Morgunblaðið - 26.10.1961, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
f’immtudagur 26. okt. 1961
☆
New York, 22. október. —
í BANDARÍKJUNUM er allt
af verið að kjósa. f fyrra voru
forsetakosningar og þingkosn
ingar, í ár eru bæjarstjórnar-
kosningar, borgarstjórakosn-
ingar, ríkisstjórakosningar o.
s.frv., og á næsta ári fara aft-
ur fram kosningar til fulltrúa
deildar Congressins í Was-
hington, auk þess sem þá ber
að kjósa einn þriðja hluta
Oldungadeildarinnar og ríkis
stjóra í mörgum ríkjum. Þann
ig beitir f jölmennasta lýðræð
isþjóð heimsins hinum al-
menna kosningarétti til þess
að velja sér forystumenn á
fjölmörgum sviðum þjóðlífs
síns.
Þær kosningar, sem nú
vekja mesta athygli eru borg
arstjórakosningarnar í New
York borg, stærstu borg lands
ins með á 9. milljón íbúa og á
Eftir Sigurð Bjarnason
Haröar og tvísýnar borgar-
stjórakosningar
Demókratar hafa stjórnað New York
s.l. 16 ár en Republikanar gera
sér nú von um sigur
f jórðu milljón kjósenda á kjör
skrá. En þar á jafnframt að
kjósa sérstaklega forseta bæj
arstjórnar og bæjargjaldkera,
auk bæjarstjórnarinnar sjálfi
ar.
Margir frambjóffendur.
Þessar kosningar í New York
eiga að fara fram 7. nóvember
n.k. eða eftir rúman hálfan mán-
«ð. Er meiri hiti í þessum kosn
jngum en menn muna lengi eftir
II borgarstjórakosningum. Demo-
kratar hafa stjórnað borginni í
16 ár. Núverandi borgarstjóri hef
ur setið við völd í 8 ár og þykir
hafa staðið sig slæglega.
Frambjóðendur til borgarstjóra
starfsins eru 5 talsins. En að-
eins tveir þeirra heyrast nefnd
ir í samibandi við möguleika til
þess að ná kosningu. Það eru að
sjálfsögðu frambjóðendur hinna
tveggja stóru flokka, Demokrata
Og Republikana, þeir Robert
Wagner borgarstjóri og Louis J.
Lefkowitz hinn opinberi ákær-
andi New York ríkis, fyrrver-
andi þingmaður og dómari.
Báðir eru þessir menn á miðj-
um aldri, þaulreyndir stjórn-
málamenn og baráttumenn. Wagn
er hefur eins og áður segir verið
borgarstjóri Demokrata s.l. átta
ár. Hann er almennt talinn geð-
þekikur og heiðarlegur maður og
þótti farnast borgarstjómin vel
fyrrihluta starfstímabils síns. En
síðari kjörtimabilið hefur forystu
hans hrakað mjög. Allskönar spill
ing og spákaupmeninska er talin
hafa vaðið uppi í stjórn borgarinn
ar og vanræksla og áhugaleysi
mótað framkvæmdir á fjölmörg-
um sviðum.
A s.l. sumri lenti Wagner í
hörkudeilum við ýmsa aðalleið-
toga flokksins, þeirra á meðal De
Sapio, sem lengi hefur haft togl
in og haldirnar í flokkssamtök-
uan Demokrata. Vildu nú De
Sapio og hans menn taka til
sinna ráða og tryggja alger yfir
ráð sín yfir flokknum í New
York.
En Wagner snerist hart gegn
þeim og i prófkosningum, sem
fram fóru innan flokksins vann
hann mikinn sigur í flokksstjórn
mni og tryggði þar með fram-
boð hitt í borgarstjórakosningun
um. En eftir þetta er Demokrata
flokkurinn í borginni illa klof-
inn og að nokkru lamaður. Þó
var fyrist eftir prófkoáningarnar
og sigur Wagners þar almennt
gert ráð fyrir að hann myndi
verða endurkjörinn borgarstjóri,
enda hafa Demökratar lengi haft
geysisterka aðstöðu og mikið
fylgi í borginni.
Lefkowitz vinnur stöffugt á.
En eftir því sem liðið hefur á
kosningabaráttuna hefur bilið
milli Lefkowitz og Wagners stöð
ugt verið talið minnka. Frambjóð
andi Republikana hefur barizt af
óþreytandi elju og dugnaði fyrir
kosningu sinni. Fyrirfram var
hann alþekktur sem dugandi
þingmaður og síðan dómari og
opinber ákærandi. Hann er kom-
inn af efnalitlum innflytjendium
frá Evrópu og á sterk ítök í fjöl-
mörgum þjóðarbrotum Og ýmis-
konar samtökum í borginni. Hann
braust til mennta af eigin ramm
leik af miklum dugnaði og lauk
ungur lögfræðiprófi með hárri
einkunn. Stundaði síðan lögfræði
störf, en hóf fljótlega afskipti af
opinberum málum og var kos-
inn til ýmissa trúnaðarstarfa eins
og áður segir.
Undanfarnar vikur hefur Lef-
kosningu sinni. Hann hefur hald-
ið hundruð funda, farið fótgang
andi um heil hverfi borgarinnar
og heimsótt vinnustaði, talað í
verksmiðjum, skrifstofum, á
strætum og gatnamótum og hvar-
vetna skammað Wagner blóðug-
um skömmum fyrir ódugnað,
linku við glæpalýð borgarinnar,
vanrækslu í löggæzlu, ringulreið
í skólamálum, algert athafna-
leysi í húsmæðismálum, spillingu
og ræfidóm. Svo ramrnt kvað að
skömmum Lefkowitz um Wagn-
er að ýmsum þótti nóg um er þeir
áttust við í sjónvarpi. Þú hefur
svi'kið alt og getur ekki gert neitt
að gagni, sagði hann um Wagn-
er. Wagner hefur yfirleitt ekki
verið eins persónulegur í ádeil-
1 um sínum á Lefkowitz. Lét hann
í þó hafa það, að hann væri „lítill
maður“. Hefur Lefkowitz gert sér
mikinn mat úr því og lýst því
[ yfir að hann vildi með ánægju
vera talinn „lítill maður“ og full
trúi „litla mannsins", sem leysti
störf sín af hendi með trú-
mennsku og af reglusemi í þágu
bæjarfélags síns.
Þannig gengur hin pólitíska bar
átta líka meðal hinna stóru
þjóða. Hins persónulega návígis
verður þar vart, rétt eins og hjá
stjórnmálabaráttunnar verður
þar oft vart, rétt eins og hjó
okkur í litlum og fámennum þjóð
félögum.
bótum Og framförum í þágu
menningis. Það sé ek'kert
marka skrumið í Lefkowitz.
Honum sé stjómað af „herrun-
um í Albany" (þ.e. höfuðborg
New York ríkis, sem Republik-
anar náðu undir forystu Rocke-
fellers rí’kisstjóra) og hann
mundi ekki komast upp með
moðreyk þó hann yrði kjör-
inn borgarstjóri. Wagner segist
muni halda áfram, að framkvæma
þá uftibótastefnu, sem hann hafi
jafnan fylgt og bezt tryggi hags
muni almennings í borginni.
Þannig etur hver sitt í hinni
miklu baráttu um borarstjóraem-
bættið í New York, sem nú stend
ur sem hæzt.
New York Times styffur
Lefkowitz.
Mikill fögnuður upphófst í her
búðum Lefkowitz og Repubiikana
þegar New York Times lýsti því
yfir s.l. fimmtudag að það styddi
kosningu Leifköwitz og síkoraði á
borgarbúa að fylkja sér um kosn-
ingu hans. Sagði blaðið í forystu
grein sinni að enginn vafi vœri
á því, að hann væri hæfasti mað-
urinn, sem í kjöri væri. „Hann
er mikill starfsmaður, gáfaður,
samivizkusamur og hefur mikla
reynslu sem opinber embættis-
maður. Hann er maður hlýr í
framkomu hefur ákveðnar skoð-
anir, sem byggðar eru á póii-
tísku hugrekki og langri póli-
tískri reynslu. Hann hefur þrótt
og getu til þess að verða góður
borgarstjóri — og skapa borg-
inni góða stjórn eftir óstjórn þá,
sem hún hefur orðið að þola í
mörg ár“.
Þetta sagði New York Times.
Þessmá geta að það studdi Wagn
er við síðustu borgarstjórakosn-
ingar og John F. Kennedy við for
setakosningarnar í fyrra. Er það
því mjög þýðinganmikið fyrir
Lefkowitz að njóta stuðnings
þessa mest virta stórblaðs New
York borgar og raunar allrar
Norður-Ameríku.
Um Wagner segir í þessari for
ystugrein blaðsins, „að þó hann
sé persónulega geðþekkur maður
hafi hann ekki reynzt fær um
að köma í veg fyrir spillingu í
stjórn sinni“.
En þrátt fyrir þetta fer því víðs
fjarri að kosning Lefkowitz geti
talizt örugg. New York er eitt af
al- | höfuðvígjum Derookrataflokks-
að ins og hefur tiltölulega sjaldan
brugðizt honum. Nú er flokkur-
inn að vísu klofinn og stjórn
hans undanfarin ár hefur reynst
illa. Engu að síður gæti svo far-
ið að Wagner næði fcosningu með
naiimum meirihluta. Sennilega
mun eitthvað á þriðju milljón
kjósenda taka þátt í kosningunni.
Rúmlega 300 ára gömul
bæjarstjórn.
Arið 1653 féklk New Yörk, sem
þá hét New Amsterdam sína
fyrstu bæjarstjórn. Árið 1626
hafði hollenski landsstjórinn
keypt Manhattan eyju af Indíán
um fyrir 24 dollara. Þykja það
nú hafa verið allgóð kaup. Það
eru Hollendingar, franskir Húgen
ottar, Þjóðverjar og Englending-
ar, sem byggja hina nýju borg
Vesturheims upp. A elstu mann
talslistum, sem til eru er talið að
18 tungumál og mállýzkur séu
talaðar í borginni. í dag eru þær
taldar 83.
New York óx og dafnaði. Arið
1785 verður hún höfuðborg
landsins og er það í 5 ár. Voru þá
aðeins 13 ríki í ríkjasambandinu.
Arið 1789 er George Washing-
ton settur inn í emíbætti í New
York sem forseti Bandaríkjanna.
í dag er New York langsam-
lega stærsta borg Bandaríkjanna
með á níundu milljón íbúa og
önnur eða þriðja stærsta borg i
heimi. Hún er höfuðborg tækn-
innar og ber hvarvetna svip
hrikalegra framkvæmda og stór
felldrar uppbyggingar.
En þessi mifcla heimsborg og
fólk hennar á sín vandamál og
erfiðleika við að glíma. Þetta
fólk gengur til kosninga og kýs
sér bæjarstjórn, borgarstjóra og
bæjargjaldkera alveg eins og vi<S
heima á íslandi, sem kjósum okk-
ur bæjarstjórn eða hreppsnefnd
í litlum kaupstöðum, kauptúnum
og sveitahreppum í stóru og
strjálbýlu landi og vantair þús-
und hluti til þess að geta verið
ánægðir og lifað farsælu og ham
ingjusömu lífi. En ef trúa má þvi,
-sem hér er sagt í kosni-ngaibar-
áttu þá vantar þá alveg eins
margt hér í New York. og sá
sem verður kjörinn borgarstjóri
h-efur nóg að gera næstu fjögur
ár við a-ð framkvæma loforð sín.
S. Bj.
Louis J. Lefkowitz frambjóffandi Republikana, t.v. og Robert Wagner frambjóffandi Demokrata
t. h. — Þeir hafa háff geysiharffa kosningabaráttu.
Kosningaloforðin.
Lefkowitz hefur vissulega ver-
ið óspar á kosningal-oforð í bar-
áttu sinni. Hann hefur lagt mik-la
áherzl-u á að hann myndi bæta
löggæzluna. efla lögregluliðið og
skapa au-kið öryggi gegn yfir-
gangs- og glæpalýð. Hann hefur
lofað að útrýma hinu lélega hús
næði fátækrakverfanna og stuðla
að stórauknum íbúðarby-gginguim.
Hann hefur ennfremur heitið að
bæta samgöngur borgarinnar,
fjölga skólum, bæta heilbrigðis-
þjónustu og efla trygginarstarf-
semi. Hverskonar spillingu og
spákaupmennsku í stjórn borgar
innar og fyrirtækja hennar hefur
hann sagt stríð á hendur.
Wagner hefur hins vegar lagt
megin áherzlu á að vara borg-
arbúa við Republikönum, sem«
hann segir að hafi ævinlega bar-
izt gegn öllum félagslegum uim-
VIIMIMIIMGAR
merkjasöluhappdrættis
Blindravinafélags íslands
féllu þannig :
1. Húsgögn nr. 12964, 2. Standlampi nr. 12074
3. Armstóll — 38472 4. Kaffistell — 17306
5. Körfuborð — 27883 6. Strauborð — 16892
7. Taukarfa — 34455 8. Símaborð — 2759
9. Borðlampi — 31367 10. Blaðagrind — 38227
Vinninganna sé vitjað í skrifstofu félagsins Ingólfs-
stræti 16.
BIJNDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS.