Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 23
r Sunnudapur 19. nóv. 1961 MORCUISBJAÐIÐ 23 Bridge 4ö %%%%%%&% Qr%*l F L E S T I R bridgespilarar hafa án efa komizt í vanda þegar þeir eru í vöm. Gildir þetta bæði með útspil í fyrsta sinn eða í miðju spili. Ýmsar reglur eru til að gefa til kynna um styrkleika og litarlengd. Spilið hér á eftir er gott dæmi um hve xnikilvægar slíkar reglur eru. — Spilið var spilað í tvímennings- ikeppni og við öll borðin opnaði Suður í einu grandi og einnig við öll borðin sagði Norður strax 3 grönd. ♦ G10 5 V D ♦ ÁG83 ♦ G 9 7 5 2 A K D 8 S A 6 432 VG973 v aVÁ 10 654 ♦ 10652 V 74 ♦ 8 3 N ♦ A10 ♦ Á 9 7 V K 8 2 ♦ KD 9 ♦ K D 6 4 ' Á öllum borðunum var út- spilið það sama, eða hjarta 3, og allsstaðar var drepið á hjarta ás í Austur og hjarta látið út aftur. Suður lét áttuna og Vest- ur drap með níunni. Nú skildu leiðir með spilurunum, sem sátu í Vestur. Við 4 borð hætti Vestur við Hjartalitinn og lét í þess stað út spaða. Orsökin fyr- ir þessu er sú, að spilararnir óttuðust að Suður ætti konung og 10 í hjarta og vildu því ekki spila hjarta ög gefa þannig sagn hafa slag. Mjög auðvelt er að komast hjá þessu ef A-V sýna iitarlengd með útspili, jafnvel inni í miðju spili. Þegar Austur hefur drepið á hjartaás þá á hann að láta hjarta 5 og Vestur á að reikna með að það sé fjórða spil (svonefnd ellefu- regla). Getur því Vestur auð- veldlega séð, að Suður á ekki inema tvö spil hærri, en hjarta 6 og hefur hann þegar séð annað þeirra eða hjarta 8 og hlýtur hitt því að vera konung- urin. Getur Vestur því óhrædd- ur látið hjarta út aftur og spilið itapast, því Austur kemst inn á iaufaás. 4. UMFERÐ tvímenningskeppni meistaraflokks B. R. fór fram s.l. þriðjudagskvóld 5. og jafnframt síðasta umferð verður spiluð í Skátaheimilinu n.k. þriðjudag kl. 3 s. d. 16 efstu pörin eru sem hér segir: i '1- Eggert — Þórir 2130 i 2. Guðjohnsen — Jóhann 2072 3. Símon — Þorgeir 2048 4. Arni — Benedikt 2021 5. Einar — Gunnar 2007 6. Jón Ara — Sigurður 1982 i 7‘ Júlíus — Vilhjálmur 1943 " 8. Asmundur — Hjalti 1898 9. Guðrún — Steinsen 1858 10, Asbjörn — Vilhj. Sig. 1855 11. Kristinn — Lárus 1853 12. Hilmar — Rafn 1849 13. Jakob — Jóh Bj. 1845 14. Brandur — Olafur 1842 15. Guðjón — Róbert 1827 1«. Sigurþór — Stefán 1821 Þakkarávarp VIÐ UNDIRRITUÐ þökkum. alla Þá miklu vinsemd og sóma, sem okkur var sýndur á fimmtu-gs- og sjöfcuigsafmæli okkar hinn 11. nóv. s.l. Sérstaklega þökkum við gjafir og góðar óskir, sem bárust víðs vegar að, og ekki sízt heim sóknir allra þeirra, er glöddu okikur og heiðruðu með nærveru sinni. Þá viljum við og þakka sveitarstjórn Þórshafnar, er lán aði samkomuhús sveitarinnar endurgjaldslaust til háfcíðahalds. Þórshöfn, 15. nóv. 1961. Rósa Gunnlaugsdóttir, Einar Ólafsson M 4LFLUTNINGSSTOFA W Aðalstræti 6, III. hæð. * Einar B. Guðmundsson / Guðiaugur Þorláksson ' Guðmuudur Péturssuu Tveimur rifflum stolið INNBROT var framið í bifreiða- verkstæði við götu þá í Reykja- vík, sem Síðumúli nefnist, að- faranótt laugardags. Farið var inn um glugga og stolið tveimur rifflum, sem starfsmenn þar áttu, og ljósasamlokum. Hafi fólk orðið vart við óvenjulega með- ferð á rifflum éf það vinsamlega beðið að láta rannsóknarlögregl- una tafarlaust vita- — Minningarathöfri Framh. af þls. 1. Virðist allt benda til þess, að hann felist einihversstaðar í Kivu héraði. Ekki hafa enn komið fram neinar sönnur á því, að hann hafi hvafct til iruorða ítal- anna. Hermennirnir, sem ódæðið unnu voru að vísu taldir honum hliðhollir en ráðamenn SÞ. segja, að þeir virðist engum skipunum taka og agaleysi meðal þeirra sé óskaplegt. Ekki sé heldur góðs að vænta, þegar svo drykkjuskap ur bætist ofan á þessi vandkvæði. Fréttaritari brezka útvarpsins segir, að öruggt megi teljast, að Gizenga hafi ekki til Stanley- ville komið. Þar sé orðin all- sterik andstaða gegn honum og styrki það trú manna um, að hann hafi hugsað sér að reyna að buga andstæðinga sína með aðstoð Kivubúa en þar var eitt sterkasta vígi Lumuba heitins. í gær var mikið uppþot í ítal ska þinginu, er einn þingmanna lét svo um mælt, að heimskomm únisminn ætti sök á morði ítal- anna þrettán — og vísaði þar til Gizenga. Lá við að slagsmál yrðu í þingsölum. ítölum hefur verið mjög heitt í harnsi síðan fréttist aí atburð unum í Kongó. í dag safnaðist múgur manna með hrópum og steyttum hnefum að þrem banda rískum negrum, sem dveljast á- samt fleira blökkufólki í Róm um þessar mundir, vegna töku kvik- myndarinnar Kleopatra. ítalsk- ur kaupmaður bjargaði negrun- um inn í verzlun sína og hringdi á lögregluna, sem kom óðar á vettvang. • Kongómálið rætt í Öryggisráðinu U Thant framkvæimdastjóri SÞ. átti í gær langar viðræður við ráðgjafanefndina í Kongó- málinu. Þeir Sean McKeown og Cruise O’. Brien fulltrúar SÞ. í Kongó voru viðstaddir fundina og ennfremur sátu þeir fund ör- yggisráðsins, sem fjallaði um Kongómálið. Þar tók m.a. til máls Adlai Stevenson, fagtafulltrúi Banda- ríkjanna hjá SÞ. og sagði, að á standið í Kongó virtist nú alvar legra en nokkru sinni fyrr. Hann sagði það skoðun Bandaríkja- stjórnar, að ekki fyndist lausn á þessu erfiða vandamáli nema Kat anga hætti við aðskilnaðarstefnu sína, Landið yrði að sameina undir sterkari miðstjórn. Lagði Stevenson til að U Thant yrði veitt umboð til að gera þær ráð stafanir, sem hann teldi nauð- synlegar til lausnar rnálinu á þeim grundvelli. A fundum ráðgjafanefndarinn- ar fór McKeown fram á að fleiri hermenn yrðu sendir til Kongó, en fulltrúi Indlands Krishna Menon andmælti því. Sagði hann síðar við Öryggisráðið að, ef það lið sem nú væri í Kongó — 15.400 manns — naegði ekki til að halda þar uppi lögum og reglu væri eitthvað athugavert við hermenn ina. Hafði afstaða Menons mikil áihrif í Öryggisráðinu, því að Indverjar hafa lagt til þriðjung þess liðs sem SÞ. hafa á að skipa í Kongó, eða 5.700 hermenn. Afmœli 65 ára er i dag, 19. nóvember, frú Sigurveig Brynjólfsdóttir, Skagabraut 23, Akranesi. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endúrskoðandi Endurskoðunarskrifsofa Mjóstræti 6 — Reykjavík Sími 38050 — Pósthólf 1109 Örlygur Sigurðsson, listmálari, opnaði í gær sýningu í Listamannaskálanum á nýjustu verkum sínum, olíumyndums vatnslitamyndum og teikningum. Sýningin stendur yfir í viku a. m. k. — Þetta er ein af vatnslitamyndunum á sýningunni: „Húnvetnskir sauðaþjófar þeysa“. Ltuidsþing Náttúrufræðinga N ÁTTÚRULÆKNIN G AFÉL AG íslands háði 8. landsþing sitt í Reykjavík dagana 20.—21. okt. 1961. 1 upphafi þingsins flutti frú Arnheiður Jónsdóttir, vara- forseti bandalagsins, minningar- orð um Jónas Kristjánsson, lækni og minntist anarra lát- inna félaga. Þingforseti var kos- inn Klemenz Þórleifsson, kenn- ari. Að undanfömu hafa aðalstörf samtakanna verið uppbygging og rekstur heilsuhælisins í Hveragerði. Á síðustu tveim árum hefir verið byggt þar starfsmannahús og gróðurhús og unnið að fegrun lóðar. Hælið sækja nú árlega um þúsund manns. Læknar hælisins eru Karl Jónsson, gigtlæknir, og Högni Björnsson, sem tók við af Úlfi Ragnarssyni, er hann lét af störfum. Félagið gefur út tímaritið Heilsuvernd, .og er rit- stjóri þess Björn L. Jónsson, læknir. Þingið samþykkti ýmsar tillög ur, svo sem ályktun þess efn- is, að haga viðurværi í heilsu- hælinii eins og að undanförnu, koma á matreiðslunámskeiðum sem víðast um landið og stuðla að þvi, að kornmyllum verði komið upp meðal félagsdeild- anna og þeim veitt aðstoð til að afla sér heilnæmrar matvöru, að athúgaðir verði möguleikar á að koma upp matstofu í Reykjavík. Forseti félagsins var kosinn frú Amheiður Jónsdóttir, vara- forseti Pétur Gunnarsson, til- raunastjóri, og meðstjórnendur frú Guðbjörg Birkis, Klemenz Þórleifsson, kennari og Óskar Jónsson, útgerðarmaður. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Ámi Ásbjamarson. Sunnud. 22. ok;t. sl. bauð stjórn félagsins fulltrúum til hádegi*- verðar í heilsuhælinu í Hvern- gerði. KVIKMYNDXR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR » Hoxa Stjörnubíó: Hjónabandssælan ÞESSI sænska mynd sem tekin er í litum, fjallar á mjög sér- stæðan og athyglisverðan hátt um vandamál hjónabandsins. Ung hjón, Lena og Sven, sem hafa verið gift í nokkur ár, þyk- ir vissulega ’-ænt hvoru um ann- að, en engu að síður slettist stundum upp á vinskapinn með þeim. Enda sennurnar þá oft með því, að Lena tekur saman föggur sínar og fer að heiman. Sven finnst Lena vera öðm visi en hann hafði búizt við og henni finnst hann hversdagslegur og leiðinlegur eiginmaður. Þegar myndin hefst eru þau hjónin í háarifrildi, er lýkur með því að Lena fer á brott. Samtímis ber að garði Pelle, vin Svens og reynir hann en þó árangurslaust, að telja um fyrir Sven. Skömmu síðar skýtur þarna upp dular- fullum gesti, sem biðst gistingar. Er þetta kvikmyndasýningar- maður, sem ferðast um og sýnir fólki allskonar myndir- Hann býðst til að sýna þeim félögum kvikmynd og tekur Sven því feg- ins hendi. Myndir þessar hafa mikil áhrif á Sven því að þær bregða ljósi á vandamál mis- munandi hjónabanda. Fyrst er Sven sýnt hjónaband bláklæddu konunnar, sem er rómantisk í meira lagl og þreytir með því eiginmann sinn. Því næst sér Sven hjónaband grænklæddu konunnar, sem stjanar við mann sinn og lætur þarfir hans ganga fyrir öllu og hlýðir öllum dutl- unum hans. í þriðja hjónaband- inu, sem Sven er sýnt, er full- komið jafnræði með hjónunum að menntun og þau eiga sömu áhugamál. En ekki gengur það betur. Hann er fálátur við konu sína, en hún kveðst ekki vita hvað ást sé. Og svo er það hjóna- band rauðklæddu konunnar. sem er ástríðuheit og ástleitin um of að bónda hennar finnst. Engin þessara hjónabanda eru Sven að skapi, en þau hafa birt honum þann mikilvæga sannleika, að til þess að leysa hin mörgu vanda- mál, sem svo oft valda alvarleg- um erfiðleikum I hjónabandinu, verður að koma til gagnkvæmur skilningur hjónanna og að þau ræði vandamálin af einlægni sín á milli. Mynd þessi er vel gerð og efni hennar þótt tekið sé þéttum tök- um er þannig að allir hefðu gott af að sjá hana og hugleiða- Hún er einnig mjög vel leikin, en með aðalhlutverkin, Lenu og Sven fara hinir ágætu sænsku leikarar Bibí Anderson og Sven Lindberg. Gamla Bíó: Áfram góðir hálsar ÞETTA er enri ein af hinum skemmtilegu ensku Carry-on- myndum, sem alltaf hafa verið sýndar hér við mikla aðsókn. I mynd þessari eru flestir scmu leikararnir og í hinum myndun- um — og allir jafn skemmtilegir og þeir hafa alltaf verið. Að þessu sinni leita þau, •— því hér er bæði um karla og konur að ræða, — árangurslaust til vinnu- miðlunarskrifstofu ríkisins, um atvinnu. En þá rekast þau á auglýsingu í blaði að fyrirtækið „Hjálpandi hendur“ óski eftir að ráða til sín fólk til skemmtilegra og spennandi starfa. Er ekki að orðlengja það að allur skarinn þýtur á skrifstofu fyrirtækisins og er ráðinn eins og skot. Þessu ágæta fólki eru nú falin hin margvíslegustu störf, hverjumum sig, og verður ekki annað sagt en að störfin séu bæði skemmti- leg og spennandi, eins og fyrir- tækið hafði lofað. Mynd þessi er full af fjöri og gáska. Þeir sem vilja fá sér góð- an hlátur ættu því að sjá hana. Framh. af bls. 8. annt um lýðræði, umburðar- lyndi og stefnu, sem ná skal til alls heimsins, hefur beitt and- marxistískum aðferðum gegn flokki okkar, og stingur þetta annarlega í stúf við öll sam- skipti milli sósíalistalandanna. í því augnamiði að knésetja al- banska verkamannaflokkinn og kæfa opinberar skoðanir hans, hefur hann ásamt félögum sín- um beitt óafsakanlegum aðferð- um, sem spilla illilega fyrir sam skiptum flokka okkar og hinna sósíalísku ríkja okkar. í dag blæs engan veginn byrlega fyrir okk- ur, og stafar það af kúgun af hálfu Sovétríkjanna á sviði fjár mála, stjórnmála og hemaðar- mála. Þessar aðgerðir hófust seint á síðasta ári, þ. e. eftir Búkarestráðstefnuna. Síðan hef- ur Krúsjeff, í stað þess að reyna að leysa hina hugsjónalegu og stjórnmálalegu deilu milli flokks okkar og Sovétleiðtog- anna í kyrrþey, flíkað þessari deilu opinberlega og nýtt sér hana til hins ýtrasta í sam- skiptum við aðra flokka. Þannig var styrkur sá, er Albaníu var ætlaður samkv. 35 ára áætluninni afnuminn, með það fyrir augum að kollvarpa efnahagskerfi lands vors, án þess að nokkur eðlileg ástæða væri gefin, hurfu sovézkir sérfræðing ar, sem land okkar þarfnaðist svo um munaði, skyndilega úr landinu, þótt þeir væri opin- berlega beðnir um að sitja um kyrrt. Allir albanskir stúdent- ar, sem voru við nám í Sovét- ríkjunum, voru sviptir náms- styrkjum sínum o.s.frv., o.s.frv. Efnahagsþvingun fylgdu enn- fremur hernaðarlegar skerðing- ar og þvinganir. En Krúsjeff lét sér þetta ekki nægja. Þegar hann sá, að allar þvinganir, öll kúgun og frelsis- skerðing hafði ekki borið æski- legan árangur og kippt fótun- um undan flokki vorum og þjóð vorri, lýsti hann því yfir opin- berlega á 22. flokksþinginu, að skynsamlegast væri að steypa formanni albanska verkamanna- flokksins úr stóli — slíkt myndi hann ekki leyfa sér að segja um stjórnir hinna kapítalísku íanda, þar eð slíkt myndi teljast inn- anflc kl smál þess lands, er í hlut ættú y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.