Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. okt. 1961 Halldór Jónsson: Þjdðarhagur af togaraútgerð „Þjóðarbúið hefir hagnazt á starfrækslu „nýsk öpunartogaranma“ um rúmar 2.000 milljónir króna, frá því að þeir voru keyptir til landsios". Karakterheimska um atvinnumál Þórbergur Þórðarson rithöf- undur, gerir mun á tvennskonar heimsku. Onnur er þessi venju- lega heimska, sem stafar af skorti á náttúrlegri greind. Hin heitir „karakter“-heimska, sem stafar af veilu á siðrænu sviði, — menn hirða ekki um að notfæra sér greind sína, til þess að brjóta mál til mergjar og reyna að komast að rökréttri og raunsannri niður- Stöðu. 1 einu af dagblöðum höfuðborg arinnar birtust fyrir nokkrum dögum, tvær greinar um atvinnu mál, eftir skynuga Og greinagóða höfunda. 1 báðum tilfellum var troðið inn svo miklu af staðlaus- um blekkingum um sjávarútveg þjóðarinnar, að öllum sem til þekkja og íesið hafa, hlýtur að blöskra, hvað menn geta leyft sér að bera á borð fyrir almenn- ing og fullyrða að sé sannleikan- um samkvæmt, án þess að nota greind sína, til þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu. 1 annarri greininni segir t. d.: „þarfir togaraflotans Og hinna stóru vélbáta fyrir erlendan gjald eyrir, er alltof stór hluti af út- flutningsverðmætum þeim, er þessi skip afla . . .“ Þetta hlýtur að líta mjög alvar lega út í augum almennings, sem getur sannprófað, hvort þessi „vandræða sjávarútvegur“ étur ekki sjálfur upp allt það sem hann aflar, eins og þetta orðalag gefur í skyn| En raunveruleik- inn er allt annar, ef betur er að gætt. 1 Hagtíðindum 1960, segir um verðmæti innflutnings árið 1959: heildar innflutningur nam 1.050 mil) im króna, þaraf voru rekt ^rvörur til sjávarút- vegs 85 niiiljónir og rekstrarvör- ur til iandbúnaðar 64 milljónir króna. Þí-u eru því um 8,5% af inn- flutningsverðmætinu, sem sjávar- útvegurinn þurfti til reksturs síns og 6.4% til landbúnaðar, svo að hressilegur afgangur hefir orð- ið til annarra þjóðfélagsþarfa! | Þjóðartap af togaraútgerð? Hvorugur greinarhöfunda á nógu sterk orð, til þess að« lýsa þeim vandkvæðum, sem þjóðinni hafi stafað af togaraútgerð fyrr Og síðar og sé viðhaldið í þeim atvinnuvegi. Ekki er hægt í stuttri blaða- Vörubíll ók utan í vörubíl 1 FYRRAKVÖLD ók vörubíll utan í annan vörubíl á homi Lauga rásvegar og Langholts- vegar. Annar biliinn var að enda við að taka beygjuna af Lang- holtsveginum yfir á Laugarás- veg, þegar hinn fór fram hjá honum og lenti með pallinn eða afturhjólið á frambretti og fram hjóli á honum. Piltinum, sem ók fyrrnefnda bílnum, brá svo við þetta, að hann snarbeygði til vinstri, og lenti þá bifreið hans á ljósastaur og braut hann. En hinn, sem ók utan í hann, hélt áfram ferðinni vestur Laugarásveginn. Biðux rannsóknarlögreglan þann bílstjóra að hafa samband við sig sem fyrst. grein, að fara ýtarlega út í slíkt þjóðhagsmál. En örstutt og ein- föld dæmi, sem flestir ættu að geta áttað sig á, er hægt að styðjast við, til þess að sýna al- menningi hvað hald er í slíkum fullyrðingum. Arið 1929 tók til starfa í Hafn- arfirði togaraútgerðarfélagið Júpiter hf. Og Marz hf. nýsköpun fellt fram á haustið 1947, er það flutti starfsemi sína til Reykjavík ur. A þessu tímabili greiddi þetta fyrirtæki í Hafnarfirði milljóna- tugi í vinnulaun á sjó Og í landi og önnur viðskipti við bæjarfé- lagið ? sambandi við reksturinn. En fyrirtækið greiddi einnig á þessu starfstímabili um sex millj. króna i opinber gjöld, en sú upp- hæð ein var um það bil kaup- verð tveggja nýsköpunartogara, er þeir komu til landsins. Arið 1947 keyptu systurfélögin Júpiter h.f. og Marz h.f. nýsköpun artogarana Neptúnus og Marz og hófu útgerð þeirra hér í Reykja- vík. A 30 ára afmæli uppruna- félagsins (1959) hafði þessi tog- araútgerð, greit hér til viðskipta- aðiia á sjó og í landi, margfalda milljonatugi umfram kaupverð skipanna. Og greitt á starfstíma- bilinu í Reykjavík 3,7 milljón krónur í opinber gjöld, en sú upp hæð er nærfellt nákvæmlega kaupverð fyrsta nýsköpunartog- arans Ingólfs Arnarsonar, er hann kom til landsins 1947. Þjóðarhagur af ntýsköounar- togurunum Fyrrnefndir greinarhöfundar teygja þann lopa, sem lengi hefir verið spunninn, og eytt í mikilli andlegri orku, að níða niður hina stórfelldu endurnýjun togaraflot- ans, er fram fór á vegum nýsköp- unarstjórnarinnar. Ausið er yfir almenning allskonar fjarstæðum um óhagkvæm skip, mikinn kostn að, óþarfa eyðslu o. s. frv. Allt slíkt tal út í bláinn, ásamt fjár- hagseríiðleikum þeim sem tog- araútgerðin nær staðbundið, hef- ir verið látin stríða við, hefir leitt af sér volæðislegar hugleið- ingar um, að leggja ætti niður togaraútgerð, og slíkt afsakað með því að fjölga beri vélbátum í staðinn. Sjálfsagt er að fjölga vélbát- um svo mikið sem föng eru til, • Höfuðið vantaði á leikarann Með haustinu skánar venju- lega kvikmyndaval bíóanna. Og svo hefur einnig orðið nú. Innan um hafa komið ágætar myndir að undanförnu. Eg sá t. d. afbragðs mynd í Hafnarfirði um helgina, frönsku verðlaunamyndina „Nú liggur vel á mér“. Jean Gabin var að venju stór- skemmtilegur og túlkaði óborg aniega flækinginn, sem þurfti að komast í húsaskjól, í fang- því þeir eru annar lífsnauðsyn- legi þátturinn við fisköflun þjóð- arinnar. En þar fyrir væri ekkert vit í því, að leggja niður togara- útgerð og væri skynsamlegra að auka hana og endurbæta. Sá afli sem togararnir flytja að landi, er sóttur á djúpmið og fjarlæg mið, þar sem vélbátar koma ekki að gagni. Það myndi því aðeins hagur erlendum þjóð- um, ef íslendingar legðu niður togaraútgerð, meðan þær stór- auka eigin togaraútgerð. Meira að segja Norðmenn, sem ávallt hafa verið heldur andvígir togara útgerð og ekki verið eins háðir henni eins og við, eru nú þegar aflatregða kreppir að þeim á heimamiðum, að koma sér upp stórum og myndarlegum nýtízku togaraflota, til fiskisóknar á djúp mið. Til þess að finna þessum full- yrðingum nokkurn stað, má benda á hver verðmæti nýsköp- unartogararnir hafa fært íslenzka þjóðfélaginu, þrátt fyrir það reksturstap, sem sjálf útgerðin hefir verið látin búa við. Fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson sem kom til landsins í janúar 1947, hefir á ára bilinu 1950 til 1960, greitt sam- cals um 100 milljónir króna til viðskiptaaðila á sjó og í landi (beinn reksturskostnaður). Ef lauslega er áætlað út frá þessu, að öll skipin, frá því að þau kömu til landsins, hafi að meðaltali greitt 80 milljónir hvert í beinan kostnað, verður heildar upphæðin sem þessi atvinnutæki hafa greitt 1 þjóðarbúið 2.400 miiljónir króna. Kaupverð nýsköpunartogar- anna var að meðaltali um 3.5 milljónir króna eða samtals um 100 milljónir. Stjórnar Og skrif stofukostnaður við sjálf fyrir- elsi, yfir 3 köldustu mánuði ársins. Talsverður galli var það þó, að ekki fékk maður alltaf að sjá höfuðið á leikaran um, einkum þegar hann var að dansa og fæturnir þurftu að sjást. Sýningarmönnum hefur kannski ekki verið kennt að það skipti máli, en mér er sagt að það sé sérstakt fag, að sýna kvikmyndir. Sama er að segja um aukamyndina, frá „fíestu“ á Spáni, ýmist vant- aöi ofan á eða neðan á fólkið. Annars er það ekki í fyrsta skipti sem ég hefi orðið var við að góðar myndir eru eyði- lagðar með þessum aulaskap, tækin hefir almennt verið um 2 til 3% af heildar reksturskostn- agi, það myndi því vera um 70 milljónir króna. Þegar kaupverð skipanna og þessi kostnaður við sjálf fyrirtækin hefir verið dreg- inn frá heildarupphæðinni, hafa nýsköpunartogararnir með rekstri sínum greitt í þjóðarbúið um 2,200 milljónir króna. Allar þessar tölur eru miðaðar við gjaldahlið. Tekjuhliðin hefir verið í flestum tilfellum lægri, þar sem fiskverðið til togaranna, hefir ekki náð því, að vera kostn aðarverð hráefnisins. Þannig hef- ir togaraútgerðin sjaldan haft reksturshagnað sjálf, eða getað lagt í varasjóð, heldur hefir hún „tapað“, sem kallað er, og megn- ið af henni er reikningslega gjald þrota. Launakjör og vinnuskil- yrði við þennan undirstöðu at- vinnuveg, hafa lengi verið og eru þó sérstaklega nú þegar afli er tregur, langt fyrir neðan allt sem þekkist í landi. Þó mun „gjaldþrot" togara- útgerðarinnar af þessum 2.400 milljóna króna rekstri, varla vera meira en ca. 150 milljónir króna eða um 6% af heildar- umsetningunni. Svo að þjóðar- búið hefir hagnast á starfrækslu „nýsköpunartogaranna" um rúm- ar 2,000 milljónir króna, frá því að þeir voru keyptir til lands- ins og má alveg gera ráð fyrir, _að engin fjárfesting hafi verið ‘skynsamlegri á þeim tíma. Þégar þess er gætt, að þjóðin hefir á undanförnum árum feng- íð til umráða og úrvinnslu, um það bil tvöfalt og þrefalt afla- magn, á við það sem nágranna- þjóðir okkar fá frá sínum sjáv- arútvegi, miðað við skipseiningu. Og ennfremur að fiskiskip okkar stór Og smá, fá ekki nema helm- ing eða þriðjung þess verðs, sem sem mun stafá af því að reynt er að sýna myndir á stórum breiðum tjöldum, sem ekki eru nægilega há, í stað þess að hafa myndina mjórri og allt með. • „Blái engillinn“ frá 1930 Eg hefi fengið bréf frá „Einum áhugasömum", sem sá „Bláa engilinn“ í Kópavogi, og fannst myndin skemmtileg. Þetta er ný útgáfa af gömlu myndinni, þar sem Marlene fiskiskip nágrannaþjóða okkar fá fyrir sinn fisk. Má trúlega segja með fullum sanni, án þess að vilja lasta aðrar atvinnugreinar, að enginn atvinnuþáttur mun leggja íslenzku þjóðinni til annan eins veraldarauð, fyrir jafnlítið framlag af hennar hálfu, eins og sjávarútvegurinn gerir. Fyrir þann afla sem togaraút- gerðin hefir lagt upp hérlendis undanfarin ár, hefir hermi verið þróngvað til þess að taka við fisk- verði, sem ekki er í skynsamlegu samræmi við tilkostnað. Afleið- ingin hefir komið fram í fjár- hagshruni og rekstursstöðvun. Eina leiðin til þess að bæta úr þessu margra ára vansæmandi ranglæti, er að endurgreiða tog- araútgerðinni áfallið tjón og tryggja henni eðlilegan starfs- grundvöll. Þá mun hún enn að nýju, færa þjóðarbúinu marg- faldar milljóna tekjur af því sem til hennar er kostað. Keppni Bridge- félags kvennr Að þrem umferðum loknum í Bridgefélagi kvenna er staðan þessi: Rósa — Sigr. 571 Elín — Rósa 566 Asgerður Laufey 564 Halla — Kristj. 562 Sigurbjörg — Rann. 561 Petrína — Sigríður 560 Júlíana — Anna 561 Asta Möller — Ingibj. 548 Unnur — Sigríður 545 Sigríður — Kristrún 543 Eggrún — Guðríður 536 Margr. Asg. — Guðr. 531 Dietrich sveiflaði ristinni i fyrsta sinn og varð fræg. Myndin vakti löngun hins áhugasama til að sjá gömlu myndina, sem á sínum tíma mun hafa verið sýnd hér. Eg er ekki hissa á því, Gamla myndin, sem Josep von Sternberg gerði í Þýzkalandi árið 1930, er einn af gimstein- um kvikmyndanna og enn um töluð. Einkum var það leikur þjóðverjans Emils Jannings, sem verður öllum þeim sem séð hafa ógleymanlegur. Þegar gamli prófessorinn stendur I lokin á leiksviðinu, kominn í hlutverk fíflsins, og galar eins og hani, skynjar hver maður kvöl hans og atriðið gleymist ekki. Þessi gamla mynd var sýnd í Trípolibíói fyrir mörg- um árum. Hvort Filmía hefur sýnt hana, veit ég ekki, en það er mynd sem margir af með- limum kvikmyndaklúbbsins vildu sjá. • Bræðralags- hugsjónin Þá hringdi hingað kona og var mjög hrifin af mynd Há- skólabíós, „Fiskimaðurinn frá Galileu", sem hún telur eiga erindi til kristinna manna vegna bræðralagshugsjónar- mnar, sem þar er að finna, einkum nú þegar eyðingartóí eru svo ofarlega á baugi, en myndin fjallar um Pétur postula og sýnir m. a. eitt af kraftaverkum frelsarans. Skoðanir munu þó skiptar um ágæti þessarar myndar, sem er mjög íburðarmikil og sýnd á geysistóru sýningar- tjaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.