Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 10
10 M o Jt c n n ti r 4 n 1 ð Föstudagur 27. okt. 1961 iSIND ÖOG TÆKNI Á ÞESSU augnabliki þeytist 95 punda gervihnöttur eftir braut, sem liggur á milli Venusar og jarðarinnar. l»að er hin fraega gervipláneta, sem Bandaríkjamenn skutu upp þann 11. marz 1960, Könnuffur 5. — Könnuffur 5. ér 311 daga aff fara um- hverfis sólina, og það verð- ur ekki fyrr en áriff 1989, að hann kemur aftur í nám- unda við jörðina. Könnuffur 5. á ennþá metið í fjarskipt- um. Hann var kominn í 36 milljóna km. fjarlægð, þegar samband við hann loks rofn- affi. Rússar bjuggust við þvi, aff Venusargervihnöttur þeirra myndi slá metiff, en úr því varff þó ekki, því sendikerfi þeirra bilaffi af einhverjum orsökum, áffur en svo langt var komið út í geiminn. Könnuður 5. hafði tvenns konar senditæki. Annað var notað meðan hnötturinn var nálægt jörðinni og gekk það fyrir 5 watta rafhlöðu. Þeg- ar það senditæki dró -ekki lengur til jarðarinnar, var skeyti sent til hnattarins, og hitt senditækið, sem gekk fyrir 150 watta rafhlöðu, sett_ í samband. Annars má benda “ á það til gamans, að Könn- ■ ■ Ælways facincthe SUI4—ONUY 36 MILLION MILES AWAY— MERCURY'S OAV-SIDE IS FIERY-HCT ENOUeMTOMELT LEAD METAL INTO "LAKES.1" While on its eternal NISHT-SIDE, EXPLORlNð SRíiCEMEN WOULD FINDTHE "MERCURy " ClN A THERMOMETER ) DROPPINÖ FAR. BELOW ZERO! ; *5fo se REApy in /S63-A4, j ' THE /VMGHTy SATU/2N ðOOSTER WILL BE fAORE 'ssæ FOWeRFUL THAN &ATLA& " ROCKETS! STRAN3ELY ENOUðH USING LIQUID HYPROaeN ANP OXYGBH AS> PROPELLANT&. IT WILL BE THE FIRST... S ‘3TAOE GATURN -'ILL &E A&LE TOi • ORÖ/T 60, OOO POUNO& (SO • LAND ONE-TON PAYLOAD ON MOON • SEND SOO-POUNO PROBE TO /WARfe • LAUNCH IO-MAN Sfí*C£SHIR ...S7£AM ROCKETl BURNINO HyPROGEN GIV6S SO% MCRE fCWER THAN CTH£R ROCKET FUELS < t?HUS, MERCURY IS BOTHTHE HOTTEST AND COLDEST PLANET |N OUR SOLAR SYSTEM'- @ 1W »Y COIUMHA KATUKE5 INC. WOIitÐ BSHTS MSEftVEP >W!*' 8-13 STJÖRNUR hita og kulda. — Merkúr snýr jafnan sömu hlið að sól, ,,aðeins“ 35 milljón mílur í burtu. „Dag“-megin er hitinn slíkur, að hann mundi bræða blý í stór stöðu- vötn. — En á hinni eilífu „næturhlið" Merkúrs mundum við sjá kvikasilfrið (mercury) faila langt niður fyrir frostmark. — Merkúr er þannig bæði heitasta og kaldasta stjarnan í sólkerfi oklkar. GUFURAKETTAN. — Saturn-eldflaugin,- sem verður til- búið 1963—1964, verður öflugri en fimm Atlasflugskeyti til samans. Þótt undarlegt megi virðast verður eldflauigin knúin fljótandi súrefni og vatnsefni, verða hin fyrsta .... vatnsefni -f- súrefni=H20 (vatn) .... gufurakettan. Bruni vatnsefnis gefur helmingi meira afl en annað eldflaugaelds- neyti. — Fim.m þrepa Saturnfuiseldflaug getur m.a. skotið 30 tonnuim á sporbaug umihverfis jörðu, lent einu tonni á tuniglinu, hálfu tonni á Marz og komið 10 manna geim- fari á sporbaug. KONNUÐUR 5. hin velheppnaða gerviplánefa Bandarikjamanna uður 5. „hlýddi“ 9 mismun- andi skipunum frá jörðinni. Rafhlöðurnar fengu orku sína frá sólarrafhlöðunum, sem staðsettar eru á fjórum örm- um á hinum hnattmyndaða gervihnetti. 100.000 ár Vísindamenn voru mjög ánægðir með fjarskiptakerfið. Sérstaklega kom það sér vel að geta látið senditækið að- eins senda í 2 til 3 mínútur sjöttu hverja klukkustund. Þannig sparaðist dýrmæt raf- orka, og gervihnötturinn gat sent frá sér dýrmætar upp- lýsingar í lengri tíma. Það var 26. júní, sem Könnuður 5. hætti að senda, svo nyt- samt æviskeið hans varð 106 dagar. Aftur á móti búast vísindamenn við því, að hann snúist í kring um sól- ina í 100.000 ár. Það lá við, að allt verkið yrði unnið fyrir gýg. Það kom nefnilega í ljós, þegar farið var að rannsaka skeyta sendingarnar frá Könnuði 5., að tækið, sem safnaði upp- lýsingunum frá hinum marg- víslegu rannsóknartækjum hnattarins, og sendi síðan til jarðarinnar, sendi aðeins helminginn af tölunum í upp lýsingunum, en fjarskipta- kerfið var byggt upp í tví- tölukerfi. Þegar uppfinninga- maður tækisins, sem kallast „telebit", Robert E. Gottfried, rannsakaði skeytin, sá hann að raunverulega höfðu engar upplýsingar farið forgörðum, heldur hafði nú hver tala í kerfinu tvær .mismunandi merkingar. Robert tókst að framleiða nokkurs konar „þýðingarkerfi“, sem sett var í rafeindaheila ásamt skeyt- rmurn. Rafeindaheilinn vann síðan úr skeytunum eins og ekkert hefði í skorizt. Enn unnið úr upplýsingum Þótt enn sé verið að vinna úr hinum fjölmörgu upplýs- ingum, sem Könnuður 5. lét vísindunum í té, þá hafa þegar verið tilkynnt nokkur atriði, sem rannsóknirnar hafa leitt í ljós. Hér fara á eftir þau helztu: 1. Sólaragnir roru upp- götvaðar á ferð milli sólar- innar og jarðarinnar í millj- óna km. fjarlægð frá jörð- inni. 2. í mótsögn við það sem yfirleitt er álitið, þá er hin skyndilega minnkun í geim- geislamagninu kölluð For- bursh-minnkunin, ekki vegna segulsviðs jarðarinnar. 3. Þéttleikinn í ytra Van Allen geislunarbeltinu um- hverfis jörðina er ekki ein- göngu vegna rafeindastrauma frá sólinni. Mælingar gerðar samtímis með Könnuði 5. og öðrum gervihnetti, sýna, að rafeindirnar fá á sig meiri hraða eftir að þær hafa kom- ið inn í segulsvið jarðar. 4. Uppgötvaður var stór- kosflegur straumhringur hring sólandi í kringum jörðina í milli 50.000 og 80.000 km. hæð. Samanlagður straumur í öllu straumbeltinu mælist vera 5 milljón amper. 5. Sönnun fyrir því að jörðin hefur mælanlegt seg- ulsvið minnsta kosti 100.000 km úti í geimnum. 6. Mælingar virðast sýna fram á tilveru mælanlegs al- heimssegulssviðs. Björgvin Hólm. Breiðf jörðs ■ þriðju útgáfu KOMIN er út þriðja útgáfa af Grænlandssögu Sigurðar Breið- fjörðs, Frá Grænlandi. Fyrsta út- gáfan var prentuð í Kaupmanns- höfn 1836. Utgefandi var Brynj- Eldur í hlöðu í lieila viku Borgarnesi, 25. okt. VERIÐ er að reyna að komast fyrir eld í hlöðu í Stangarholti í Borgarhreppi. Eldur kom upp í hlöðunni fyrir um það bil viku, og héldu menn þá að tekizt hefði að komast fyrir hann, en í morg- un urðu menn aftur varir við hann. Var þá kallað á slökkviliðið í Borgarnesi, en auk þess komu mern af næstu bæjum, til þess að reyna að komast fyrir eldinn. Hann er neðarlega í hlöðunni og verður að grafa niður að honum í gegnum heyið. Virðist þarna vera um talsverðan eld að ræða, en engar skemmdir hafa orðið á hlöðunni ennþá. I kvöld var sent boð um sveitina eftir fleiri mönn um til að reyna að komast fyrir elainn. — Hörður. ólfur Benedictsen, en hann fékk Konráð Gíslason til þess að fara yfir handritið með sér. Breyttu þeir því allmikið, einkum málfari en felldu sumt úr, m. a. heilan kafla. önnur útgáfa kom 1912 og var þá farið eftir 1. útgáfu að öilu leyti. EirÍKur Hreinn Finnbogason, cand mag., sér um þessa þriðju útgáfu ög er hún allmikið frá- brugðin hinum tveimur. Stafar það aí því, að í Landsbókasafni er varðveittur mikiíl hluti hand- rits þfcss, sem Sigurður Breið- fjörð skrifaði í Grænlandi, og er farið aigerlega eftir því handriti hér, svo langt sem það nær. Siguröur Breiðfjörð segir m. a. í formáisorðum að sögu sinni: „Frásögukorn þetta um Grænland og íbúa þess hef ég einkanlega byggt á sjálfs mín reynslu og athugasfcmúum, meðan ég dvaldi þar í landinu um fjögra ára tíma, og mér varð víðfarið um suður- hiuta þess . . . það, sem hér verð- ur ritað um Norðurhluta Græn- lands, ci eftir frásögn þeirra manna, er þar hafa dvölum verið og mér síðar samtíða, því aldrei kom ég sjálfur norður þangað, iengra en að Holsteinsborg. Þótti Sigurður Breifffjörff mér sögur þeirra ekki miður merkilegar en bækur ýmissa rit- nöfunda, er aldrei höfðu Græn- land séð eða neinn af íbúum þess ..." Jóhann Briem listmálari hefur gert teikningar í bókina, en út- gefanui er Bókfellsútgáfan. Bók- in er 120 bls. að stærð og frá- gangur allur hinn smekklegasti. Brezkur togari strand aði á Seyðisfirði Seyðisfirði, 25. okt. KLUKKAN 1 í nótt strandaði brezki togarinn Kingston Agate H 489 á leirunum, sem eru fyrir botni fjarðarins. Togarinn náð- ist aftur á flot kl. 12 í dag. Er hann með öllu óskemmdur eftir strandið. Kingston leitaði hér hafnar, vegna ketilbilunar. Mikið hvass- viðri var og úrhellisrigninig og kann það að hafa valdið því, að togarinn lenti alla leið inn í botni fjarðarins og strandaði þar um 200 m. undan landi. Botninn er þ»rna sendinn, og var hvorki skipi ne áhöfn hætta búin um nóttina. A hádegi í dag tókst m.b. Gull- ver að draga togarann á flot, en þá er stórstreymi, og lagðist hann hér við bryggju. Síðdegis í dag kafaði Lundberg Þorsteinsson frá Norðfiröi undir togarann og at- hugaði botn hans. Telur hann, að togarinn hafi ekki orðið fyrii neinum sKemmdum við strandið. Viðgerð a katli togarans verðut að öllum líkindum lokið í nótt, svo hann ætti að geta haldið út aftur, ems og ekkert hafi í skor- izt. — Sveinn. Svíar og Efnahags- bandalagið STOKKHÓLMI, 25. okt. (NTB) Allmiklar umræður urðu um af- stöðu Svíþjóffar til Efnahags- bandalags Evrópu í báffum deild um sænska þingsins í dag, er ríkisstjórnin lagffi fram greinar- gerff fyrir þeirri ákvörffun sinni aff leita auka-affildar aff banda- laginu. — Þaff vakti athygli, aff engir nema kommúnistaþing- mennirnir mæltu gegn einhvers konar affild Svía að bandalag- inu — en hins vegar gagn. rýndu formælendur hægri- manna og þjóffarflokksins stjórn ina fyrir þaff aff. leggja ekki fyrst áherzlu á að athuga, meff hvaða skilyrffum Svíþjóff gætí orðið fullgildur meðlimur Efna- hagsbandalagsins — áður en hún ákvað að sækja um aðild sem aukameðlimur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.