét svín- aði ekki tigli og gaf þannig einn slag á spaða, tvo á tromp og einn á tigul. Á þessu borði fékk England 100 _eða samtals á báðum borðum 700 eða 13 stig. — Bridge-keppni kvenna EFTIR TVÆR umferðir í ein- menningskeppni Bridgefélags kvenna eru 16 efstu, sem hér seg ir: __ Ása Jóhannsdóttir .. 221 st. Kristín Þórðardóttir .. 220 — Ásgerður Einarsd.. 218 — Guðrún Einarsdóttir .. 213 — Sigríður Siggeirsd. ,. 201 — Sigurbjörg Ásbjörnd. . 200 — Sigríður Einarsd.. 199 — Laufey Arnalds ...... 196 — Sigríður Bjarnad.. 194 — Petrína Færseth... 192 — Fríða Austmann .... 192 — Eggrún Arnórsd.... 191 •— Steinunn Snorrad.. 190 — Ingibjörg Björnd.. 190 — Júlíana Isebarn... 189 — Rannveig Theyll _______ 187 — Meðvitundarlaus i ar AUGUSTA, Georgia, 30. sept. — í gær fór 10 ára gömul stúlka flugleiðis heim til Japans — til þess að deyja. Hún hefur verið meðvitundarlaus í eitt ár og læknar hafa nú gefið upp alla von um að geta bjargað lífi henn- ar. Stúlkan er dóttir Bandaríkja- manns og japanskrar konu hans, en þau búa í Tokyo. Vaxandi útflutn, ingur Færeyja TÓRSHAVN, 29. sept. — Á1 ýrra helmingi þessa árs' veiddu togararnir 2,285 tonn ,f saltfiski, línuskipin 1,183' tonn og handfærabátar 391 Ítonn. Fyrstu sex mánuði árs- ins fluttu Færeyingar út' '1,688 tonn af saltfiski og var 'hann kr. (danskar) 2,816,000' að verðmæti. (Samsvarandi tölur fyrri helming síðasta, árs voru: 399 tonn og kr. 38,000). Útflutningur á þurrkuðum saltfiski hefur ,Hins vegar minnkað. Fyrri elming þessa árs var hann' [2,260 tonn að verðmæti kr. ,774,000. (í fyrra: 3,186 onn fyrir kr. 10,005,000). Oliver vill setja upp Decca á íslandi HULI, — Laurie Oliver, leið- togi togarSkipstjóra í Hull, hefur lagt til við brezka sjávar útvegsmálaráðuneytið, að Bretar bjóðist til þess að setja upp Decca-kerfi á íslandi til þess að auðvelda brezkum tog urum að varast landhelgislín- una. Eftir að grunnlínurnar voru færðar út sé oft mjög erf itt fyrir togarskipstjóra að var ast línuna og að undanförnu hefðu Grimsby- og Hulltog- arar greitt sem svarar 30 þús. sterlingspundum vegna land helgisbrota: Sektir, upptækur afii og veiðarfæri. — Decca- kerfið muni hins vegar kosta ' um 100 þús. sterlingspund' og þegar fram iíði .stundir muni brezkur útvegur hagnast, þó stofnkostnaðurinn sé mikill. Þá villist togararnir ekki inn í landhelgi. — fslendingar stunda sjálfir sjóinn og þeir ættu bezt að skilja þetta vandamál, sagði Oliver. Hann sagði það sanngjarnt, að ís- lendingar slepptu togurum við fyrsta brot, ef þeir væru allt að hálfri mílu fyrir innan 12 mílumar — meðan jafnerfitt væri um staðarákvarðanir við fsland og raun ber vitni. Aldarafmæli sr. BJarna Þorsteinssonar tónskálds Hinn 14. okt. n. k. verða liðin 100 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þor- steinssonar, tónskálds og verður þess minnst með hátíðahöldum í Siglufirði og einnig í ríkisútvarp- inu. Siglfirðingar hafa eðlilega mik- inn áhuga á því að heiðra minn- ingu sr. Bjarna, enda hefur eng- inn maður komið þar meira við sögu og varpað meira Ijósi yfir Siglufjörð með verkum sínum og starfi en hann. í tilefni af afmælinu verður nýtt og vandað pípuorgel keypt handa Siglufjarðarkirkju og mun sóknarnefndin annast allar fram- kvæmdir í því sambandi. Þá verður sett upp stunda- klukka í turn kirkjunnar með klukkuspili, sem leikur síðustu hendingarnar úr laginu „Kirkju- hvoll“ eftir sr. Bjarna og á klukkuspil þetta að hljóma yfir bæinn kl. 6 á hverju kvöldi. Það verður ekki annað sagt en að þetta sé mjög smekklegur og táknrænn minnisvarði um prest- inn og tónskáldið. Þó að bæjar- stjórn .Siglufjarðar hafi forystu í þessu máli, þá er það eindregin ósk forráðamanna málsins þar á staðnum, að sem flestir Siglfirð- ingar, sem búsettir eru utan Siglu fjarðar, velunnarar bæjarins og aðdáendur tónskáldsins, ættu þess kost að leggja eitthvað af mörkum til þess táknræna minn. isvarða og heiðra þannig minn. ingu hins merka manns og sýna um leið hug sinn til Siglufjarðar. Við imdirritaðir munum fús- lega veita viðtöku framlögum manna í þessu skyni og einnig munu Reykjavíkurblöðin taka á móti slíkum gjöfum. Við treystum því, að Siglfirð. ingar, sem farnir eru úr átthög- unum vilji styðja þetta mál og sendi þannig kveðju sína til Siglu fjarðar á þessum merku tímamót um. Óskar J. Þ*rláksson, dómkirkj uprestur. Jón Kjartansson, forstj. Björn Dúason, sveitarstjóri, Sandgerði 627 skotnir HAVANA, 30. sept. Castro hefur látið taka 627 manns af lífi síð. an hann brauzt til valda í janúar 1959. í gær voru tveir menn líf- látnir, en 46 aðrir hlutu langa fangelsisdóma, fundnir sekir um andspyrnu gegn stjórninni. • Gamall Reykvík- ingur skrifar: Gamall Reykvíkingur skrif ar: „Á sýningu þeirri, sem haldin var í tilefni 175 ára afmælis Reykjavíkurkaup- staðar í sumar var margt merkilegt og eftirminnilegt að sjá. Þar voru m.a. sýndir nokkrir gamlir uppdrættir af Reykjavík frá þeim tíma, er bærinn fékk kaupstaðarrétt- indi seint á 18. öld, og allt fram á fyrri hluta 20. aldar. Við samanburð á upp- dráttum þessum má fljótlega sjá vöxt bæjaring frá upp- hafi til vorra daga. Er bæði skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvernig Reykjavík hefur vaxið. „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt“. • Útgáfa æskileg Vildi ég gjarnan eignast þessa uppdrætti og svo mun vera um fleiri. Fór ég því að spyrjast fyrir um þ'á í bókaverzlunum bæjarins, en fékk þau svör, að þeir fengj- ust ekki og þær bækur, sem þessir gömlu uppdrættir hafa birzt í, væru fyrir löngu ó- fáanlegar. Færi vel á því að hinn kunni forstöðumaður Skjala- og minjasafns Reykjavíkur- bæjar - og Árbæjarsafns, Lárus Sigurbjörnsson, hefði forgöngu um útgáfu fyrr- nefndra uppdrátta því að FERDIIMAIMD ennilegt er, að þeir séu i vörzlu hans. Væri tilvalið að hafa þá til sýnis og sölu í Arbæjarsafni. Gamall Reykvíkingur“. • Bækurnar ekki þrotnar 1 fyrri viku birtum við bréf frá bókasafnara einum, sem var í vandræðum vegna þess að bækur Hafstein3 miðils voru ófáanlegar. Einn af fornbóksölum bæjarins brá skjótt við og hringdi til Velvakanda. „Þetta er tóm vitleysa", sagði hann. „Hafsteinn mið- ill“ er til hjá mér, bæði bindin, og það er langt í frá að erfitt sé að fá þau. Verð- ið er ekki nema 100 krónur fyrir þau bæði svo að það er varla um neinn hörgul að ræða“. „Þó að þetta séu sjálfsagt ágætar bækur, þá teldi ég meiri þörf á að endurprenta margar aðrar bækur áður en Hafsteinn verður gefinn út aftur. Það er nú t.d. Lexikon Poeticum, sem allir stúdent- ar leita að eins og ljós um allan bæ á hverju hausti. Það má segja, að ógemingur sé orðið að fá þetta þarflega rit — og væri vel tilfallið að byrja á að endurprenta það“, sagði fornbóksalinn og sagðist vera tU viðtals í verzlun sinni sA Klappar- stíg 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.