Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORCinSBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. nóv. 1961 Kristján Adalsteins- son forseti FFSÍ LOKIÐ er þingi Farmanna og fiskimannasambands Islands sem Staðið hefur undanfarna sex daga. Fjallaði þingið um fjolda mála og gerði margar ályktanir. F o r s e t i sambandsins var kjörinn Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri á Gullfossi, en með- stjórnendur þeir Sigurjón Ein- arsson, Halldór Sigurþórsson, og Guðmundur H- Oddsson. Eru menn þessir allir fulltrúar skip- stjórnarmanna. Af hálfu vél- stjórnarmanna eiga sæti í stjórn- inni þeir Daníel Guðmundsson, Þorkell Sigurðsson og örn Steins son, aí hálfu loftskeytamanna Henry Hálfdánarson og af hálfu bryta Karl Sigurðsson. Frá brautskráningu stúdenta við háskólann í Delaware. — Islenzkum stúdent gefst kostur á. að nema við háskólann á næsta ári. Styrkur til ársdval- ar í Bandaríkjunum Brit inghamstyrkir veitíir að nýju FRESTUR til þess að sækja um Brittinghamsstyrk hefur verið framlengdur til mánudagsins 27. nóvember sbr. auglýsingu í Mbl. í gær. Svo sem kunnugt er veitti Thomas E. Brittingham jr. ís- lenzkum stúdentum ríflega styrki til ársdvalar og náms í Bandaríkjunum, og hafði ís- lenzk-ameríska félagið milli- göngu um veitingu þeirra. Er Thomas Brittingham lézt fyrir tveimur árum lögðust þessir styrkir niður um eins árs skeið. Styrkir þessir verða nú veitt- ir að nýju og hefur íslenzk- ameríska félaginu borizt bréf þess efnis frá Thomas Britting- ham III. Verðúr einn styrkur veittur á skólaárinu 1962—1963 við háskólann í Delaware. — Styrkurinn nemur öllum skóla- gjöldum, húsnæði, fæði, ferða- kostnaði til kynnisferða innan Bandaríkjanna og allríflegum vasapeningum. Hið eina sem styrkþegi þarf að greiða sjálfur eru ferðirnar til og frá Banda- ríkjunum. Er hér um að ræða einn bezta námstyrk, sem völ er á fyrir íslenzka námsmenn. Umsækjendur verða að hafa lokið stúdentsprófi, eða Ijúki því í vor, þannig að þeir, sem nú sitja í 6. bekk í mennta- skólum eiga þess kost að sækja nm. — Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu íslenzk-ameríska fé- lagsins, sem veitir nánari upp- lýsingar um styrkinn, í bóka- safni Upplýsingaþjónustu Banda ríkjanna að Laugavegi 13, og í skrifstofu Háskóla íslands. Thomas Brittingham Tll. og móðir hans koma hingað til lands í næstu viku og munu hafa tal af umsækjendum mið- vikudaginn 29. nóvember. Þátttakendur J fundi afgreiðslustjóra Loftleiða, sem haldinn var í New York fyrir skömnrai. Sitjandi, talið frá vinstri: Ungfrú Carole, einka ritari Bolla Gunnarssonar, Einar Aakrann, Luxemburg, A. C. Niesssen, Amsterdam, Ron Watson, Glasgow, David Gould, London, Sven Berlin, Gautaborg. Standandi frá vinstri: Jóhannes Óskarsson, Reykjavík, Kjell Doescher, Stavanger, Helmut Ness, Ilamborg, Emil Guðmundsson, Kaupmannahöfn, Bolli Gunnarsson, New York, A1 Shea, yfirmaður vöruafgreiðslun, New York, Gunnar Asland, yfirmaður vöruaf- greiðslu, Osló, Edgar R. Nyberg, Helsinki, Rolf Sollie, Osló, Göran Hoving, Helsinki, Pentti Laitingen, Helsinki. Viðgerðum að ljúka á 2 Akra- nesbátum Akranesi 22. nóv. TVEIR bátar koma nú bráðum i gagnið, sem hafa verið til við- gerðar og endurnýjunar í skipa- smíðastöðinni hér. Annar þeirra er Farsæll, 66 tonn, eign Fiskvers h.f. búinn að vera þarna eitt og hálft ár. Farsæl verður rennt á flót í næstu viku, byrðingur hvítur, botninn rauður og brúnt stýris- hús með nýrri 400 ha. Lister dieselvél, kastblökk, 30 ha. nýrri ijósavél, Simrad asdictæki og fimm tonna nýju snurpinóta- spili. Hmn oáturinn er Sigurvon, 102 tonna, sem fer á flót í næsta mánuði, emmg eign Fiskivers h.f. var tekinn að lokinni sildarvertíð beint í siippinn yegna leka. Þeg- ar farið var að rannsaka fortíð SigurvOnar, kom á daginn að hún hafði emu sinni strandað og þá brotnað 6—8 cm skarð í kjölinn. Haíði verið neglt yfir það með krossviðarpiötu til að hylja skemmdirnar, þar sem brotnað hafði úr kjöinum. Fjögur ný borð voru sett í byrðinginn, og nýtt kjalsvín, 5--6 metra langur skór var negldur undir kjölinn. Sjálf vélin var endurnýjuð stykki fyr- ir stykki. Allur fúi sem fannst var nummn í burtu. — Oddur. Stórauknir flutningar Farþegaflutningar Loftleiða hafa aukizt stórlega á þessu ári Fyrstu átta mánuði ársins cluttu flugvélar félagsins 33.628 farþeg. , en 28.369 far- bega á sama tíma í fyrra. Jætanýting félagsins var á t>essu tímabili 71,7%, en 87,5% í fyrra. Þessar og aðrar tölur um stöðugan vöxt félagsins voru lagðar fram á árlegum fundi ítarfsmanna félagsins í ýms- um löndum en hann var að þessu sinni haldinn á fjalla- hóteli í Tuddal í Noregi í síð- asta mánuði. Þangað fór stjóm Loftleiða til ráðuneytis við deildarstjóra og aðalum- boðsmenn félagsins. Afgreiðslustjórar Loftleiða héldu svo árlegan fund sinn að þessu sinni í New York og stjórnaði honum Bolli Gunn- arsson, sem er stöðvarstjóri félagsins þar. Tveir gestir trufl- uðu - voru f jar- lægðir Lömunarveiki Washington, 22. nóv. ALVARLEGUR lömunarveikifar- aldur geysar nú í Chile og sam- kvæmt béiðni stjórnarvaldanna hafa Bandaríkjamenn þegar sent mikið magn af bóluefni og hjúkr- unargögnum. í TILEFNI af blaðaskrifum um hegðun tveggja gesta sL fimmtudagskvöld er Hallbjörg Bjarnadóttir skemmti gestum hér að Hótel Borg óskar hótel- stjórinn að taka fram eftirfar- andi: Umrætt kvöld kom það í ljós, að meðal hinna mörgu gesta, sem hlýddu sér til ánægju á ágæt skemmtiatriði frú Hall- bjargar reyndust vera tveir menn, sem trufluðu nokkuð með framíköllum. Þetta er eina kvöldið, sem slíkt hefur komið fyrir og brugðu þjónar við og fjarlægðu þá sem fyrir hávað- anum stóðu. Truflun af völdum gesta heyrir til algerra undan- tekninga og þegar slíkt hendir verður að fara að öllu með gát til þess að röskun hljótist ekki af. I þessu tilfelli var þeim til- mælum beint til aðila að þeir trufluðu ekki, en er sýnt var að þeir óskuðu virkrar þátttöku í skemmtiatriði kvöldsins voru þeir fjarlægðir með hægð. Síð- an hefur Hallbjörg skemmt á hverju kvöldi við einstaklega góðar undirtektir og prúða framkomu gesta. Með þökk fyrir birtinguna. Pétur Danielsson. • Fyrsía heildar- Iýsingin Jólabókaflóðið er að byrja, nokkrar bækur komnar ut og farið að fréttast af öðrum, sem væntanlegar eru á næstunni. Með fyrstu skipunum' var bók, sem ekki er reyndar bundin við árstíma eða ár, og ekki er hætt við að drukkni í jólabók- arflóðinu. Hér á ég við „Nátt- úru Islands", sem Almenna bókafélagið hefur sent frá sér. Ekki eru nema tiltölulega fá ár síðan menntaðir vísinda- menn, hver á sínu sviði, tóku að rannsaka Island og náttúru þess. Og ekki hefur verið til nein heildarlýsing á landinu frá sjónarmiði nýjustu náttúru fiæða. Þetta er fyrsta bókin, sem kernur fram um það efni. • Auðveldur lestur Og það sem mér þykir svo skemmtilegt við þessa bók, er að allar greinarnar eru skrif- aðar með það fyrir augum að flytja þær almenningí, og því verða þær mjög auðskildar. I þessa bók skrifa 13 vísinda menn hver sína grein og voru þær upphaflega fluttar í út- varp. I bók verða þær þó enn auðveldan að skilja, þar eð hægt er að staldra við og skýr- ingarmyndir fylgja. Allt frá fyrstu grein fylgist lesandinn með því ævintýri, hvernig Island verður til, fra því blágrýtishellan myndas$ miðbik landsins sígur og mó- berg fyllii í dældina, og eld- stöðvarnar hlaða svo alla veg- anna formuðum fjöllum upp eftir aðstæðunum á hverjum stað. Við fáum að vita hvernig vötnin, jöklarnir og veðrið brýtur niður og mótar lands- lagið, hvar element eins og heita vatnið og hagnýt jarð- efni koma inn í, Og þá ér mað- ur kominn upp á yfirborðið, að jarðveginum, grösum og gróðri og sjónum í kringum eyjuna. Loks er fjallað um það sem lifir, dýralíf á landi og í vötnum Og lífið í sjónum. Að vísu má segja að þarna sé ekki öiium þáttum íslenzkr- ar náttúru gerð þau skil sem æskilegt hefði verið, en ein- aaitt það hve höfundar halda sig að fáum atriðum Og að meginatriðum gerir þessa bók svo auðveldan lestur hverjum, sem landi sínu unir, nýtur náttúrunnar og vill fræðast um haoa. • Tækifærisvísa Labbakutur hefur sent mér eítirfarandi visu og bréf: Hamrammur óð Hannes út; „Hopa“, sagði hann, „ekki skal", Hann kvað síðan hreint í kút heimspeking í Litla Dal. Fann þessa vísu þar sem hún var að fjuka inni á Lindar- götu í dag og mér er sagt að hún sé líklega úr rímum eftir Bólu-Hjálmar eða Símon, sem báðir eru taldir hafa ort um heimspekinginn Sölva. En ég, barnið, get ekki um þetta bor- ið. Gerið svo vel og skýrið fyrir mig vísuna, því mig lang- ar til að skilja hana. Með iynrfram þökk. Labbakútur. Ps: Velvakandi treystir sér ekki til að útskýra þetta, það yerður hver lesandi að gera eftir beztu getu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.