Morgunblaðið - 07.10.1961, Page 8

Morgunblaðið - 07.10.1961, Page 8
8 MORCVTSBL AÐIÐ Laugardagur 7. október 1961 ILABAMENN hittu J0rgen J0rg- •nsen, fyrrv. menntamálaráð- herra Dana, að máli kl. hálfellefu á föstudag-smorgun, en það heitir á blaðamannamáli „fyrir allar aldir“. J0rgensen er mjög kótur oj f jörlegur maður, hýr í bragði, hýr í lund og hýr í svörum. Hann hefur setið á þingi síðan árið 1929, verið menntamálaráðherra frá 1935 til 1942, innanríkismála- ráðherra 1942—1945 og mennta- málaráðherra frá 1957 og þar til nú. Aðspurður kvaðst hann hafa dvalizt fimm sinnum hérlendis. Hann sagði Island vera „eitt herlegt land“, þrátt fyrir alla rigningu, og þegar blaðamaður Mbl. spurði, hvort heppilegt væri að varðveita handrit í röku lofts- lagi, sagðist hann ekki efa að neinu leyti, að íslendingar myndu igeyma helgidóma sína á þann veg, a@ bæði handritahöfundun- «*m og öðrum íslendingum væri aómi að. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra íslands, Jþrgen Jþrgensen, fyrrv. menntamá'laráðherra Danmerkur, og Bjarne Paulson, sendiherra Danmerkur á íslandi, ræðast við í forsætisráðuneyt- inu í gærmorgun. (Ljósm. :P. Thomsen) Handritin koma til Islands V'iðtal við Jörgen Jörgensen Blaðamaður Mbl. spurði, hvort hann hefði fylgzt með skrifum íslenzkra blaða, þegar handrita- málið var mest til umræðu. J0rg- ensen kvað já við því. Hann hefði verið „á jour“ að því leyti. Hvern ig honum hefði líkað þau skrif? Allvel, var svarið; þau hefðu ver ið ofstækislaus. Sagði hann stillingu íslenzkra blaða hafa verið mjög til sóma og málstað íslendinga einkar hent- uga. Æsingalaus skrif túlkuðu vonbrigðin og sárindin betur en harðorðar greinar, er andstæðing ar okkar myndu túlka sem of- Stopa, frekju og vanstillingu. Þegar J0rgensen hafði svalað fróðleiksfýsn Morgunblaðsins að þessu leyti, hélt hann smátölu um handritamálið. Eins og jafnan anætti ekki gleyma því, að tvær hliðar væru á hverju máli, og m. a. skyldu allir minnast þess, að í Danmörku hefðu ávallt verið uppi menn, sem lifðu bókstaflega fyrir handritin, hefðu túlkað þau og skýrt. Það væri skiljanlegt, mannlegt og eðlilegt, að fræði- menn í Kaupmannahöfn tregðuð ust við að afhenda þau. Maður yrði að skilja tilfinningar þeirra, sem varið hefðu æviskeiði sínu til lestrar og aflestrar handrit- anna í héimaborg sinni, og mættu ekki til þess hugsa, að þau flytt- ust norður í höf. Ást margra þeirra, sem mótfallnir væru af- hendingu á handritunum væri sönn, og sú ást væri talandi vott ur um gildi sagnanna fyrir allar þjóðir. Hins vegar væri það ófrávíkjan- leg sannfæring sín, að íslendingar ættu að fá handritin og myndu fá þau. Hér mætti ekki eingöngu hugsa um lögfræðileg atriði; hin siðgæðislegu ættu meiri rétt í við skiptum bræðraþjóða. — Álítið þér, að handritin komi heim um síðir? — Já, frumvarp þess efnis hef- ur verið samþykkt, þótt þriðjung- ur þingmanna hafi hindrað stað- festingu. Hér er ekki um eignar- nám að ræða, eins og reynt var að halda fram. Jafnvel Erik Erik- sen, formaður íhaldsflokksins, er hlynntur afhendingu, en hann var á móti aðferðinni. Eg tel, að málið sé leyst, og að frumvarpið verði endanlega afgreitt á næsta /. bindi blaða- greina Jóns Siguróssonar í dag kemur á markaðinn hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags 1. bindi rita Jóns Sigurðssonar, blaðagreinar, en alls verður blaðagreinasafn Jóns þrjú bindi og mun annað bindið væntanlega koma út á næsta ári. Er þetta hið myndarlegasta rit, 461 bls. að stærð auk ítarlegs inngangs, sem Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur hefur skrifað, en hann hefur séð um útgáfu ritsins. Um efnisval 1. bindis segir svo í formála þess: „f þetta fyrsta bindi hefur ver ið safnað blaðagremum Jóns í xslenzkum blöðum, og eru þær minnstar að vöxtum, og öllum greinum, er hann skrifaði í dönsk blöð á árunurp 1840—1874. Til viðbótar er látinn fylgja greinaflokkur sá, ,,Island og is- landske Tilstande", sem Jón hóf að skrifa, þegar hann gerðist fast ur fréttaritari hjá hinu norska blaði ,,Christiania Intelligenssedl- er“, á miðju ári 1862.“ • Mikilvirkur blaðamaður Sverrir Kristjánsson komst svo að.orði við fréttamenn í gær, að Jón Sigurðsson hefði verið mjög glæsilegur fulltrúi þessar- ar göfugu iðju, blaðamennskunn- ar, og virðist hafa kunnað mjög vel tökin á henni eins og hún var í Danmörku um hans daga. Jafn- framt gat hann þess, að blaða- I greinar Jóns í dönskum blöðum I hefðu verið miklu meiri að vöxt- um en þær íslenzku, þótt mestur | hluti blaðamennsku hans hefði verið við norska blaðið „Christi- ania Intelljgenssedler", en hann var fastur fréttaritari þess í Khöfn frá 1862 til 1871. Þessi fréttastarfsemi Jóns fór mjög | leynt og mun fáa landa hans hafa grunað, að hann hefði hana með höndum. | Eins og fyrr getur, er annað bindi greinasafnsins væntanlegt á næsta ári og mun aðallega fjalla þingi. Almenningsálitið er með okkur, og þetta mál verður og skal leyst í anda norrænnar sam vinnu. Jþrgensen kvaðst ekki geta svarað ákveðið spurningu blaða manns Mbl. um það. hvenær næstu kosningar færu fram, en spurningunni um það, hvort úrslit kosninga gætu haft áhrif á handritaafhend- inguna, svaraði hann svo, að ör- uggur meirihlúti myndi fást um hana. Blaðamaður Mbl. sagðist hafa heyrt frá dönskum stúdentum, að mótmælaaðgerðir þeirra hefðu að allega beinzt gegn aðferðum ríkis stjórnarinnar við að knýja mál „gegnum þingið", en ekki gegn afhendinu handritanna í sjálfu sér, og spurði J0rgensen um skoð anir hans á því máli. Hann kvað' stúdentana ekki hafa vitað í raun inni hverju þeir væru að berjast gegn. Alda misskilinnar þjóðern istilfinningar hefði risið meðal þeirra. Frestunin hefði að því leyti góð áhrif, að öldur and- stæðna lægði og beizkjan, sem kömið hefði á tungu manna í viss um hópum, myndi hverfa. Beizkj an hefði verið gagnkvæm og skilj anleg. Ummæli afhendingarandstæð- inga um lélegan geymslustað á íslandi væri einskis verð. Þau væru eins góð hér og ytra (þegar þetta var sagt næddu hljómar slökkviliðsbifreiða um hlustar- göng blaðamanna), og hér væru mætir fræðimenn reiðubúnir til rannsókna. Einn blaðamanna spurði nú, hvað honum hefði fundizt til um áletruð orð á gönguimannaspjöld- um danskra stúdenta: „Vi skænk er Island J0rgen J0rgensen!“ —. Hann svaraði því til, að hann hefði verið stoltur þeirra orða vegna. „Det var meget venligt“.; Fréttamaður Mbl. spurði enn: Hvernig verður sinnt væntanleg um kröfum frá löndum, eins og t.d. Indlandi og Svíþjóð, um af- hendingu bóka og gripa, sem geymast í dönskum söfnum og bókhlöðum? Gæti afhending handritanna haft áhrif á kröfur' þeirra? Ekki hélt J0rgensen það. Þar hefði ætíð verið um gjafir og sölur einstaklinga að ræða, sem ekki væru samjafnanlegar við ánöfnun Árna Magnússonar. Aðaláhugamál sitt kvað J0rgen sen vera að styðja að aukinni menntun æskufólks. í því sam- bandi lagði hann áherzlu á, að í framtíðinni yrðu ungir fræði- menn Dana styrktir til þess að heimsækja ísland og öfugt. . j Jþrgensen kvað inngöngu Dana í Efnahagsbandalagið vera mjög umrædda nú. Aðspurður um af- stöðu sína til NATO, kvað hann sjálfsagt, að Danir stæðu við bandalagsskuldbindingar sínar. Saknaði hann þess þó, að hug- myndin um varnarbandalag nor- rænna þjóða hefði kæfzt. * f samtalinu kom glöggt í ljós, að Jþrgensen hefur mikinn og sannan áhuga á íslenzkum mál- efnum. Norræn samvinna er á margra vörum, en fágætt er að hitta mann, sem ber það mál jafn brennandi fyrir brjósti og Jþrgen Jþrgensen. Tveir menn með því nafni hafa öðlazt örugg- an sess í íslandssögúnni. Sá fyrri hlut heróstratiska frægð, en þess sxðara verður ávallt minnzt sem göfugs vinar íslands og fslend- inga, sem óttaðist hvergi stundar gagnrýni eigin þjóðar, þegar rétt lætismál frændþjóðar var á dag- skrá. nW«m|fiTT— • I nm irm»#l“fWr.TrWy.»-w rf.rcmw S- ,■ , .-r -j . um fréttagreinar Jóns í „Christi- ania Intelligenssedler". >ESSI mynd var tekin þegar íón Aðils, sagnfræðingur, hélt íátíðarræðu sína af svölum Alþingishússins 17. júní 1911. há um haustið tók Háskólinn il starfa á neðri hæð húss- ins. Mannf jöldinn á myndinni fyll ir Kirkjustræti og langt út á Austurvöll, en klofinn dansk ur fáni blaktir enn yfir hús- ínu. f ræðu sinni lagði Jón, sagn fræðingur, út af orðunum, að það væri skylda hvers íslend ings „að þekkja sjálfan sig og trúa á sjálfan sig, krafta sína og köllun". En að því hefur vor ungi Háskóli stuðlað Stúdentar í Moskvu mótmæia MOSKVA, 5. okt. (NTB .— Reuter) — Fjöldi stúdenta við Moskvu-háskóla reis upp til mótmæla, þegar nokkrir pró fessorar gerðu tilraun til að slíta fundi, sem þar var hald inn í tilefni af heimsókn hóps af friðarsinnum, sem höfðu efnt til kröfugöngu frá San Fransisco. Ummæli þýzka þátttakandans Hafði fundurinn staðið í u.þ.b."' eina klukkustund, þegar prófess Orarnir reyndu skyndilega að binda skjótan endi á hann. For- vígismaður friðarsinnanna, Brad Lyttle fiá New York, hafði feng ið 15 mínútur til þess að gera grein fyrir skoðunum sínum á af- vopnunarvandamálunum. Stóð þá upp þýzkur þátttak- andi í göngunni og sagði: — Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.