Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 24
Tibor Meray Sjá bls. 13 244. tbl. — Föstuda&af 27. oi.tfifier 1961 SUS-síða Sjá bls. 15 Umræðurnar i gærkvöldi: Viö missum ekki trúna á landið og lífið sjálft Varanlegar kjarabætur eru aðalmark- mið viðreisnarinnar UMRÆÐUR um vantrausts- tillögu þeirra Hermanns Jón- assonar og Eysteins Jónsson- ar héldu áfram í gærkvöldi og var sem fyrr útvarpað. — Leituðust þingmenn þá eink- um við að svara ummælum og staðhæfingum frá fyrra kvöldi umræðnanna. Stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar sýndu jafnframt fram á batnandi efnahagsástand, síð- an viðreisnaraðgerðirnar hóf- ust og kváðu þeim aðeins stefnt í voða með skemmdar- verkum þeirra, sem van- trauststillöguna styddu. Áður hefði hins vegar sýnt sig, að þeir væru allsendis ófærir um að stjórna landinu. Andstæð- ingar núverandi stjórnar töldu viðreisnaraðgerðirnar hafa gjörsamlega brugðizt og væri ástandið nú verra en nokkru sinni fyrr. FYRSTI ræðumaður kvöldsins var fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen, sem kvaðst mundu verja ræðutíma sínum til að eyða misskilningi og rangfærslum Sigurður A. Magnússon stjórnarandstæðinga frá kvöld- inu áður. Vísaði hann á bug þeim staðhæfingum Hermanns Jónas- sonar og Eysteins Jónssonar, að reikningsbrellum hefði verið beitt il þess að koma ;aman hallalaus- ím fjárlögum og ;ýndi fram á að ?ar væri um ein- 'öld og auðskilj- mleg reiknings- iæmi að ræða. É>á vék ráðherra ið þeirri fullyrð ingu, um að 800 tnillj. kr. eyðslu- lán hefðu verið tekin í tíð núver- indi ríkisstjórn- irinnar. Hið sanna í málinu væri það, að til þess að gera við- ■eisnina mögu- ega hefði þurft tarasjóð, y3 hluti fjárhæðarinnar væri enn ónotað- ur en % hefðu verið notaðir til greiðslu á lausaskuldum erlendis Og söfnunar gjaldeyrisforða Ekki einn eyrir hefði farið til eyðslu. Og í septemberlok hefði gjaldeyrisforði landsins, að skuld þessari frádreginni, verið 251 millj. kr. Svipaðar rangfærslur hefðu stjórnarandstæðingar í frammi, þegar talað væri um gíf- urlegan greiðsluhalla gagnvart útlöndum. Ráðherrann minnti á, að verðhækkanir gætu orðið án þess að um verðbólgu væri að ræða, t. d. við gengisbreytingar, þegar verðlag innfluttra vara hækkaði fyrst í stað en stæði síðan stöðugt. Svo hefði verið komið í fyrra og yrði nú brátt aftur, nema ný skemmdarverk yrðu unnin. Þá gat ráðherra þess að gefnu tilefni, að sparifjáraukn- ingin á síðasta ári hefði verið 353 miilj. kr. eða stórum meiri en árin á undan og virtist sá vöxtur ætla að halda áfram. Hann minnti á, að í tíð vinstri-stjórnarinnar hefði allur kaupskipaflotinn stöðv ast í 14 vikur og verkföll skollið á í mörgum stéttum. Fyrirhugað- ar breytingar á skattamálum at- vinnufyrirtækja yrðu fyrst og fremst til hagsbóta almenningi, sem bæri meira úr býtum, þegar atvinnulífið blómgaðist. I tilefni af þeim orðum Lúðvíks Jósefs- sonar, að ríkissjóður lifði af náð Seðlabankans, upplýsti fjármálaráðherra, að viðskipta- lán ríkissjóðs þar væri ætlað til þess að mæta árstíðasveifluim og hefði orðið hátt á miðju ári, þeg- ar verkföllin stöðvuðu aðaltekju stofn ríkissjóðs en hefði hæst orð ið aðeins tæp 13% ríkisútgjald- anna og hefði verið talsvert hærra á stjórnarárum Lúðvíks. Þegar .kommúnistar héldu því fram að 18% kjararýrnum hefði orðið slepptu þeir gjörsamlega þeirri miklu aukningu sem orðið hefði á almannatryggingunum og skattalækkunum sem koma ættu á móti, en að því með- töldu hefði Hagstofan reiknað út að kjararýrnunin væri ekki nema 4%. Skattaframtöl hefðu og sýnt, að meðaltekjur verkamann sl. ár hefðu verið 75 þús. kr. eða hærri en áður. Undir lok ræðu sinnar minnti ráðherra á, að launin væru ekki nema eirm þáttur lífs- kjaranna og verð nauðsynja yrði einnig að taka með í reikninginn. Samanburður sýndi, að lífskjör væru að öllu meðtöldu mun hag- stæðari í Reykjavík en t.d. Kaup- mannahöfn. Alkunnugt væri, að lífskjör almennings á Islandi væru mun betri en í mörgum lönd'um öðrum. En þótt svo væri, bæri enn að vinna að því að bæta kjör landsonanna. Og meginmark Frh. á bls. 23 A himun fjölmenna borgarafundi. Kjarnorkusprengingarnar ræddar í Gamla híó: Borgarafundur lýsir sök á hendur Sovétríkjunum Islendingum meiri hætta búin af geislun en nokkru sinni fyrr Nœturgestir 44 >/ Skáldsaga eftir Sigurð A. Magnússon í DAG kemur í bók-abúðir frá forlagi ísafoldar skáldsagan „Næturgestir" eftir Sigurð A. Magnússon. Bókin er 167 bls. í Skírnisbroti og hefur Halldór Pétursson gert káputeikningu. „Næturgestir" er fyrsta skáld- saga Sigurðar, en hann hefur áður gefið út ferðabókina „Grísk ir reisudagar" (1953), ljóðabók- ina „Krotað í sand“ (1958), greina safnið „Nýju fötin keisarans“ (1959) og ljóðabókina „Dauði Baldurs og önnur ljóð“ á grísku, og kom hún út í Aþenu í fyrra. Þá er von á nýrri ljóðabók eftir hann seinna í haust. Skáldsagan „Næturgestir" var ökrifuð í New York sumarið 1956, en höfundurinn gekk ekki endanlega frá henni fyrr en í júlí 1959. Veturinn eftir fór hann til Grikklands og Indlands og kom ekki heim aftur fyrr en síðla vetrar í ár. Sigurður hefur verið blaðamað ur við Morgunblaðið síðan haust- ið 1956, að frátöldum þeim tíma sem hann dvaldist erlendis, og skrifað bókmenntagagnrýni fyr- ir það síðan haustið 1957. Áður en hann hóf blaðamennsku stund aði hann nám í bókmenntum íj Kaupmannahöfn, Aþenu, Stokk-1 hólmi og New York, þar sem hann lauk B.A.-prófi í þeirri grein. Á árunum 1954—56 vann hann hjá Sameinuðu þjóðunumj í New York, aðallega sem frétta þulur fyrir íslenzka útvarpið. I STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur og Stúdentaráð Há- skóla íslands gengust í gær fyrir almennum borgara- fundi í Gamla bíói um kjarn orkusprengingar Sovétríkj- anna. Var húsfyllir og ræð- um manna vel tekið. í lok fundarin| var gerð svo- felld ályktun: Almennur borgarafundur i Reykjavík haldinn 26. október 1961 að tilhlutan Stúdentafélags Reykjavikur og Stúdentaráðs Háskóla íslands, lýsir megnri andúð sinni á öllum tilraunum með kjamorkusprengjur. Harmar fundurinn að á ný skuli hafa verið hafnar kjam- orkusprengjutilraunir og lýsir sök á hendur Sovétrikjunum í því efni. Fundurinn fordæmir harðlega þá tvöfeldni, sem fram kemur í því, að jafnframt því sem Sovét- ríkin sátu að samningaborði um algert bann gegn kjamorkutil- raunum, undirbjuggu þau stór- kostlegustu kjamorkusprenging- ar, sem gerðar hafa verið. Fundurinn vekur athygli á, að hinar geigvænlegu kjamorku- sprengjutilraunir Sovétríkjanna i næsta nágrenni Islands yfir norðurhöfum og neðansjávar valda því að íslendingum er nú meiri hætta búin af kjarnorku- geislum en nokkm sinni fyrr. Jafnframt er hugsanlegt að fisk- stofninn umhverfis landið kunni að spillast af völdum neðansjáv- artilraunanna og aðalútflutnings- Hamar As- mundar í höndum IHongi Slim AP-FRÉTTASTOFAN skýrði frá því í gær í frétt frá New York, að Thor Thors, sendiherra ís- lands, hefði afhent Mongi Slim, forseta AHsherjarþingsins, nýj- an fundahamar sem gjöf frá ís- landi til SÞ. Eins og kunnugt er, hefur Ás- mundur Sveinsson myndhöggv- ari gert umræddan hamar, og kemur hann nú i staðinn fyrir annan hamar Ásmundar, sem fyrrverandi forseti AHsherjar- þingsins, Frederick Boland, braut, þá er hann hastaði á Krúsjeff, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, fyrir rúmu ári á ó- rólegum fundi á þinginu. atvinnuvegi landsmanna þvi stefnt í voða. Fyrir því krefst fundurinn þess, að SoVétríkin hætti nú þe* ar öllum frekari tilraunum með kjarnorkusprengjur, þar sem þær em bein ógnun við heims- friðinn, stofna lífi og heilsu alls mannkyns í bráða hættu og gætu leitt tU þess að önnur stórveldi teldu sig knúin til að hefja á ný kjarnorkusprengjutiIraunir í and rúmsloftinu. Loks krefst fundurinn þess, að þegar í stað verði samið um al- gjört bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn undir öruggu eftirliti. Hörður Sigurgestsson, formað- ur stúdentaróðs, seitti fundinn, en fundarstjóri var dr. Alex- ander Jóhannesson, fyrrum há- skólarektor. Ræður fluttu Sveinn S. Einarsson verkfræðingur, Ar- inbjöm Kolbeinsson formaður Læknafélags Reykjavíkur, Jón Skaftason hæstaréttarlögmaður og Benedikt Gröndal ritstjóri. Að lokum flutti Matthías Jó- hannessen formaður Stúdenta- félagsins ávarp og lagði fram ályktunartillöguna. Var hún sem fyrr segir samþykkt einróma og stjómum Stúdentafélagsins og stúdentaráðs falið að koma henni á framfær: við sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. j Framhald á bls. 23. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.