Morgunblaðið - 22.10.1961, Page 2

Morgunblaðið - 22.10.1961, Page 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. okt. 1961 Ný gerð gervitungla London, Washington, 21. okt. BANDARÍKJAMENN sendu í gær á loft gervitungl af nýrri gerð. Frá því verða milljónár örsmárra koparnála sendar á braut umhverfis jörðu og er þeim ætlað að endurvarpa útvarps- bylgjum. Gervitunglið var sent á loft frá vísindastöð í Kaliforníu. Þessi tilraun Bandaríkjamanna hefur þegar mætt verulegri gagn- rýni ýmissa vísindamamua. Allt frá því Bandaríkjamenn til- kynntu, að unnið væri að rann- sóknum henni til unidirbúnings hafa margir vísindamenn haldið því fram að koparnálarnar yrðu til þess að torvelda stjarnfræði- legar rannsóknir. Sir Bernard Lovell forstöðu- maður á Jodrell Bank í Englandi Ljósfyrirbœrið fyrir auston MBL. spurðist í gær fyrir um ljósfyrirbrigði það fyrir austan land, sem skýrt var frá í blaðinu i gær. Fréttaritari blaðsins á Djúpavogi sagði að skip, sem statt var ca. 170 mílur austur í hafi í fyrrakvöld hafi séð mikið ljós, sem líktist mest stórri rakettu Og hefði það verið í austurátt. Einnig sá fólk í land, á Breið- dalsVík, Djúpavogi og Hornafirði þelta íjósfyrirbrigði, sem sást nokkuð lengi og dó svo út. Ekki geta menn gert sér í hugarlund hvað þetta hefur verið, það hefur verið mjög langt austan við land- ið, úr því skip í 170 mílna fjar- l@egð sá það í austurátt. . segir tilraunina blett á geimvís- indum Bandaríkjamanna sem til þessa hafi mátt kalla „flekklaua“. • 350 millj. koparnálar Þetta nýja gervitungl er 1600 kg að þyngd og var skotið í tvö þúsund mílna fjarlægð frá jörðu. Með því eru hylki með 350 millj- ónum koparnála, sem íiver um sig er fíngerðari en fínasta manns- hár. Takist tilraunin, sem ekki verður fyllilega útséð um, fyrr en eftir tvo til þrjá daga, munu nálarnar mynda belti umhverfis jörðu, en það belti mun geta end- urvarpað útvarpsbylgjum. Til- gangurinn með þessum tilraunum er að auðvelda endurvarp bylgna um langar vegalengdir. Talsmaður rannsóknarstöðv- arinnar í Kaliforníu segir, að mikill kostnaður muni hamla al- mennum notum af tilraununum fyrst um sinn, en þær munu hafa mikla hernaðarþýðingu, því með þessu móti verður unnt að koma í veg fyrir, að sendiboð séu trufl uð eða ónýtt af andstæðingun- um, eða á þau sé hlustað. Hann sagði ennfremur, að heppnaðist þessi tilraun þannig að nálamar dreifðust eins og til væri ætlast, yrðu þær það víðs fjarri, að gervitunglum yrði ekki meint af og engar hömlur settar rannsóknum á himingeimnum. Margir vísindamenn hafa ekki viljað samsinna þessum ummæl- um og lét Sir Bernard Lovell svo ummælt í dag, að fremstu visindamenn heims væru andvíg- ir þessari tilraun og hefðu lengi verið enda væri hún blettur á geimvísindum Bandaríkjamanna, sem hingað til hefðu verið flekk- laus. Skipt um myndir í Asgrímssofni 1 DAG er opnuð ný sýning í As- grímssafni, og er hún fjórða sýn- ingin síðan safnið var opnað á síðastiiðnu haustL Að þessu sinni eru sýnd 17 olíumáiverk í vinnustofu As- gríms Jónssonar, og eru flestar myndirnar málaðar á árunum 1930—1957. A heimili Asgríms, tveim litl- um stofum, eru sýndar 16 vatns- litamyndir. 1 annarri þeirra eru eingöngu myndir málaðar á ár- unum 1902—1912, að einni undan skilinnL en sú mynd er af SkjaidDreið, máluð vorið 1922. Tvær af eldri vatnslitamyndun- um eru frá Italíu, málaðar 1908. 1 hinni stofunni eru sýndar síð ari tíma myndlr, m. a. frá lCrýsu vík og úr Mývatnssveit. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudag, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30—4. Að gangur ókeypis. Ekið á hest og staur Séra Bjarni Jónsson og frú fyr ir utan heimili sitt í gær ásamt bæjarstjórn Reyjarvíkur og helztu embættismönnum bæjarins. — Sr. Bjarnl Framh. af bls. 1 um, en einnig ávallt lyft gleðinni í æðra veldi. Þegar við yngri kynslóðar- menn hugleiðum göngu sr. Bjama, göngu tómthúsmannsson arins frá Mýrarholti í Vestur- bænum til Dómkirkju og um Lækjargötu höfuðborgarinnar, þá er að vissu leyti sem saga Reykjavíkur sé skráð. Við minnumst með þakklæti þeirrar þekkingar sem hann hef ur miðlað okkur um þróun borg arinnar, vöxt hennar og viðgang, tengsla þeirra, sem hann og starf hans mynda milli 4 eða jafnvel 5 kynslóða á mesta umbrotatíma sögu okkar, og við gerum okkur raunar grein fyrir, að vakandi og eflandi átthagaást Reykvikinga nú á ekki sízt til þessa starfs sx. Bjarna rætur sínar að rekja. Nú er vetrardagurinn fyrsti, en mér er sagt, að fyrir 80 árum á fæðingardegi sr. Bjarna hafi ver ið síðasti sumardagur, og ég held, að allt líf og starf sr. Bjama hafi verið okkur Reykvíkingum sífelldur sumarauki. Bæjarstjóm Reykjavíkur hefur óskað eftir því að mega sækja þig heim, sr. Bjarni, í þeim stof um, þar sem þú hefur búið við hlið þinnar góðu konu, frú As- laugar, sem einnig á þær miklu þákkir, sem þér eru færðar á þessum degi. Bæjarstjórn Reykjavíkur kem ur hér til að hylla þig, flytja þér og konu þinni þakkix og yþkur og fjölskyldu ykkar kveðj Ur og hamingjuóskir samborgara ýkkar. Bæjarstjórn Reykjavíkur kem- ur hér til að tilkynna, að á fundi bæjarstjórnarinnar í Reykjavík hinn 19. okt. 1961 var samþykkt einum rómi með ið samhljóða atkvæðum að gera sr. Bjama Jónsson heiðursborgara i Reykja vík á áttræðisafmæli hans 21. okt. 1961. .Ég bið þig að veita viðtöku skjali því, er staðfestir samþykkt bæjarstjórnar. Þú ert fyrsti og eini heiðurs- borgari Reykjavíkur, Megir þú heill njóta sæmdar um langan aldur og Reykjavík þin.“ Séra Bjami Jónsson vígslubisk up svaraði ávarpi borgarstjóra með þessum orðum: „Herra borgarstjéri, forseti bæjarstjómar, háttvirta bæjar- stjóm og aðrir starfsmenn Reykj avikurbæj ar. Það er eðlilegt, að mér verði nú tregt um tungutak. Það segir svo í einum sálmi: „Hvað get ég sagt —það eru möng versin, sem byrja þannig. Sá maður, sem þannig spyr, hann er fullur lotn ingar og aðdáunar og hann á ekki orð til að lýsa því, sem hefur gripið huga hans. Og nú segi ég, hvað get ég sagt? Ég get sagt, að þetta verm ir hjarta mitt að verða aðnjót- andi þessarar miklu sæmdar, og því get ég sagf það, að fyrsta orð ið er þakklæti, og í fylgd með þakklætinu er bænin: Guð blessi Reykjavík. Ég tel það heill og heiður að vera Reykjavíkurbarn frá fyrstu morgunstund ævi minnar og það skal ég vera fram að síðustu stund ævikvöldsins. Ég hef átt því láni að fagna að búa við vin sældir bæjarbúa og kannast við það með innilegu þakklæti nú í dag. Ég hef fundið svo mörg hlý handtök og margt sólbros sætt, sem hefur glatt huga minn og fajarta. Ég hef unað vel hag mín- um í Reykjavík og við hjónin og fjölskylda mín og getum sagt með orðum ritningarinnar: „Mér féllu að erfðahlut indælir stað- ir, og arfleifð mín líkar mér vel“. Ég vitna nú til orðanna, sem ég mælti á 175 ára afmæli Reykja víkur: „Reykjavík, rísi þín frægð, við röðulskin komandi tíma.“ Blessizt og blómgist Reykja- vík. Eg horfi á fæðingarbæ minn og segL „Sólin á þig geislum hellL“ AKUREYRI, 28. okt. — 1 gær- kvöldi var bifreið á leið um Kræklingahlíð norðan Akureyr- ar. Nálægt bænum Dvergasteini var hestur á veginum og lenti bifreiðin á honum og brotnaði hesturinn illa á fótum og varð að aflífa hann þegar í stað. Kl. rúmlega 1 í nótt var bif- reið á leið sunnan Hafnarstræti' á Akureyri, nálægt Hótel Kea Færeyingarnir gáfu málverk FÆREYSKU listamennirnir, sem hér dvöldust um nokkurra daga skeið í tilefni sýningar á fær- eyskri myndlist í salarkynnum Listasafns Islands, eru nú farn ir heimleiðis. Aður en þeir fóru, afhentu þeir Menntamálaráði gjöf frá Listafélagi Færeyja: olíu málverk eftir færeyska málarann Ingálv av Reyni. Menntamálaráð þakikar þessa góðu gjöf, sem það mun afhenda Listasafni íslands til eignar og varðveizlu. (Frétt frá Menntamálaráði) Nýtt heimspekrit ÚT ER KOMIN þriðja bókin í ritverki Gunnars Dals um sögu heimspekinnar. Nefnist hún „Líf og dauði“ og fjallar um rökin fyrir framhaldslífi og fortilveru mannsins. Hinar tvær bækurum ar, sem áður eru komnar út eftir Gunnar eru „Leitin að adit“ og „Tveir heimar“. missti bifreiðarstjórlnn vald & bifreiðinni og lenti þar á götu- ljósastaur. Staurinn er stein- steyptur og mölbrotnaði hann og féll í götuna, en bifreiðin skemmd ist mjög mikið. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og sakaði hann ekki. — St. E. Sig. Kviknaði í bæ í Vopnafirði VOPNAFIRÐI, 21. okt. — 1 gær kvöldi kviknaði í bænum Skóg- um, en þangað er um 10 mín. akstur frá Vopnafirði. Kviknaði í geymslu ,sem er í álmu út frá íbúðarhúsinu. Þegar eldsins varð vart, logaði út úr dyrum á geymslunni, en við hliðina á henni er benzín-ljósarafstöð. —. í geymslunni var eldiviður, kol og fleira. Bóndinn hringdi niður á Vopnafjörð, en fólkið á bænum fór að bera vatn á eldinn. Eftir hálftíma, þegar komið var frá Vopnafirði, var verið að ljúka við að slökkva eldinn. í geymslunni voru 6 rafgeym- ar, sem átti að láta við stöðina og brunnu þrír af þeim. Ekki mun hafa orðið mikið tjón að öðru leyti. Bóndinn brenndist lítillega á höndum, er hann var að slökkva eldinn. Á Vopnafirði er enginn bruna bíll, en verið er að ganga frá bíl fyrir sunnan, sem hingað á að koma. Vonandi kemur hann að notum x næsta skipti er kviknar L — S. J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.