Morgunblaðið - 26.10.1961, Side 2

Morgunblaðið - 26.10.1961, Side 2
«- 2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmfndagur 26. okt. 1961 t* Biekkingartilraun Skúla Guðmunds- sonar mun ekki hafa tilætluð áhrif VEGNA ummæla Skúla Guð- mundssonar á Alþingi í fyrradag, um að áburðar- verðið frá Áburðarverksmiðj- unni hafi verið 16% of hátt sL 3 ár, vegna ólöglegra af- skrifta verksmiðjunnar, skal bent á, að lagaprófessor, sem einnig er lögfræðingur verk- smiðjunnar, sagði verksmiðju stjórninni, að þessar afskrift- ir væru löglegar, og hefur það einnig verið borið undir fleiri viðurkennda lögfræð- inga, sem eru algjörlega sam- mála skoðun lagaprófessors- ins. — Til upplýsingar fyrir Fram- sóknarmenn, skal þess getið, að í stjórn verksmiðjunnar eru tveir Framsöknarmenn, þeir Vilhjálmur Þór og Jón Ivarsson, og hafa þeir báðir gert tillögur um áburðarverð ið, ásamt öðrum stjómar- nefndarmönnum, og hefur landbúnaðarráðuneytið fall- izt á sameiginlegar og ágrein ingslausar tillögur stjórnar- nefndarinnar um áburðar- verðið. Þess ber einnig að geta, að Framsóknarmenn í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hafa, ásamt öðrum stjórnarnefnd- armönnum, talið nauðsyn- legt, að afskriftimar væru ekki minni en ákveðið hefur verið. Það munu og allir á- líta, sem setja sig inn í rekst ur jafn umfangsmikils fyrir- tækis og Áburðarverksmiðjan er. Vélakost verksmiðjunnar þarf að endurnýja, en það er því aðeins mögulegt, að fyrn ingarafskriftir séu i samræmi við kostnaðarverð vélanna. Þess ber að síðustu að geta og vekja sérstaka at- hygli á, að áburður frá Áburðarverksmiðjunni í Gufu nesi hefur aldrei verið seld- ur á hærra verði en sam- bærilegur erlendur áburður hefur kostað innfluttur, en oftast verið á lægra verði en innfluttur áburður hefði kostað. Ummæli Skúla Guðmunds- sonar eru sögð gegn betri vitund, í því skyni að vekja óánægju meðal bænda, en sú tilraun mun mistakast, því bændur bera betra skyn á þessi mál, heldur en Skúli Guðmundsson hefur gert sér grein fyrir. „Njdsnatungliö" sannar hæfni sína Kanaveralhöföa, Florída, 25. okt. — (AP) HIÐ nýja „njósnagervitungl" Bandaríkjanna „Midas IV“, sem skotið var á loft fyrir helgina og dreifði hinum um- deildu koparnálum úti í him- ingeimnum, hefur sannað hæfni sína til að fylgjast með eldflaugaskotum og „til- kynna“ um þau til jarðar, sem er eitt aðalhlutverk þessá gervitungls. í gærkvöldi, þegar Midas <ö- Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels sem verður uthlutað í dag ? SÆNSKA Akademían úthlutar í dag Nóbelsverðlaunum í bók- men.ntum fyrir árið 1961. Verð- launin nema rúmlega 250 þús. sænskum krónum, eða rúmlega 2 milljónum ísl. kr. — Akademí- an hefir varðveitt „leyndarmál“- sitt mjög vel, svo að enginn hefir getað leitt getum að því með nokkurri vissu, hver hljóta muni verðlaunin í ár. — Sænsku blöð- in hafa þó að sjálfsögðu velt — Malenkov Framh. af bls. 1 Hvíta-Rússlands Og Armeníu til þess að skipuleggja útrýmingu flokksforingja þar og annarra leið andi manna. Kvað hann Malen- kov sjálfan hafa stjórnað pynting um við yfirheyrslur — Og ferðir hans til annarra hluta Sovétríkj- anna hefðu verið álíka óhugnan- legar og þessar tvær. Hann lauk máli sínu með því að krefjast þess, að Malenkov væri rekinn úr kommúnistaflokknum, ásamt „flokksfjendunum" Molotov, Kag anovitsj, og Vorosjilov. 1 dag gerði svo Pavel Satjukov, aðalritstjóri Pravda, harða hríð að Molotöv — Og gerði sömu til- lögur og hinn fyrrnefndi um með- ferð hinna fjögurra „flokks- fjenda“. spurningunni mjög fyrir sér und anfarna daga — og virðast einna flestir „spámenn“ hallast að því, að júgóslavneski rithöfundurinn Ivo Andris standi nú einna næst því að hljóta verðlaunin, en hann var helzti keppinautur franska ljóðskáldsins Saint John-Perse, sem fékk Nóbelsverðlaunin í fyrra. Aðrir, sem taldir hafa ver- ið einna líklegastir, eru t.d. Bret- arnir Graham Greene og Law- rence Durrel og danska skáld- konan Karen Blixen. Greene og Blixen hafa mjög komði tii greina við úthlutun um mörg undanfarin ár — og þeir, sem kunnugir þykjast, segja að Durrel hafi færzt ofarlega á list- ann hjá Akademíunni, er „Alex- andriu-kvartett“ hans kom út í sænskri þýðingu á dögunum. Fleiri hafa verið nefndir í „spá dómum“, Og þótt almennt sé gert ráð fyrir, að prósahöfundur hljóti verðlaunin í ár, þar sem þau voru veitt ljóðskáldi í fyrra, hefir nafn hins aldna, bandaríska skálds, Robert Frost, nokkuð bor- ið á góma. Aðrir öldungar, sem nefndir hafa verið, eru t. d. hinn 83ja ára gamli guðfræðignur og heimspekingur, Gyðingixrinn Martin Buber (en sagt er, að Dag Hammarskjöld hafi stungið mjög „Sagan dæmir..." Framhald af bls. 1. að sagan greini vart frá jafn- óhugnanlegum hráskinnaleik og Rússar hafa leikið undanfarið — er þeir hafa hjalað um frið meðal allra manna, en fótum- troðið á sama tíma friðarvonir alls mannkyns með helsprengj- j um sínum og ógnunum. Verður hér lauslega minnzt á ummæli, sem fram komu á ýmsum stöð- um í gær. • FORDÆMING ÚR ÖLLUM ÁTTUM Karachi, Pakistan: — Blað- ið Morning News sagði m.a., að líklegasta skýringin á því fram- ferði Rússa að feta sig nú svo tæpt á brún hyldýpisins væri sú, að þeir hygðust „skelfa alla heimsbyggðina" til imdirgefni. „En slik stefna er eikki líkleg til árangurs", bætti blaðið við. Vínarborg: — Blaðið Neues Österreich sagði m.a.: „Sjálfir ntunu Rússar, svo og Kínverjar, verða fyrir barðinu á sprengju- rykinu, ekki síður en aðrir — en án þess að vita það nú. Þeir mega ekki fá vitneskju um öll þau saklausu börn, sem munu fæðast ýmist andvana eða van- sköpuð og dauðsjúk eftir ein 60 ár — af því að Krúsjeff er nú, árið 1961, að reyna að kúga heim inn til undirgefni . . .“ — Svip- aður tónn var í Arbeiter-Zeitung. Blaðið sagði: „Lítt hefir Krúsjeff gert sér grillur út af áhrifum ' geislaryksins á aðrar þjóðir — en hann hefir jafnvel enn minni áhyggjur af velferð sinna eigin samborgara, að því er virðist. Þannig hefir hann skipað sér á bekk með fyrirrennara sínum . . . Stalín hefði varla gengið lengra“. Washington: — Fimmtíu banda rískir visindam-enn hafa sent Krúsjeff miótmæli sín símleiðis og krafizt þess, að kjarnavopna- tilraununum verði hætt án tafar. Bonn: — Vestur-þýzka stjórnin hefir opinberlega fordæmt stór- sprenginguna á mánudag og lýst henni sem „verulegri ógnun við líf og heilsu mannkynsins". Jafn framt upplýsti rikisstjórnin, að gerðar hefðu verið sérstakar var úðarráðstafanir vegma aukinnar geislunarhættu í landinu. Nýja Dehli: — Mörg i-nctversk blöð létu í ljós mikinn kvíða vegna áhrifa risasprengjunnar og lýstu skelfingu þeirri, sem þetta tiítæki hefði valdið meðal al- mennra borgara. 1 einni ritstjóm- argrein var talað um „dýrslega framkamu Sovétríkjanna“ í þessu sambandi. Manila, Filippseyjum: — Rúm lega 7500 stúdentar hafa undir- ritað áskorun til Krúsjeffs um, að hann stöðvi 'kjarnorkutilraun- irnar — _,,áður en það er um seinan". París: — Blaðið France Soir hafði það eftir Francis Perrin, formanni frönsku kjamorku- nefndarinnar, að risasprengja Rússa á mánudaginn kynni beint og óbeint að valda dauða „10 þúsund manna á næstu 30 árum“. ★ Að ofan er aðeins drepið á örfá atriði til þess að gefa hug- mynd um, hvernig heimurinn hugsar til Sovétríkjanna þessa dagana. Öll mótmælin, sem fram hafa komið, mundu fylla stóra bók. eindregið upp á honum og haft í huga að þýða hið kunna verk hans, „Eg og þú“, á sænsku) og Romulö Gallegos frá Venezúela. Loks hafa ýmsir nefnt hinn merka, japanska rithöfund, Jun- ichiro Tanizaku, sem ekki ólík- legan „kandídat", ef Akademían á annað borð líti til hinna fiar- lægari landa. Ytri - Mongólía og Mauritana í SÞ New York, 25. ökt. LANGVINNRl togstreitu austurs og vesturs lauk giftusamlega í Öryggisráð- inu í dag, er ráðið mælti með upptöku tveggja nýrra ríkja í SÞ, Ytri-Mongólíu og Mauretaníu. — ★ — Við atkvæðagreiðsluna um Ytri-Mongólíu, sat bandaríski fulltrúinn hjá, en fulltrúi þjóðernissinna á Formósu gekk af fundi. Þegar aðild Mauretaníu var borin undir atkvæði, sat svo rússneski fulltrú- inn hjá, en fulltrúi Arab- íska sambandslýðveldisins var á móti. — Bæði ríkin hlutu því meðmæli Örygg- isráðsins með 9 atkv. — ★ — Með þessum tveim nýju aðildarríkjum verða hinar Sameinuðu þjóðir 103 tals- ins. — — Berlin Frh. af bls. 1 ingja í borgaralegum klæð- um í A-Berlín. Á einu stigi deilunnar réð- ust bandarískir hermenn með brugðnum byssustingjum austur fyrir múrinn til þess að fylgja eftir þeirri kröfu bandaríska her- stjórans, að liðsforingjarnir fengju að fara ferða sinna ó- áreittir — en austur-þýzkir al- þýðulögreglumenn höfðu krafið liðsforingjana um persónuskil- ríki. Það telja bandarísku yfir- völdin algerlega óheimilt. Áust- ur-þýzku verðirnir létu kyrrt liggja, og hélt bifreið liðsfor- ingjanna áfram ferð sinni austur yfir. Nokkru síðar gerðist svo það, að a-þýzka lögreglan stöðvaði tvo farþegabíla, sem ætluðu aust ur yfir mörkin, en í bílunum voru bandarískir hermenn og að- standendur þeirra. Til sam- komulags var þessum bifreiðum snúið við, enda þótt lögð væri áherzla á rétt þeirra til að fara sinna ferða þar sem hér væri tim að ræða farartæki greinilega merkt bandaríska hernum. Vegna þessara árekstra átti bandaríski hernámsstjórinn, Al- bert Watson, tveggja klst. fund með hinum rússneska „kollega" sínum, Andrei Solovjev. í kvöld gaf bandaríska herstjórnin í Eerlín út tilkynningu um fund- inn, þar sem segir, að rússneski hershöfðinginn hafi haldið því fram, að einu reglurnar, sem gildi um samgöngur inn í A- Berlín, séu þær, sem a-þýzka stjórnin hafi sett. Virðist því vera hér um óleystan hnút að ræða. Lincoln White, talsmaður banda ríska utanríkisráðuneytisins, stað festi það við blaðamenn í Was- hington í dag, að bandarísk stjómarvöld teldu það algerlega lögleysu að' krefjast persónuskil- ríkja af bandarískum liðsfor- ingjum, sem erindi eiga inn í A-Berlín, allt eins þótt þeir séu ekki klæddir einkennisbúningi, ef þeir ferðast í farartæki, sem ber merki bandaríska hersins. IV var í um 3.300 km hæð yfir Kanaveralhöfða, var skotið þaðan Titan-eldflaug til þess að reyna, hvernig tæki þau í gervitunglinu, sem eiga að nema infrarauða geisla frá eldflaugaskotum, reyndust. Starfsmaður í vís- indastöðinni sagði, að gervi- tunglið hefði sent boð til jarðar um Titan-skotið 90 sekúndum eftir að eldflaugin hófst á loft. Að 90 sekúndum liðnum var Titan-flaugin komin í rúmlega 60 km hæð, og sagði talsmað- urinn, að Midas-gervitunglið ætti raunar að geta numið hina infrarauðu geisla frá skotinu fyrr, en miðað við loftlagsskil- yrði, sem ekki hefðu verið hag- stæð, mætti árangurinn teljast góður og í fullu samræmi við fyrri athuganir. Hliðstæðar til- raunir voru gerðar með gervi- tunglið Midas III, sem sent var á loft fyrr á þessu ári. Spilakvöld Stefnis HAFNARFIRDI. — Stefnir, fél. ungra Sjálfstæðismanna, heldur skemmtifund | Sjálf- stæðishúsinu í kvöld. Hefst hann kl. 8,30 með því að Bingó verður spilað og síðan verður kvikmyndasýning. — Er skemmtikvöld þetta jafnt fyrir eldri sem yngri og eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. — Heimsbyggð- inni.... Framh af bls. 24. við ísland og þár með afkomu is- lenzku þjóðarinnar. Afleiðing þessa er sú, að enn hefur gífurlegt magn geislavirkra efna bætzt við og mun menga allt andrúrnsloft jarðarinnar og stór hafsvæði um árabil. Úrfall geislavirkra efna frá þessum og fyrri sprengingum mun spilia drykikjarvatni, jarðargróðri og þar með mat- vælum hvarvetna, en mest I löndum á norðlægum breidd- argráðum, eins >g íslandi, sem vegna legu sinnar er í sérstakri hættu vegna afleið- inga af kjarnorkusprenging- um Sovétríkjanna. Af þessum sökum hlýtur Al- þingi íslendinga að mótmæla þessum aðförum og taka þannig þátt í þeim andmælum gegn kjarnorkusprengingum, sem nú heyrast úr öllum heimsálfum, jafnframt því sem það skorar á kjarnorkuveldin að hætta til- raunasprengingum og setja ör- uggt eftirlit með því, að þær fari ekki fram. DJUP lægð (970 millibar) skammt suðvestur af Færeyj- um hreyfist lítið úr stað og grynnist. Lægðin veldur N-átt hér á landi og á hafinu suður undan. Er veður víðast all- hvasst á þessum slóðum, en sums staðar rokhvasst í bylj- um. Hins vegar er SV-átt um Bretlandseyjar og hlýtt í veðri. Hér á landi er hlýtt í veðri þrátt fyrir N-áttina, 5—7 st. norðanlands, en 9—12 st. syðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.