Morgunblaðið - 07.10.1961, Side 15

Morgunblaðið - 07.10.1961, Side 15
Laugardagur 7. október 1961 MOlltCVKBL 4 ÐIÐ 15 Nýjar verzlanir SÍÐASTL. fimmtudag tóku til starfa tvær nýjar verzl- anir, Guðrúnarbúð og Gjafa- og snyrtivörubúðin, í húsi Kristins Guðnasonar á Klapp arstíg 27. Verzlanirnar eru í einum stórum sal, en smekk- lega aðgreindar hvor frá annarri. Inngangur þeirra er sameiginlegur. Gjafa- og snyrtivörubúðin Gjafa- og snyrtivörubúðin er nær innganginum og hefur á boðstólum snyrtivörur alls kon- ar, undirfatnað kvenna, skart- gripi og ýmiss konar gjafavör- ur. Sérstaka athygli vekur af- greiðsluborð og hillur verzlun- arinnar, sem er úr vönduðum palisanderviði og gleri. Hús- gagnavinnustofan Birki sá «m smíði. Verzlunarstjóri í Gjafa- og snyrtivörubúðinni er Kristín Þórarinsdóttir, en eigendur verzl unarinnar Lára Biering og Sig- ríður Biering. Guðrúnarbúð Guðrúnarbúð verzlar eingöngu með tilbúinn fatnað, mestmegn- is kápur og dragtir enn sem komið er, en eigandi og verzl- unarstjóri búðarinnar, Guðrún Stefánsdóttir skýrði svo frá, að í framtíðinni yrðu væntanlega tilbúnir kjólar á boðstólum. — Mestur hluti fatnaðarins er inn- fluttur. í Guðrúnarbúð eru tveir rúm- góðir mátunarklefar. í herbergi inn af verzluninni hefur sauma- kona aðsetur, sem sér um að stytta og lagfæra fatnaðinn eft- ir þörfum viðskiptavinanna. Leiðangur Helga Ingstad SVO sem kunnugt er hef- ur fornleifafundur heim- skautakönnuðsins H e 1 g e Ingstad á Nýfundnalandi vakið mikla athygli. Ing- stad telur sig hafa fundið fornnorrænar húsarústir á norðurhluta landsins og sé þar um að ræða bæ með bæjargöngum, sem hlað- inn sé með sama hætti og bæir á Islandi og Noregi til forna. Jafnframt telur Ingstad sig hafa fengið nokkra víssu fyrir því, að land það, er Leifur heppni fann og kallaði Vínland hið góða, hafi ekki verið Ameríka heldur Nýfundna land. Meðfylgjandi mynd var tekin af Ingtad og félög- um hans í rannsóknarleið- angrinum, er þeir komu til Halifox í Kanada til þess að vista skip sitt' fyr- ir veturinn. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Dr. Odd Mart- ens, læknir, Annestine Ing stad, fornleifafræðingur, Paui Sornes, skipstjóri, dr. Helge Ingstad og loks Erling Brunborg, sonur frú Guðrúnar Brunborg. — * — h Halldóra Ölafsdóttir Jörundur Pálsson, arkitekt, teiknaði og sá um innréttingu verzlananna, sem Ólafur Guð- mundsson, húsasmiður, annað- ist. Afgreiðsluborð og skápa smíðaði húsgagnavinnustofan Birki, eins og fyrr segir. Hillu- grind • úr járni gerði Magnús Magnússon, Hafnarfirði. Raflögn annaðist Svavar Björnsson, raf- virkjameistari og Aage Foged sá um blómaskreytingu. IVIinningarorð F R A upphafi íslandsbyggðar hefir engin kynslóð, sem landið byggði augum litið neitt því lík- an árangur starfs síns og erfiðis sem sú kynslóðin, er nú á háum aldri, endar skeið sitt í frið- sælum faðmi fósturlandsins. Og það ber að sama brunni hvar í fylkingu þetta fólk stóð, í hvaða stétt og stöðu það hafði haslað verksviði sínu völl, á sjó eða landi, og beitt orku sinni og eld móði áhugans, því án samíaka allra starfshópa þjóðfélagsins, var þess enginn kostur að inna af hendi það stórvirki sem hið mikla uppbyggingarstarf síðustu áratuga hvílir á og gefur nú þjóðfélagi voru líf og lit. Traustur fulltrúi þessarar kynslóðar er til moldar bor- inn á Akranesi í dag, Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja. Halldóra var fædd í Miðbýli í Innri- Akraneshreppi 25. febrúar 1875. Foreldrar Halldóru, Ólafur Jóns- son og kona hans, Ragnhildur Ólafsdóttir, bjuggu í Miðbýli, Garðaseli og víðar. Þrír voru bræður Halldóru, Ólafur, Jón og Hannes, sem nú eru allir látnir. Voru þeir Ólafur og Hannes kvæntir menn og eiga afkomendur í Reykjavík, góða og gegna borgara þar. Halldóra á að telja til fjöl- menns ættbálks á þessum slóð- um. Tvö systkini átti Ólafur fað ir Halldóru, Sigurð bónda á Jaðri og Sigríði húsfreyju á Vestrakrossi. Er frá þeim syst- kinum allstór ættbálkur kom- inn. Áttu þeir synir Sigurðar á Jaðri, Jón í Bakkabúð og Sig- urður í Akrakoti stóran barna- hóp. Allt er þetta dugnaðarfólk og atorkusamt. Margt sjómanna er í ættum þessum. Hefir sjór- inn verið æði stórhöggur í röð- um þess. Tveir bræður Hall- dóru, Ólafur og Hannes, drukkn uðu á sama skipi í mannskaðan- um mikla eftir aldamótin. — Nokkru fyrr drukknaði Jón í Hólmsbúð, frændi Halldóru, frá stórum barnahóp. Verður sá slysalisti eigi lengra rakinn. Strax og Halldóru óx aldur til fór hún í vist til vanda- lausra. Hafði hún í uppvextin- um kynnzt kröppum kjörum fátækra foreldra er höfðu fyr- ir börnum að sjá og því hve mikið þeir þurftu á sig að leggja til þess að sjá sér og sínum borgið. En efnaskorturinn og fábreytt lífsviðhorf í uppvext- inum verkaði engan veginn lam andi á kjark og sjálfstæði þess- arrar ungu stúlku; heldur þvert á móti örfaði það sjálfstæðis- hvöt hennar og löngunina til þess að berjast hinni góðu bar- áttu fyrir bættum kjörum og traustari efnahag. Með þetta veganesti lagði hún ein úr for- eldrahúsum út í lífið. Halldóra átti því láni að fagna að ráðast í vist á heimil- um sem báru mót manndóms og háttprýði. Réðst Halldóra ung að aldri að Reynivöllum í Kjós til séra Þorkels Bjarnason- ar og Sigríðar konu hans. Við þess ar aðstæður þróaðist vel mann- dómsþrá Halldóru. Eigi dró hún af sér við störfin og vann öll verk af frábærri dyggð og trú- mennsku og húsbændahollustu. Síðar réðst hún vinnukona á Framh. á bls. 23. ^ I nýju verzluniuui á Klapparstíg 27. Konurnar eru: Kristý» Þórannsdóttir, Lára Biering og Sigríður Biering

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.