Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 17
ríZ Sunnudapur 19. nóv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Bréf til Mbl.: unnar Dal kvaddur Herra ritstjóri. ÞETTA er orðin löng og held- ur leiðinleg ritdeila hjá okkur Gunnari Dal hér í Morgunblað- inu út af Kristmanni Guðmunds- eyni, og skal henni lokið af minni hálfu með þessum grein- arstúf, enda er ég tekinn að mæðast nokkuð á því að ræða við heimspekinginn og byrjaður að draga í efa — þótt dónalegt sé — að hann hafi nokkru sinni komizt alla leið til Indlands á fund austurlenzkra vitringa. Það er annars skrítið, hvað sumir menn verða óðamála, þeg- ar svo vill til, að blýantur eða sjálfblekungur lendir af ein- tiverjum ástæðum í höndunum á þeim, og á þetta jafnt við um menn í mjög miklum trún- aðarstöðum og háum embættum eins og Gunnar Dal, sem er rit- stjóri bindindisblaðs og skóla- stjóri Framsóknarflokksins. Gunnar er bæði reiður og sár yfir því, hvað ég er ófús á að samsinna öllu, sem hann hefur undanfarið verið að skrifa hér í blaðið um Kristmann Guð- mundsson og aðbúnaðinn að honum, ég er jafnvel að and- mæla heimspekingnum og gera tilraunir til að hnekkja sumum af vitleysum hans, þótt komið hafi fyrir lítið, því hann hefur jafnóðum hnikað til einu og öðru, sem ég sagði, svo hann igæti svarað því, fellt niður atriði úr röksemdum mínum, en þeg- ar hvorugt dugði, hefur hann, til að gera eitthvað, sett ein- mana og hjálparvana upphróp- unarmerki, fyrir aftan tiltekin orð, svo sál hans mætti finna ofurlítinn stundarfrið. Það hlýt- ur að hafa verið góð kennslu- bók í rökfræði, sem heimspek- ingurinn bjó að á flótta sínum Sand úr landi á námsárunum. Það kemur mér reyndar á övart, hvað hann er gramur yf- ir því, að ég skuli taka orðum hans um Kristmann Guðmunds- son með þó nokkurri varúð. fiann veit manna bezt sjálfur, að það er full ástæða til að kyngja ekki öllu, sem frá hon- um kemur á prenti, og sízt þá, er mest á reynir. Hann skrifaði nefnilega einu sinni bók, sem heitir „Þeir spáðu í stjömurn- ar“. Þar útvatnar hann líf og skoðanir nokkurra frægra heim spekinga. Um þessa bók skrifaði ritdóm Páll S. Árdal, nú doktor í heimspeki Davids Hume frá háskólanum í Edinborg. Eftir lestur ritdómsins hélt maður, að Gunnar mundi hætta frekari tilraunum til heimspekilegrar alþýðufræðslu hér á landi og snúa sér að einhverju öðru. En fúskarar eru, svo sem öllum er kunnugt, gæddir ótakmark- aðri sjálfumgleði, og er Gunn- ar, síðan ritdómur þessi birtist árið 1956, því búinn að skrifa bók um Sókrates og gefur nú í 'óðaönn út smápésa um heim- spekileg efni, og var Gretar Fells í Tímanum fyrir stuttu að biðja fólk að kaupa þá, svo I heimspeki.igurinn þyrfti ekki að láta hér staðar numið. | Svo menn átti sig betur á van- trausti mínu á ritstörfum Gunn- ars Dals, ætla ég að staldra við þennan ritdóm. Um þetta „heimspekirit" í heild segir Árdal: „Ónákvæmni ; Gunnars er vítaverð, enda virð- J fst skilningur hans á viðfangs- ; efninu sums staðar grunnur". j Og koma síðan í ritdómnum i dæmi tim hina „vítaverðu óná- | kværrmi,“ Ein stutt málsgrein, ; aem höfundur ritdómsins vitnar - itil, „er morandi í vitleysum“, j aegir hann og leiðréttir þær síð- an eina eftir aðra. Þegar kem- i' ur að Kánt, segir hann: „Vafa- eamt er, hvort Gunnar skilur Jcenningu Immanuels Kants um huglægi rúms og tíma“ og af- hjúpar Páll þvi næst firrur * heimspekingsins hverja á fætur annarri. i Loks kemur röðin að David Hume, og segir Páll, að Gunn- ar rangfæri svo skoðanir hans og leggi í þær svo einhliða Bkilning, „að einhver stórbrotn- asti hugsuður síðari alda er gerður að hálfgerðum aula“. Og þá er það myndin fræga af David Hume, sem Gunnar birtir í bók sinni og enginn veit, af hverjum er. Um það undar- lega mál kemst Páll svo að orði (birt er í ritdómnum rétt mynd af Hurae, svo og „huldumynd“ Gunnars Dals): „Er ekki aug- ljóst, að myndin, sem Gunnar birtir, er af manni, sem senni- lega hefur lifað um 1830—40? Ber ekki klæðaburðurinn aug- ljóst vitni því, að myndin gæti ekki verið af David Hume, sem andaðist á árinu 1776? Fróðlegt væri að vita, af hverjum mynd- in í bók Gunnars er, en ekki tókst mér að grafast fyrir um það í Scottish National Portrait Gallery, stóru safni af skozkum andlitsmyndum, sem hefur húsa- kynni sín hér í borginni (þ. e. Edinborg). Mistökin, sem hér um ræðir, eru óafsakanleg, enda hefði höfundur átt að geta þess, hvar frummyndir af myndunum í bókinni séu geymdar, og eftir hvern þær séu“. Það er rétt að íslenzka þessa kómedíu, til að skilja hana bet- ur og ímynda sér, að einhver íslendingur væri að skrifa um skáldskap Bjarna Thorarensen og birti framan við ritsmíð sína mynd af manni, sem enginn ber kennsl á, klæddum gaberdin- jakkafötum og með stælbindi um hálsinn og léti standa undir henni: Bjarni Thorarensen, amt- maður. Þessi upprifjun mín á ritdómi Páls S. Árdals getur ekki verið „óheiðarleg“ (eitt af eftirlætis- orðum Gunnars Dals) bók- menntagagnrýni, því helzt skyldi maður ætla, að nol^kurr- ar skynsemi og ofurlítillar þekk ingar væri að vænta í „heim- spekiritum" Gunnars, úr því hann lætur auglýsa það hérlend- is, að hann hafi numið heim- speki við erlenda háskóla (að vísu mun hann próflaus). Það er þess vegna, eins og ég sagði, full ástæða til að taka orðum Gunnars Dals um hitt og annað með varúð, hann er sem sé alltaf að flagga röngummynd um, ef ekki ljósmyndum, þá hugmyndum. Nú síðast er hann að búa til ranga- mynd af hög- um Kristmanns Guðmundsson- ar hér á landi. Til þess notar hann gamlar slúðursögur, sem hann kallar „skipulegt listníð“ og glefsur úr erlendum ritdóm- um. En það er til of mikils ætl- azt, að nokkur nenni að standa í langvinnu orðaskáki við hann út af slíku. ★ Það er gaman að ýmsu í síð- ustu grein Gunnars Dals, þótt hún sé auðvitað býsna húmor- laus. Hins vegar áttar hann sig ekki á því, að greinin, frá upp- hafi til enda, er sönnun um til- veru þjáningarbræðralagsins. Gunnar staðfestir því óbeint öll orð mín um þann félagsskap, sem var kjarni málsins, eins og ég hafði tekið fram, enda þótt hann telji sig vera að hrekja grein mína með því að japla enn þá einu sinni á ritdómatætlum. Betra andsvar gat ég ekki hugs- að mér. En þegar svo er kom- ið, að hver sá, sem ekki lof- syngur skáldskap þjáningar- bræðra, er samstundis orðinn einn af „samsærismönnunum", þá er náttúrlega ekki hægt að halda uppi neinum umræðum um hann, því allt tal þess manns, sem gagnrýnir, er þeg- ár í stað stimplað „árásir", „róg- burður“, „öfund“, „ritníð“, „ill- mælgi“, „bókmenntarógur“, „list níð“ (nokkur orð úr síðustu grein Gunnars Dals um gagn- rýni, snúist hún gegn þjáning- arbræðrum). En úrtínslur Gunnars Dals úr umsögnum Elsters um Krist- mann? Þær eru enn á dagskrá hjá honum. Það á ekki af Elst- er að ganga. Hvernig heldur Gunnar, að hann geti hrakið heildardóm þann, sem ég dró af orðum Elsters, að Kristmann væri „underholdningsforfatter" með því að plokka jákvæðu lín- urnar út úr gagnrýni hans? Heldur Gunnar, að skemmti- sagnahöfundur hafi ekki sína kosti? Hann getur haft „fölsom rytme i beretningen“, hann get- ur „i höi grad levendegjört en situation“, hann getur haft „fantasi“ og sitthvað fleira, sem ástæða er til að vekja athygli á. Eln hann þarf hvorki að hafa „dybde“ eða „idéer i dybere be- tydning", enda segir Elster, að hvorttveggja skorti hjá Krist- manni. Og hvernig getur höf- undur, sem sagt er um: „men man husker ham ikke lenge“ verið annað en skemmtisagna- höfundur? Og er ekki allt í lagi að vera það? Það er, hvemig sem á er litið, miklu betra að vera góður „underholdingsfor- fatter“, eins og Kristmann er í sínum mest lesnu bókum, en vont ljóðskáld, sem vill vera djúpsætt, en getur það ekki, eins og Gunnar Dal. Bókmenntasaga Elsters er að því leyti betri heimild um við- horf útlendinga til skáldskapar Kristmanns en ritdómaglefsur Gunnars Dals, að hún er eini vitnisburðurinn, sem komið hef- ur fram óbrjálaður í þessari rit- deilu okkar. Ritdómarnir, sem Gunnar hampar, eru „hreinsað- ir“. Ég hef sjálfur ekki sagt neitt í greinum mínum jafn neikvætt um Kristmann Guðmundsson og Elster í bókmenntasögu sinni. Og þó er ég að rægja hann, segir Gunnar. Hvað segir hann þá um ofangreind orð Elsters: „men man husker ham ikke lenge“? Er það ekki „bók- menntarógur“, . „öfund“, „ill- mælgi“ og ,listníð“? Þessu ber Gunnari að svara og án þess að grípa til kjördæmabiaðsstílsins. ★ Það skemmtilegasta í síðustu grein Gunnars Dals er útskýr- ingin á hans eigin ljóði. Þó sýn- ist mér, að hann komist ekki undan því að skrifa a.m.k. tvær blaðagreinar enn, vilji hann bjarga því frá drukknun. Ljóð- ið hét upphaflega Á útleið og kom í Tímariti Máls og menn- ingar 1956. Mun heitið benda til þess, að Gunnar hafði þá víst í hyggju að hverfa urrt stund til Ámeríku, en minna varð úr þeirri dvöl en áformað hafði verið, hvað sem því olli. Mín skýring á ljóðinu er því bæði upprunalegri og eðlilegri enn sem komið er, því að „gefa ekki hús“ er jafn eldfastur leir og áður var í þeirri yfirfærðu merk ingu, sem Gunnar nú reynir að koma fyrir í orðalaginu. En kannski rætist úr þessu, haldi skáldið skýringartilraunum sín- um áfram. Þó held ég alla vega, að hinir „úthýstu“ — sam- kvæmt sagnfræði Gunnars Dals — þeir Bólu-Hjálmar, -Stephan G. og Jónas Hallgrímsson hefðu ekki tekið þannig til orða um vandræði sín. Gunnar Dal má nú gera þa£S að-ævistarfi sínu mín vegna að skrifa enn frekar um þessi mál öll hér I Mbl. og eins Tímann, en helzt ekki í eigið blað, Nú- tímann, því hann les ég ekki. Að lokum þetta: Árni Páls- son prófessor komst eitt sinn þannig að orði, þegar hann mætti róna á förnum vegi, „að þarna væri einn af þessum mönnum, sem kæmu óorði á brennivínið". Ég hef stundum, í beinu framhaldi af þessu, bætt því við í huganum, svona handa sjálfum mér, þegar ég hef séð Gunnari Dal bregða fyrir á götu, að þarna væri einn af þessum mönnum, sem kæmu óorði á heimspekina, óorði á skáldskap- inn og óorði á bindindið. Það gerði ekkert til, þó að- dáendur Gunnars Dals, svo og kaupgreiðendur, tækju þetta til vinsamlegrar athugunar. Hannes Pétursson. I. O. G. T. St. Framtíðin nr. 173 Fundur mánudag kl. 8.30. — Skemmtiatriði á vegum hag- nefndar. Góð fundarsókn er góð- templurum til sóma. Æ,t. St. Víkingur nr. 104 Fundur mánudag kl. 8.30 e. h. Inntaka nýrra félaga. Mætið veL Barnastúkan Jólagjöf nr. 107 Sameiginlegur fundúr með barnastúkunni Svövu nr. 23 — í dag að Fríkirkjuvegi 11. Kvik- myndasýning o- fl. Gæzlumaður. í japönskum skrúöa fyrir frönsku altari TÍZKUKÓNGURINN Pierre Cardin, sem oft er nefndur „ungi maðurinn" í franska tíz,kuheiminum, uppgötvaði gullfallega stúlku í höfuðborg Japans, Tokyo. Stúlkan heit- ir Hiroko og hefur síðasta ár- ið verið aðalsýningarstúlka franska meistarans. Hápunkt- ur hverrar tízkusýningar er, sem kunnugt er, Srúðarkjóll, og þann skrúða hefur Hiroko ævinlega borið. Nýlega giftist Hirolko frönsk um pilti, og þeim hjá Cardin fannst hún þurfa að ganga upp að altarinu í fegurstu klæð- um. — Þeir voru ótalsinnum búnir að horfa á hana koma fram í brúðarklæðum og nú skyldi saumaður kjóll, sem hægt væri að tala um, og sem væri ekki til sölu. Piérre Card in útbjó sjálfur dýrasta jap- anska skrúða, sem vó 14 kíló. Fyrst komu tveir hvítir og einn rauður silkikjóll, og ut- an yfir þung, útsaumuð silki- kópa. Það tók fjórar klukku stundir að klæða brúðina og setja upp hár hennar, sem var greitt samkvsemt japanskri siðvenju. Fyrsta eldraun unga brúð- gumans var að sjálfsögðu brúðkaupið. Hann vann hjá Cardin-fyrirtækinu og yfir- menn hans voru ekkert hrifn- ir af, að hann skyldi nema drottningu sýningarstúlkn- anna á brott úr París. Önniur eldraun hans hefst í Tokyo. Þangað flytjast hjónakornin og er það ætlun þeirra að stofna sína eigin tízkuverzl- un þar í borg. Það þýðir harða samkeppni við fyrrverandi yf- irmenn þeirra í París — en Cardin hefur til þessa flutt mikinn tízkufatnað inn til Japans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.