Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 19. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Starfsskilyrðin í Hegningarhúsinu EINS og alþjóð er kunnugt af blaðafrettum, brutust tveir fangar út úr hegningarhúsinu í P.eykjavílt nú fyrir skömmu. Dagbiöðin í bænum gera að jafnaði mikið veður úr, ef slíkt kemur fyrir, Og svo var það enn. Blaðamennirnir hafa þó yfirJeitt skýrt hlutlaust frá , slíku, og ekki kennt einum um það öðrum fremur af þeim mönnum, sem eftirlit eiga að annast á þeim ólánsmönnum, er gistingu hljóta á Skólavörðu stig 9 í Reykjavik. En eins og kunnugt er, er þar aðalfang- elsi íslenzka ríkisins, traust hið ytra er alónýtt hið innra, eins og ég mun síðar að víkja. í Alþýðublaðinu 17. október s.l. er grein, sem nefnist: „Vörðuiinn las annála, er fang arnir brutu loftið“! Þar sem þessi grein er óvenjulega ill- kvittnisieg og rætin í garð starfsfélaga mín's, langar mig til að svara henni lítillega, Og skýra jafnframt frá þeim starfsskilyrðum, sem við, sem þarna vinnum eigum við að búa. Það eina merkilega við þessa grein er i rauninni það, að hún virðist vera runnin undan rifj um einhvers af lögregluþjón- um þeim, er starfa í rannsókn- arlögreglunni, þar sem engir aðrir eiga að geta haft aðgang að þeim skýrslum, sem um fyrrnefnd strok voru gerðar, nema yíirsakadómari sjálfur. En engum dettur í hug að hún sé fra honum runninn. Hvaða tiJgangi eiga þá þessi skrif að þjóna? Er það bara biaðurshneigð þess manns, sem ekkert má vita án þess að það hrckkvi úr munni hans, sjálfum honum til litils sóma, en félögum hans til vanvirðu. Eða er það hrein illgirni í þeim tiigangi einum að rægja og gera lítið úr þeim manni, sem var svo óheppinn að vera á vakt umrædda nótt, að það nálgast hreinan atvinnuróg. Hver svo sem tilgangurinn hefur verið, þá er hann til stór skammar þeim, sem henni hef ir komið á framfæri, þar sem þetta er nánast starfsfélagi hans, eða í það minnsta maður, sem vinnur í annarri deild við sama embætti. Nú er það á flestra vitorði að fyrrnefndir lögregluþjónar eru yfirleitt ágætustu ménn óg mjög vel færir í sínu starfi. Samt leyn- ast innan þessa tiltölulega fá- menna hóps menn, sem eru svo opinskáir, að þeir geta jafnvel komið fangaverði til að skammast sín og er þá mik- ið sagt, því ekki höfum við verið svo hátt skrifaðir þessa dagana. Alþýðublaðið virðist vera hneykslað á því, að fangavörð urinn, sem var á vakt marg- umrædaa nótt, skuli hafa litið í bók. Hvað er betra til þess að stytta tímann en lesa í bók á milli þess, sem maðurinn vinnur þau störf, sem honum eru falin, og skiptir það þá nokkru máli, hvort bókin, sem lesin er, heitir annálar eða eitt hvað annað. En eitt vil ég segja við heimildarmann blaðs ins: Hættu þessu narti í garð félaga þmna, og láttu ökkar sameiginiega húsbónda sjálfan , um að dæma þau mistök, sem kunna að verða við embætti hans. Hann er örugglega vel fær um það án þinnar aðstoð- ar. , Um mistök eða vanrækslu í þessu tiifelli tel ég ekki hafa verið að ræða, heldur óhjá- kvæmilegai afleiðingar þeirra starfsskiiyrða, sem við eigum við að búa og sökum þess, hvað fangahúsið er ótrúlega ónýtt. Hver eru þá starfsskil- yrðin og í hverju er'u störf fangavarðanna fólgin? Störf fangavarða Vaktir eru þrískiptar, þannig að tveir menn eru á hvorri dag vaktinm en einn maður á næt- urvaktinni, svo merkilegt sem það nú út af fyrir sig er. Ann- ar morgunmaðurinn á að ann- ast matreiðslu fyrir fangana, sem eru um 30, þegar húsið er fullt og eftirlitið þarf þar af leiðandi að vera hvað mest. Hann viröist hafa ærinn starfa við matreiðsluna fram yfir há degi. Einnig á hann að sjá um matarpantanir fyrir næsta dag. Hvað á þá hinn maðurinn að gera? Eitthvað mun honum vera ætíað. Hann á að annast allt eftirlit einn, hleypa öllum föngunum út úr klefa sínum, peim sem ekki eru í gæzlu- varðhaldi, fram á aðalgang fangahússins; einnig á hann að Opna bakgarð hússins Og hleypa föngunum út og líta eft ir þeim í garðinum, sem ekki er mannheldur. Viðgerð var framkvæmd á nefndum garði fyrir um það bil tveimur ár- um, og verður að segja að heldur verða það að teljast lélegir tæknifræðingar, sem ekki gátu gert hann mannheld an, ekki meira mannvirki en það virðist vera. Jafnframt því að líta eftir föngunum úti, þarf fangavörð urinn að iíta eftir inni á gangi, því ekki fara allir út og getur þá þannig borið við, ef þannig menn eru inni, að unnin séu skemmdarverk á ganginum, svo sem á hurðarskrám og fleiru, e.ins og stundum hefur kómið fyrir. Ef fangavörður- inn er aftur á móti eitthvað inni, á hann það á hættu að einhverjum detti í hug að fá sér bæjarieyfi og fari þá út úr garðinum. Almenningur skrifar á þetta svo á kostnað fangavarðarins, sem er kennt um vanrækslu eða jafnvel hreinan aumingjaskap. Þetta virðist því vera ærinn starfi fyrir einn mann, en jafn framt þessu verður fangavörð- urinn að taka á móti föngum, sem komið er með aðallega á þessum tima. Það þarf að skrifa þá inn, taka á móti sekt arupphæðum og innfæra þær, sé um sektarmenn að ræða. Einnig þarf hann að hleypa út föngum, sem lokið hafa afplán un, skrifa þá út Og afhenda þeim persónuiega muni, sem teknir kunna að hafa verið af þeim, þegar þeir komu inn. Allt þetta er á hgndi eins manns. Að vísu hjálpar kokk- urinn t.il frammi á varðstof- unni eftir því sem hann getur við komið En hann er það upp tekinn að hann hefir lítinn tíma aflögu frá sínu starfi. Þegar fangarnir hafa verið lok aðir inni, eru gæzlufangarnir teknir fram einn og einn og gengur a þessu fram að há- degi. Eftir hádegi þarf að ganga á klefana og safna matarílát- um, sjá uro uppvask, sem fang- arnir í flestum tilfellum ann- ast. Einnig þarf að annast ýmsa smásnúninga, sem ekki hefur unnizt tími til að sinna, svo sem sendiferðir fyrir fang- ana. Kl. 14,45 er opnað fyrir föng unum aftur. Vaktinni lýkur svo kl. 16,00, Og er þá búið að loka inni. Kvöldvaktin gengur fyrir sig á svipaðan hátt. Niðurstaðan verður því sú, að við þurfum að vera sendisveinar, matreiðslumenn, réttarvitni stundum, og hjúkr- unarmenn í viðlögum, þegar annast þarf geðsjúklinga, sem settir eru inn til bráðabirgða. Jafnframt þessu eigum við svo að gegn gæzlustörfum. Eg vil varpa því fram hér, hvort ekki sé orðið tímabært að ráða sérstakan matsvein að húsinu, sem eingöngu sæi um matinn og því sem honum við kemur, en hætta að láta 6 menn annast matargerðina sína viKuna hvern eins og nú er. Hræddur er ég um að mat- urinn nýttist betur með því móti. Auk þess ynnist við það aukin gæzla. Næturvaktin Þá er ótalin hin margum- rædda næturvakt. Aiþýðublað ið segir, að samkvæmt um- ræddri skýrslu gegni fanga- verðir nánast sama hlutverki og vökukonur á sjúkrahúsi Og finnst það mildileg varzla á svona mönnum. Vill blaðið kenna bar um skort á starfs- reglum af yfirvaldanna hálfu. Satt er það, að starfsreglur eru engar til fyrir fangaverðina og hafa mér vitanlega aldrei verið til. Hitt er svo annað mál, hvort auðvelt yrði að koma þeim starfsreglum saman pannig að þær mættu að gagni koma og unnt yrði að fara eftir þeim við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru innanhúss og með þeim störfum, sem fangaverðir nú verða að sinna. Eg mun leitast við að skýra þetta nánar. Um 35 m. langur gangur er eftir húsinu endi- löngu. Við hann eru þeir 12 klefar, sem í húsinu eru Og rúma frá einum upp í fimm menn. Gólfið í gangi þessum er að mestu leyti úr tré og læt ur svo hátt í því þegar þar er gengið, að það út af fyrir sig er nóg til að raska svefnró fanganna. Dæmdir menn eiga Hegningarhúsið. 'v rétt á því að hafa svefnfrið eins og aðrir menn og flestir nota noitina til þess sem betur fer. Lúgur (gægjugöt) eru eng ar á hurðum klefanna, svo ekki er hægt að fylgjast með því, sem fram fer inni á þann hátt. Þá væri það eitt fyrir hendi að opna hvern klefa með ákveðnu millibili, t. d. á 30 mínútna fresti, með þeim hávaða, sem því fylgir í lykla hringli, skráarsmellum og hurðaskellum. Hvað myndi það þýða? Það þýddi óhjá- kvæmilega það, að enginn svefnfriður væri í húsinu næt- urlangt. Hvað heppilegt það gæti talist að fara þannig með menn, sem sviptir eru frelsi sínu, læt ég aðra um að dæma. En hræddur er ég um að aukast myndi aðsóknin að sjúkrahúsinu á Kleppi — og er hún þó nóg fyrir — ef slíku yrði til lengdar haldið fram. Almenningur á rétt á skýringu Eg hef nú leitazt við að draga upp sem sannasta mynd af því starfi, sem fram fer á Skólavörðustíg 9 á einum sól arhring og hver vandi fanga- vörðunum er á höndum að ann ast þar þau gæzlustörf, sem þeim eru falin við þær aðstæð- ur, sem þeir eiga við að búa. Eg tel líka, að almenningur eigi rétt á því að fá nokkra skýringum á útbrotunum og að þau veiða ekki með sann- girni skrifuð á kostnað fanga- varðanna. Það skal tekið fram, að aldrei mér vitanlega hafa þeir Valdimar Stefánsson, sak- sóknari, Og Logi Einarsson, yfirsakadómari, kennt fanga- vörðunum um útbrotin, enda er þeim manna kunnast hvar skórinn kreppir að í fangels- ismálunum, og eru, þrátt fyrir góðmennsku sína, það sam- vizkusamir embættismenn, að þeir myndu ekki hafa þá menn í þjónustu sinni, sem gerðu sig seka í vítaverðum afglöpum hvað eftir annað, eins og sá, sem lét Alþýðublaðinu upplýs ingarnar í té, er að reyna að læða inn hjá almenningi á miður skemmtilegan hátt. Hvað var það þá sem skeði, þegar þessir hraustu menn, eins og Alþýðublaðið orðar það, brutust út úr fangelsinu. Reyndar eru þeir ekki hraust- ir, nema að það sé hraustleika- merki að verða sem frægastur að endemum á landi hér; þá eru þeir það vissulega. Loftin brotin Blöðin sögðu frá því að fang arnir hefðu brotið rúmin og notað síðan fjalir úr þeim til að brjóta loftin. Sannleikur- inn er hinsvegar sá að hús- gögnin voru öll heil, þar með talin rúmm. Hvernig gátu þeir þá brotið ioftin? öðrum hafði tekizt að verða sér úti um smá bút af steypujárni, sem ein- hver góðviljaður borgari hefur trúlega rétt honum inn um gluggann. En mjög auðvelt er að komast í garðinn þar sem þessi gluggi er. Með þessu verkfæn hefur hann síðan plokkað steypuhimnu þá, sem í loftinu var, en henni var haldið upp með hænsnaneti, sem pinnað var upp í % tommu fjalir, sem vægast sagt eru mjög lélegar orðnar, enda komnar til ára sinna, en engin yfirklæðning er á loftinu. Múr inn í loftmu var einn senti- metri á þykkt í öðrum klefan- um, en einn og hálfur í hinum. Þegar þess er gætt að þetta voru traustustu loftin í þess- ari álmu hússins, er ekki að undra þó illa geti farið. Reynslan hefur sýnt, að fangi, sem er að reyna að brjótast út, kappkostar að fara sem hljóðlegast, og svo mun einnig hafa verið í þetta skiftið, enda sýndi steypan það, að þeir höfðu passað að láta hana fara í rúmið en ekki á gólfið svo að ekki skapaðist hávaði. Engan, sem til þekkir, þarf að undra þó, að sá, sem á vakt var, heyrði ekki, þegar þeir plokk- uðu jiiður fjalirnar. ef fjalir skyldi kalla, með þeim um- ferðarnið, sem er frá götunni alla nóttina og hinum ýmsu eðlilegu bljóðum, sem í hinu aldna húsbákni eru. Vonandi verður nú varanlega gert við loftin í þessari álmu hússins, þannig að hægt verði að geyma erfiðustu fanganna í nokkurn veginn mannheldum klefum. Að lokum vil ég segja þeta: Eg á ekkert sökótt við blaða- ma.ininn, sem skrifaði um- rædda grein í Alþýðublaðið, því blaðamenn eru nú einu sinn þannig gerðir að gera ekki minna úr hltunum en efni standa tii, heldur er það heim- ildarmaðut hans, maður, sem er vel kunnugur öllum að- stæðum. Hann minnir mann óneitaniega á persónu þá, sem Gróa var pefnd og kennd var við Leiti. Munurinn er bara sá, að hún hafði engan blaða- mann til að skjóta sér á bak við, kerlmgargarmurinn. En ég efast stórlega um hvort þessi framkoma er nokkrum manni til sóma gagnvart sam- verkamanm sínum, og hvort hann samrýmist lögreglu- mannsheiðri hans. Hinsvegar virtist vera nóg það óorð, sem strokin skapa utan frá, þó ekki komi innan frá hálfsagðar sög ur og biöðunum látið eftir að geta í eyðurnar. Menn skyldu vel mmnugir þess að þeim, sem sama er um mannorð sitt, verður sama um fleira. Hafnarfirði, 26. okt. 1961. . Gunnai Guðmundsson. •émim Somkomur Almennar amkomur Boðun fagnaðarerindisins 1 i dag sunnud. að Austurg. 6, Hafnarfirði kl. 10 f. h. að Hörgs- blíð 12, Rvík kl. 8 e- h. Barna- eamkoma kL 4 e. h. (litskugga- myndir). Hjálpræðisherinn Sunnudag: Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20.30: Hjálpræðissamkoma. Stjórnandi Kaft. Höyland og frú. Velkomin. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8. — Haraldur Guðjónsson segir frá ferðum sínum frá ísrael o. fl. taka til máls. Allir velkomnir. Bræðraborgartígur 34 Sunnudagaskóli kl. 1.30. Almenn samkoma kl. 8.30. Allir velkomnir. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON Þæstaréttarlögmen. Þórshamri. — Sími 11171. SI-SLETT POPLIN ( N0-IR0N) MINERVA STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.