Morgunblaðið - 26.10.1961, Qupperneq 23
Fimmtudagur 26. okt. 1961
MORGUISBI AÐIÐ
23
— Utvarps'
umræburnar
Framh. af 24
efnir ríkisstjórnin með því, að
verja á fjárlögum fyrir 1962 300
milljónum til niðurgreiðslna, sem
þó er ekki talið nóg. Stjórnar-
flokkarnir hefðu áður talað mik-
ið um of há fjárlög, en nú hefðu
þeir sjálfir nærri tvöfaldað álög-
urnar á þrem árum, og aðeins
tekizt með óhæfilegustu reiknis-
brellum að koma á hallalausum
fjárlögum. Þá sagði hann
eöguna um, að Framsóknarfiokk-
urinn hafi gefizt upp við að
stjórna hrein öfugmæli, sannleik-
urinn væri sá, að Framsóknar-
floklkurinn hefði verið reiðubú-
inn til þess að
stjórna áfram og
hefði gert grein
fyrir, hvernig
hann ætlaði að
fara að því. Þá
'hefði ríikisstjórn
in, í stað þess að
nota hina hag-
kvæm,u samn-
inga samvinnu-
félaganna, tekið
sig til og farið enn lengra út í
foraðið og með hinum alræmdu
bráðabirgðalögum um gengisfell
ingu tekið kauphækkunina af
verkamönnum, áður en blekið
náði að þorna á pappírnum. Ný
loforðaskrá, 5 ára áætlun — væri
í undirbúningi, sem ætti að til-
kynna með öllu því auglýsinga-
skrumi, sem hægt væri fyrir
næstu kosningar. En ef nýju lof
orðin verða haldin eins og þau
gömlu, og ef stjórnmálaflokk
lýðst að halda áfram að lofa fyr-
ir kosningar og svíkja eftir kosn-
ingar án þess að tapa fylgi, er
einræðið ekki langt undan.
Af hálfu stuðningsflokka rik-
isstjórnarinnar tók fyrstur til
máls Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra. Hann benti á? að
nú væri svö komið, að óttinn við
almenningsálitið í eigin flokki
hefði knúið foringja Framsókn-
ar til að reyna að hreinsa komm-
únista af sér — og væri það á-
stæðan fyrir því, að þeir^ flytbu
vantrauststillöguna einir í þetta
skiptið. Það væru mikil von-
brigði fyrir kommúnista, sem lát
ið hefðu uppi kvíða yfir að Fram
sóknarmenn væru í rauninni að
reyna að nálgast ríkisstjórnina
svipað og átti sér
stað 1950, þegar
þeim tókst að
koma fram van-
trausti á þáver-
andi ríkisstjóm
Sjálfstæðism. en
sameinuð-
u s t þeim síðan
um framgang
þeirrar stefnu,
sem verið hafði
aðaltilefni van-
traustsins, þ. e.
nýja gengiSskrán
ingu. — Rifjaði
ræðumaður upp,
að þá hefði Fram
sókn t.d. verið
hlynnt því fyrir-
komulagi, að á-
fcvörðun geng-
isskráningar væri hjá Lands-
banka Islands og ríkisstjórn, þó
að hún hefði nú barizt gegn bráða
birgðalögum núverandi ríkis-
Stjórnar um slíkt. 1950 hefði það
verið sameiginleg skoðun Fram-
sóknar og Sjálfstæðismanna, að
taka þyrfti gengisskráningu ís-
Jénzku krónunnar. til sénstakrar
athugunar, þegar alm.enn breyt-
ing yrði á kaupgjaldi. — Þá
minnti forsætisráðherra á, að
reynslan hefði sýnt, að þeir Her
mann Jónasson og Eysteinn Jóns
son væru sízt á móti útgáfu
bráðabirgðalaga, — þegar þeir
ejálfir ættu kost á að gefa þau
út, mjólkurlög þeirra frá 1934
hefðu t.d. naumast átt að koma
til framkvæmda fyrr en eftir að
þing var komið saman. Og 1956
hefðu þeir í vinstri-stjóminni
gefið út bráðabirgðalög um fest-
ingu kaupgjalds og verðlags,
sem svipt hefði launþega kjara-
bótum þeim, er verkfallið 1955
hefði att að færa þeim. For-
sætisráðherra vék að þeim stað-
hæfingum stjómarandstæðinga,
að kauphækkanirnar í sumar
hefðu verið svo sáralitlar, að
engri truflun hefði valdið fyrir
efnahag þjóðarinnar eða út-
flutninginn. Um síðustu áramót
hefðu þeir hins vegar haldið því
fram, að útvegurinn væri svo
illa staddur, að gera þyrfti sér-
stakar ráðstafanir hans vegna.
Sannleikurinn væri líka sá, að
þrátt fyrir sæmilegan síldarafla
í sumar og betri vertíð báta-
flotans væri heildarframleiðsla
sjávarafurða, reiknuð á föstu
verði, 3,2% lægri 1961 en 1959.
Þessar einföldu tölur sönnuðu,
að í sumar hefði enginn grund-
völlur verið til svo gífurlegrar
kauphækkunar sem varð. Fram-
sóknarmönnum hefði líka verið
ljóst, ekki síður en eftir verk-
föllin 1955, sem Eysteinn Jóns-
son sagði hafa valdið „nýju upp
lausnarástandi í efnahagsmál-
um“. Samskonap upplausnar-
ástand hefði skapazt nú, ef ekki
hefði tafarlaust verið gripið til
gagnráðstafana. Þegar allt þetta
væri skoðað, væri ekki að
undra, þótt Þjóðviljanum kæmi
í hug, að Framsóknarmenn
væru nú reiðubúnir til að
breyta um og taka upp þver-
öfuga stefnu við þá sem hún
hefur fylgt að undanförnu, að-
eins ef hún fengi að kom-
ast í ríkisstjórn. — í stjórn
mundi hún þó ekki fara —
enda engan veginn tryggt, að
forysta Framsóknar hlypi ekki
út undan sér til kommúnista,
iþótt aðild ætrti að ríkisstjórn-
inni. Hún virðist ætíð þurfa að
standa í illindum og teldi stjórn-
arsamstarf til þess valið að
reyna að grafa undan samstarfs-
mönnum sínum.
1 síðari hluta ræðu sinnar vék
forsætisráðherra einkum að því,
sem framundan væri í þjóðmál-
unum. Snúast yrði gegn áfram
haldandi skemmdarverkum með
fullri festu, efla atvinnuvegi,
sem fyrir væru og hefja nýja,
þ. á. m. væri í undirbúningi
fiskrækt, vinnsla kísiigúrs, stór-
iðja með virkjun stærri fall-
vatna o. s. frv. Með 5 ára ætl-
uninni, sem ríkisstjórnin hefði í
undirbúningi, væri stefnt að því
að sýna fram á í reynd,_ hverju
þjóðin gæti áorkað, ef hún sam-
einaði krafta sína til skipulegr-
ar en frjálsrar uppbyggingar á
efnahagskerfi lnadsims. LífSkjör
in yrðu ekki bætt með neinum
krafaverkum heldur yrði að
byggja á staðreyndum. Ríkis-
stjórnin væri reiðubúin til sam
starfs við hvem sem er um að
koma á í landinu raunhæfum
kjarabótum. Launþegar og
vinnuveitendur yrðu að samein-
ast um að tryggja hagkvaemara
vinnufyrirkomulag, framleiðslu-
aufcningu og vaxandi arð atvinnu
veganna— og tryggja að almenn
ingur nyti þeirra kjarabóta
sem við þetta yrðu mögulegar.
I þessu efni mættu óheillaöflin
ekki ráða. Þjóðin yrði að standa
samam og minnast orða skálds-
ins: Litla þjóð. sem átt í vök
að verjast/ vertu ei við sjálfa
þig að berjast.
Þá tók til mál Lúðvík Jósefs-
son (K). í upphafi máls síns
sagði hann, að ríkisstjórnin hefði
ætlað að taka upp nýja efna-
hagsstefnu, þar sem framleiðsl-
unni væri komið á traustan
grundvöll án
styrkja og upp-
bóta og skulda-
söfnun erlendis
átti að stöðva.
Þetta hefði mis
tekist og grund-
vallarloforð rík-
isstjórmarinnar
því orðið sér til
skammar. Þá
sagði hann, að í
byrjun verkfallsins, hefði þjóð-
arframleiðsla farið minnkandi,
enginn hefði reynt að festa kaup
á nýjum bát eða framleiðslu-
tæki og gífurlegar verðhækkan-
ir hefðu orðií', sem verkalýður-
imn hefði orðið að bera bótalaust.
Og sú kauphækkun, sem verka-
lýðurinn fékik, nam aðeins litl-
um hluta verðhækkananna,
samt hefði ríkisstjórnin fellt
gengið um 13,6% þrátt fyrir að
síldaraflinn hefði verið helmingi
meiri en 18 undanfarin ár. —
hefði haft í för með sér meiri
lán erl. og gjaldeyrisistaðan
hefði verið orðin hæpin af þekn
sökum, en hefði þetta ekki ver-
ið gert, mundi helmingur þeirr-
ar síldar, sem veidd var í sum-
ar, synda enn í sjónum.
Þá hefðu ráðherrar uppi áróð-
ur um að ganga í Efnahagsbanda
lag Evrópu, en með því sé stefnt
að því' að stofna nýtt ríki, nýja
I>ólitiska samsteypu, þar sem
hreyfing fjármagns, atvinnu-
tækja og vinnuafls sé frjáls
meðal bandalagsþjóðanma. En
eftir því hefðu sjómenn og út-
gerðarmenn annarra þjóða sama
rétt og Islendingar til fiskveiða
hér. Undanþága frá því mundil
aldrei verða nema til bráða-j
birgða og ekki liði á löngu, Unz
erl. auðhringir yrðu alis ráð-
andi á íslandi, og þá væri fljót-
séð hvað yrði um ísl. sjávarútveg
og fiskiðnað.
Næstur talaði dr. Gylfi Þ.
Gislason viðskiptamálaráðherra.
1 upphafi ræðu sinnar vitnaði
hann til þeirra ummæla Eysteins
Jónssonar, að
eini grundvöllur
framfara og
bættra lífskjara
væri aukið jafn-
vægi í þjóðarbú-
inu, kauphækk-
anir yrðu að
haldast í hendur
við auknar þjóð-
artekjur, halda
yrði í skefjum
lánastarfsemi bankanna og koma
í veg fyrir of öra fjárfestingu.
Þá hefði Eysteinn Jónsson mælt
með gengisfellingu og afnámi
uppbótakerfisins, þá hefði Ey-
steinn verið í ríkisstjórn, verið
fjármálaráðherra. En nú væri
hann gegn réttri gengisskráningu,
gegn eðlilegri útlánastarfsemi
bankanna og með óeðlilegum
kauphækkunum. En Framsóknar-
flokkurinn hefur flutt vantrausts
tillögu áður, hann gerði það árið
1950, er minnihlutastjórn Sjálf-
stæðisflokksins var við völd. Það
vantraust var samþykkt og
skömmu síðar bar samsteypu-
stjórn Sjalfstæðisflokks og Fram
sóknar fram sama fjárlagafrum-
varpjð Og Sjálfstæðisflokkurinn
hafði borið fram áður og síðan
var samþykkt vantraust á; hann
fyiir. Stefnan nú væri að miklu
leyti sú sama og þá, báðar ríkis
stjórnirnar hefðu verið á móti
höftum, en með frjálsri verzlun,
á móti uppbótakerfinu og
með réttri skráningu geng-
isins, báðar ríkisstjórnirnar
hefðu lagt áherzlu á, að kaup-
hækkanirnar yrðu að haldast í
hendur við aukningu þjóðar-
tekna, á það hefði Eysteinn Jóns-
son einnig lagt mikla áherzlu og
lýst því með mælsfcu sinni. Eitt
af því sem þó bæri á milli, væru
hin geysilega aukning al-
mannatrygginga, en þær væru
helzta tækið til að auka jöfnuð
þjóðarteknanna og styrkja þá,
sem minnstar hafa tekjurnar.
Bætur almannatrygginga hefðu
verið tvöfaldaðar, einkum hefði
fjölskyldubætur og ellilífeyrir
aukizt. Þá hefði verið aukin nið-
urgreiðsla á tiltéknuim nauðsynja
vörum til að vega á móti verð-
hækkuriinni. Þá ræddi ráðherr-
ann hvers vegna Framsóknar
flokkurinn hefði borið fram þetta
vantraust á ríkisstjórnina, þar
sem hann væri ekki á móti grund
vallarstefnu hennar í efnahags-
ináium. Taldi hann það sömu
ástæðuna og 1950, þá, að vera
ekki í ríkisstjórn. Þá sannaði
hann, það, með því að fram-
kvæma sjálfur þá stefnu með
Sjálfstæðisflokknum, er hann
hafði fellt fyrir að boða. Þetta
væri óekta, ósatt og óheilt,
strompleikur. Og væri ekki mál
til komið að Framsóknar-
menn hættu að skipta um
skoðun eftir því, hvort þeir
sitja í ríkisstjórn eða efcki, og
viðurkenndu það, sem þeir álíta
rétt og segðu þjóðinni satt uni
sínar skoðanir.
Asgeir Bjarnason (F), ræddi
einkum um málefni landbúnaðar-
ins og taldi þar flest hafa sigið
á ógæfuhlið, síð-
an núverandi rík
isstjórn tók við
Sú aðstoð, sem
þeir hefðu átt að
fá á móti til að
Ij ráða fram úr
skuldaerfiðleik
um sínum væri
svo mun minni
en sjávarútveg-
urinn hefði not-
ið. Komst ræðumaður svo að orði:
að sá stimpill, sem stjórnarflokk-
arnir væru nú að setja á löggjöf
landbúnaðarins yrði hvorki þeim
til heiðurs né bændum til góðs
Langt væri síðan rekstursaf-
koma bænda hefði verið eins
erfið og nú.
Síðan tók Ölafur Jóhannesson
(F) til máls og snerist ræða hans
eingöngu um gengisfellinguna,
sem hann kvað^^
vera eitt af mörg
um ónauðsynleg- W '"
um óhappaverk- ■
jm ríkisstjórnar- ' ™ V
innar. Þá taldi
hann bráða- ’ sa? 4
birgðalögin um
að gengisskrán-j
ing skuli vera íi
höndum Seðla j
bankans og rík-i
isstjórnarinnar ekki hafa fengið
staðizt fyrir stjórnarskránni, þar
sem brýna nauðsyn hefði ekki
borið til breytingarinnar. Hún
hefði hins vegar verið fram-
kvæmd af því að stjórnarsinnar
vildu geta komið ábyrgðinni af
gengisbreytingunni yfir á bank-
ann. Það væri rangt, að kaup-
hækkanu hefðu gert gengisbreyt
inguna nauðsynlega, heldur hefði
hún verið hefndarráðstöfun. Með
henni hefði nýju dýrtíðarflóði
verið hellt yfir þjóðina. Allur
almenningur vissi nú ekki hvern-
ig hann ætti að komast af.
Bjartmar Guðmundsson rifjaði
upp, að árið 1956 hefði Fram-
sókn rofið stjórnarsamstarf við
Sjálfstæðismenn og gengið til
myndunar vinstri-stjórnarinnar.
Sú stjóm hefði átt að gera miikið
gga — en sprakk eft
ir tvö ár, kom
sér ekki saman
um neina lausn á
vandamálunum.
Sá hefði verið
hennar máttur.
Þar með hefðu
Framsóknarm.
algjörlega verið
búnir að skáka
sér til hliðar í
íslenzkum stjórnmálum. 1 stjórn-
arandstöðunni hefðu þeir þá tek-
ið upp hreinar öfgar, svo sem
m.a. hefði komið fram í kjör-
dærriamálinu, og enn eymdi eft-
ir af stóryrðum þeirra og ljót-
yrðum. Ef gagnrýni væri ætlað
að hafa áhrif, mætti hún hins
vegar ekJki vera svo neifcvæð,
að hún bryti odd af sjálfri sér.
Óneitanlega væri fróðlegt að
bera saman yfirlýsingu Her-
manns Jónassonar, þegar vinstri
stjórnin hrökklaðist frá, um að
gjaldþrot væri framundan, ef
ðkki yrði gripið til róttækra að-
gerða — og staðhæfingar hans
nú um að engar fórnir hefði þurft
að færa. Síðan rakti ræðumaður
nokkuð þróun mála og sýndi
fram á, hvernig hrákspár stjórn-
arandstæðinga um slæma afleið-
ingar viðreisnarinnar hefðu
reynst orðin tóm. Þvert á móti
hefði ríkisstjórnin snúizt gegn
vandamálunum og hvergi hopað
— og því mundi hún halda á-
fram það sem eftir væri kjör-
tímabilsins. Framsókjnarflobkur-
inn ætti líka margt ólært, áður en
hægt væri að fela honum stjórn-
arstörf.
Magnús Jónsson rifjaði upp,
hvernig Hermann Jónasson hefði
á bak við tjöldin stutt verkföll-
in 1955 og síðan fengið því áork-
að að Eysteinn Jónsson gekk und-
ir það jarðarmen
að gleypa fyrri
stefnu sína með
húð og hári. Því
hefði þá verið
haldið fram
T í m a n u m
að Sjálfstæð-
isflokkurinn
mætti ekki hafa
lyklavöldin
stjórnmálum
landsins. Miklar áætlanir hefðu
síðan orðið að veruleika við
myndun vinstri-stjórnarinnar —
en, eins og síðar kom á daginn,
hefði aðeins gleymzt að semja
um vandamálin. Um þá stjórn
mætti því nöta lítið breytt orð
Hermanns Jónassonar í lok stjórn
artíðar hennar: Þar var aldrei
samstaða um neitt. Draumur H. J.
um ævarandi völd hefðu því
reynzt hillingar einar. Það sýndi
því mikla dirfsku, að bera nú
fram vantraust á þá, sem fengið
hefðu það verkefni, að greiða
fram úr þeim vandamálum, sem
vinstri-stjórnin lét eftir sig. Ekki
hefði Framsókn sýnt það í stjórn
arandstöðunni, að henni hefði
farið mikið fram. Hún hefði haft
náið samstarf við kommúnista og
tryggt veldi þeirra í verkalýðs
hreyfingunni og haldið uppi á■
róðri, sem væri hreinasta fjar-
stæða. Fyrir þetta vildu Fram-
sóknarmenn fá traust. Um leið
og þeir héldu því fram, að stefna
stjórnarinnar hefði gert ástand
atvinnuveganna verra en nokkru
sinni fyrr, fullyrtu þeir, að at-
vinnulífið gæti borið 13—20%
kauphækkanir, án þess að það
hefði nokkrar afleiðingar. Ræðu-
maður kvað ríkisstjórnina fylgja
fastri stefnu og vinna að
traustri uppbyggingu efnahags
þjóðarinnar, þar sem stefna
Framsóknar snerist eftir vind-
áttinni dag hvern. Eina fastmót-
aða skoðun þeirra væri sú, að
þjóðinni væri lífsnauðsyn, að
þeir stjórnuðu. Af andstöðu Fram
sóknarmanna við viðreisnarað-
gerðirnar væri ljóst, að þeir ættu
enga samleið með núverandi
stjórnarflokkum. Því kæmi ekki
annað til greina, ef ríkisstjórn-
in færi frá, en samstjórn Fram-
sóknar og kommúnista. Fullvíst
væri, að pjóðin hafnaði með öllu
þeirri stjórn helsprengjustefnunn
ar. 1 næstu kosningum mundi
ríkisstjórnin óhrædd leggja störf
sín undir dóm þjóðarinnar.
Næstur tók til máls seinni
ræðumaður Alþýðubandalagsins,
Björn Jónsson. Sagði hann, að
sú staðreynd blasi við, að hver
athöfn stjórnarherranna leiði
af sér versnandi lífskjör. Við-
reisnin hefði staðið í eitt og
hálft ár, áður en verkalýðsfé-
lögin létu til skarar skríða, og
þá hefði kaupgjaldið orðið að
hækka um 18% til að verða
eins og það var í upphafi við-
reisnarinnar, en um 24%, ef
miðað væri við valdatöku ríkis-
stjómarinnar. Brautin til bættra
lífskjara hefði
því verið stigin
aftur á bak. Al-
þýðubandalagið
hefði gert allt,
sem það hefði
getað, til að
firra vandræð-
um, en allt kom
ið fyrir ekki. —
Ríkisstjórnin
hefði efnt til
stórstyrjaldar við verkalýðsfé-
lögin í því skyni að knésetja
Alþýðusambandið. — Þá sagði
hann, að atvinnuvegimir hefðu
borið kauphækkanirnar í sum-
ar; þau laun hefðu verið lægri
en þeir hefðu borið undanfarin
hálfan annan áratug. I taum-
lausu verðhækkunaræði sínu
hefði ríkisstjórnin ekki látið
sér nægja, að svipta verkalýð-
inn kauphækkununum, sem náð-
ust í sumar, heldur hrifsað 8—
9% af því kaupi, sem hún hefði
haft fyrir verkfallið. Þetta væru
heilindin og ávöxtur stjómar-
stefnunnar. En sá tími myndi
koma, að þessi minnst virta og
óþokkanlegasta ríkisstjórn, sem
setið hefði, yrði að víkja.
Síðasti ræðumaður var Jón
Þorsteinisson og talaði af hálfu
Alþýðuflokksins. Taldi hann
ástæðuna fyrir vantrauststillögu
Framsóknarflokksins þá, að Fram
sóknarflokkurinn er ekki í ríkis-
stjórn. Þar af væri sprottin sjúk-
leg heift hennar í garð stjórnar-
innar, sem lýsti sér í óhóflegum
árásum og því, að láta hana ekki
njóta sannmælis. Höfuðmarkmið
viðreisnarinnar taldi hann að af-
nema uppbótakerfið, skrá rétt
gengi og gera öllum útflutnings-
vegunum jafnt undir höfði. Þá
heíði verið tekin upp sú stefna, að
lifa á þvi sem hún aflar, en ekki
á erl. lántökum. Af þessu leiddi
náttúrulega kjaraskerðingu í bili,
en_um annað hefði ekki verið að
ræða, enda lánstraust þorrið er-
lendis. Þetta hefði svo borið þann
ávöxt, að gjaldeyrisstaðan hefíSi
batnað, enda viðurkenndu stjórn
arandstæðingar það, er þeir
færu fram á kauphæfckanir,
þó þeir neituðu þvi annars.
Þá sagði hann, að Kommúnistar
og Framsóknarmenn hefðu far-
ið fram á miiklu hærri kauphækk
anir, en atvinnuvegirnir gátu
staðið undir, m. a. vegna afla-
brests og læfckandi afurða/verðs
erl., til þess að eyðileggja við-
reisnina og hleypa fram nýrri
verðhækkunaröldu, í stað þess
að fara fram á raunhæfar kjara-
bætur. Vinnuveitendur og sam-
vinnufélögin höfðust ekkert að
til að koma í veg fyrir verkföll
og ætluðu að þvinga ríkisstjórn-
ina til að heimila að velta kaup-
hækkunum á almenning með
verðhækfcunum, sem ekki tókst,
enda Framsóknarmenn ekki í
ríkisstjórn. Og sagðist hann ekki
muna annað en Framsóknarmenn
í ríkisstjórn hafi alltaf áli-tið, að
mæta yrði nýjum kauphæíkkun-
um með hæfckandi vöruverði. Þá
sagði hann, að erfitt væri fyrir
verkamenn að fá kjarabætur,
meðan svo væri um hnútana bú-
ið, að svo til allar stéttir aðrar
fylgdu þegar í kjölfarið. Þessa
meinsemid yrði að nema burt.
Þá taldi hann, að ríkisstjórnm
hefði átt að lögfesta tillögu sátta
semjara og halda síðan verðlag-
inu í skefjum með harðri hendi.
En ekki tjái að sakast, um orð-
inn hlut. Nú sé önnur atlaga boð-
uð. Það verður að slá skjaldborg
um viðreisnarstefnuna, sem hin
austrænu öfl fá eklki roífið.
Kona fyrir bíl -
UM fimmleytið í gær varð kona
fyrir bíl á Hlemmtorgi. Konan,
sem heitir, Soffía Jóhannsdóttir,
Hverfisgötu 112, fótbrotnaði. —
Brotnuðu báðar pípur vinstri fót
ar. Hún var flutt á Slysavarð-
stofuna. Kl. 8,15 í gærmorgun
var telpa, Emelía Kristjánsdóttir
flutt frá Njálsgötu 73 á Slysa-
varðstofuna. Hún hafði dottið og
meiðst, en ekki alvarlega.