Morgunblaðið - 26.10.1961, Page 12

Morgunblaðið - 26.10.1961, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. okt. 1961 JMtftpittirlðMfe CTtgeíandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisiinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. iMM HÆTTAN FÆRIST NÆR ÍSLENDINGUM PINS og Morgunblaðið®" skýrði frá í gær, eftir upplýsingum Unnsteins Stef- ánssonar, er straumum þann- ig háttað að gera má ráð fyr- ir, að yfirborðssjórinn frá Novaya Semlya, þar sem tal- ið er öruggt að Rússar hafi sprengt neðansjávarsprengju sína, lendi inn í Austur-Græn landsstraumnum, en hann er útstreymi úr Norður-íshaf- inu. — Austur-Grænlands- straumurinn liggur milli ís- lands og Grænlands, en Aust ur-Islandsstraumurinn, sem liggur suður með landgrunn inu norðaustanlands og suð- ur með Austfjörðum, á einn ig að nokkru leyti upptök sín í Austur-Grænlands- straumnum. Samkvæmt þessu mun sjór frá því svæði, þar sem Rúss- ar gerðu tilraunina, berast með hafstraumum í nám- unda við ísland. Þetta mun þó taka langan tíma, líklega nálægt hálfu til einu ári, og er því ekki um það að ræða að hætta geti af þessum sök- um stafað frá geislun fisk- metis á næstunni. Þótt tíðindi þessi setji að sjálfsögðu mikinn ugg að ís- lendingum, þá er rétt að hafa hugfast, að rannsóknir á á- hrifum neðansjávarspreng- inga eru ekki svo miklar, að á þessu stigi sé rétt að gera ráð fýrir að áhrifin skapi verulega hættu um það leyti, sem þau berast í námunda við ísland. Þá hafa menn heldur ekki upplýsingar um styrk og gerð sprengjunnar og ætti það að vera lágmarkskrafa að Rúss- ar gæfu þær upplýsingar, svo að auðveldara væri að fylgjast með áhrifum henn- ar. — Samkvæmt upplýsingum fiskifræðinga er lítill sem enginn samgangur milli þorskstofna hér við land og í Barentshafi, og þess vegna ekki um beina geislunar- hættu að ræða á hinn ís- lenzka þorskstofn. Aftur á móti er norska vetrarsíldin, sem hér er að nokkru leyti veidd á sumr- in, meðal annars í Barents- hafi fyrstu þrjú ár ævi- skeiðsins. Kynnu því bein geislunaráhrif á síldarstofn- inn að koma hér fram síðar, en rannsóknir eru ekki svo langt á veg komnar að hægt sé að segja fyrir um, hvort um verulega hættu geti ver- ið að ræða. AUKA VERÐUR RANNSÓKNIR E S SI síðustu og verstu *■ tíðindi fyrir okkur ís- lendinga leiða til þess, að óhjákvæmilegt er að stór- auka rannsóknir og eftirlit með geislavirkni. Um það leyti sem sjór sá, sem nú er við Novaya Semlya, berst í námunda við ísland, érnauð- synlegt að aðstaða verði til fullkominna rannsókna, svo að kaupendur íslenzks fisks viti að engin hætta sé sam- fara neyzlu hans. Samhliða ber að auka rann sóknir á geislavirkni í lofti og regnvatni og í fæðuteg- undum, öðrum en fiskmeti. Að þessu er nú unnið, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, og sjálfsagt er að hraða þeim undirbúningi sem mest má verða. Vísindamenn hafa upplýst, að búast megi við stójraukn- um geislunaráhrifum hér- lendis upp úr næstu mánaða- mótum. Með þeim verður að fylgjast mjög rækilega, enda eiga landsmenn heimtingu á að vita sem nákvæmast um áhrif hinna ógnþrungnu sprenginga. VARÚÐARRÁÐ- STAFANIR UNDIR- BÚNAR rUNS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, vakti Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, máls á því í lands- fundarræðu sinni fyrir helg- ina, að ríkisstjórnin hefði nú í undirbúningi aðgerðir til þess að treysta öryggi borg- aranna, ef geislunaráhrif ykj ust ískyggilega eða til styrj- aldar drægi. Slíkum ráðstöf- unum er nú hraðað umheim allan og er það að vonum, þegar hliðsjón er höfð af því að ógnarvöldin austur í Moskvu gerast nú æ ófyrir- leitnari. í kjamorkustyrjöld væri auðvitað enginn óhultur, en þó er það svo að varúðar- ráðstafanir geta komið að verulegu haldi gegn geislun- aráhrifum. I dag vita menn ekki nema grípa þurfi til sérstakrar varúðar vegna þeirrar geislunar, sem Rúss- ar þegar hafa orsakað, enda eru slíkar aðgerðir víða und- irbúnar. azYMsm, svar til Rússa V ar a-varnarmálar áðherra Bandaríkjanna, Roswell Gilpatric, hélt ræðu í Hot Springs í Virginíuríki sl. sunnudag, og vakti hún mikla athygli vegna þess, að segja má, að Banda- ríkjastjórn hafi þar lagt spilin á borðið í kjarna- vopnakapphlaupinu * við Sovétríkin. í ræðu sinni, sem að sögn hafði hlotið samþykki Kannedys for- seta, sagði Gilpatric, að Bandaríkin ættu nú yfir að ráða „tugum þúsunda“ af margvíslegum kjarn- orkuvopnum — og þótt Rússar gerðu skyndiárás á Bandaríkin með öllum mætti kjarnavopna sinna, yrði unnt að svara árás- Bandaríkjamenn leggja spilin á borð- ið í kjarnavopna- kapphlaupinu. Vara- landvarnaráðherrann kveður Bandaríkin sterkari Sovétríkjun- um. inni umsvifalaust í sömu mynt — og af ekki minna afli. Ráðherrann lét það greinilega skiljast, að orð sín væru eins konar svar við hótunum Krúsjeffs um að sprengja 50 megalesta vetnissprengju. Vinsældalínurit þriggja forseta f>ETTA línurit birtist í banda- ríska vikuritinu „Newsweek“ nú í vikunni. Það er byggt á skoðanakönnunum Gallup- stofnunarinnar og sýnir niður stöður athugunar á vinsældum þriggja síðustu forseta Banda- ríkjanna fyrstu níu mánuði for setatíðar þeirra, hvers um sig. Af því sést, að John F. Kennedy var vinsælli meðal þjóðar sinnar sem forseti við síðustu mánaðamót heldur en fyrirrennarar hans í embætti, þeir Dwight D. Eisenhower og Harry S. Truman, voru að loknum jafnlöngum embættis- tíma. Línuritið er byggt á svörum 1.552 manna, sem spurðir voru af Gallup. Niðurstöðurnar urðu: Sjötíu og sex af hundr- aði lýstu ánægju sinni með em bættisrekstur Kennedys — 65% höfðu verið ánægð með Eisenhower á sínum tíma, og 63% var samsvarandi „vin- sældahlutfall,, Trumans eftir níu mánuði við stjórnvölinn. Eins og sjá má á línuritinu aukast Kennedy mjög vinsæld ir meðal þjóðarinnar fyrstu mánuðina, eða fram í apríl — Framháld á bls. 16. Mr. Gilpatric sagði m. a. 1 ræðu sinni: — Bandaríkin hyggjast sjá til þess, að þau verði ekki sigruð í neins konar styrjöld, hvorki staðbundinni né heimsstyrjöld með öllum til tækum vopnum. Og, bætti hann við, — sannleikurinn er sá, að Bandaríkjamenn hafa yfir að ráða slíkum hernaðar- rnætti til gagnárásar, að árás óvinar, sem kallaði á beitingu þess afls, væri bein sjálfs- morðsaðgerð af hans hálfu (óvinarins). Ráðherrann minntist á nokk ur helztu ráð Bandarí'kja- manna til þess að koma kjarn- orkuvopnum sínum „til skila“: Hundruð langfleygra sprengju þota, sem eru staðsettar víða um heim: sex kjarnorkukafbát ar, búnir samtals 96 Polaris- flugskeytum; tugir lang- drægra eldflauga, sem unnt er að búa mismunandi öflugum sprengjutrjónum; og loks geti svo herdeildir „staðsettar á landi“ . . . „bætt við hundruð- um megalesta“. —- 1 stuttu máli, sagði Gilpatrice, — höf- um við yfir að ráða slíkum vopnamætti, jafnvel óvænta skyndiárás frá Sovétríkjunum, að hann mun ekki gefa eftir — og jafnvel reynast enn meiri — en óvinurinn gæti beitt til til sinnar fyrstu árásar. Þess vegna erum við þess fullvissir, að Rússar munu ekki kæra sig um að koma af stað meiri háttar átökum með kjarna- vopnum. ★—♦—★ Um 50 megalesta sprengjuna sagði ráðherrann, að slíkt sprengj uafskræmi hefði litla raunverulega hernaðarþýð- ingu — megintilgangurinn væri að vekja ótta og skelf- ingu, en ef Rússar gerðu al- vöru úr því að reyna slíka sprengju gæfist hinum „hlut- lausu“ ríkjum annað tækifæri til þess að sýna, hvar þau raunverulega standa. — Við væntum þess, sagði Gilpatric, að slík ögrun mundi svipta burtu efasemdum jafnvel hinna „linsoðnustu“ meðal óháðu ríkisstjórnanna, sem ekki létu verða af því að sam- þykkja á ráðstefnu sinni í Bel- grad ákveðin mótmæli til So- vétríkjanna og fordæmingu vegna hinna nýju kjarnavopna tilrauna, sem hófust í byrjun ráðstefnunnar — hinn 1. sept. sl. ★—♦—★ Ymsir blaðamenn í Washing ton hafa undanfarið haft það eftir heimildum, sem þeir hafa talið tryggar — en ekki viljað nafngreina — að Bandaríkin hefðu yfirburði yfir Sovétrík- in á sviði kjarnorkuvopna. Þessar heimildir hafa sagt, að sú skoðun — sem Kennedy og fleiri í ríkisstjórninni létu í ljós fyrir nokkrum mánuðum — að Rússar stæðu Bandaríkja mönnum framar í þessu efni, hefði verið byggð á „röngu mati“. — En ræða Gilpatrics á sunnudaginn var hið fyrsta, sem fram hefir komið af opin- berri hálfu, til staðfestingar þessum fréttum. <"W«« Af þessum sökum hljóta landsmenn að lýsa fullum stuðningi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hraða sem mest má verða þeim öryggisráðstöfunum, sem helzt eru taldar tiltækilegar. í því efni verður sjálfsagtað njóta aðstoðar erlendra sér- fræðinga og ekkert má til spara að hraða þessum að- gerðum og gera þær eins tryggilegar og kostur er. Líf og heilbrigði þjóðar- innar getur oltið á því að rétt sé við brugðizt um mjög skamman tíma, ef til vill nokkra daga, ef hættulegra geislunaráhrifa kynni að gæta hér á landi, eða við landið. Það væri þvf full- komið ábyrgðarleysi að gera ekki allt, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að fylgjast með áhrifum ógnar- sprenginganna og vera við því búinn að gera sérhverja þá varúðarráðstöfun, sem til bjargar gæti orðið, ef hættu- legrar geislunar gætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.