Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 24
Hvað er til varnar ?
— Sjá bls. 10 —
rogAttiMðftifr
243. tbl. — Fimmtudagur 26. október 1961
Bréf trá New York
Sjá bls. 8.
ISLENZKAR bækur voru
sennilega sýndar í fyrsta
skipti á stærstu bókasýningu
heims, sem haldin er í Frank-
furt am Main, þar sem 1800
bókaforlög sýna bækur sín-
ar.
Það var Almenna bókafélag
ið sem kynnti þar nokkrar
bækur í samstarfi við Univer-
sitetsforlaget í Osló. Bækurn-
ar vöktu mikla athygli og voru
rómaðar fyrir góðan frágang.
Myndin (hér að ofan) sýn-
ir forstjóra Universitetsfor-
laget, Tönnes An.denæs t. v.
sýna indverska útgefandanum
og bókainnflytjandanum R. N.
S.ichdev bók Jóns Eyþórsson-
ar, Vatnajökull.
Vantraustið órðk-
stutt í umræðunum
RíkísstJórnin hefur tekizt
á við vandann - - og mun
gera það áfram
í GÆRKVÖLDI var útvarp-
að frá Sameinuðu Alþingi
umræðum um vantrauststil-
lögu Framsóknar á hendur
ríkisstjórninni. Ekki verður
sagt annað en að mikið hafi
skort á, að stjórnarandstæð-
ingar færðu nokkur gild rök
fýrir því, að stjórnarskipti
væru æskileg — eða ástæða
væri til vantrausts á núver-
andi stjórn fyrir störf henn-
ar. — Þvert á móti kom það
Heimsbyggöinni stefnt í voða
Alyktunartillagan fyrir Alþingi
A KVÖLDFUNDI Alþingis í
gær var lögð fram þings-
ályktunartillaga sú um mót-
mæli gegn risasprengingu
Sovétríkjanna, sem Mbl. gat
um í gær. Eru flutningsmenn
hennar þeir Sveinn S. Ein-
arsson og Benedikt Gröndal.
Er m.a. sérstaklega mótmælt
neðansjávarsprengingum Sov
étríkjanna, sem í tillögunni
segir að stofnað geti í hættu
lífsafkomu íslendinga.
Tillagan er orðrétt á þessa leið:
ALÞINGI ályktar að mótmæla
eindregið sprengingu Sovét-
ríkjanna á risakjarnorku-
sprengju og skorar á þau að
hætta nú þegar kjamorku-
sprengingum sínum, þar sem
geigvænleg geislunarhætta af
þeim stofnar framtiðarvelferð
allrar heimsbyggðar og þar
með íslenzku þjóðarinnar í
voða. Sérstaklega mótmælir
MikiEI
ósigur
Rússa
NEW YORK, 25. okt. —
Rússar biðu mikinn ósigur
við atkvæðagreiðslur í stjóm
málanefnd Allsherjarþingsins
t dag. — Eftir að samþykkt
hafði verið með nokkrum
meirihluta að taka þegar til
umræðu tillögu 8 ríkja (þ.á.
m. Islands) um að skora á
Rússa að hætta við að
sprengja 50 megalesta vetnis
sprengju sína, var áskorunin
samþykkt í kvöld eftir litlar
umræður með yfirgnæfandi
atkvæðamagni, eða 75 gegn
10 atkvæðum kommúnista-
blokkarinnar — og Kúbu. —
Eitt ríki, Malí, sat hjá við
atkvæðagreiðsluna. Júgóslav
neski fulltrúinn var í hópi
þeirra, sem greiddu atkvæði
með tillögunni.
Alþingi neðansjávarsprenging
um, er geta stofnað afkomu-
möguleikum íslendinga í
hættu.
Alþingí skorar enn fremur
á kjarnorkuveldi heimsins að
gera hið fyrsta samkomulag
um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn og öruggt eft-
irlit með því.
Greinargerð:
Það er alkunnugt, hvílík hætta
mannkyninu er búin af notkun
kjarnorkunnar til hernaðarþarfa,
ekki aðeins í ófriði, ef til kemur,
heldur einnig vegna tilrauna með
slík vopn á friðartímum.
Vegna fordæmingar almenn-
ingsálitsins í heiminum á tilraun
um með kjarnorkuvopn féllu
stórveldin, Bandariki Norður-
Ameríku, Stóra-Bre,tlad og Sovét
ríkirl, frá slíkum tilraunaspreng-
ingum um árabil, eða þar til
Sovétríkin rufu þessa samstöðu
og hófu á ný kjarnorkuspreng-
ingar 1. september síðastliðinn.
Síðan hefur þetta 1 stórveldi
sprengt yfir 20 kjarnorkusprengj
ur, að því er talið er, þar af eina
neðansjávar, en hinar í andrúms
lofti jarðar, með þeim afleiðing-
um, að geislavirkni í gufuhvolfi
jarðar hefur aukizt geigvænlega
síðan.
Áhyggjur manna hafa ekki
sízt vaxið, síða'n fcwsætisráð-
herra Sovétríkjanna boðaði ný-
verið sprengingu risasprengju,
er að afli til samsvarar * 50
milljónum smálesta af TNT
sprengiefni, og að því virðist
beinlínis í ögrunarskyni.
Nú berast fregnir um það, að
risasprengja af þvílíkri stærð
hafi verið sprengd 23. október
nálægt ströndum Norður-íshafs-
ins, og enn fremur, að sprengd
hafi verið kjamorkusprengja
neðansjávar í Norður-lshafinu.
Þessi síðarnefnda sprengja gæti
skapað hættu fyrir fiskstofnana
Framh. af bls. 2
glöggt fram í umræðunum,
að unnið hefði verið af festu
og einurð að því að koma
efnahagslífi þjóðarinnar á
réttan kjöl eftir hinn hörmu
lega viðskilnað þeirra, sem að
vantrauststillögunni standa.
FYRST tók til máls fyrri flutn-
ingsmaður vantrauststillögunnar,
Hermann Jónasson (F). í upphafi
ræðu sinnar gat hann þess, að
kjósendur kysu frambjóðendur
eftir þeim loforðum, sem þeir
gæfu fyrir kosningar, og eftir því,
hvernig þeir treysta þeim til þess
að koma þeim í framkvæmd. Nú-
verandi ríkisstjórn hefði gefið
mörg loforð og brotið þau öll. 1
landhelgismálinu hefði verið lof
að að hopa hvergi fyrir Bretum,
það hefði verið svikið. Þá hefði
verið lofað að stöðva verðbólg-
una, en viðreisnin hefði haft í för
með sér dýrtíð, sem almenningur
kallaði óðaverðbólgu. Ríkisstjórn
in hefði lofað að hætta skuldasöfn
un við útiönd, en tekið í þess stað
geysistór eyðslulán. Einnig værl
skrum ríkisstjórnarinnar um
gjaldeyrisafkomu bankanna að
hájfu leyti blekking, því hún
hefði heimi.að einkaaðilum að
taka stór lán erlendis til að létta
á bönkunum. Þá hefði ríkisstjóm
in lofað að koma framleiðslunni á
traustan grundvöll, og ennfrem-
ur skyldi hið gamla og slitna upp-
bótarkerfi niðurlagt. Það loforð
Framh. á bls. 23.
Vantrausts
umræður
áfram í
kvöld
I KVÖLD verður haldlð á-
fram umræðum um van-
trauststillögu Framsóknar-
manna. Verða ræðuumferðir
þrjár, 20, 15 og 10 minútur
til handa hverjum flokkl. Rö3
flokkanna verður þetssi: Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur, Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag.
\
‘ ~ ~ —------ - - —1„ |—,
HÆTTAN FÆRIST IMÆR
FREGNIRNAR a£ ógnar-
sprengingum Rússa hafa
hér sem annars staSar
vakið mikinn ugg. Geisla-
virkni mun mjög aukast
næstu daga og hugsanlegt
er að sprengingin neðan-
áhrif á sjávarlíf við ís-
land.
1 ritstjórnargrelnum f
dag er rætt um hættu þá,
sem okkur getur stafað af
sprengingunum og varúð-
arráðstafanirnar, sem gera
þarf. —.
sjávar geti haft hættuleg
Jón Skaftason
Aímennur borgarafundur gegn
kjarnorkusprengingum
Hefst í Gamía
kl. 5.30 í dag
F R E G NI N um stórsprengju
Rússa sl. þriðjudag hefur vakið
ugg og reiði almennings um all-
an hinn vestræna heim. Fregnir
hafa borizt um mótmælagöngur
víða, enda líkur fyrir því, að
helryk muni á næstunni breið-
ast yfir þéttbýl svæði.
íslendingar hljóta að horfa
með kvíða á þróun þessara
mála. Fiskimið landsins eru í
mikilli hættu og andrúmsloftið
kann að eitrast af hinu geisla-
virka ryki.
í tilefni þessara síðustu stór-
sprenginga boðar Stúdentafélag
Reykjavíkur og Stúdentaráð Há-
skóla íslands til almenns borg-
arafundar til að mótmæla kjarn
orkusprengingum, í Gamla bíói
í dag kl. 5.30.
Ræðumenn á fundinum verða
þessir:
Arinbjörn Kolbeinsson, læknir.
Benedikt Gröndal, ritstjórl.
Jón Skaftason, hdl. og
Sveinn S. Einarsson, verkfr.,
Fundarstjóri á fundinum verð
ur Alexander Jóhannesson, fyrr-
um háskólarektor.
Er ekki að efa að Reykvík-
ingar munu fjölmenna á fund
þennan og sýna með því í verki
almenna andúð á því hættu-
spili, sem hér er verið að leika
með líf alls mannkyns.
Arinbjörn Kolbeinsson
Benedikt Gröndal