Morgunblaðið - 07.10.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.10.1961, Qupperneq 12
12 MORCV1VBLAÐIÐ Laugardagur 7. október 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kris.tinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. JÖRGEN JÖRGENSEN p óður gestur kom til ís- lands á fimmtudaginn, Jörgen Jörgensen, fyrrum menntamálaráðherra Dan- merkur. Fáir menn erlendir hafa reynzt íslendingum betur en hann. Hann hefur orðið að þola óvenju stóryrt- ar árásir úr herbúðum póli- tiskra andstæðinga sinna í Danmörku fyrir þá sök eina, að hann er sannfærður um, að íslenzku handritin í Kaup mannahöfn eigi heima, þar sem þau voru upphaflega rituð. En Jörgen Jörgensen hefur ekki látið það á sig fá, heldur stað'ð við sannfær- ingu sína af fullkominni einurð, sem íslendingar kunna að meta og hér verð- nr í minnum höfð, þegar fram líða stundir. Þegar Jörgen Jörgensen talaði við fréttamenn á flug- vellinum í fyrradag, leyndi sér ekki að þar fór maður með þann eld í hjarta, sem er beztur með ýta sonum. I»ví fagna íslendingar hon- um innilega við komu hans hingað. Islendingar trúa því, að handritamálið sé komið í höfn og því hafi einungis verið frestað um stundar- sakir vegna formsatriða. — Þegar Jörgen Jörgensen ræddi við fréttamenn, var hann að því spurður, hvort hann teldi að handritafrum- varpið yrði lagt fram í breyttu formi eftir næstu þjóðþingskosningar. — Hann svaraði því ákveðið neitandi og lagði áherzlu á, að stjórn- arflokkarnir hefðu báðir lýst því yfir, að þeir mundu bera málið fram til sigurs að kosningum loknum. Enn- fremur styðja fjölmargir þingmenn úr öðrum flokk- rnn þá lausn málsins sem fengizt hefur, svo ástæðu- laust er að ætla að breyting verði þar á. Jörgen Jörgensen er okk- ur aufúsugestur. íslendingar þakka honum öll þau vin- samlegu ummæli, sem hann hefur viðhaft um ísland og íslenzka menningu. Um Há- skóla íslands sagði hann meðal annars: „Við í Danmörku höfum fylgzt með miklum áhuga og mikilli aðdáun á þróun há- skólans í þessi 50 ár. Hér hefur verið komið á fót og hér starfar menningarstofn- im, sem nýtur virðingar og aðdáunar allra þeirra, sem til þekkja í Danmörku.... Háskólinn er tákn þess, sem lítil menningarþjóð getur á- orkað með samstilltum sam- tökum og átaki landsmanna og það er ánægjulegt að sjá, að hér eru aðstæður til þess að stunda merkilegt rannsókna- og vísindastarf. Það er okkur mikil ánægja í Danmörku að sjá vinnu- brögð ykkar hér heima og þið hafið mikinn arf af að taka frá fornri tíð, og það er ekki annað sjáanlegt en sá arfur verði vel geymdur og vel verði að honum búið í framtíðinni“. Þetta eru drengileg orð, mælt af vörum eins bezta vinar, sem Island á með er- lendum þjóðum. Það er ósk allra Islendinga að Jörgen Jörgensen hafi ánægju af dvölinni í því landi, sem hann hefur skilið betur en flestir aðrir. Þó hann hafi borið að garði í haustrigning um, er það von okkar að þau hjón eignist hugljúfar minningar úr því umhverfi, sem mest mótaði stílgöfgi og frásagnarsnilld hinna fornu rita. VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ a r g i r aðrir góðir gestir hafa komið til íslands og eru viðstaddir hátíða- höldin í tilefni af 50 ára af- mæli háskólans, sumir til að veita viðtöku verðskulduð- um heiðri af hendi háskól- ans, aðrir sem fulltrúar menningarstofnana, sem há- skólinn hefur átt góð og heilladrjúg viðskipti við. Is- lendingar geta ekki ávaxtað þann arf, sem þeim hefur verið trúað fyrir, án þess að eiga náin menningarsam- skipti við aðrar þjóðir. Á af- mæli háskólans höfum við viljað sýna, að við metum þessi samskipti mikils. Við fögnum því, að fulltrúar er- lendra háskóla sækja okkur heim og taka þátt í þeirri hátíð, sem við nú höldum. íslenzkir stúdentar stunda nám við fjölmargar mennta- stofnanir víða um heim og ætti það að vera trygging fyrir því, að erlendar mennt ir eigi ætíð greiðan aðgang hingað norður og við getum sjálfir valið úr heimsmenning unni. Eins og kunnugt er lágu margar ástæður til þess, að íslenzkri menningu hnign aði stórum á 14. öld. Ein er vafalaust sú, að íslendingar hættu að mestu vegna fá- tæktar og skipaleysis að sækja heim erlend lönd og afla sér menntunar á fjar- Vonbrigöi í Kína H I N N 1. þessa mánaðar var hátíð haldin um gjör- vallt Kína í tilefni þess að þá voru 12 ár liðin frá því stjórn kommúnista tók þar við völdum. Flutt- ar voru ótal áróðursræð- ur og blöðin uppfull af greinum í sambandi við þennan áfanga. Úr öllum þessum orðaflaum mátti lesa viðurkenningu stjórn- arinnar á framleiðslu- skorti í landbúnaði og iðn- aði og vegna efnahagserf- iðleika er Kínastjórn nú að athuga „árangur Sovét ríkjanna af sósíaliskri upp byggingu“. Áhrlf uppskerubrestsins Yfirvöldin í Kína segja að framleiðsluskortur landbún- aðarins hafi haft skaðleg á- hrif á iðnaðinn og lífsafkomu þjóðarinnar. Margsinnis var talað og ritað um erfiðleika vegna náttúruhamfara — þurrka, flóða og hvirfil- vinda — á undanförnum þrem árum. Fyrr í ár hefur Pekingstjórnin viðurkennt að kornuppskeran hafi hrugð- izt. En þetta var í fyrsta skipti sem stjórnin viður- kenndi beinlínis áhrif upp- skeruhrestsins á iðnaðinn og „lífsafkomu þjóðarinnar“. Kína er fyrst og fremst landbúnaðarríki og byggist innflutningur véla til iðn- væðingar á uppskerunni og útflutningi landbúnaðarins. Ekstrabladet í Kaupmanna- höfn gerir ástandið í Kína að umræðuefni nýlega. Þar segir m.a.: ★ Hungursneyðin ber enn að dyrum í Kína, þriðja árið í röð. Sultinum fylgja sjúk- dómar og farsóttir, sem herja hina vannærðu þjóð. Frá brezku nýlendunni Hong Kong við suð-austur-strönd Kína, berast fréttir um að milljónir iðnverkamanna, skólabarna og stúdenta frá borgunum eigi að aðstoða bændur Kina við að bjarga haustuppskerunni, aðallega hrísgrjónum og kartöflum. iz Náttúrúhamfarir hafa aftur í ár herjað Kína. Óveð- ur og þurrkar, flóð og jurta- sjúkdómar. Talið er að saman lögð uppskera ársins verði ekki meiri en uppskeran 1957. En síðan hefur íbúa- talan aukizt um 60 milljónir í um 700 milljónir. Það hef- ur 1 för með sér að matar- skammturinn, sem var naum ur fyrir, verður enn að minnka. ★ 1 Hongkong og á For- mósu, eyjunni miklu þar sem Chiang Kai-Chek ríkir, hefur verið svipað veðurfar og í Kína, en ekki haft jafn örlagaríkar afleiðingar. Hvers vegna? Vegna þess að Mao- ríkisstjómin segir ekki nema hálfan sannleikann þegar hún kennir náttúruhamförum um neyðina í Kína. Sannleikur- inn er sá að þjóðin er and- víg pólitískum hrossalækn- ingum Mao. ★ Mao vill stytta sér leið í kommúnismann. Hann vill á fáum árum breyta land- búnaðarríkinu Kína í iðnað- arríki. En einkalausn hans, sameignarþorpin, sem áttu að styrkja þessa þróun, fór út um þúfur. Ekki nægði að taka jarðeignarréttinn af bændunum. Þeir áttu einnig, auk skylduvinnu á ökrunum, að sjá iðnaðinum fyrir birgð um af hráefni, járni og öðr- um málmum. Með erfiði sínu áttu þeir að koma í stað þess, sem á vantaði í undir- stöðu tækninnar. ★ Árangurinn varð sá að iðnaðurinn varð að vinna úr lé legu hráefni og landbúnað- urinn var vanræktur. Mao hefur orðið að draga úr kröfunum, minnka hraða iðn væðingarinnar og sameignar- þorpin eru lítið meir en nafn ið. En bændurnir hafa misst áhugann og embættismenn flokksins trúna. Sulturinn knýr enn á dyr. Á Hinir óánægffu fá a-' minningu. Mao ræður hverjir fá að borða sig sadda. Her hans er næst fjölmennasti her heims, Sovétríkin ein hafa stærri her. í landher Kína eru 2% millj. hermenn, eða fleiri en samanlagt í herum Atlantshafsbandalags- ins og Suðaustur Asíubanda- lagsins. Og þeir fá sinn mat hvað sem öðru líður. ic Af stjórnmálaástæðum hefur Mao ávallt komið fram i hlutverki gefandans. Á sama tíma og hann verðuri að flytja inn hveiti frá auð- valdsríkjunum Kanada og Ástralíu, aðstoðar hann „hlut lausu“ ríkin í Afríku og Suðaustur-Asíu með því að senda þangað mætvæli, og það meir að segja hrísgrjón, dýrmætustu fæðutegund Kina. ★ Castro á Kúbu hefur þó greitt fyrir sig. Hann hef- ur fengið hrísgrjón frá Kína en sent þangað sykur í stað- inn. En í Kína er sykur svo sjaldséður að hann er ein- göngu ætlaður sjúkum. Sir Stanley Rous forseti FIFA Lundúnum, 28. sept. ENGLENDINGURINN Sir Stan- iey Rous var í dag kjörinn for- seti alþjóða knattspyrnusam- bandsins. Það var á aukafundi sambandsins í morgun sem kjörið fór fram. Rous sem verið hefur framkvæmdastjóri enska knatt- spyrnusambandsins í 27 ár, sagði þegar þvi starfi lausu. Rous gegnir forsetaembætti al- þjóðasambandsins til vors er reglulegur aðalfundur verður. — Tekur hann því aðeins við for- setaembætti af hinum látna Arth- ur Dewey, unz reglulegu kjör- tímabili lýkur. lægum slóðum. Það ætti að vera okkur hvöt til þess að styrkja unga íslenzka stúd- enta til menntunar sem víð- ast í menningarlöndum og efla aðstöðu þeirra manna, sem hafa hug á framhalds- námi í útlöndum. Ekki verður deilt um hið mikilvæga hlutverk Háskóla Islands. Hann hefur fullkom lega staðið við þau fyrirheit, sem gefin voru fyrir hálfri öld, enda hefur hann ætíð haft hinum merkustu mönn- um á að skipa í kennarastöð- ur. Er þess að vænta að mörg stórvirki verði unnin á hans vegum á næstu fimm- tíu árum, ekki sízt í vísind- um. Morgunblaðið vill nota tækifærið nú þegar Háskóli íslands heldur hátíðlegt hálfrar aldar afmæli sitt með þeim glæsi- og menn- ingarbrag sem raun ber vitni, að óska honum til hamingju og þakka það mik ilvæga starf, sem hann hef- ur innt af hendi í þágu þjóð arinnar allrar. IðníiSlir Færeyjum TÓRSHAVN, 29. sept. — Fram- xararáð sveitanna í DanmörKu er komið í heimsókn hingað til Færeyja vegna óska um lán. til eflingar iðnaðarins hér. Mun ráðið kanna aðstæður og mögu- leika til uppbyggingar iðnaðar í Færeyjum og er þess vænzt, að ráðið sjái sér fært að veita umbeðin lán, því þetta er mjög þýðingarmikið mál fyrir Fær- eyjar. _ Arge.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.