Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ' Föstudagur 27. okt. 1961 - ÖSKJUGOS Frh. af bls. 1 Kofoed-Hansen osr, Birgi Kjaran alþm. Fréttamaður Mbl. var þá staddur í flug-turni Reykjavíkurflugvall- ar og hlustaði á lýsingarnar jafnóðum og þær bárust flugstjórnarmönnum til eyrna. Fara þessar lýsingar hér á eftir í höfuðdráttum: KI. 22,30 sagði Björn Pálsson: Við erum suður af Hofsjökli í 10 þús. feta liæð. Bjarmi á háum skýjum er að sjá til Öskju, gott veður. Dökk gossúla blasir við, gosið virðist í Öskju. Skömmu síðar sagði Björn: Alskýjað í 5 þús. fetum. Við erum í 10 þús. fetum. Vindurinn blæs mekkinum frá, já gosið virðist vera í Öskju og sést því bjarminn betur vegna vindstöðunnar, sem er norðan 30 hnútar. Kl. 23.46: Erum yfir Öskju, sjáum ekki niður, en eldbjarminn stendur upp í gegnum skýin. Nokkur þögn. Síðan hélt Björn áfram: Mikið gos, stórir eldar. móða á rúðum, sjáum illa út, því strókurinn er í 15 þús fetum. Nú þurfti Björn að beina allri athygli að stjórn flugvélarinnar, svo að Agnar Kofoed-Hansen tók við lýsingunni. Þetta er mjög merkilegt eldgos, sagði hann. Eld- súlurnar ná hátt í loft upp, hraunelfan er stórkost- leg. Nú sjáum við austurhlíðar og niður í Öskju. Um mörg gos gæti verið að ræða, því miklir eldar sjást. Sjáum nú þrjár eða fjórar eldsúltu*, sem ná upp í 1000 feta hæð. Tunghð sést á heiðum himni. Hraun- gosið er mun stórfenglegra en í Heklu. Mökkurinn nær í um 20 til 25 þús. feta hæð. Eldstólparnir eru stórkostlegir, ótrúlegir. Hraun- straumurinn er svo stórkostlegur, að við höfum aldrei séð neitt þvílíkt. Hraunið rennur eins og bráð- ið smjör, jafnhratt að sjá og Jökulsá á Dal. Stórkost- legt, stórkostlegt . . .“ Þannig voru lýsingar þeirra íslendinga, sem fyrst- ir sáu þetta feiknmikla Öskjugos. Þannig hljómuðu þær í eyrum okkar, sem fyrstir heyrðum þær í Reykjavík. Eins og áður segir voru fréttamenn Mbl. með í þessari ferð og fer nákvæm lýsing þeirra hér á eftir. Eldarnir lýstu upp flugvélina Grunur fór að vakna um að nú væri öskjugosið að byrja, er far- þegar og flugstjóri í áætlunar- flugvél Flugfélags Islands til Ak- ureyrar sáu mikla reyksúlu koma úr öskju um kl. 2,30 í gær. Er bandarískir þotuflugmenn höfðu svo séð eldana um kl. 6,30, var farið að undirbúa flugferðina, sem farin var um kvöldið. Fyrsta eldbjarmann bar við á bláum himni með gulu tungli, stjörnum og norðurljósum, er kornið var norður á Hofsjökul og skær eldsúla sást greinilega liggja upp með reykjarmekkin- um, sem lagði í suður. Þeir sem höfðu séð Heklumökkinn full- yrtu umsvifalaust að þessi væri meiri. Er nær dró bar geysimikla birtu upp á fiugvélina, svo hún lýstist upp að neðan er yfir eldana var flogið. Olafur Magnús- son, Ijósmyndari, sem hafði tal- ið öll tormerki á að fá næga birtu um hánótt til ljósmyndunar: sagði: — Nú skil ég hvað Sigurð- ur átti við, er hann fullyrti að eidgos væri bjart! ALÞINCIS SAMEINAÐ ALÞINGI kemur saman til fundar kl. 13:30 í dag og eru þessi mál á dagskrá: 1. Vantraust á ríkisstjómina, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvgr.). 2. Fyrirspum: Öryggisráðstafanir á leiðinni Reykja vík—Hafnarfjörður. — Hvort leyfð skuli. 3. Kaup Seðlabankans á víxlum iðn- aðarins, þáltill. — Hvemtg ræða skuli. 4. Verðtrygging lífeyris, þáltill. — Hvemig ræða skuli. 5. Kísilgúrverksmiðja við Mývatn, þáltill. — Hvemig ræða skuli. 6. Verndun fiskistofna við strendur íslands, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 7. Mótmæli gegn risasprengingu Sovét ríkjanna, þáltill. — Hvernig ræða akuli. S. Fyrirspumir: - a) Rafstraumur til Vestmannaeyja. w — Ein umr. b) Hækkun ^"wíXær^uvííútöliv — Ein umr. Eins og Hawai-kvikmynd Nú fórum við að sjá niður í gegnum skýjaglufurnar, hitinn hafði sópað göt á skýjabreiðuna, en hann mun vera um 1100 gráður í sjálfu hrauninu. Við sáum þunna hraunleðjuna sprautast upp eins og úr gos- brunni, allt upp í 200—300 metra, og eldglóandi leðjuna flóa út yfir balkkana á fjórum sprungum. Til samanburðar má geta þess að hæsta gossúla sem mæld hefur verið var 400 m. Þetta var eins og Hawai-kvik- mynd, enda sagði dr. Sigurður að þetta væri alveg eins og Hawai- eldgosin, þar sem hraunbunan stendur eins og úr gosbrunni, en lítil sem engin aska fylgir. Erfitt var að átta sig á gíga- sprungunum, en þær virtust vera á sama stað og hverimir voru áður, austast. í Öskju, skammt sunnan við Öskjuop. Hraunstraumurinn vall síðan svo langt sem augað eygði í nOrð ur, eldrauður og á mikilli ferð. Gufumökkur yfir Öskjuvatni gaf vísbendingu um að einhver hraunstraumur lægi einnig í suður og færi hraunið e.t.v. út í Öskjuvatn, en þá glóð sáum við aldrei fyrir gufumekki. Hraunfljótið vall fram Við eltum hraunstrauminn til austurs. Hann náði út í gegnum Öskjuopið, búinn að hylja slóð- ina okkar frá því við gengum í Öskju til að Skoða fyrstu um- merki eldsumbrotanna þar. Er við fórum úr Öskju í það skipti, hafði dr. Sigurður tekið gestabókina, sem ávallt er geymd þar í vörðunni og farið með hana niður í skálann í Herðubreiðarlindum. — Ef Askja gerir eitthvað, er ekki vert að hafa hana hér, sagði hann þá ofur rólega, og allir hlógu að honum. Nú er bókin heil á húfi niðri í Herðubreiðar- lindum. Hraunstraumurinn var greini- lega mjög þunnur, enda hraunið þarna áreiðanlega mun basísk- ara en t. d. Hekluhraunið. Það vall fram eins og fljót, svo greinilega sást úr flugvélinni, j sem var } nokkur hundruð Jmetra hæð. Er neðar dró fór yfirborðið að dökkna en glytti í glóðina alls staðar í gegn og jaðrar harunsins eins og skreyttir eldrauðum blúndum. Hæðin á hraunjaðrinum hefur varla ver- ið meiri en 1—2 metrar, en dr. Sigurður sagði að úr þessu mundi það sennilega fara að hægja á sér og þá þykkna. Hraunelfan beygði suður með fjallshlíðinni eftir að hún náði Niður í gegtmm skýjaþykknið sást öðru hverju ofan í eld- rauða gígina, þar sem þunnt hraunið sprautaðist og vall upp. A einu slíku augnabliki smellti ljósmyndarinn af þessari mynd. þá elfan og skipti sér í þrennt myndarlegasta helluhraun ofan er sunnar dró. Var þetta að sjá á vikrinum frá 1875. eins og glóandi fingur, er teygðu sig lengra og lengra. Var hraun- straumurinn þegar, eftir þessa fáu klukkutíma orðinn svo lang ur, að Sigurður taldi að líklega væri þetta lengsta hraun síðan út úr Öskjuopinu og breikkaði 11875. Verður þarna áreiðaníega Regnvatn Vestmanna- eyinga óbreytt I FYRRADAG sendu Vestmanna- eyingar Eðlisfræðistofnuninni sýnishorn af regnvatni, bæði af húsþökum og úr brunni, en drykkjarvatn Eyjaskeggja er sem kunnugt er safnað regnvatn. Voru Vestmannaeyingar uggandi um að ekki væn óhætt að halda á- fram að saína regnvatni í geyma sína. Prófessor Þorbjörn skýrði blaðinu frá því í gær að _ lítii geislavirkni hefði verið í sýnis- hornunum, sem rannsökuð hafa verið, enda ekki við því að búast að geislavirkni frá sprengingum Rússa væri farið að gæta hér. Yrði rannsakað sýnishorn af regn vatni frá Eyjum framvegis. • Svipuð geislavirkni Geislavirkn. hefur ekkert auk- izt enn hér á landi, stendur þar við það sama. Þá ræddum við um kalktöflu- gjöf þá, sem komið hafa uppá- : stungur um að gefa í Svíþjóð til að verjast geislaefnunum. Sagði ' prófessor Þorbjörn að þær væru notaðar ti.. að hamla eitthvað gegn þvi að strontium setjist í beinin. En ekki væri geislun svo mikil að enn væri komið að því.1 kraftur hafði verið í því. Stutt en öflugt Við flugum góða stund þarna yfir. — Stórkostlegt! dásamlegt! voru orðin, sem heyrðust í flug- vélinni. En svo er annað mál að gefa nokkra hugmynd um þá stórkostlegu sýn, sem þarna blasti við. Loks lögðum við af stað heim með brennisteinsbragð í munni og þurr í kverkum eftir hitann í véiinni. Sigurður Þórarinsson var alls ekki viss um að hann ætti aftur köst á að sjá þvílíkt sjónarspil. Hann taldi að gosið gæti alveg eins verið búið í dag, svö mikill NA /5 hnútor SV 50 hnútor ¥ Snjókoma > ÚSi \7 Skúrír Þrumur 'W&S, Ku/daM Hitaski! H.Hml li L?Lmg 1 11 — NORÐANÁTTIN hefur náð völdum í bili svo að kólnað hefur í veðri. Til landsins stefnir á kortinu loftstraumur frá Norðaustur-Grænlandi og íshafinu þar undan strönd- inni. Var því búizt við vægu frosti um vestanvert iandið í nótt sem leið. Á suðvestanverðu Græn- landshafi er tiltölulega hlýtt loft og þurrt. — Hefur það komið norðvestan yfir jökul- inn og hlýnað á leið sinni niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.