Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur okt. 1961 MORCVNBL4Ð1Ð 17 Hvers vegna óttast bæði kommúnistar og nazistar Siðvæðinguna? LESEN0UR spyrja e. t. v. hvaða tilgang það hafi að vera að greina frá Siðvæðingunni og hver sé mín eigin afstaða til hennar. Mín afstaða er sögulega rannsakandi Og markmið mitt er ekki annað en þáð að menn hafi það sem sann ara reynist en það, sem sum ís- lenzk blöð, eins og Þjóðviljinn og Frjáls þjóð hafa borið á borð íyrir lesendur. Sjálfur hitti ég aldrei Dr. Buchman og kynntist ekki leiðtogum hryyfingarinnar mcðan hún gekk undir nafninu Oxford Groups. En á síðari ár- um nef ég fengið tækifæri til að leggja spurningar fyrir menn, sern starfa í MRA. Nærtækast er að fylgjast með gangi hreyf- ingarinnar hjá frændum vorum i Noregi. Eg hef m. a. spurt þá um afstöðu hreyfingarinnar til nazismans og kommúnismans, því hér 3 landi hafa kommúnistar reynt að telja mönnum trú um að MRA. hafi verið hliðholl nazistum. 2. Hér á landi er það almenningi kunnugt að nazistar hnepptu marga andlega leiðtoga Noregs í fangelsi á styrjaldarárunum. Með al þeirra voru einnig leiðtogar MRA þar í landi. Má meðal þeirra nefna hinn góðkunna rithöfund Ronald Fangen. Tilefni þess að hann missti frelsi sitt var grein hans, UM TRÚMENN SKU, er m. a. birtist í tímaritinu „Kirke og Kultur" og enn er í minnum höfð. Hinn þjóðkunni blaðamað- ur, Fr. Ramm var fangelsaður fyrir greinar sínar í Morgen- Ibladet. Þriðji þjóðkunni maður- inn, er nazistar hnepptu í varð- hald, var Dr. Eiliv Skard, prófess- or í hugsjónasögu við Oslóarhá- skóla frá 1934 og höfundur að ýmsum kunnum bókum, þ. á. m. ikennslubók í heimspeki, sem kénnd er þar við Háskólann. Hann átti kost á að losna úr haldi eftir eins árs fangavist, en Iþar sem hann gerði þá kröfu að samfangar hans yrðu einnig látn- ir lausir, varð fangavistin hálfu ári lengri. Öyvind Skard, bróðir hans, sætti illri meðferð og var sendur til Norður-Noregs fyrir mótþróa sinn gegn nazistum. Fjölmargir aðrir MRA leiðtogar voru yfirheyrðir og hafðir und- ir stöðugu eftirliti hei-setustjórn- arvaldanna. Þessir menn vissu hvað hernám var. Nazistar litu ahs ekki á þá sem vini, heldur sem hættulega menn. 3. Undir veldi Hitlers var árið 1942 gefin út bók, sem bar titilinn „Die Oxfordgruppenbewegung“ 12'5 bls. að stærð Og prentúð af Reichssiche heitshauptamt, þ. e. Ríkis-öryggis yfir embættinu og var bókin eingöngu ætluð em- hættismönnum hins Þriðja Ríkis. Þcss vegna brenndu þýzkir em- bættismenn flestum eintökum bókarinnar áður en Þjóðverjar fráfust upp. Þó tókst Bandamönn- um að finna eintök af bókinni í Frakklandi. Háttsettur Þjóðverji, *em varð um tíma fangi í Noregi 1 eftir stríðslok, gat veitt þær upplýsingar að bókin hafði verið tekin saman í vísindadeild (VII. deild)) Ríkis-öryggis-yfir-embætt isins. í „Kirke og Kultur" nr. 9. 1947 hefir Dr. E. Skard gert grein íyrir megininnihaldi bókarinnar og er hér byggt á sérprentun úr greu.argerð hans. 4. Bókin er saman tekin af þeirri vandvirkni, sem er einkenni margra Þjóðverja. Hinn nazist- iski höfundur hefir haft undir höndum margar bækur frá Ox- ford Group og hann vitnar í þær. Of langt mál yrði hér að birta greinargerðina í heild, en lær- dómsríkt er að virða fyrir sér fáeina liði, með því að þeir varpa ljósi yfir kommúnisma og naz- isma jöfnum höndum — og e. t. v. einnig yfir venjulegan verald- legan bugsunarhátt afkristnaðra manr.a. a) Sérlega skaðlega telur hinn nazistiski höfundur kenninguna um syndugleik allra manna og þann rkilning á synd sem lýsir sér í eftiríarandi skilgreiningu: Síðari grein „Synd er allt það sem skilur mig fra Guði og náunga mínum“. b) Þá telur hann að krafan um að „gefast Guði algjörlega“ hljóti að hafa afleiðingar sem national- sócialisti verði að andmæla sterk lega. c) Að sérhver einstaklingur ,,standi aleinn andspænis Guði“ hlýtur að losa um tengsl hans við kynflokk og þjóð. Af þessu dreg- ur höfundur þá ályktun að hreyf ingin sé fjandsamleg Ríkinu. d) Að „karlar og konur af öll- um kynflokikum, þjóðum og lit- um“ eru starfandi í alþjóðastarfs- flokki Dr. Buchmans telur höf- undurinn fráleitt — Og ennfrem- ur ótilhlýðilegt að hvítir menn skyldu hlusta á þeldökka ræðu- menn og láta ánægju sína í ljós og að jafnvel Gyðingar voru nærstaddir á fundum og sam- komum hreyfingarinnar. e) Hið samkristilega-oekumen- iska-eðli telur höfundurinn sterk ara í Oxford Groups en í öðrum kristilegum hreyfingum. Þess vegna, segir hann, hafa kunnir kirkjuleiðtogar, eins og Söder- biom erkibiskup mælt með henni. Þó er hið sam-stjórnmálalega eðli hreyfingarinnar miklu hættu- legra en hitt, segir hínn. nazistiski liöfundur. f) jÞýzkum meðlimum hreyf- ingarinnar er borið ýmislegt á brýn, m. a. að þeir aðhyllist kristilegar sócialistiskar hugsjón- ir. Þá upplýsir höfundur að próf- essor í guðfræði, Martin Rade, hafi verið vikið frá embætti. Eft- ir 1938 verðá hinir þýzku hóp- ar viðskila við hina alþjóðlegu hreyfingu og hætta að nota „Ox- ford“ í nafninu. g) Þá ásakar höf. hreyfinguna sé: staklega fyrir að draga taum Gyðinga og lýðræðisríkjanna, sem hann telur vera af gyðing- legum rótum runnin. Um leið er stefnan talin andvíg þjóðernis- sinnaðri húgsjónafræði, ekki að- eins nationalsócialisma, heldur almennt. Markmið hreyfingarinn ar „friðarsininuð alþjóðahyggja, er vinnur bug á þjóðum og kyn- stofnum“ að dómi höfundar. h) „Ef einhver þjóð verður vcrulega gagnsýrð af anda Group hreyfingarinnar, hlýtur það að 'eiða til kynflokkalegs og sið- ferðiiegs hruns. Skynsamleg yf- irvegun hlýtur að komast að Iþeirri niðurstöðu áð Oxford Groups sé þjóðhættulegt, sálsjúkt fyrubæri á vorum tímum". Þetta er meðal niðurlagsorða hins naz- istiska höfundar, sem talar á vegum Ríkis-öryggis-yfir-embætt isins. Ekki verða orð hans talin vingjarnleg í garð hreyfingarinn- ar, enda voru verkin eftir því. 5. Þegar vér virðum þessa af- stöðu fyrir oss, þá verður einnig skiljanlegt að kommúnistar hljóta að telja MRA hættulega hreyfingu, alveg eins og nazistar. Bræðralag kommúnisma og naz- isma kemur víða fram, þegar hug sjónafræðin er rannsökuð. Áber- andi líkar eru þessar stefnur í kenningunum um einstakling og ríkisvald og í andúð þeirra á sjálf stæðri trú, hugsun og hugsjón- um, einkum þó þar sem byggt er á kenningum Heilagrar Ritn- ingar. Þótt MRA sé óháð öllum póli- tískutn flokkum, þá reyna komm únistar í áróðri sínum að láta menn trúa þeirri fjarstæðu að hreyfingin hafi verið hliðholl nazistum. Hóers vegna? Meginor- sökin er að mínum dómi sú að MRA hefir þá hugsjónafræði (ideologiu) sem getur bjargað lýðræðinu ef menn gera alvöru úr henni. Lýðræði, sem gerir ráð fyrir réttindum og frelsi einstakl- inganna og byggir tilveru sína á einstaklingum, hlýtur að hrynja þegar siðgæði einstakling'anna leysist upp og spillist. Það sekk- ur frá einu spillingárstigi til ann- ars og öll spilling á sér rætur í spillingu einstaklinga. En hver veltir sökinni á anna, enginn vill vera ábyrgur, heldur þyngja byrðina á herðum náunga síns, unz almenningur gefzt upp og kallar á einræðisstefnurnar — kommúnisma, nazisma eða facisma til þess að bjarga því sem bjargað verður. En þá er bæði frelsi og lýðræði farið veg allrar veraldar. Það er of seint að iðrast eftir dauðann. Kommúnistar ásaka andstæð- inga sína fyrir hugsjónafátækt — og þessi ásökun er það, sem kemst næst sannleikanum í öll- um þeirra málflutningi. Og Sjálfir hafa þeir hugsjónir á reiðum höndum, hugsjónir, sem þeir standa við: Sameignaskipulag, út- rýming arðráns og kapitalisma, einkaeigna og trúarbragða, útrým ing ágreiningsmála, bandalög við volug einræðisríki, sigur sósiíal- isma í fyrstu umferð og sigur kommúnisma í næstu umferð. Þjóðlega sinnaðir íslendingar áttu sér líka hugsjónir, en þeir hafa gengið af þéim dauðum. „Ræktun lýðs og lands“ var ein þeirra, en i staðinm er komin „ræktun drykkju og dans“. Hug- sjónin um ræktun lýðsins er bor- in út af feðrum sínum og dysjuð undir hinum nýju félagsheimil- um. Hún er ekki einu sinni jörð- uð í vígðri mold. „Menningin vex í lundi nýrra skóga“ orkti Hann- es Hafstein um aldamótin í fögru kvæði, sem menn ættu að lesa, því nú hljómar þetta eins og háð. Eg fletti nokkrum íslenzkum blöðum, sem út komu meðan ég var erlendis. Þar var greint frá skemmtunum íslendinga í skóg- um vorum — en ekki sérlega skemmtilegum vexti í menning- unni. Mér er spurn: Vilja íslend- ingar gera börn sín að skríðandi skríl? Að því marki virðist vera stefnt. Til eru þeir sem vilja þvinga alla landsmenn til að dans með því að gera dans að skyldunámsgrein. Svarið við því er eins og á dögum Rómverja: Nemo saltat sobrius. Vér upp- Hyggin móðir! Hinn erfiði starfsdagur gefur henni engan tíma til að bjástra við van- gjöfula kúlupenna. Þess vegna velur hún hinn frábæra Park- er T-Ball . . . hinn nýja kúlu- penna sem gefur strax, skrifar mjúklega á allan venjulegan skrifflöt, og hefir allt að fimm sinnum meiri blekbyrgðir. POROUS-KÚLA EINKALEVFI PARKERS Blekið streymir um kúluna og matar hin- ar fjölmörgu blekhol ur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf sk rifhæft i oddinum. Parker t&Z '*** A PRODUCT OF THE PARKER PEN COMPANY 9BU4 Glæsileg hæð til sölu í tvíbýlishúsi við Stóragerði. Stærð 150 ferm. 5—6 herb., eldhús, bað, skáli o. fl. Er seld uppsteypt með járni á þaki eða lengra komin. Bílskúrsréttur. Gott fyrirkomulag. Hagstætt verð. Lán allt að kr. 100 þúsund til 5 ára. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314. skerum ekki annað en það sem áður hefir sáð verið. Enginn iðn- aður hér á landi gengur betur fram í því að „reificera“ menn og greiða götu kommúnismans en skemmtanaiðnaðurinn. Danshæl- arnir hafa fyrir löngu troðið trúna niður. Það úir og grúir af kvörtunum yfir því hvernig dansæðið drepur áhugann fyrir öRu, fögrum listum, bókmennt- um, fagurri tónlist, skáldlist, sig- gæði, söng og frásagnalist — fyrir hinni andlegu menningu þjóðfé- lagsms. Eftir verður þorstinn í áfengið og bílana— svo vel sem þetta á þó saman! Kommúnistar segja — ekki aðeins hér — að skil yrðin séu stöðugt að breytast þeim í hag. Eiga þeir e. t. v. að rækta íslenzka spútnik-menn- ingu í lundi nýrra skóga? 6. Þó heyrast raddir, sem hvetja menn til annars en að gefast upp fyrir þessum öflum. „Kenning prestanna mótar tæplega hugsun- arhátt eða breytni nokkurs manns í landinu framar“ segir Helgi Sæmundsson. Vera má að hann sé ekki fjarri því að hafa fundið hér nokkurn sannleika. Þegar menn eru orðnir nægilega þræl- bundnir undir valdi hlutanna og „ieificert“, þá hætta ekki aðeins prestarnir, heldur einnig skáldin, spekinigarnir og listamennirnir að móta menn, af því að hæfileikinn til að bregðast við andlegum áhrifum yfirleitt fer forgörðum. En Guð á líka leikmenn í þessu landi, álitlegan hóp manna, sem verða að teljast vandaðir menn og gætu komið miklu til leiðar ef þeir vildu. Siðvæðingin — og aðr ar vakningahreyfingar — eru meðal þeirra radda, sem kalla til nútímamanna, ekki að hætti prest anna, heldur miklu fremur að hætti spámanna Og leikmanna og gera ekki kröfur til sérmenntun- ar, heldur til góðs vilja. MRA seilist ekki til valda yfir oss, eins og kommúnisminn, heldur kallar hún til hlýðni við það lögmál Guðs, sem margir vor á meðal hafa nú að engu. Og málið er ekki flókið: Að hverfa frá öllu, sem er rangt, bæði í einkalífi, fjöl- skyldulífi og þjóðlifi — og segja nei gegn öllu illu. Hin hlið máls- ins er að ganga til hlýðni við það, sem er rétt, lifa í samræmi við það og segja já við því. Til þess að þetta verði ekki innantóm orð, verða þeir, sem eru „gamlir menn“ að verða „nýir menn“ — á hvaða aldri sem þeir eru fúsir til þess að láta Guð umbreyta sér og ganga til hlýðni við hans vilja. Ég fæ ekki séð annað en að þetta gæti orðið til góðs fyrir þjóð vora, a. m. k. fyrir þá, sem hingað til hafa lítinn gaum gefið að hinu sígilda siðalögmáli Guðs. Hvers vegna skyldum vér skella skoll- eyrum við nýjum vitnisburði um lögmál Guðs? Því innst inni vit- um vér að Guð er höfundur alls íriðar og einungis í hans þjónustu er íullkomið frelsi. Jóhann Hanniesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.