Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 13
| ’ Sunnudagur 19. nóv. 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 13 Úr stríði Finna og Rússa 1939 og orðið sú að þjappa þeim ann ’betur saman en nokkru sinni fyrr og vekja skilning margra, sem áður höfðu ekki hugsað málin til hlítar, á því að frelsið verður einungis verndað með því, að menn séu reiðubúnir til að verja það, ef á þarf að halda. Duga eigin ógnan- ir til að skapa hættu á árás annarra? Hver sem tilgangur Sovétstjórn arinnar með helsprengjunum er, þá er ótvírætt, að þær hlutu á sama veg og aðgerðir hennar og hótaniir ' í Berlínarmálinu að skapa aukna hættu í alþjóðamál- uim. Hættan á því, að ný heims- styrjöld brjótist út, hefur þess vegna aldrei verið meiri frá ófrið Ba ndaríkin hefðu síðan einnlg formlega viðurkennt nú á þessu ári. Enginn vafi er á því, að Kekik- onen lagði af ásettu ráði slíka áherzlu í ræðum sínum á hlut- leysisstefnu Finna og hverja við- urkenningiu hún hefði hlotið af hálfu stórveldanna. Hann vildi með því draga úr ótta manna og minna á eina meginforsendu vin- áttusamningsins 1948, þar sem viðurkennt var, að Finnland skyldi ekki dregið inn í hagsmuna ágreining stórveldanna. Sú áherzla, sem Kekkonen lagði á þetta er því athyglisverðari sem Finnlándsstjórn á þessu stigi málsins vissi enn ekki, hvað í raun og veru vakti fyrir Sovétstjóminni með orðsendingu hennar hinn 30. október. Einmitt vegna þeirrar óvissu var sjálfur utanríkisráðherrann sendur til Moskvu í því skyni að kanna, hver tilgang'Ur Sovétstjórnarinn- ar væri. Hótanir um Vináttu- samningurinn' Hinn 6. april 1948, meðan Stalín var enn á lífi og Molotov utanríkisráðherra Sovétstjómar- innar, undirritaði hinn síðar- íiefndi fyrir hönd Sovétsamveld- isins samning um vináttu, sam- vinnu og gagnkvæma hjálp milli Iþess og lýðveldisins Finnlands. Bæði í temgangi samningsins og jneginmiáli hans eru margar full- vissanir ' um vináttu ríkjanna, vilja þeirra til samvinnu og efl- tngu friðar í heiminum í sam- ræmi við markmið SÞ. Þá er í inngangi samningsins ber um orðurn tekið fram, að hann sé gerður „af virðingu fyrir við- leitni Finmlands til að halda sér utan við hagsmunaágrei'ninginn milli etórveldanna.“ 1. grein sjálfs samningsins hljóðar svo: „Fari svo, að ráðizt verði með vopnum á Finnland eða Sovét- samveldið innan landamæra Finnlands af hálfu Þýzkalands eða annars ríki, sem er í banda- lagi við það, mun Finnland, trútt Bkyldum sínum sem sjálfstætt ríki berjast til að hindra árás- ina. 1 þessu skyni beitir Finnland öllum þeim liðsafla, sem það ræður yfir, tU að verja helgi yfirráðasvæðis síns á landi, á Jhafi og í lofti, og gerir það innan landamæra Finnlands, í samræmi við skyldur sínar svo sem nánar er ákveðið í þessum samningi, eftir þörfum með hjálp Sovét- eamveldisins eða ásamt með því. Fari svo sem að framan grein- ir, veitir Sovétsamveldið Finn- landi þá hjálp, sem þörf krefur, og semja samningsaðilar sín á rnilli um framkvæmd hennar.“ ., 2. gr. samningsins 'hljóðar svo: W „Hinir háu samningsaðilar skulu hafa samráð sín á milli, fari svo að staðreynt verði, að ógnun um hernaðarárás, sem um fjallar í 1. gr., sé fyrir hendi.“ „Trútt skyldum * \ sínum sem sjálfstætt ríki44 " Fyrir þá, sem telja, að varnar- leysi sé bezta öryggið, er harla athyglisvert, að í 1. gr. vináttu- aamnings Finnlands og Sovétsam- veldisins, er því slegið föstu, að |>að sé skylda sjálfstæðs ríkis að Iberjast til hindrunar árás. Þessi fU'llyrðmg byggist á þeirri óum- deilanlegu frumskyldu hvers sjálfstæðs ríkis að tryggja eftir megni sitt eigið öryggi. 1 full- veldi rilkisins felst raunar, að það ræður sjálft, hvernig þessari skyldu skuli fullnægt, hvort það gerir það eitt út af fyrir sig eða Heitar til þess atbeina annarra, ef það telur sig ekki eitt þess um- bomið að annast fullnægju skyld- unnar. Samn ingurinn milli Finn- iands og Rússlands á samkvæmt jREYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 18. nóv. beinum Jikvæðum sínum að vera til þess að tryggja, að þessari skyldu Finnlands verði fullnægt með nægu afli. Gáðu að, hvar Finnland liggur Hitt er annað mál, hvórt Finn- ar hafa sjálfir talið að yfirvof- andi væri vopnuð árás frá Þýzka landi eða einhverju bandaliags- ríki þess. Þegar samningurinn var gerður, var Þýzkaland með öllu óvopnað og átti enga banda- menn. Finnland og Rússland höfðu aftur á móti einungis rúmu ári áður gert friðarsamning sin á milli- Þarf ekki að rekja unda'nfara þeirra friðarsamninga né saimskipti þessara tveggja ríkja allt frá því, að Sovétsam- veldið réðist á Finnland vetur- inin 1939. Meginþættir þeirnar sögu enu enn ölluim í fersku minni. F-rjálshuga menn dáðust þá og dást enn að baráttu Finna á þeim árum og að bví, að þeim skyldi takast að halda sjálfstæði sínu. Areiðanlega þúrfti mikla stjórnmálavizku til að forða finnsku þjóðinni frá undirokun eftir stríðslokin 1945. Raunsæi og einbeittni réðu þar mifclu um. Kekkonen forseti komst svo að orði í ræðu, sem hann hélt 5. nóvemfoer s.l.: „Eg mam vel, hvernig minn virti fyrirrennari Paasikivi for- seti, þegar hann var forseti eftir stríðið, hlýddi á, að þingmaður I fordæmdi barðlega störf stjórn- [ arinnar. Þegar Parsi'kivi fékk orð ið, skoraði hann á þingmanninn að fara heim, taka fram landa- bréf og gá að, hvar Finnland liggur.“ Það var vegna legu Finnlands, sem samningurinn við Sovétsam veldið 6. apríl 1948 var gerður og Finnar samfærðust um að fylgja yrði þeirri stefnu í utan- ríkismálum, sem þar með var mörkuð. Sú stefna hefur verið kölluð Paasikivi-stefnan og finnst nú enginn málsmetandi Finni, sem ekki tjáir sig henni fylgj- andi. Um stefnuna í utanríkis- málum er þessvegna alls eng- inn ágreiningur í Finnlandi. Sovétstjórnm Berlínardeiluna Óneitanlega er nú miklu ófrið- vænlegra í heiminum en var 1948. Þá var máttur Bandaríkj- anna yfirgnæfandv teeu ein réðu yfir kjarnorkuvopnum. E£ þau hefðu haft bug á að granda Sovét samveldinu, varð ekki rönd við reist. En því fór svo fjarri, að farið væri með 'hernað á hendur Sovétríkjunum, að einu viðbrögð in gegn vaxandi yfirgangi þeirra var myndun Atlantshafsbanda- lagsins til varnar frelsi Vestur- Evrópu. Eftir að Kóreustyrjöldin brauzt út og 'hafinn var vígbún- aður í Austur-Þýzkalandi, þótti ekki fært annað en taka Vestur- Þýzkaland inn í Atlantsihafsiban'da lagið. Síðan hefur margt gerzt og Sovétríkin eru nú orðin miklu öflugri en þáu hafa nokkru sinni áður verið. I krafti þess styrk- leika Arefj ast þau nú, að breyting verði gerð á stöðu Vestur-Berlín ar frá því; sem áður hafði verið samið um, og Austur-Þýzkaland verði formlega viðurkennt sem sjálfstætt ríki. Það mundi hafa í för með sér, að eyðast hlytu von- ir Þjóðverja'um endiursameiiningu í fyrirsjáanlegri framtíð. Hvað sem um þessar kröfur verður sagt, er augljóst, að þeir, er þær hafa uppi, bera ábyrgð á hinni auknu snennu sem orðið hefur , í alþjóðamálum þeirra vegna. Hinir vildu una við ver- andi ástand. Sovétríkin krefjast breytinga, vel vitandi. að áhætta hlýtur að fylgja sjálfri kröfu- gerðinni, bvað þá einhliða að- gerðum, ef samningar nást ekki. Helsprengjurnar Enn vefður ekki sagt, í hvaða skyni Sovéfcstjórnin hóf hel- sprengjuti'lraunir sínar. Sumir telja, að þær hafi verið gerðar vegna þess, að Sovétstjómin hafi talið sig þurfa að sýna sínum eigin þegnum mátt sinn og meg- in. Ef svo er, þá er innri styrkur hennar ekki sá, sem hún vill vera láta, og bendir raunar bröltið með lík Stalíns og árásirnar á „flokksfjandimennina," svo sem hinn margreynda Molotov, í sömu átt. Aðrir halda, að ó?nununum sé einkum beint gegn kommúnist- um í Kína og Albaníu, enda full yrðir einræðisherranin í Albaníu, að verulegur hluti kommúnista- flokka víðsvegar um heim sé enn á Stalínslínunni, eins og hann sjálfur. Má því vel vera, að nú- verandi valdamenn í Kreml vilji sýna Stalinistum bæði utan Rúss- lands og innan yfir hvílíkum helj arkrafti þeir ráði. Loks láta Sovétherrarnir sjálf- ir í veðri vaka, að helsprengjurn ar eigi að styrkja þá í samningum og ef til kemur í viðureign við lýðræðisríkin. Ef sá er í raun og veru tilgangurinn, þá lýsir hann miklium misskilningi á eðli frjáls huga manna. Afleiðingin hefur arlokum 1945. Sannmæli er það, sem Kennedy Bandaríkjaforseti sagði nýlega, að friðurinn hvílir nú á spjótsoddum. Vissulega er rétt, að ekki er vel statt meðan svo stendur. Víst er nú sem fyrr, að lýðræðisríkin hyggja ekki á áráis. Ur því að Bandaríkin neyfctu ekki aflsmunar á meðan hann var jafnmikill og var á fyrstu ár- unum eftir stríðslok, þá væri það óðs manns æði að hefja árás nú. Enda kemur engum ábyrgum forystumanni lýðræðisþjóðanna til hugar að gera það nú fremur en á meðan þeir gátu haft ráð Sovétsamiveldisins í hendi sér, ef þeir hefðu kosið. Staðreyndin er, að hvorki þá né nú vilja þeir h'ut ast til um innri mál Sovétríkj- anna. Að svo vöxnu máli hlaut það mjög að auka á ugg manna, þeg- ar Sovétstjómin óskaði þess hinn 30. obt. s. 1., að upp skyldu teknir samningar milli Sovétsam veldisins og Finnlands, með til- vísun til 2. gr. vináttusamnings- ins 6. apríl 1948. Fullyrðing um, að Sovétsamveldinu sé ógnað með árás af hálfu Þýzkalands eða bandalagsríkja þess á Finn- land eða yfir Finnland er svo fjarri sanni, að með ólíkindum er, að hún geti verið í alvöru frarn sett. Kekkonen reynir að lægja öldurnar Ofðsending Rússa barst á með- an Kekkonen Finnlandsforsetd var í Bandaríkjaför sinni. Hann vék að henjij í ræðu, er hann hélt í Los Angeles, hinni síðusitu er hann flutti vestan hafs. áður en hann sneri heim. Þá sagði hann, að tillaga Sovétstjórnarinnar um samráð hefði ekki í för með sér, aS méginistefnu, neitt nýtt í samn ingssamibandinu milli Finnlands og Sovétsamveldisi'ns, en væri merki hins einstaklega alvarlega pólitíska spennings, sem ríkti í Evrópu. Hann áréttaði þetta í ræðu, sem hann hélt heima i Finnlandi hinn 5. nóvember, og sagði, að hlutleysisstefna Finn- landis væri enn viðurkennd af Sovéfcstjórninni og Finnland gæti þess vegna baldið áfram á hinum skýrt markaði vegi ufcanríkis- mála sinna, sem Finnar hefðu með áralangri samfelldiri og vís- vitandi vinnu fengiS viðurkenn- ingu á, bæði af hálfu landanna í austri og vestri. Kekkonen rakti síðan, að þótt hlutleysissteínan hefði í fyrstu verið viðurkennd í einni málsigrein vináttusamnings ins, þá hefði Sovétstjómiri fyrst 1956 tekið ótvíræða afstöðu til þessa hlutleysis, sem England og her í bakgrunni Við fyrstu sýn virtust ekki réttar þær getgátur, sem ýmsir höfðu sett fram, að Rússar krefð- ust þess þegar í stað að sendia (hier inn í Finnland, eða að finnska stjómin segði af sér og önmur Sovétstjórninni geðþekkari tæki við. Samkvæmt þeirri tilkynn- ingu, sem finnska stjómin gaf út hinn 14. nóv. fer þvi hins vegar fjarri, að óttinn um slíkar kröfuir geti verið úr sögunni. 1 tilkynningu finnsku stjórnar- innar segir: „Gromyko utanríkisráðherra sló því föstu, að stjórn Sovét- samveldisinis hafi ekki minsta ásetning um að blanda sér í innri málefni Finnlands. Hann sagði, að Sovétsamveldið hafi fullkomið traust á núverandi stefnu Finn- lands í utanríkismálum. Sovétstjórnin hefur þó ekki getað látið vera að festa athygli á því, að stjórnmálaástandið í Finnlandi er orðið óstöðugt og í Finnlandi hafa myndast viss stjórnmálasamtök, sem hafa þann ásetning að reyna að leggja hindrnir í veginn fyrir að haldið verði áfram núverandi utanrík- ismálastefnu. Eins og nú stendur mundi stjóm Sovétsamveldisins óska að fá svo fljótt sem mögulegt er staðfestingu á, að haldið verði áfram núverandi utanríkismála- stefnu og að ekkert verði til þess að hindra þróun hinna vinsam- legu tengsla milli Finnlands og Sovétsamveldisins. Ef þvílík staðfesting getur fengist, miundi ef til vill vera hægt að komasit hjá 'hemaðar-samningum.“ - íhlutun í innri mál 1 yfirlýsingu Gromykos felst, að Sovétstjórnin áskilur sér rétt til þess að heimiba að fara með her imn í Finnland, ef hún sjálf metur það, að hætta sé á, að Finmland breyti um utanríkis- stefnu eða ef hin „vinsamlegu tengsl" landanna þróast öðru vísi en Sovétstjórninni þóknasit. Þetta er gert rétt eftir, að bæði Bret- land og Bandaríkki hafa viður- kennt hlutleysi Finlands, og þrátt fyrir það þó að í 6. gr. vináttu- samningsins frá 6. apríl 1946 segi svo: „Hinir háu samningsaðilair skuldbinda sig til að fylgja meg- inreglunum um gagnkvæma virð- in.gu fyrir fullveldi og sjálfstæði og afskiptaleysi af innri málefn- um hins ríkisins.“ Gromyko man ívo sem eftir þessu ákvæði og segist alls ekki vera að blanda sér í innri mál- efni Fininlands samtímis því. sem hann ógnar Finr.um með her- námi, ef Finnland tryggi ekki að „réttri“ utanríkisstefnu verði fylgt og þróun tengslanna við So vét-samveldiij verði slík sem So- vét-stjórninni líkar! Jafnframt gefur hann i skyn hvernig eigi að tryggja þetta: Með því að eyðfc Framh. á bis. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.