Morgunblaðið - 07.10.1961, Qupperneq 6
6
’ MORCViy BL ifllÐ
■Laugardagur 7. október 1961
Guðsþjónusta og
fundir um trúmál
Kvisiilegt studentafélag minnist
25 ára afmælis síns
Á ÞESSU ári eru liðin 25 ár
xfrá stofnun Kristilegs stúd-
entafélags. Það var stofnað
í sambandi við heimsókn dr.
Ole Hallesby prófessors og
nokkurra stúdenta frá Nor-
egi árið 1936. Félagið minn-
ist afmælis síns þessa dag-
ana og hefur í tilefni þess
fengið í heimsókn stúdenta-
prest frá Osló.
Guðsþjónusta og afmælis-
samkoma
Á sunnudaginn kl. 11 f. h.
gengst félagið fyrir guðsþjón-
ustu í Fríkirkjunni. Mun séra
Jóhann Hannesson prófessor
prédika. Texti hans verður: Til
þess að þér gjörið ekki það,
sem þér viljið. (Gal. 5 17). Sr.
Þorstemn Björnsson þjónar fyr-
ir altari. — Á sunnudagskvöld-
ið verður afmælissamkoma kl.
20.30 í Dómkirkjunni. Aðalræðu
menn verða norski stúdenta-
presturinn Leif M. Michelsen og
Ástráður Sigursteindórsson skóla
stjóri. Öllum er heimill aðgang-
ur. —
Fundir á Gamla Garði
Fyrstu þrjú kvöldin í næstu
viku verða fundir á Gamla
Garði sérstaklega ætlaðir stúd-
entum. Efni fyrirlestranna
þessi kvöld verða: Hvers vegna
einmitt Kristur? Hvað gerir þú
við syndir þínar? Hin kristna
von. Mun Leif M. Michelsen
flytja fyrirlestrana um öll þessi
efni og síðan svara fyrirspurn-
um, er fram kunna að verða
bornar.
Dagskrá yfir vetrarstarfið
Kristilegt stúdentafélag hefur
gefið út sérstaka dagskrá yfir
starfið á öllu haustmisserinu.
Auk framangreindra atriða er
þar gért ráð fyrir leshringum
um trúmál, sem þeir prófessor-
arnir sr. Jóhann Hannesson og
dr. Þórir Kr. Þórðarson munu
stjórna. Ennfremur mun svo sr.
Bjarni Jónsson vígslubiskup
flytja fyrirlestur er hann nefn-
ir: Stúdentsárin og eilífðin, og
eftir áramót mun Sigurður A.
Magnússon rithöfundur fjalla
um Kristna trú og nútímabók-
menntir á fundi á Gamla Garði.
Sendiráð Kúbu miðstöð
kommúnistaáróðurs
S. Joensen-Mikines: „Grindadráp“,
MANILA, 30. sept. — Kúbanskur
sendiráðsmaður hér í höfuðborg
Filippseyja hefur leitað hælis
sem pólitískur flóttamaður. Sagð
ist hann ekki getað þolað lengur
einræðisstjórn Kúbu, sem stöð-
ugt væri að komast undir meira
áhrifavald kommúnista. Sagði
hann, að sendiráð Kúbu erlendis
væru orðin kommúniskar áróð-
ursmiðstöðvar og kúbanskir
sendimenn misnotuðu réttindi
sín á erlendri grund með því að
reka alls kyns undirróðursstarf-
semi. Sagði hann, að kúbanska
sendiráðið í Manila væri miðstöð
kommúnistaáróðursins á Filipps-
eyjum. Eftir að flóttamaðurinn
hafði verið yfirheyrður lét yfir-
maður leyniþjónustu Filippseyja
hafa það eftir sér, að hann mundi
leggja það til' við forsetann, að
stjórnmálatengslum við Kúbu
yrði slitið.
Færeyska mynd-
listarsýningin
HELGI Sæmundsson, form.
menntamálaráðs, kynnti frétta-
mönnum í gær færeysku mynd-
listarsýninguna, en hún er haldin
á vegum menntamálaráðs fsl. Á
sýningunni verða um 130/myndir
eftir 15 listamenn, m. a. Joensen-
Mikines og Ruth Smith, en þau
eru talin snjöllustu málarar Fær-
eyja, svo og eini myndhöggvari
Færeyja, Janus Kamban.
♦ Landkostir í Selvogi
' Þetta bréf barst Velvak-
anda frá Hjálmtý Péturssyni,
kaupmanni í Nonna á Vest-
urgötunni:
„í Selvogi var mikil byggð
og útræði fram undir síðustu
aldamót. Þar voru stórbýlin
Nes og Vogsósar og fjöldi ann
arra býla. Rétt við landstein-
ana eru auðugustu fiskimið
íslands — Selvogsbanki. —
Fyrir þessa fornfrægu útgerð
arstöð hefur aldrei verið gert
neitt að hafnarbótum, þótt ef
til vill hefði mátt leysa það
mál á auðveldan hátt með
rennu í Hlíðarvatn, og hefði
þá komið þar stór höfn. Með
tilkomu Krísuvíkurvegar von-
uðu margir, að upp rynni
blómatími í Selvogi. Þarna
er góðviðrasamt, svo að sauð-
fé gengur oft nær sjálfala,
ágætt garðræktarland í send-
inni jörð, auk þess sem tún
eru þar ágæt, t. d. eru þar á
einu býli 1000 hesta tún. 12
jarðir eru nú í byggð í Sel-
vogi, þó að sumt séu smábýli.
• Hver lifir ljóslaus
og vegalaus?
um óskum um þessa flutn-
inga.
Frá Hlíðarenda, neðsta bæ
í Ölfusi, eru aðeins 15 km. Þar
er rafmagn frá Sogi, en það
hefur ekki fengizt lagt í Sel-
vog/þó að það eitt hefði get-
að bjargað sveitinni frá auðn.
Þetta er nú öll umhyggjan
fyrir dreifbýlinu. Það skal
tekið fram, að býlin í Selvogi
eru mjög þétt saman, svo að
leiðslur á milli þeirra eru
ódýrar.
• Reynist Strandar-
kirkja betri en
M.F, og K.Á.?
Á Strönd í Selvogi er hin
fræga Strandarkirkja, sem er
í rauninni dýrlingur þjóðar-
innar. Á hana heita menn í
raunum sínum, og virðist það
gefast flestum vel, því að
kirkjan er stórauðug, á nú
4 millj. í sjóði. Allt þetta fé
hefur safnazt fyrir áheit og
trú á mátt hennar. Það virð-
ist ekki ósanngjarnt, þótt ein-
hverju af auðlegð Strandar-
kirkju væri varið tií hennar
sjálfrar og næsta nágrennis,
að kirkjan og sveitungar
hennar fengju ljós og yl frá
raflínu, sem liggur í 14 km.
fjarlægð. Hvað segja ráða-
menn okkar um raforkumál?
Biskupinn yfir íslandi, al-
þingismenn og ráðherrar,
ekki veitti þeim af að heita
á Strandarkirkju í vanda-
sömu starfi í þágu alþjóðar.
Vilja þeir nú ekki heita því
á Strandarkirkju og Selvogs-
byggð að leggja þangað raf-
magn til að lýsa upp þessa
máttugustu kirkju landsins?
Og um leið að forða sveitinni
hennar frá auðn.
Hjálmtýr Pétursson“.
♦ Fornbókasalinn og
spíritistinn
M. G. skrifar:
„Ég vildi mega þakka yð-
ur fyrir birtinguna á bréfi
mínu í dálkum yðar s.l. laug-
ardag og jafnframt leiðrétta
ummæli fornbókasalans, sem
birtust í blaði yðar.
Mér finnst það alger óþarfi
af fornbókasalanum við
Klapparstíg að tala í lítils-
virðingartóni um Hafstein
Björnsson miðil og þær bæk-
ur, sem skrifaðar hafa verið
um hann. Ég læt mér í léttu
rúmi liggja þótt hann fjasi
um ,,vitleysu“ í sambandi við
leit mína að fyrra bindi bók-
arinnar um Hafstein miðil.
Það er engin goðgá, þótt mað
ur viti ekkert um búðarhol-
una hans, sem er nýkomin
í húsnæði bílasala eins, sem
var lengi við Klapparstíginn.
Fornbókasali þessi er ekki í
símaskránni og ég hafði ekki
hugmynd um að hann væri
til, fyrr en hann lét Ijós sitt
skína í dálkum yðar.
Kjarni málsins er þessi:
Fyrra bindi bókarinnar um
Hafstein miðil er ófáanleg hjá
bókaútgefandanum og þeir
fornbókasalar, sem ég vissi
um, áttu hana ekki heldur til.
Fornbókasalinn átti aðeins til
eitt stykki af fyrra bindinu,
notað, og það sér hver heil-
vita maður, að ekki er hægt
að gefa hana í tækifærisgjöf.
Við erum mjög margir hér á
landi, sem annars staðar í
heiminum, sem höfum áhuga
á sálarrannsóknarmálum, og
teljum við okkur ekki þurfa
að spyrja fornbókasala né
aðra um það, hvað við vilj-
um fá endurprentað og hvað
ekki. Hver maður á að fá að
hafa sinn smekk í friði og
því get ég vel unnt blessuð-
um fornbókasalanum þess að
Lexikon Poeticum verði end-
urprentuð sem fyrst undir
hans yfirumsjón. En við
viljum Hafstein!
M. G.“
Við opnun sýningarinnar kl. 3
síðdegin í Listasafni ríkisins
mun Helgi Sæmundsson
bjóða gesti velkomna, en Hanua
við Högadalsá form Listafélags
Færeyja svarar fyrir hönd gesta,
Þá opnar menntamálaráðherra.
dr. Gylfi Þ. Gíslason sýninguna,
Sýningin verður svo opnuð al»
menningi kl. 6 og stendur í hálf-
an mánuð. Verður hún opiit
virka daga frá 2 til 10 e. h. og
á sunnudögum frá 10 árdegis til
10 síðdegis.
• Fimmtán listamenn
Alls taka þátt í sýningunnl
fimmtán listamenn og fara nöfu
þeirra hér á eftir: Stefan Daniel.
sen, Frida í Grótinum, Hanua
Hansen, William Heinesen og
sonur hans Sakarias, Súni Jakob-
sen, Birgitta Johannesen, Janus
Kamban, Elinborg Liitzen, Sámal
J. Mikines, Jákup Olsen, Sig-
mundur Petersen, Ingálvur av
Reyni, Terji Skýlindal og Ruth
Smith.
• Mjög færeysk
A sýningunni eru myndir af
ýmsu tagi, bæði olíu- og vatnslita
myndir, teikningar, grafík og
höggmyndir. „Allar bera þær
mikinn svip að því að vera fær.
eyskar“, eins og Helgi Sæmunds-
son komst að orði, „því Færey.
ingar mála land sitt mikið,*'
Benti hann í því sambandi á. að
mjög margar myndir Mikines
væru frá heimaeyju hans, sem
ber sama nafn, og er ein vestasta
og afskekktasta byggð Færeyja.
Þá lét Helgi þess getið, að í um«
mælum sínum um færeysku list.
sýninguna í Kaupmannahöfn vet.
urinn 1955—56, hefði málarinn,
prófessor Axel Jörgensen. talið
eina af sjálfsmyndum Ruthar
Smith meðal hinna beztu á Norð.
urlöndum.
í vandaðri sýningarskrá er að
finna ávörp, sem Gils Guðmunds
son og Hanus við Högadalsá hafa
skrifað, auk þess er þar grein um
færeyska list eftir skáldið og
málarann William Heinesen.
f En þessi byggð getur ekki
lifað í myrkri og án sam-
gangna. Selvogsbúum hefur
verið neitað um það árum
saman, að sótt væri til þeirra
mjólk, þótt vegalengdin frá
endastöð Mjólkurbús Flóa- ,
manna sé ekki nema 14 km.
Allar nauðsynjar sínar verða
þessir bændur sjálfir að
sækja (sem mjólkurbílar
hefðu getað flutt) til Þorláks-
hafnar eða Hafnarfjarðar, og
er það kostnaðarsamt fyrir
þessi fáu heimili. Með mjólk-
urflutningum hefðu þessi sam
göngumál verið leyst. En hið
volduga M. F. og K. Á. á Sel-
fossi hafa daufheyrzt við öll-
.☆ i
FERDIINIAND