Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 6
8 M O R CT! N R t 4 Ð 1 h Sunnudagur 19. nóv. 1961 Hans R. Þórðarson, forstjóri Nordisk Konver- statíons Leksikon Sextugur HANS R. ÞÓRÐARSON er sextugur í dag, fæddur 19. nóv. 1901. Foreldrar hans voru hjón- in Hansína fædd Linnet og Þórður Bjarnason kaupmaður og bæjarfulltrúi frá Reykhólum. Móðir Þórðar var Þórey Páls- dóttir, en móðurarnma hans Jóhanna, systir Jóns Þ. Thor- oddsens sýslumanns. Hans gekk í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan prófi ár- ið 1918. Að því loknu stundaði hann verzlunarnám og störf í Skotlandi. Eftir að heim kom vann hann að- togaraútgerð föð- ur síns á Bíldudal og Siglufirði, en sneri sér síðar að inn- flutningi og verzlun raftækja. 80 ára Jón Jónsson JÓN JÓNSSON Stóra-Skipholti við Grandaveg verður áttræður á morgun 20. nóvember. Jón er fæddur að Hjallakoti á Álftanesi- Hann fór imgur að vinna fyrir sér og var lengi til sjós á skút- um. Flestir sem þekkja Jón muna þó bezt eftir homim sem afgreiðslumanni með benzínsölu Esso í Hafnarstræti, en þar vann hann milli 30 og 40 ár. Konu sína Þórunni missti Jón árið 1954, en þau hjón höfðu eignazit sex börn, þar af fimm á lífi. Synir Jóns hafa verið mjög virkir þátttakendur í íþróttalífi höfuðstaðarins og hafa allir fjórir orðið Ísland6meistarar í knattspyrnu, en þeir eru Sigur- jón, Hákon, Óli B. og Guðbjörn. Þó að Jón hafi nú lagt 80 ár að baki sér, er hann mjög léttur í spori, kvikur í öllum hreyfingum og alltaf sístarfandi. Mikil vinnu gleði ásamt mjög léttri lund hafa án efa hjálpað Jóni mikið til þess að hann skuli nú þrátt fyrir háan aldur hafa mjög góða heilsu- og aldrei verða misdæg- urt. Vinir Jóns en þeir eru fjöl- margir munu hugsa hlýtt til han á morgun og senda hon- um innilegar afmælióskir. innilegar afmælisóskir. Vinur. f nýrri og endurbœttri útgátu \ dag: Sú starfsemi stöðvaðist, þegar ríkið tók einkasölu á þeirri grein. Gerðist hann þá starfs- maður raftækjaeinkasölunnar. Hefur hann vafalaust orð- ið þeirri stund fegnastur, þegar sú stofnun var lögð niður og aftur var hægt um frjálst höfuð að strjúka. Síðan hefur hann rekið í félagi við Ólaf Jónsson forstjóra, fyrirtækið Electric h.f., sem er ein stærsta innflutnings- verzlun raftækja og rafbúnaðar hér á landi. Hann er umsvifamikill, for- sjáll og framsækinn kaupsýslu- maður, sem víða hefur farið, til þess að afla hagkvæmra kaupa og viðskiptasambanda, bæði í vestri og austri. í huga hans og framkvæmdum er þjónustan við viðskiptavinina og hagur þjóðarheildarinnar þættir hinn- ar réttu kaupsýslu. Hans Ragnar er frjálsyndur maður og félagslyndur og hefur tekið virkan þátt í margháttuðu félagslífi. Þegar félag raftækja- heildsala var stofnað 1950, var hann kjörinn fyrsti formaður ■þess og hefur skipað það sæti síðan. Hann á sæti í stjórn Verzlunarráðs íslands og stjóm Ljóstæknifélags íslands. Hann er formaður styrktarfélaganefnd ar norræna félagsins, og svo mætti lengi telja. Hans Þórðarson er tvíkvænt- ur. Fyrri konu sína, Guðrúnu Sveinsdóttur, missti hann eftir stutta sambúð, en börn þeirra eru Helga og Gunnar. Seinni kona hans er Jóhanna, fædd Frederiksen, og eiga þau tvö börn: Ragnar Má og Hansínu Hrund. Vinir þeirra ágætu hjóna, Hönnu og Hans, senda þeim innilegar heillaóskir á þessum merkisdegi. Gunnar Thoroddsen. Brússel og Leopoldville, 13. nóvember. — TSHOMBE lýsti því yfir í dag, að hann mundi ekki taka þátt í neinum samningaviðræðum á meðan her sambandsstjómarinn- ar í Kongó ógnaði Katanga við Iandamærin — og aðgerðir þess ar væru studdar af Sameinuðu þjóðunum. ★ Það var sendinefnd Katanga í Brússel, sem birti þessa yfirlýs- ingu frá Tshombe í dag, en þar sagði ennfremur, að hann mundi BÓKABÚÐ Norðra hefur einka- umboð á íslandi fyrir hina kunnu dönsku alfræðiorðabók „Nordisk Konversations' Leksikon“. í gær kvöddu forráðamenn bókabúðar- innar fréttamenn á sinn fund og tjáðu þeim. að nú væri komin út fjórða útgáfa þessarar kunnu og vinsælu alfræðibókar. Er hin nýja útgáfa aukin og endurbætt, þann ig að hún fullnægir kröfum nú- timans. Hin nýja útgáfa verður í 8 bindum, og ertu 4 þéirra þegar komin á markaðinn, en búi'* er við að hin 4 bindin komi út f jórða hvern mánuð héðan í frá. Ritið er í réttu alfræðiorðabókarbroti, 25x17 em. Hvert bindi er rúm- lega 500 blaðsíður, að meðtöldum litmyndaspjölduíiift. Verkið er prentað á ótrénaðan pappír af beztu tegund, sem aldrei gulnar, og bundið i ósvikið „fab-lea“ með ekki taka þátt i neinum viðræð- um fyrr en hann hefði fengið fullkomna tryggingu fyrir þvi að hætt yrði við áætlanir um að innlima Katanga í sambands ríki Kongó. Það væri ógerning- ur að stjórna Kongó frá einni borg, friður og frelsi í landinu væri komið undir fylkisstjórun- um, því í Kongó eru margir og ólíkir ættflokkar. En hann gef- ur til kynna, að fylkjastjórnim- ar gætu falið sambandsstjórn- inni hluta af valdi sínu til þess að samræma betur aðgerðirnar í öllu landinu. gullsniði og titilmerki úr hreiniu 24 karata gulli. Ritstjórn verksins hefur ann- azt Harald W. Möller, cand. mag., sem einnig sá uim síðustu útgáfu og hefiur haft hönd í bagga með -fleiri alfræðiorðabókum. Með honium hafa unnið ekki færri en 150 vísindamenn, fræðimenn og aðrir sérfræðingar. Allir þættir ritsins eru nýir og frumritaðir, og til tryggingar því eru þeir merktir upphafsstöfum höfund- anna. Þá fylgja ritinu nú í fyrsta sinn bókmenntatilvísanir í öll hin stærri og merkari ritverk. í ritinu er fjöldi uppdrátta f litum, þ: á m. fallegt landabréf af Islandi. Hins vegar eru öll hin pólitísku landabréf ritsins á fall- legu, raflýstu hnattlíkani, sem káupendur þess fá í kaupbæti. Loks ábyrgjast útgefendur, að hinni nýju útgáfu fylgi viðbót- arbindi, líkt og átti sér stað um fyrri útgáfur, svo fróðleikuj.- rits- ins verði ekki úreltur. Þessi alfræðiorðabók er miðuð við Norðurlönd í heild, þó Dan- mörk njóti þar sérstöðu. Málið á greinucm riteins er alþýðlegt og auðákilið. Oll átta bindin ásamt hnatt- líkaninu eiga að kosta 4800 ís- lenzkar krónur, og má greiða þau með afbrogunum á tveim árum» þannig að menn greiði í fyrstu 400 krónur, en síðaa 200 krónur mánaðarlega. Þeir sem greiða alla upphæðina í einu fá 20% af- slátt af verðinu. Vorboðafundur annað kvöld HAFNARFIRÐI. _ A mánu- dagskvöld verður haldinn Vor- boðafundur í Sjálfstæðishúsinu og hefst han.il kl. 8,30. Kosið verð ur i fulltrúaráð, spilað og kaffi framreitt. Tshombe þrjósk- ast v/ð oð semja • Sunnudasrs- spurningin Nýlega stofnuðu ungir áhugamenn hér í bænum svo kallað tilraunaleikhús- Slík leikhús eru til i erlendum menningarbæjum, en þetta mun vera fyrsta tilraunin til að koma slíkri starfsemi á. Þetta er hugsjónastarf, sem krefst fórnfýsi og mikillar vinnu fyrir enga borgun af þeirn sem taka það upp. Þar eð tilraunaleikhús er óþekkit fyrirbrigði hér á landi, höf- um við lagt spurninguna í dag fyrir Þorvarð Helgason, sem er leikstjóri fyrsta leik- ritsins sem Gríma setti á svið „Lokaðar dyr“. Eg spurði hann: * Hvað er tilrauna- leikhús? Tilraunaleikhús eru þau leikhús nefnd, sem leita nýrra aðferða til túlkunar á list leik- sviðsins. Verkefni tilrauna- leikbú&sins þurfa ekki nauð- synlega að vera nútímaverk, heldur geta þau verið leikrit frá liðnum tímum sviðsett í anda nútímans. Tilraunaleikhúsið er nauð- synlegur þáttur í ménningar- lífi hverrar þjóðar. Nútíminn hefur ekki ennþá skapað heiil- steyptan stíl og leitin, í formi tilrauna, á því fullkomlega rétt á sér, til þess að leik'húsið staðni ekki í höndum fjármála manna Og hugmyndasnauðra listamanna, sem bera einungis 'það á borð, sem mestan arð gefur. Slíkt skeið stöðnunair er reyndar að finna í sögu hins evrópska leikhúss, enda var það litið hornauga og lítils- virt af öllum alvarlegum lista- mönnum. Leikhús einnar þjóð ar er í rauninni ekki til fyrr en það er að stórum hluta orð- ið vettvangur höfunda þjóðar- innar. Þar sem leikhúsið hefur risið hátt, hefur það alltaf byggt á sérkennuim og þjóðleg um eiginltikum. Leikarar njóta sín bezt í verkum sinnar eigin þjóðar, því þár þekkja þeir bezt hugsunarhátt og við brögð persónanna, sem þeir eiga að túlka, og leikhúsið er aldrei ríkara en einmitt fyrir slík verk. Tilraunaleikhúsið varð til i andstöðu við leikhúslist raun- sæisstefnunnar og er langt frá að því stríði sé enn lokið. 1 rauninni er tilraunaleikhúsið ekki nýtt heldur er það tengi- liður við leikhúsmenningu, sem er eldri en léikhúsmenn- ing raunsæisstefnunnar. Það er nauðsynlegt fyrir leikhús- listamann nútímans að þekkja allar aðferðir fortíðarinnar og ekki einungis nánustu fortíðar heldur langt aftur í aldir, því við megurn aldrei gleyma þeirri staðreynd, að leikhús- list vesturlanda er ekki beint framhald af list gríska leik- hússins heldur varð hún til utn óskertu formi og hlýtur sem sjálfstætt fyrirbæri, óháð hinum klassíska heimi innan kirkjunnar á miðöldum. Síðan hefur hefðin verið óslitin, þótt í ýmsum myndum hafi verið. Þrátt fyrir hið mikla gildi, sem tilraunaleikhúsið hlýtur að hafa, er hið hefðbundna leikhús ekki síður mikilvægt. Segja má, að hið hefðbundna leikhús gegni ekki ólíku hlut- verki og listasafn. Það varð- veitir list fortíðarinnar í næst að gera sínum tíma ekki síðri i skil en fyrri kynslóðir gerðu. Tilraunaleikhús verður ekfci til á Xslandi fyrr en við fáum tækifæri til að glíma við ís« lenzk verkefni, sem kalla á nýjar aðferðir í túlkuin. I>ess vegna vill leikklúbburinn Gríma samstarf við unga ís- lenzka leikritahöfund.a og gera þannig sitt til þess að koma verkum þeirra á framfæri og þeim sjálfum í raurwgrULegt samband Við leikhúsið. Sam- tímis mun Gríma leitast við að kynna það sem er hugtækast og eftirtektarvert í leiikbók- menntum beimsins. Þ. H. Í|/i)líif?frrí0r._____ _____„

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.