Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 22
22 IUORCT’Tvnr 4 ÐIÐ Föstudagur 27. okt. 1961 8TAKSTEIWAR Hermann Það gerir gæfumuninn í „islendingi" er nýlega skýrt frá því, að einn af hinum elztu Framsóknarmönmim á Akureyri hafi skrifað srein í Alþýðumann inn til að mótmæla aðhlynningu forystumanna Framsóknar að uppgangi kommúnista. Fram- sóknarmaðurinn seffir: „Hér gleymdi Hermann Jónas son — eða hefur hann máski ekki kært sig um að geta þess? — að hér og hjá frændum okkar á Norðurlöndum eru aðstæður að því er hið vinn- andi fóik snertir, ekki sambæri- Iegar. Og þ a ð gerir gæfu- muniitn. Þar eru veikir komm únistaflokkar áhrifalausir eða áhrifalitlir í stjórnmálum og verkalýðsmálum. Hér er öflugur ©g illvígur kommúnistaflokkur og ræður nú lögum og lofum í verkalýðsfélögunum fyrir dyggi- legan stuðning formanns Fram- sóknar og flokks hans. Hermann Jónasson er ekki svo skyni. skroppinn að hann viti ekki, að á meðan kommúnistar — sem sett hafa sér það hlutverk og unnið markvisst að því frá upp- hafi að ganga að Iýðræðinu dauðu — ráða miklu í Alþýðu- sambandi íslands og verkaíýðs- félögunum, er einskis friðar að vænta eða endi á hjaðningarvíg- um og verður aldrei mynduð hér stjórn, er unnið gæti líkt hinum farsælu stjórnum frænda okkar á Norðurlöndum.“ Vinur sá er til vamms segir Og Framsóknarmaðurinn held- ur áfram: „Til þess að slíkt megi verða, þurfa að opnast augu þeirra ís- lenzkra verkamanna, sem villzt hafa til fylgis við kommúnista og þeir að hverfa í raðir lýðræðis- flokkanna. Og foringjar lýðræð isflokkanne. verða líka að hætta að styrkja kommúnista til áhrifa og valda í landinu — ekki sízt í verkalýðsfélögunum — og veita þeim brautargengi í örlagaríkum. pólitískum verkföllum. eins og þeir hafa gert þrisvar á 6—7 S.I. árum.“ „íslendingur“ bætir síðan við: „Gamalt máltækl segir: Vinur er sá er til vamms segir — og kemur það hér fram. Sjálfsagt hafa forystumönnum Framsóknar borizt fleiri slíkar aðvaranir.“ Líkt við Hitler í fyrradag líkti Tíminn Krús- jeff við Hitler sá.luga. Sú sam- líkiirg er auðvitað ekki fjarri lagi, því að margsannazt hefur að nazismi og kommúnismi eru af sömu rótum mannfyrirlitning- arinnar runnir. Morgunrblaðið hlýtur að fagna því að Framsókn armenn hafa nú loksins gert sér grein fyrir þessari staðreynd og Ieyfir sér að treysta því með hliðsjón af þessum nýtilkomna skilningi, að Framsóknarflokkur inn taki ekki á ný upp stuðning sinn við erindreka heimskomm- únismans á íslarrdi. Hvað sem deilumálum kann að líða milli lýðræðisflokkanna eiga þeir að hafa þroska til að standa saman gegn kommúnistisku ofbeldi og útþemrslustefnu líiiðstjómarríkj anna, en í því efni hefur Fram- sóknarflokkurinn að undanförnu því miður brugðizt hlutverki sínu sem lýðræðisflokkur. Síðustu dagana hefur Tíminn tekið eindregna afstöðu gegn heimskommúnismanum, en hel- sprengjur Rússa þurfti til að blaðið áttaði sig á. því eðli kom- múrrismans, sem öllum lýðræðis- sinnum ætti að vera ljóst. Júgdslavinn Ivo Andric hiaut bókmenntaver ðl aun Nóbeis Ritari sænsku Akademíunnar lýsir honum sem „meistara frásagnarlistarinnar46 Hallg nmsmessa 1 KVÖLD er Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju í tilefni af dán- arafmæli Hallgríms Péturssonar og er guðsþjónustan til minning- ar um hann. Séra Sigurjón Þ. Arnason prédikar og séra Jakob Jónsson þjónar fyrir altari. Guðsþjón- ustan hefst kl. 8,30 e. h. Stokkhólmi, 26. okt. (AP-NTB) S Æ N S K A Akademían út- hlutaði bókmenntaverðlaun- um Nóbels fyrir árið 1961 í dag. Hlaut þau að þessu sinni hinn 69 ára gamli júgó- slavneski rithöfundur og fyrr um sendiherra, Ivo Andric. — Andric er fyrsti Júgóslav- inn, sem hlýtur Nóbelsverð- laun í bókmenntum, en í yf- irlýsingu Akademíunnar seg- ir, að honum séu veitt verð- launin fyrir þann „epíska kraft, sem fram kemur í lýs- ingum hans á mannlegum ör- lögum og atburðum úr sögu lands hans“. ★ Þegar fréttirnar bárust til Belgrad, þyrptust blaðamenn þeg ar að heimili Andric — en gripu í tómt. Rithöfundurinn, sem hef- ir kennt vanheilsu að undan- förnu, var í skoðun hjá lækni sínum. En blaðamennirnir hiðu, og urðu þannig fyrstir til að til- kynna Andric um verðlaunin. — „Þetta kemur mér vissulega þægilega á óvart“, sagði hann brosandi, — „óvæntur heiður fyr ir mig og júgóslavneskar bók- menntir". — Annað vildi rithöf- undurinn ekki segja um verð- launaveitinguna að sinni, en bauð fréttamönnunum inn og skálaði við þá í „slivovitz", hinum sterka þjóðardrykk Serbanna, sem stund um er nefndur „plómu-konjakk“. ★ „KVÖL OG ÞJÁNING“ Ivo Andric fæddist árið 1892 í grennd við bæinn Travnik í norðanverðri Bosníu. Flest verfk hans fjalla með einhverjum hætti uim Bosoníu og fólkið þar. Meðal þeklktustu bðka hans er hið mikla þríverk (trilögy) „Ungfrúin", „Annáll frá Travnik" og „Brúin á Drínu“, sem flestir telja hans fremstu verk. Þríverk sitt, sem spannar margar aldir í sögu Bosn íu, Skrifaði Andric á ánim síðari heimjsstyrjaldarinnar, en þá lifði hann að kalla í einangrun og Babb í bátnum í Bonn BONN, 26. okt. — Alvarlegt babb er komið í bátinn í við- ræðum kristilegra demókrata og frjálsra demókrata um stjórnar- myndun. Strönduðu viðræðum- ar í dag, einmitt á þeim fundi, sem ganga skyldi endanlega frá samkomulagi um stjómarmynd- un. Ágreiningurinn er m.a. um það, hvor flokkurinn skuli skipa utanríkisráðherra hinnar nýju stjórnar — en frjálsir demó- kratar vilja ekki sætta sig við von Brentano, sem nú gegnir embættinu. Eftir snurðu þá, sem hljóp á þráðinn í dag, var ákveðið að fresta kjöri kanslara, sem áður hafði verið ákveðið á þingi nk. mánudag. — Borgarafundur Framh„ld af bls. 24. Móttökur í sendiráði Rússa Fyrirsvarsmenn fundarins gengu síðan til aðseturs sendi- ráðs Sovétríkjanna, en er þeir höfðu hringt dyrabjöllu við úti- dyr sendiráðsins góða stund var bjallan tekin úr sambandi og ljós öll slökt í húsinu. Eftir það varð einskis kviks vart í húsinu. Nokkur mannfjöldi hafði safnazt saman við sendiráðshúsið en allt fór þó friðsamlega fram. hafði engin afskipti af opinber- um málurn, þótt hann hefði sam- úð með baráttu frelsishreyfingar- irrnar og hún hafi haft áhrif á ■hann sem rithöíund. — Andric sat í fangelsi í Austurríki um þriggja ára skeið í heimsstyrj- öldinni fyrri, og segja bókmennta fræðingar, að fangavistin hafi einnig haft mikil áhrif á rithöf- undarferil hans. Þessa gætir mjög í fyrstu bók hans, sem út kom árið 1918, og „Ex Pönto“ nefnist (titillinn tek- inn „að láni“ frá Horasi). í þess- ari bók lýsir Andric lífinu sem fangelsi — og má segjá, að meg- ininntalk bókarinnar felist í þess- um dapurlegu orðum: „Ótti, ein- manaleiki, þjáning og sekt“ . . . „Enginn sannleikur er til, annar en kvöldin, enginn raunveruleiki nema þjáningin — kvöl og þján- ing í hverjum dropa vatns, í hverju grænu grasi, í hverri kristalsögn, í hverjum hljómi lifandi raddar, í svefni og í vöku, í lífinu, áður en iífið hefst — og, ef til vill, einnig að lífi Ioknu“, segir hinn ungi Andric. ★ VINNUR AÐ SMÁSAGNA- SAFNl Ivo Andric var af fátaeku foreldri. Faðir hans, sem stund- aði handiðn í Travni'k, lézt, þeg- ar drengurinn var aðeins tveggja ára — það var því oft þröngt í búi hjá efckjunni, sem ein síns liðs varð að sjá fjölskyldunni far- borða. — Er Andric óx upp, gekk hann í fraimhaldsskóla í Sara- jevo, en las síðan heimspeki og sögu við ýmsa austurríska há- skóla Og tók loks doktorspróf í heimspeki við háskólann í Graz. — Skömmu eftir 1920 gekk hann í utanríkisþjónustuna, og síðasta embætti hans á því sviði var sendiherrastaða í Berlín. Þar var hann, þegar heimsstyrjöldin síð- ari brauzt út. Hann var kallaður heim til Belgrad, þegar sýnt var, að innrás Hitlers var yfirvofandi — og aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að hann kom til Belgrad féllu fyrstu sprengjurnar á borgina. — Eins og fyrr segir, lökaði Andric sig inni á styrjald- arárunium og sinnti engu öðru en ritstörfum. A starfsárum sín- um í utanríkisþjónustunni, mun hann efcki hafa skrifað neitt að ráði, svo að það er fyrst eftir styrjöldina, sem hann verður að marki kunnur sem rithöfundur. — Frá styrjaldarlokum hefir Andric setið á þingi Júgóslaviu. Hann tjáði fréttamiönnum í dag, að hann væri að undirbúa útgáfu' smásagnasafns, er 'koma muni út á næsta ári. Verður þeirrar bók- ar nú beðið með óþreyju, en Ivo Andric annars hefir Andric ekki verið mikið þekktur utan síns heima- lands til þessa — fátt bóka hans verið þýtt á erlend mál. ★ „NÝ SÍÐA í BÓK SÖG- UNNAR“ Anders Osterling, ritari sænsku Akademíunnar kynnti Andric í útvarpi í dag sem „meistara frásagnarlistarinn- ar“. — Enm fremur sagði Öst- erling: „Hjá Andric samein- ast sálgreining nútímans og forlagablær Þúsund og einnar nætur. Andric hefir ríka sam- úð með mónnunum, meðbræðr um sínum, en veigrar sér þó ekki við að Xýsa hinu hrylli- lega, hrottaskap og ofbeldi. Skáldstef hans eru mjög frum leg — og einskis annars. Hann sýnir okkur nýja síðu í bók sögunnar, ef svo mætti segja, og talar til okkar úr djúpum liinnar þjáðu, suður-slavnesku þjóðarsálar. — Það er sær.aku Akademíunni sérstakt ánægju efni að verðlauna svo verðug- an talsmann málsvæðis, sem hingað tíl hefir ekki eignazt fulltrúa í hópi Nóbelsverð- launamanna.“ i< ÞESSAR myndir þurfa í raun- inni ekki skýringar við. At- burðurinn gerðist um 4 Ieytið í fyrrinótt. Bifreiðinni var ek- ið út af Hringbrautinni, og gegnum grindverk inn í garð, síðan yfir í næsta garð og yf- ir V esturvallagötuna. Þar varð enn fyrir grindverk og fór bíllinn gegnum það og inn í þnðja garðinn, þar sem hann lenti á húshorni og endaði þar ökuferðin. Þreant var í bílnum. Bíl- stjórinn var grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Var hann blóðugur í andliti, enda framrúðan brotin, og var hann fluttur á Slysavarð- stofuna. Farþegarnir, stúlka og piltur, voru eitthvað skrám- uð, en ekki meidd svo talizt gæti. Þetta eru fyrstu fréttamynd- irnar (utan íþróttamynda), sem Svelnn Þormóðsson, Ijós- myndari hefur tekið eftir slys- ið sem hann varð fyrir í Vest- mannaeyjum. gegnum þrjá garða og á húshorn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.