Morgunblaðið - 22.10.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.10.1961, Qupperneq 6
6 MORG 11TSBL4ÐIÐ Sunnudagur 22. okt. 1961 Kristmann Guðmundsson rithöfundur sextugur HVERSDAGSLEGA gera menn sér e. t. v. ekki nægilega grein fyrir gildi andlegra verðmæta, jafnvel þótt í hlut eigi þjóð, sem byggir á þeim öðru fremur sjálfstæða tilveru sína. — Hafa inenn t. d. reynt að gera sér grein fyrir því, hvernig þessi kynslóð hefði verið án Kjarvals og Gunnlaugs Blöndals, án Davíðs Stefánssonar, Tómasar Gðmundssonar og Páls ísólfs- sonar, án Gunnars Gunnarsson- ar, Kiljans, Þórbergs og Krist- manns Guðmundssonar? — Hér eru aðeins nefndir níu menn. Hafa menn almennt gert sér grein fyrir því, að án þessa fá- menna hóps væru íslendingar naumast teljandi menningar- þjóð? — Siðaðar þjóðir reyna að gera veg listamanna sinna sem mestan, en hvað gera Is- lendingar? IX Kristmann Guðmundsson sem á sextugsafmæli á morgun er að dómi allra sanngjarnra manna í hópi þeirra sem ís- lendingar standa í mestri menn- ingarskuld við og einn þeirra þriggja Islendinga, sem frægast- ir hafa orðið á erlendum vett- vangi. Hann hefur unnið það sjaldgæfa afrek að fá bækur sínar þýddar á meir en þrjátíu tungumál og hlotið fyrir þær ágæta dóma frá þekktum bók- menntamönnum víða um heim og undirritaður hefur hvað eft- ir annað rekizt á menn í fjar- lægustu löndum, sem kunnu skil á verkum Kristmanns Guð- mundssonar. Til sönnunar því, sem sagt var um undirtektir bókmennta- manna í ýmsum löndum við bsekur Kristmanns skulu hér nefnd örfá dæmi. Anders Österling, ritari Sænsku Akademíunnar, segir í ritdómi í „Stockholmstidningen“ um „Gyðjuna og uxann: „Ó- venjulegt afrek I norrænum bókmenntum, sem fáir geta leik ið eftir“. „New Statesman and Nation": „Morgun lífsins er læsilegri en flestar sögur frá Norðurlönd- um“. New York Times um Morgun lífsins: „Kristmann Guðmunds- son er sambærilegur við Sigrid Unset í þeirri gáfu að geta látið allan straum skáldsögunnar renna að einum meginósi. — Þetta er ágætlega byggð saga. Það er ómögulegt að lýsa þeim öflugu áhrifum, er höfundinum tekst að skapa með kunnáttu sinni, honum tekst að láta sér- hvert atvik og hverja einustu persónu vinna sitt hlutverk í heildarþróun verksins. Þetta er áhrifamikii saga.... Guðmunds- son ritar af hugnæmri samúð og sálfræðilegri skarpskyggni, er skipar honum háan sess í bókmenntum nútímans“. The Times, London, segir um sömu bók: „Bókin sýnir eftir- tektarverðan styrkleika. Hún hrífur lesandann og heldur hon um föstum frá byrjun til enda“. Þannig dæmdu heimsblöðin verk Kristmanns og fjöldi þekktra gagnrýnenda tóku í sama streng. Á Norðurlöndum hefur Krist- mann einnig hlotið mikla viður- kenningu þekktra bókmennta- manna. í Politiken er skrifað um K. G.: „Boðskapur íslands til Norð urlanda hefur ávallt verið merkur. Mér var það ljóst fyr- ir alvöru, þegar ég las hina nýju bók Kristmanns Guðmunds sonar Det Hellige fjell, en með henni hefur þetta unga skáld rutt sér til rúms í fremstu röð meðal stórskálda Norðurlanda. —• Þó sagan sé 500 blaðsíður, hef ég aldrei lesið jafn saman- þjappaða bók, hvert smáatriði er ómissandi. Og þar við bætist, að efnið er eitthvert hið um- fangsmesta, er fundið verður. Bókin eykur þekkingu vora á mannlífinu og* veitir innsæi í vandamál tímans. — Það sem gerir þessa bók að mikilli list og sönnum skáldskap er, að hún dregur upp lifandi safnmynd frá landnámstíð íslands, en gegnum hana talar til vor hin leyndar- dómsfulla- rödd mannshjartans, sem er eins á öllum tímum, vér skynjum gleði þess og angist, fryggð þess og kvíða, hamingju og þrá“. Folket i bild, (Svíþjóð) segir: „Kristmann Guðmundsson, hinn imgi íslendingur er skáld af náð guðanna, engum er fært sem honum að ljá frásögn sinni ljóma stálsins, dúnmýkt og hina tæru lýrik kvöldhimins- ins“. Carl T. Hambro (höf. „Inn- rásin í Noreg“) segir Morgen- bladet um „Gyðjuna og uxann“: „Það liggur mikið starf og rannsóknir til grundvallar fyrir hinni nýju bók Kristmanns Guð mundssonar. — Saga þessi, sem rituð er af stórmerkri listrænni vaar“ segir þessi sami bók- menntamaður: „Mjög sjaldan hefur hinu eilífa og ójarðneska í ástum æskunnar verið lýst með svo skáldlegum næmleik og djúpum skilningi eins og hér er gert“. í Þýzkalandi ruddu bækur Kristmanns sér snemma til rúms og voru jafnvel gerðar um þær kvikmyndir. Lengi voru þeir Gunnar Gunnarsson og Kristmann einir íslenzkra skálda, sem Þjóðverjar kunnu einhver veruleg skil á. Sem sýnishorn úr dómum þýzkra hugkvæmni og sköpunargáfu, er táknræn lýsing á þjóðfélagshátt- um nútímans og þeirri hættu, sem menningunni stafar af henni. — Guðmundsson hefur verið athugull sjáandi og ekki einungis hvað viðvikur skiln- ingi á arfi liðinna alda. Hann hefur raunverulega skapað vold- ugt verk“. Og um „Den förste Kristmann Guðmundsson. blaða um bækur Kristmanns skulu hér aðeins tilfærð um- mæli Dr. Ernst Harms í Berlin- er Tagblatt 1932:: „Furðulegt, að orð skuli geta skapað svo voldugan og jafnframt mildan samhljóm. Engu orði er ofaukið. Hver þáttur er ofinn spenningu hins óvænta og þeir eru sam- tengdir með velvitandi list- tækni. Yfirsýn, skyggni og eðli- leg heilbrigði, sem beinir hug- anum til verka Goethe. Sjálfráð og altæk listvitund. Heill mað- ur, sem lýsir lífinu á mikilfeng- legan og heilbrigðan hátt, sem yrkir lífið sjálft, þann vitnis- burð á þessi íslendingur“. Og í Frakklandi skrifar Leon Pineau í hið þekkta timarit „Journal des Debats“ um Morgun lífsins: „Mér kæmi það mjög á óvart, ef þéssi „Matin de la vie“ reynist ekki upphaf glæsilegs rithöfundarferils". III Nú skyldu menn ætla, að eft- ir alla þessa sigra og eftir þessa ómetanlcgu landkynningu mundu Islendingar veita þessum landa sínum fullan stuðning á frama- brautinni og sýna honum jafn- vel einhvern þakklætiövott. — En það fór á annan veg. Strax þegar Kristmann tók að vinna sína fyrstu sigra, reyndu menn hér heima að rógbera hann í Noregi og hindra frekari fram- gang hins unga skálds. Skal hér tilfært eitt dæmi. Um þær mundir sem Krist- mann var að senda frá sér „Brúðarkyrtilinn“ og „Morgun lífsins" sat ónafngreindur Islend. ingur við að semja á norsku auglýsingapésa um saltkjöt. í þessum pésa. sem dreifa átti í Noregi, var mikið lof borið á saltkjötið og íslenzka háfjalla- sauði, kjarngresið, loftið og nátt úrufegurðina, sem skapaði salt- kjötið okkar. En um þetta fjallaðl aðeins helmingur pésans. Hinn helming urinn var rógur um Kristmann Guðmundsson (!), þar sem Norð menn voru varaðir við Krist- manni á allan hátt og einkum þó varaðir við að láta sér detta í hug að Kristmann Guðmunds- son gæti skrifað bækur! En allt kom fyrir ekki. Saltkjötið okk- ar reyndist illseljanlegt í Nor- egi — en bækur Kristmanns runnu út! Hér heima hafði róg- urinn meiri áhrif. „íslendingar einskis meta alla, sem þeir geta“, sagði skáldið og víst er að -systurnar þrjár, öfund, heimska og illgirni eru skyldari Frh. á bls. 23 • Háttvísi unglinga Nýlega fékk Velvakandi bréf frá „borgara", sem ræddi um skort á háttvísi hjá Is- lendingum og kvað kennara kvarta mjög undan slæmri hegðun unglinga í skólum. Vildi hann að kennarar létu málið til sín taka. Eg sneri mér til Pálma Péturssonar, sem verið hefur kennari í Laugarnesskólanum í fjölda ára og spurði hann hvað hann segði um þetta. Hann svaraði: ♦ Jákvæðar aðfinnslur Oit heyrist á það minnzt að íslenzk börn og unglingar séu mun ókurteisari nú en áður hafi þekkzt. Framkoma þeirra Og atferli á almannafæri og í skólum sé með þeim hætti að óviðunandi sé og þurfi nú skjótra aðgerða við. Sagt er einnig að æska annarra þjóða standi hinni íslenzku nokkr- um fetum framar í háttvísi og framgöngu allri. Ekki tel ég mig hafa þá yf- irsýn um þessi mál, að ég geti í örstuttu máli gert á þessu nokkurn samanburð, en mér er ekki grunlaust, að hér sé árinni full djúpt tekið í, eins og oft fyrr, því ég neld að æsaa hvers tíma hafi alltaf .verið álitin af þeim eldri sú ósiðaðasta Og kærulausasta sem þjóðin hafi nokkurn tíma alið. Vandlæting okkar hinna fullorðnu á að sjálfsögðu rétt á sér og er gott til þess að vita, að menn haldi vöku sinni og gefi gaum að æskunni og þeim vandamálum, sem við eigum við að stríða í uppeldis- málum okkar. Aðalatriðið er, að aðfinnslurnar séu ekki nei- kvæðar fyrir málstaðinn. — Svo lengi má segja góðum dreng að hann sé vondur, að hann fari að trúa því og haga sér samkvæmt því. — Viðmót okkar og umgengni í samskipt um við unglingana er tvímæla laust það sem mestu máli skipt ir Eg hef umgengizt reyk- vískt æskufólk mjög mikið og ég leyfi mér að bera því yfir- leitt góða sögu, enda þótt margt megi betur fara. • Æskan sé sjálf- stæð og prúð Þeirri kröfu er mjög á loft haldið að kennarar eigi að láta þessi mál öll meir til sín taka og gjarna reynt að kenna þeim um þau mistök, sem óneitan- lega koma fyrir. — Þar sem ég þekki bezt til er háttvísi brýnd fyrir nemendum og hennar krafizt í allri um- gengni, og ég veit að kennar- ar almennt leitast við að gera nemendum sínum skiljanlegt gildi góðrar Og fagurrar fram- komu. En kurteisi er svo af- stætt hugtak, að hætt er við að ætíð verði skiptar skoðan- ir um hegðun og framgöngu æskufólks. Við búum í lýð- frjálsu menningarríki og leit- umst við að mennta þá kyn- slóð, sem landið erfir. I anda þessarar lýðræðismenningar reynum við að ala upp fólk, sem myndar sér skoðanir á grundvelli fenginnar reynzlu og þeirrar þekkingar sem það býr yfir. Við verðum einnig að venja þetta sama fólk við að láta skoðanir sínar í ljós á frjálsan og prúðmannlegan hátt. Þetta allt tekur nokkurn tíma og veldur Oft misskiln- ingi, þegar hinn vaxni maður hneykslast yfir því að ung- lingurinn vill láta sína skoð- un á málunum í ljós. Langt mál mætti um þetta skrifa og engin leið að gera því nokk- ur skil í fáum orðum, en ég held að við getum öll verið sammála um nokkur raunhæX atriði til umhugsunar: 1. Við foreldrar gerum okkur ljóst að enn hvílir megin- ábyrgð uppeldisins á okkar herðum og ekki unnt að skjóta sér undan ábyrgðinni í skjóli skóla Og bæjarfélags. 2. Skólarnir reyni að höfða meir til ábyrgðartilfinning- ar nemenda, með því að fela þeim trúnaðarstörf í skól- unum utan námsins sjálfs og skapa þannig nánara samstarf. 3. Að við reynum að greina glöggt á milli þess hvað er barnaskapur og afglöp og hins sem kallazt getur af- brot. 4. Að aðfinnslur okkar séu fyrst og fremst jákvæðar, þjóni þeim tilgangi einum að bæta, en verði ekki markiaust nöldur til niður- rifs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.