Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 3
FöstucTagur 27. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Hraunelfan streymdi fram meff ótrúlegrum hraða ofan á gamla hrauninu í Öskjuopi, orffin 12 km. á lengd nokkrum tímum eftir gosiff, lengri en nokkurt hraun úr Heklu á 13 mámiffum. Hraunáin beljaöi út um Öskjuop SIGURÐUR Pórarinsson hafffi eftirfarandi aff segja er hann kom úr flugvélinni: Viff vorum á sveimi yfir Öskju frá hví kl. um 10:30 til 11:30. Sjálf Askja var aff mestu hulin skýjum og gos- mökkum, en bjartara yfir hraunánni ogr austurhlíffum Dyngjufjalla. Á sama staff og hverirnir mynduffust hér á dögunum gaus úr fjórum hraungígum á sprungu, er lá frá norðri til suðurs. Hraun- bunurnar úr stærsta gígnum stóðu stundum um 300 m í loft upp. Gosmekkirnir náðu 5000—6000 m hæff og voru nær eingöngu gufa. Nokkru sunn- ar en affalmökkurinn var ann- ar gufumökkur lægri, en mik- ill um sig og gæti stafaff af bví. aff hraun væri fariff aff renna í öskjuvatn. Ekki var bó hægt aff skera úr um þetta. Hraunáin beljaði út um Öskju- opiff hratt sem vatnsfljót væri, og rann niður með austurhlíff Dyngjufjalla. Átti hún ekki langt í Dyngjuvatn og mun orðin um 12 km löng. Virffist betta ætla aff verffa lengsti hraunstraumur á islandi síffan Sveinagjá gaus 1875 og getur raunar orffiff lengri en þaff hraun. En bótt ekki sé hægt aff spá neinu öruggu, bykir mér líklegt aff betta gos verffi ekki mjög langt. Eins og þaff var aff sjá í nótt líktist þaff mjög stórgosunum á Hawaii og hraunbunurnar voru eins og bær hafa mælzt bar hæstar. Þaff var ómetanlegt aff fá aff sjá betta svona fljótt og aff vita gang bessa goss frá fyrstu byrjun. — Hrikalegt Framhald af bls. 1. Um kl. 18:30, er þeir voru í um 10 þús. feta hæff yfir há- lendinu, tóku þeir eftir mjög óvenjuiegum, rauðleitum bjarma í fjarska. Þeir gerffu sér auffvitaff þegar ljóst, aff hér var eitthvaff sérstakt á seyffi. Hvernig gat staffið á slíkum roffa á myrkum himn- inum? Þeir töluðu um þetta sin á milli — og urffu á einu máli, aff slíkt gæti einungis stafaff af tvennu: skógareldi, effa — eldgosi. En þar eff þeir vissu, aff ekki var um neinn skóg aff ræffa á þessu svæffi, gerffu beir ráff fyrir, aff hér hlyti aff vera um mikið eld- gos aff ræffa. Morgunblaffið náffi í gær- kvöldi sambandi við lt. Bern- ard Henderson, og fer lýsing hans á náttúruhamförunum og viffbrögffum þeirra félaga hér á eftir: ★ HNYKKTI VIÐ---------- — Viff hækkuffum flugið upp í 30 þúsund fet, en vegna hinnar rauffleitu móðu sáum viff ekkert greinilega fyrr en viff komu-m beint yfir eldgíg- inn. Okkur hnykkti viff, er viff sáum, hvar risavaxnir grjót- hnullungar þeyttust hundruð eða jafnvel þúsundir feta í loft upp. Á affra hliff sáum viff gífurlegt hraunflóð — um þaff bil 15 mílna langt og 2ja mílna breitt, aff okkur virtist. Auffvitaff gátum viff enga grein gert okkur fyrir því, hve langt var síffan þaff byrjaffi aff streyma. Upp úr gígnum steig ógurlegt gufuský — upp í a. m. k. 20 búsund feta hæff. Eftir skamma stund flugum viff frá — en komum aftur til baka eftir um 15 mínútur. Eldgosiff hélt áfram með sama fimbulkraftinum og fyrr. ★ VARLA BÚINN AÐ JAFNA MIG ENN Viff múnum hafa veriff um það bil 100 mílur frá gígnum, þegar viff fyrst urðum goss- ins varir. Og þegar við sá- um rauðglóandi móðuna, sem iýsti upp allt umhverfiff — ja, hvernig á ég aff lýsa því? Þaff var — stórfenglegt! Dul- arfullt og draugalegt eru þó e. t. v. betri lýsingarorff. Eg er varla búinn aff jafna mig enn eftir þessa sjón — þetta ofsaafl gossins! Viff þekkjum þaff. aff úr 30 þús. feta hæff er mjög erfitt aff greina hús og affra stóra hluti á jörffu niffri — en viff sáum greinilega grjóthnull- ungana, sem gosið beytti upp í loftiff. ★ HÖFUM ALDREI SÉÐ NEITT ÞVÍLlKT. Þaff gerffi svo útsýniff enn dulmagnaðra, að óvenjumik- iff bar á norffurljósum. sem blönduðu litum sínum við rauða glóff hraunflóðsins. Enginn okkar hafffi nokkru sinni séff svipaffa sjón — og viff gerum ekki ráff fyrir aff sjá nokkurn tima framar neitt jafnstórfenglegt, hrika- Iegt — furffulegt! Kort þetta teiknaffi dr. Sigurffur Þórarinsson, jarðfræffingur, í flugvélinni yfir Öskju. — Sýnir þaff hvernig hraunstraum- urinn liggur frá gosgígunum, út um Öskjuop og í átt til Dyngjuvatns. Garnaveikitilfelfli i Fornahvammi VIÐ SLATRUN í Borgarnesi fyr- ir nokkrum dögum fannst garna- veik kind frá Forna-Hvammi í Norðurárdal, en þar hefur ekki fyrr orðið vart garnaveiki. Mbl. spurðist fyrir um þetta hjá Guðmundi Gíslasyni, lækni á Keldum, sem var þar við alla slátrun með tilliti til leitar að mæðiveikifé. Sagði Guðm.undur að umrædd kind hefði verið keypt að Fornahvammi frá Borg- arnesi og hefði hún áður gengið með fé á svæði þar sem garna- veiki hefur orðið vart. KOM MEÐ FJÁRSKIPTUM Garnaveiki barst í Dalina með fjárskiptum árið 1951, aðallega að bænum Króki í Norðurárdal. Þeg ar hennar varð vart noklkrum árum seinna, var öllu fé á þeim bæ slátrað. Liðu svo nokkur ár Og fór þá að koma fram garna- veiki í Þverárhlíðinni. Var m.a. slátrað öllu fé á Hermundarstöð- um af þeim sökum. BREIÐIST LÍTIÐ ÚT Undanfarin ár hafa komið fram garnaveikitilfelli á hverju ári. En nú er allt ungfé bólusett gegn veikinni, og hefur hún ekki fund- ist nema í. nágrenni við fyrr- nefnt svæði og virðist hafa tekizt að halda henni nokkuð niðri. Sagði Guðmundur að enn lægi ekki fyrir full rannsókn á því hve margar garnaveikikindur hefðu fundizt í haust, þegar sérstaklega vel var fylgst með slátruninni vegna mæðiveikinnar. Um dag- inn var slátrað 1000 kindum af Mýrum í rannsóknarskyni og ekki búið að vinna úr þeim sýnis- hornum sem þá voru tekin. Norðmenn gefa okkur elri-fræ í NTB-FRÉTT frá Bergen í gærkvöldi var frá því skýrt, að hafin væri söfnun um all- an Noreg á elri-fræi, sem síð an er ætlunin að færa ís- lenzku skógræktinni að gjöf. — 1 fréttinni sagði, að til þess að skapa grundvöll fyr- ir barrskógavöxt yrði fyrst að græða laufskóg til þess að mynda jarðveg, ogtelji menn, að elri sé það lauftré, sem bezt sé til þess fallið við ís- lenzkar aðstæður. Þessi trjátegund er ná- skyld birki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.