Morgunblaðið - 07.10.1961, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. október 1961
Alúðar þakkir til a'lra þeirra, sem heimsóttu mig á
sjötugs's.Æfmælisdeginum. Einnig þakka ég gjafir og
heillaskeyti er mér bárust.
Ólafur Bjarnason, Brautarholti
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem á sextugs
afmæli mínu heiðruðu mig með skeytum, símtölum,
blómum, gjöfum eða 4 annan hátt. — Ennfremur son-
um mínum og tengdaforeldrum, sem gjörðu mér þessi
tímamót ævi minnar ógleymanleg.
Guð blessi ykkur öll fjær og nær.
Jóhannes G. Jóhannesson, Hrísateig 9, Reykjavík.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig,
með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum í tilefni
af fimmtugsafmæli minu 28. sept. sl
Guð blessi ykkur öll.
Jóna Kjeld, Akurbraut 10, Innri-Njarðvík
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
Oito Brandenburg í kvikmyndínni í Hafnarfjarðarbíó. —
# KVIKMYNDIH * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR #
Einkasamkvæmi í kvöld
HANNES GÍSLASON
írá Eskiholti
andaðist að heimili okkar, Hlíðardal við Kringlumýrar-
veg 5. þ.m.
Fyrir hönd okkar og annarra aðstandenda.
Guðrún Halidórsdóttir, Sigfús Magnússon
Konan mín
INGIBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR
frá Vatnsenda
lézt í Bæjarspítalanum fimmtudaginn 5. þ.m.
Helgi Kr. Jónsson
Jarðarför
SIGURJÓNS JÓHANNESSONAR
bifreiðarstjóra
er andaðist á Landakotsspítala 1. þ.m. fer fram þriðju-
daginn 10. þ.m. frá Fossvogskirkju. — Blóm afþökkuð,
en ^þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega
bent á Blindrarélagið.
Inga Ólafsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir,
Guðmundur Sigurjónsson, Elías Sigurjónsson,
Hafsteinn Sigurjónsson, Halldóra Sigurjónsdóttir
Útför
GUÐNA KR. GUÐMUNDSSONAR
fer iram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 9. október
kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsam-
legast afbeðin.
Guðmundur Sveinsson, Kárastíg 3,
Ástríður Pálsdóttir,
Edda Guðnadóttir og systkini.
Stjúpfaðir minn
ÓLAFUR G. KRISTJANSSON
fyrrum skipstjóri
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 9.
október kl. 2 síðdegis.
Steingrímur Jónsson
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og fyrir vinsemd og veitta aðstoð við jarðarför móður
okkar,
ÁSTRÍÐAR hORSTEINSDÓTTUR
frá Signýjarstööum
Ástríður Jósepsdóttir, Þorsteinn Jósepsson
Hafnarfjarðarbíó:
FJÖRUGIR FEÐGAR
Danskur „humor" hefur jafnan
þótt léttur og græzkulaus, enda
er landið sjálft broamilt og vina-
legt. í mynd þessari er það fyrst
og fremst hinn glaðværi „húmor“,
sem orkar á áhorfandann, en á
bak við galsann felst þó vanda-
mál, sem margir foreldrar hafa
orðið að horfast í augu við. —
Átján ára piltur, William að
nafni, vinnur á skrifstofu, en
leiðist starfið ákaflega, enda er
hugur hans allur við jazzinn. —
Hann dreyunir um að verða mik-
ill trumbuslagari og hann æfir
sig öllum stundum í kjallaranum
heima hjá sér svo að undir tekur
í öllu húsinu. Og hann á líka
mikinn aðdáanda, sem Nina heit-
ir, og er hún á aldur við hann.
Foreldrar Williaims, einkum þó
faðir hans, hafa miklar áhyggjur
af þessum jazz-áhuga sonar síns
og sambandi hans og Ninu og út
yfir tekur þegar Nina kemur til
hans að kvöldi og fer ekki fyrr
en morguninn eftir. Verður nú
mikil rekistefna og hávaði í
„gamla manninum" og William
lætur óvart þau orð falla að för-
eldrar hans halda að hann eigi
barn í vænum með Nínu. Rekur
nú hver atburðurinn annan. Willi
am segir upp starfi sínu á skrif-
stofunni og faðir hans rekur hann
að heiman, en William fær at-
vinnu í jazz-klúbbnum. Foreldr-
ar hans eru ákaflega sorgmædd
út af öllu þessu, en mólalokin
verða þó betri en á horfðist og
koma áhorfandanum skeanmti-
lega á óvart.
Mynd þessi er fjörug og bráð-
skemmtileg, enda ágætlega leik-
in, sem vænta mátti, því að með
veigamestu hlutverkin fara hinir
mikilhæfu leikarar Marguerite
Viby og Poul Reichhardt. Otto
Brandenburg leikur William Og
Judy Gringer Nínu og fara þau
bæði vél með hlutverk sín. Brand
enburg munu margir hér kann-
ast við, því að hann söng hér í
fyrra, að mig minnir í Austur-
bæjarbíói og í Lido.
Mynd þessi kemur öllum í gott
skap.
Ein af þessum óvenju skemmtilegu íbúðum að Háa-
leitisbraut 36, er til sölu í fokheldu ástandi með
miðstöð og tvöföldu gleri eða tilbúin undir tréverk.
Miðstöðvarlögn er fullkláruð. — Upplýsingar í dag
á staðnum kl. 2—5 og á morgun á sama tíma.
Saumastúlka óskast
hálfan daginn.
Upplýsmgar í síma 36014
Bæjarbíó
KÁTI FARANDSÖNGVARINN
Þetta er þýzk söngva- og gam-
anmynd í þeim stíl, sam svo mjög
gætir nú í þýzkum myndum a£
„ þessu tagi. Conny, sem allir hér
kannast við, syngur í myndinni
lagið „Blue Jean Boy“ skemmti-
lega og fjörlega. Annars fara með
aðalhlutverkin Fred Bertelmann
og Hans Nielsen. Læikur hinn
fyrri faransöngvarann Fred Berg
hoff en hinn síðari Ottó Vogel-
sang, aðalforstjóra. Efni myndar-
innar er í stuttu máli það, að
Vogelsang, sem er forríkur mað-
ur er á við mikið konuríki að
búa, hverfur að heiman án þess
að láta konu sína vita hvert
hann færi. Berghoff, sem er blaða
maður við blað, er kona Vogel-
sangs á að mestu, er trúlofaður
Piu bróðurdóttur Vogelsangs.
Berghoff fer á stúfana til að leita
Vogelsang uppi og tekst að finna
hann. Þeir verða þegar góðir vin-
ir og ákveða að ferðast um eins
og hverjir aðrir landshornamenn,
peningalausir og án vegabréfa.
Hefst þar með hið ævintýraleg-
asta ferðalag, en Berghoff skrifar
jafnóðum pistla um ferðalagið og
sendir blaði sínu. Eykur það sölu
blaðsins gífurlega. En nú fara
frú Vogelsang og Pia, undir leið-
sögn flækings, sem hafði stolið
fötum Vogelsangs, til þess að
hafa upp á eiginmanninurn og
unnustanum. Verður sú leit hin
sögulegasta en ber þó árangur
að lokum.
Mynd þessi er skemmtileg, all-
viðburðarík og full af glaðværð
og söng. Bertelmann syngur mik-
ið og sparar ekki röddina, enda
er hann ágætur söngvarL
Stjörnubíó:
LAUSNARGJALDIÐ
Þessi ameríska mynd, sem tek-
in er í litum, er byggð á skáld-
sögunni „The Name is Buchanan“
eftir Jones Ward. Myndin gerist
í litlu þorpi í Kaliforníu. Þangað
er kominn ævintýramaðurinn
Buchanan, sem tekið hefur þátt
í-byltingunni í Mexikó. í þorpinu
eru allsráðandi Agrybræðurnir,
sem eru kaldrifjaðir náungar.
Brátt ber þarna að ungan Mexi-
kana, er skýtur niður einn bræðr
anna, sem hefur ráðist á systur
hans. Er gerður aðsúgur að hin-
um unga Mexikana, en Buchanan
kemur honum til hjálpar. Þeim
er báðum varpað í fangelsi og
bíða þess eins að verða hengdir.
En nú gerast ýmsir atburðir. Fang
arnir komast undan en eru aftur
teknir fastir. En faðir Mexikan-
ans ætlar að leysa út son sinn
með ærnu fé, og veldur það heppi
legum sögulokum fyrir Buchanan
og félagar hans, því að misklíð
rís meðal Agrybræðranna un
lausnargjaldið. Kemst allt í upp-
nám milli þeirra. Er skipst á
skotum í gríð og ergi — og að
lokum liggja bófarnir í valnurn.
Mynd þessi er eins og flestar
myndir af þessari tegund, ærið
lítilsvirði, þó að í henni sé tölu-
verð spenna. Leikurinn er sæmi-
legur, en einn ber þar langt
Peter Withney, sem leikur einn
af Agrybræðrunum.
Á svona myndum er lítið að
græða fyrir áhorfendur, en lík-
lega því meira fyrir framleið-
endurna, enda munu þær ein-
göngu í því skyni gerðar.
Festi höndina
í kvörn
í FYRRADAG var bakaraneml
hjá Alþýðubrauðgerðinni að
Laugavegi 61 fyrir því óhappi
að festa hendina í kvöm, er
hann var að mala tvíbökur. Varð
að kalla járnsmiði til að saga
kvörnina í sundur til að losa
hendi piltsins, og tók það verls
um hálftíma. Var pilturinn, Sig-
mundur Stefánsson, síðan flutt-
ur á Slysavarðstofuna og kom f
ljós að einn fingur hafði brotn-
að. — -f