Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. okt. 1961 ÍTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarn,ason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kriptinsson. Ritstjórn: áðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÓSIGUR RÚSSA HJÁ SÞ lillaga sú, sem íslendingar^--------- stóðu að hjá Sameinuðu þjóðunum, ásamt öðrum ríkjum á norðurhveli jarðar, um áskorun á Rússa um að sprengja ekki 50 megatonna sprengju, var sannarlega sjálfsögð. Menn tengdu nokkr ar vonir við það að þessi til- raun mimdi bera tilætlaðan árangur, þótt reyndin hafi orðið sú, að Rússar létu al- menningsálitið í heiminum sem vind um eyrun þjóta. Tillaga þessi var tekin til afgreiðslu, þótt rússnesku valdhafarnir hefðu þegar fyr- irskipað framkvæmd spreng- ingarinnar • og niðurstaðan varð sú, að fulltrúar 75 þjóða greiddu tillögunni atkvæði en á móti henni voru aðeins kommúnistaríkin 10, að Kúbu meðtalinni. Úrslit þessi voru mikill ósigur fyrir heims- kommúnismann. Hin svoköll- uðu hlutlausu ríki hyllast til að taka ekki afstöðu í mál- um, sem talið er að geti móðgað Kremlverja, en að þessu sinni stóðu þau að ályktun, sem í raun réttri má túlka sem fordæmingu mannkynsins á einhverjum mestu glæpaverkum verald- arsögunnar. Hinn 14. janúar 1960 sagði Krúsjeff: „Sá sem byrjar að nýju til- raunir með atómvopn tekur á sig hræðilega ábyrgð og mun hljóta að launum for- dæmingu alls mannkyns.“ Þessi maður lét síðan und- irbúa rækilega hinar nýju kjarnorkutilraunir um sama leyti og hann mælti þessi orð og meðan fulltrúar hans sátu á fundum, þar sem þeir þótt- ust vera fúsir til að banna kjarnorkuvopnatilraunir og samþykkja allsherjarafvopn- un, hvort tveggja þó án eft- irlits, þannig að útilokað var að lýðræðisþjóðirnar gætu gengið að slíkum skilmál- um. Aðfarir þessar minna svo rækilega á framkomu Hitl- ers, þegar hann imdirbjó síð- ari heimsstyrjöldina að full- komnari samlíkingu er naum ast að finna. Vissulega er því tími til þess kominn að íslendingar mái af sér þann smánarblett að ljá mönnum, sem á mála eru hjá hinu austræna kúg- unarvaldi, fylgi til setu á sjálfu Alþingi Islendinga. YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐ- HERRA T|/|enn hafa af og til verið að ympra á því, að fyrir- hugað væri að taka Fram- sóknarmenn inn í ríkisstjórn ina. Eins og fram kom í ræðu forsætisráðherra í útvarps- umræðunum í fyrrakvöld, eru þessar bollaleggingar al- gerlega tilhæfulausar. Bjarni Benediktsson sagði í umræð- unum, að eðlilegt væri að kommúnistiun og fleirum kæmi til hugar, að flutning- ur vantrauststillögu Fram- sóknarflokksins væri ábend- ing um að hann væri reiðu- búinn til að taka upp þver- öfuga stefnu til þess að kom- ast í ríkisstjórn, þegar hlið- sjón væri höfð af fyrri reynslu af Framsóknarmönn- um í þessu efni. Síðan sagði ráðherrann, að ánægjulegt væri að Framsóknarflokkur- inn vildi a.m.k. þessa stund- ina hugleiða ábyrga afstöðu til Efnahagsbandalagsins, og meðan svo væri vildi ríkis- stjómin að sjálfsögðu hafa heilshugar samstarf við Fram sóknarflokkínn um þetta mikla vandamál. „En af því leiðir engan veginn“, sagði ráðherrann, „að æskilegt sé að Framsókn- arflokkurinn komi nú í rík- isstjórn. Á sínum tíma hafði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn full- komið samstarf við Alþýðu- flokkinn um undirbúning og gerð vamarsamningsins við Bandaríkin 1951 og var Al- þýðuflokkurinn þá þó í harðri stjórnarandstöðu. Með sama hætti á að vera unnt að hafa samstarf við Framsókn um undirbúning og athugun að- ildar okkar að Efnahags- bandalaginu, þó hún haldi áfram að vera utan ríkis- stjórnar.“ Síðan sagði forsætisráð- herra: „Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur eru auðvitað ósammála um margt, en enn hefur þeim tekizt að vinna af fullum heilindum saman um lausn þeirra vandamála, sem þeir hafa samið um. Á meðan svo fer fram er þess vegna einsætt að þeim ber samkvæmt því umboði kjós- enda, er þeir hlutu við síð- ustu almennar kosningar að halda stjórnarsamstarfi sínu áfram einir og leggja síðan gerðir sínar undir dóm þjóðarinnar við reglulegar Alþingiskosningar.“ Forsætisráðherra tók þann- ig af öll tvímæli um það, að Viðreisnarstjórnin mundi halda störfum sínum áfram óbreytt og ekki taka Fram- sóknarflokkinn til stjórnar- samstarfs. ! UtZ YMSML dŒm LAUGARDAGINN 21. okt. s.l. var hleypt af stokk- unum í Kiel nýjum kaf- báti fyrir vestur þýzka flot ann. Hlaut báturinn ein- kennisstafina U 1. Bátur þessi hefur vakið mikla athygli og jafnvel ótta margra, sem muna hörmungar kafbátahernað- ar Þjóðverja í síðustu heimsstyrjöld. Þetta er þriðji kafbáturinn í sögu þýzka flotans, sem ber einkennisstafina U 1. Hinn íyrsti var smíðaður 1906 og næsti 1935. Þessi nýjasti kaf- bátur er hinn fyrsti af tólf sem verið er að smíða fyrir vestur þýzka flotann. Þetta eru frekar litlir bátar, taldir aðeins um 350 tonn (kjarnorku kafbátar Bandaríkjanna eru taldir um 5.600 tonn), Og ætl- aðir aðallega til strandvarna á frekar grunnu vatni. Engu að síður hafa þeir ýmsar ný- ungar, sem eru eftirtektar- verðar. HRAÐSKREIÐIR Ahöfn er fámenn, en ein- göngu skipuð fagmönnum, hverjum á sínu sviði. Ekki hefur siglingarhraði verið gef- inn upp, en vitað er að bátarn ir eru mjög hraðskreiðir og sér staklega neðansjávar. Þá geta bátarnir verið mjög lengi í kafi. Þessir nýjú kafbátar Þjóð verja eru, eins og fyrr segir, 350 tonn. Þeir eru 44 metra langir Og 4,6 metrar á breidd. Vélin er 1200 ha. dísilvél og áhöfn 20 manns. Bátarnir eru búnir öllum nýjustu tækjum og átta tundurskeytabyssum. KAUPA KAFBATA Norðmenn hafa fylgzt mjög vel með smíði þessara nýju kafbáta, því sjálfir hafa þeir í hyggju að láta smíða 15 nýja kafbáta til strandvarna. Talið er að norsku bátarnir verði smíðaðir í Kiel, en þar hafa norsk.r sérfræðingar dvalið undanfarna sex mánuði til að fylgjast með smíði þýzku bát- anna. Verkfræðingurinn, sem teiknaði U 1, Ulrich Gabler, hefur verið beðinn að teikna kafbát fyrir Norðmenn, sem er byggður á U 1 en gerður fyrir meira dýpi Og annað sjó- lag. Telja Norðmenn að fyrsti báturinn geti verið fullsmíðað- ur á næsta ári. I AÐSTOÐ VIÐ TOGARANA FUns og kunnugt er hefur ^ afli togaranna verið með afbrigðum lélegur, svo að engin dæmi eru slíks áður. Af þeim sökum er rekstur þessa atvinnuvegs mjög erfið ur og engar venjulegar efna- hagsráðstafanir hafa get.að orðið til bjargar. Rétt geng- isskráning hefur að sjálf- sögðu létt nokkuð undir með togaraútgerðinni, en þegar mikill aflabrestur er, þá næg ir auðvitað ekki að útgerðin fái sannvirði fyrir fiskinn; þann fisk, sem ekki fæst úr sjónum, er ekki hægt að selja til að standa undir rekstrarkostnaði. I landsfundarályktun Sjálf stæðisflokksins var að því vikið, „að almannavaldið komi til aðstoðar, ef að ber tíma- bundna og óvenjulega erfið- leika í einstökum landshlut- um og atvinnugreinum.“ 1 ályktun þessari er því lýst yfir, að ríkisvaldinu beri að aðstoða þegar alveg óvana leg óhöpp ber að höndum. Eins og hag togaraflotans nú er komið, á með hliðsjón af þessari stefnu Sjálfstæðis- flokksins að taka til ræki- legrar athugunar sérstakar aðgerðir til að tryggja hag togaraflotans. Menn vona að sjálfsögðu að hið mikla aflaleysi sé tímabundið og rætast muni úr fyrir togaraflotanum síð- ar. Þess vegna komi ekki til mála að leggja þennan mikil- væga atvinnuveg niður, sem sjálfkrafa mundi gerast, ef engar sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar vegna aflaleysis- ins. Af þeim sökum ættu menn að geta verið sammála um að sérstakar ráðstafanir þurfi að gera hið bráðasta til bjargar þessum atvinnuvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.